Morgunblaðið - 28.10.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1952, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 28. okt. 1952 Þc.rvarður Björnsson yfirhaínsögumaður skrifar um bókina: m og nytscmcr bóknllokknr sjomenn og MJÖG hefir skort á það hjá okk- ur Islendíngum að hafa hentugar bækur á íslenzku til leiðbeininga í þeim verklegu efnum, er að sjó- vinnu lúta. Og einnig skort á, að hafa aðstöðu til að nema hinar ýmsu vinnuaðferðir, með verk- legri kennslu, þar til nú síðustu árin, að verkleg kennsla hófs við Stýrimannaskólann í Reykjavík og einnig hefir Reykjavíkurbær gengist fyrir verklegum nám- skeiðum upp á síðkastið. Ur bókarskortinum hefir nú verið bætt á mjög viðunandi hátt. Tveir áhugasamir og framtaks- samir menn hafa samið og gefið út bók um þetta efni. Eru það þeir Arsæll Jónasson, kafari, og Hinrik Thorlacius, rithöfundur. Bók sína nefna þeir: „Verkleg sjóvinna". Er hún hvort tveggja í senn, handbók sjómanna og út- gei ðarmanna og kennslubók í þeim verklegu efnum, er að sjó- vinnu lúta. Efni bókarinnar er: Fyrst inn- ganur, sem fjallar um mælingu skipa og tonnatal. Er þar gert í fáum og skírum dráttum greinar- munur á hinum ýmsu stærðum skipa. Er skilgreining þessara stærða veigamikið atriði og nauð- synlegt fyrir sjómenn og útgerð- armenn, og einnig gaman fyrir almenning að vita skil á þessu. SJÓVINNA OG MERKJA- GJAFIR Að öðru leyti skiptist efni bók- arinnar í 5 aðalhluta og nefnist fyrsti hlutinn: Sjóvinna. Er þar greint frá frumefnum þeirra kaðla, sem að sjóvinnu lúta og notaðir eru til hinna ýmsu hluta um borð í skipun- a Hin einföldu en aldagömlu tæki, sem alltaf eru notuð við sjóvinnu. frá af hvaða ástæðum og hvaða A'nasambónd valda ryði og hvern :g á að fjarlægja það. Hvaða efni útiloka ryð, samsetning þeirra og aotkun. Hvernig skuli viðhalda ag verja fúa. Þilför og aðra hluti úr hinum ýmsu trátegundum, sem notaðar eru um borð í skip- im. Einnig um viðhald og dag- egt eftirlit með reiða og öllum imbúnaði í sambandi við hann. Víikill þungi hvílir á hinum ýmsu ílutum hans og veldur oft slys- im, ef ekki er allt í því lagi, sem /era ber. SKIPAGERÐ Fjórði hlutinn er um „skipa- gerð. Þegar skip eru smíðuð er margs að gæta. I þessum hluta er skýrt frá hinum ýmsu efnum, sem not- uð eru í skip og hina ýmsu hluta þeirra. Eru þar margskonar upp- lýsingar, heiti hinna ýmsu skips- um. Er skýrt frá tilbúningi hluta, um vatnsþétt skilrúm, til þeirra, gildleika og þáttafjölda, hvers þau eru ætluð, og um stað- samsetningu þeirra til hinna setningu þeirra í skipinu. Um margvislegu notkunar, bæði stýrisvélar og ýmsan útbúnað í með benslum og splæsingu. Hvernig þeir eru settir fastir á polia og nálar. Hvernig búnir eru til ýmsir hnútar, sem nauðsyn- sambandi við stýrið, og svo loks stýrirsfyrirskipanir. Þar er einnig skýrt frá legu- færum. Hinum ýmsu gerðum legir eru við notkun kaðlanna og akkera og keðja. í því sambandi enn aðrir hnútar, sem ætlaðir eru er skýrt frá hinum ýmsu gerðum frekar til skrauts en gagns. Svo eru og einnig ýmsar mottur, sem ætlaðar eru til hlífðar við sliti og skemmdum á skipum og hin- um ýmsu hlutum þeirra. Annar hlutinn er um merkja- gjafir. Er þar lýst hinni alþjóða merkjabók og notkun hennar í sambandi við hin alþjóða merkja- flögg. Morse-merkin (stafrofið), notkun þeirra og einnig um notkun hljóðmerkja. Merkjagjaf- ir með handflöggum, svo og al- þjóða merki til að kalla á hafn- sögumann, og einnig neyðar- merki. VIDIIALIÍ SKIPA Þriðji hlutinn fjallar um Við- hald skipsins. Til þess að skipið sé alltaf í nothæfu standi og end- ist sem bezt, þarf að halda því vel við. Það, sem mestum skemmdum veldur á skipí, er ryð á járni eða stálhlutum þess og fúi í tréhlut- urn þess og tógverki. Þar er skýrt akkeris-spila og með hvaða afli þau eru drifin. Þar er um iosun- artæki, gerð þeirra og notkun. Er þar mjög nytsamur og fróðlegur kafli um alþjóða hleðslumerki, belti og árstímabilssvæði. Er þar átt við, að mismunandi hleðsla er á skipum eftir árstíðum og á hvaða stöðum á hnettinum, og einnig hvort um saltvatn eða fersk vatn er að ræða, þar sem skipið hleður. Þar er skýrt hug- takið tonn, en um þrenns konar tonn er að ræða: Registutonn, enskt tonn og amerískt tonn. Þá er um skip, sem ætluð eru til sérstakra flutninga, svo sem oliufutningaskip (tankskip) og kæliskip. Skip þessi eru frábrugð in cðrum venjulegum flutninga- ^skipum, að gerð og útbúnaði og er skýit mjög ýtarlega frá því. xVÉLARÚMI Fimmti kaflinn er um skips- vélina. Er þar frá mörgu að skýra, því véiarnar eru margvíslegar og margt í sambandi við þær, sem þarf að læra og vita, því notkun þeirra er margbrotin. Þar er um elds- og sprengingarhættu í véla- rúmi, varúðarráðstafanir, svo og slökkvistarfið, hin ýmsu tæki og efni, sem til þess eru notuð. Þá eru aftast í bókinni nokkr- ar skipsteikningar, svo og ljósa- fyrirkomulag á hinum ýmsu skipategundum. Er það mjög breytilegt, sérstaklega eftir því, að hverju skipið starfar. Er þetta, sem allt annað í bók- inni, sett fram skírt og skil- merkilega, að það er auðvelt að nema það, án annarrar leiðbein- ingar en bókin gefur, sem sagt án kennara. GAMLIR KUNNINGJAR Fyrir gamla sjómenn er reglu- lega ánægjulegt að lesa bók þessa, ekki eingöngu vegna alls þess fróðleiks sem þar er að fá, heldur vegna þess, að þar hittir maður svo marga gamla kunn- ingja. Þar hafa skipin möstur og vanta. Þar eru trossur og blakk- ir. Þar splæsir maður með mel- spírunni sinni allskonar splæs, og þar eru yfirleitt öll þau gömlu heiti, er maður lærði sem ung- lingur sína fyrstu verudaga um borð í skipunum, við hin ýmsu störf þar. Ýmsir lærðir menn og mál- færðingar hafa gefið hinum mörgu hlutum og störfum um borð í skipunum ný nöfn, sem kölluð er íslenzka, og eru þau oft notuð í ræðu og riti manna á milli í landi, en þegar komið er um borð í skipm, man enginn eftir þeim, en nöfnin sem sjó- maðurinn lærði um leið og starf- ið eru þá notuð og vinnan geng- ur sinn gang. En hitt er annað mál, að heiti þessi þurfa að lagast ^vo að þau falli sem best inn í málið, og verði íslenzk á þann hátt. „SJÓMANNAMÁLIÐ" Höfundar bókarinnar geta um þetta atriði í formála sínum. Þeir segja: „íslenzkt skipa- og sjó- mannamál er all frábrugðið því, FramhaJd a Dis. 12 vciEp I®rs©ta íslamcls I VI Góðir íslendingar! j í DAG eru sjö ár liðin síðan ’iinar sigrandi þjóðir annarar heimsstyrjaldarinnar gerðu með sér fóstbræðralag til eflingar| '.'riðnum og velmegunar meðal allra þjóða. Allur almenningur þráir frið og velþóknun, og frið- arvonin blossar upp í lok hverr- u- styrjaldar. Því verður ekki neitað að onbrigðin eru mikil og íáir sól- skinsblettir, en hinu má ekki levma að Sameinuðu þjóðirnar íafa þrótt fyrir það unmð :nargt oarfaverk, staðið fyrir stór- felldri barnahjálp, róðstafað nilljón landlausra :"lóttamanna, niðlað málum í Kashmír, Palest nu og Indónesíu, gert mannrétt- indaskrá, veiit tæknilega aðstoð Dg margt fleira. Hin stóru vanaamál eru þó ó- ’eyst, og öllum er Ijóst að hætt- in á hinni þriðju heimsstyrjöld er yfirvofandi ef ekkert er að gert. Það er einkum tvennt, sem veldur stórum áhyggjum, annars- vegar átökin milli Austursins og Vestursins og hinsvegar átökin milli nýlenduþjóða og stórvelda. Vaxandi þjóðerniskend og fram- fararkröfur fylgir eðlilegur órói. Það er öllum skylt, að ljá sitt lið til að deilurnar verði leystar með, friðsamlegum hætti, og hinar Sam einuðu þjóðir er aðalvettvangur. þeirrar viðleitni. Ég sagði vettvangur, það mun vera hið rétta orð. Hinar Sam- einuðu þjóðir eru hvorki alþjóða þing með löggjafarvaldi né alls- herjarríki með framkvæmda- valdi. Sú þróun til fullkomins þingræðis hefur víðast tekið lang- an tima innan einstakra þjóð- félaga, og verður sjálfsagt tíma- frek í alþjóðaskiftum. Það standa þó vonir til, að hinar Sameinuðu þjóðir geti skilað mannkyninu áleiðis, svo um munar, í þessu efni. Þó ekki sé um bindandi lög- gjafarvald að ræða, þá eru hinar Sameinuðu þjóðir viðtals vett- vangur margra þjóða, sem ann- ars myndu vart hittast eða ræð- ast við um alþjóðamál. Enginn hefur talið sér sæmandi að sker- ast úr leik, og er það, þó í litlu sé, viðurkenning á því, að rétt- urinn eigi að vera mættinum ríkari. En þó er nú þroska einstak- linga og þjóða ekki lengra kom- ið en það, að rétturinn og hinn góði málstaður þarf oft á liði að halda og jaínvel liðsafla til að verða ekki undir í átökun- um. Fyrir því var séð í stofn-i skrá hinna Sameinuðu þjóða, en ekki í framkvæmd á liðaum sjö árum. Alþjóðaher til að tryggja framkvæmd á ályktunum hinna Sameinuðu þjóða hefur enginn verið stofnaður. Þessvegna eru hin smærri bandalög að kóma upp, svo sem Atlantshafsbanda- lagið. Ef hin upphaflega tilætlun Kefði verið framkvæmd, þá væri þeirra ekki þörf. En að vera á móti hvorttveggja, alþjóðaher og varnarbandalögum, er tæplega til þess fallið að efla öryggi eða al- þjóðafrið. Vér óskum hinum Sameinu.ðu þjóðum allra heilla í göfugu og erfiðu starfi. Vér óskum þess, að það eigi ekki fyrir þeim að liggja að ganga á eftir stríðandi herjum með meðalakassa, — og þráum þá stund að Alþjóðasamtökin gangi í fylkingarbrjósti mann- kynsins með kyndil friðar og mannúðar á lofti. Þessi von lifir þrátt fyrir öll mistök og áföll. Henni verður ekki betur lýst en í hinum gamla boðskap: Friður og velþóknun meðal mannanna. iSili Athugasemd barnaskólinn UM s.l. helgi var 100 ára cf- mælis barnaskóla Eyrarbakka minnst með myndarlegri afmæl- ishátíð og þess getið í útvarpi og blöðum. Dagblöðin tóku það fram, að þetta væri elzti barnaskóli lands- ins. Þar sem ég hefi hvergi séð því mótmælt, leyfi ég mér að koma þeirri leiðréttingu á fram- færi, að harnaskóli Vestmanna- eyja hélt 200 ára afmæli sitt 25. okt. 1945 og er því nú 207 ára. Virðingarfylist, S. S. ■—o— í sambandi.við þessa athuga- semd skal á það bent, að barna- skólinn í Vestmannaeyjum starf- aði fram til ársins 1760, en þá var starfsemi hans látin niður falla og tók hann ekki til starfa á ný, fyrr en 100 árum síðar eða um 1860. Barnaskólinn á Eyrar- bakka, sem var fjórði barnaskól- inn, sem stofnaður var á land- inu, er sá eini sem starfað hef- ur samfleytt frá stofndegi og fram á þennan dag. Menn geta svo um það deilt hvor sé eldri. 4 BEZT AÐ AUGLYSA í MORGUHBLAtílMJ 4 K í Ípq LÍÖ.Í liil-ti 'U Peitic-gðflienn Til sölu er gamalt kínverskt borð, haglega útskorið, rneð marmaraplötu. — Kjörgripur gamallar þýzkrar ættar. Til sýnis í Drápuhlíð 19, fyrstu hæð kl. 5—7 í dag. Aíhygli skal vakin á að framvegis verða MI as ^ I n 9 a s p| ö 1 d Iieimilissjóðs Félags ísl. hjúkrunarkvenna til sölu i Tún- götu 7 í Hattaverzlun í Austurstræti 10, Bcrklavarna- stöð Reykjavíkur og sjúkrahúsum bæjarins. MGSlilBS (1951), lítið keyrður, mjög vel útlítandi TIL SÖLU. Komið gæti til greina skipti á góðum 6 manna vagni (Chevrolet, Dodge eða Plymouth), þó ekki eldri en frá 1942. Tilboð merkt: „10 — 52“, sendist Morgunblaðinu fyrir kl. 12 á hád. fimmtudaginn 30. þ. mán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.