Morgunblaðið - 25.11.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1952, Blaðsíða 2
/ J MORGVNBLABIÐ Þriðjudagur 25. nóv. 1952 I Dómur Hæsfaréiiar: ! Geysisslysið staiaði ai siglingaskekkj’ism 1 GÆR kvað Hæstiréttur upp dóm í málinu út af slv/f,inu er flug- Vélin Geysir fórst á Vatnajökli 14. september 1'jí,0. Málið var Iiöfðað gegn þrcmur mönnum, þeim Magnúsi O’jðmundssyni, er Var flugstjóri, Guðmundi Sívertsen, er var j?Tiingafræðingur á Geysi og Arnóri Hjálmarssyni, flugumferðarsfjóra á Reykjavikur- fiugvelli. Voru þessir menn sakaðir um rjj»3tók í störfum sínum, *em hefðu orðið þess valdandi að slysið. 'varð, en tveir af áhöfn flugvélarinnar hlutu allmikil meiðsli í "siysinu. Niðurstaðan, bæði í undirrétti og hæsíarétti, varð, að þeir Magnús og Guðmundur Voru sakfelldir en Arnór var sýknsiþjr. NEFND RANNSAKAÐI 0------------—----------------- FLUmSLYSIÐ _ | að flugvélin gæti verið af réttri Flugráð stofnaði a smum „frr.a ielg( en þar sem slíkt er ávallt ncfnd til rannsóknar flugsl yssins. mögulegt, ekki sízt þar sem hér Að tilhlutun undirréttai.dómar-; var um algert blindflug að ræða, ans samdi nefndin álit; ,gerð um attl hann sjálfur öryggisins siysið, aðdraganda þc ^s og or- vegna að stilla annan hæðarmæli Sakir. En rannsókn jefndarinn- f]UgVélarinnar. nr gekk mest út á sérfræðilega | •athugun á staðará'.rvörðunum og FYRIRMÆLI UM STILLINGU notkun annarra siglingatækja HÆÐARMÆLSS flugvélarinnar. tlm það segir \ tilkynningu til flugmanna á m. a. í áiitsgerðinni: íslandi (Notam), er ákveðið að loftfar skuli fá fyrirmæli frá JíITT STAÐSETNINGARKERFI flugstjórnarmiðstöð um að stilla HVERJU SINNI | hæðarmæli sinn áður en það Af því sem getið er framar í fer yfir takmörk aðflugssviðs eða álitsgerðinni, er það ljóst, að þegar það er a. m. k. 50 sjómíl- leiðsögumaður flugvélarinnar, | ur fra ströndinni. Slík fyrirmæli ■Guðmundur Sívertsen, hefur i höfðu ekki komið frá flugturn- •ekki gætt starfs síns sem skyldi inum { Reykjavík. á heimlfciðinni. Staðarákvarðanir J>œr, er hann gerir, styðjast að- eins við eitt staðsetningarkerfi í hvert sinn, þó að fleiri kerfi -og aðferðir hafi verið fyrir Lendi. Virðist sem léiðsögumað- tirinn hafi verið alltof öruggur íim staðsetningu flugvélarinnar, <og þar af leiðandi ekki gert sam- anburðarathuganir, sem áreið- anlega hefðu sýnt að flugvélin var komin langt af leið. Að vísu hefur leiðsögumaðurinn skýrt frá l>ví, að mótttökuskilyrði fyrir CONSOL-miðanir hafi verið lé- leg á radíó-kompás móttakara, en hann gerði engar tilraunir til l>ess að ná þessum miðunum á móttakara loftskeytamannsins, sem er bæði sterkari og betri. Jafnframt ma bend.a á, að of fáar tilraunir voru gerðar til l>ess að ná radió-miðun frá radíó- vitanum á Vestra-Horni, en vafa- sömum og daufum merkjum frá Vestmannaeyj um treyst til þess að ákveða stefnuna. Hér þurfti að sjálfsögðu að gæta sérstakrar varúðar, vegna þess að flugvélin nálgaðist landið úr mjög aust- lægri stefnu og jökiarnir á Suð- urlandi ekki ýkja langt frá hinni fyrirhuguðu flugleið. ENGINN GAF RADÍÓ- HÆÐARMÆLI GAUM Leiðsögumanninum bar einn- : ig að gæta vel að radíóhæðar- ; mælinum um þessar mundir, vegna nólægðar landsins, enda !i hefði hann þá strax orðið var við, l>egar flugvélin flaug inn yfir ! Btröndina, en svo virðist, sem livorki hann né nokkur annar af áhöfninni hafi gefið mælinum : gaum. Einnig verður að áteija það, að leiðsögumaðurinn færði enga j Siglingadagbók, en gerði alla út- f xeikninga sína á lausamiðum. HÖFÐU LÍTILLAR HVÍLDAR NOTIÐ Hér þykir rétt að benda á, að áhöfnin á flugvélinni hafði ekki • riotið venjulegrar hvíldar í a.m.k. j hálfan annan sólarhring, þegar flugvélin fór að nálgast landið. Sjálfsagt hefur þreyta og svefn- leysi gert vart við sig hjá áhöfn- inni á allri heimleiðinni og hef- ur það að verulegu leyti átt sinn þátt í þeina siglingaskekkjum, íem að framan eru taldar. Flugstjóranum bar einnig að fylgjast betur með staðsetningu og - leiðarreikningi flugvélarinn- •ar'og þegar tók að nálgast land- ið, átti hann að fullvissa sig um að flugvélin væri á hverjum tíma í nægjanlegri hæð til þess að vera örugglega ofar öllum fjöll- "Urn. Hér virðist íl ugs'tj óráh ú m •alls ekki hafa komið til hugar, Rannsóknarnefndin taldi skv. þessu að fru.morsök slyssins hefði verið siglingaskekkja, en meðverkandi ástæða væri hversu seint flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík sendi flugvélinni fyrir skipun um að breyta hæðarmælis stillingu. NIÐURSTAÐA DÓMSINS Undirréttardómarinn kvaðst ekki taka afstöðu til þess hvort álitsgerð nefndarinnar hefði að öllu leyti við rök að styð.jast, en hann taldi ljóst að störfum ákærða Guðmund- ar hefði verið ábótavant og að skekkjur hans í staðará- kvörðunum hefðu verið meg- inorsök slyssins. Vanræksla Magnúsar taldi hann hafa orð ið meðorsök ófaranna. Dómarinn taldi hinsvegar, að flugumferðarstjórum hefði verið í framkvæmdinni nokkuð í sjálf- vald sett eftir öllum aðstæðum, hvenær send væru fyrirmæli um að stilla hæðarmæla og hafi 50 sjómílna markið verið skilið sem leiðbeining en eigi sem bindandi ákvæði. Var Arnór Hjálmarsson því sýknaður. Hæstiréttur komst að sömu efnislegu niðurstöðu og und- irréttur. Urðu endanleg mála- lok þau, að bæði Guðmundur Sívertsen og Magnús Guð- mundsson voru taldir brot- legir við loftferðaákvæði og 219. gr. hgl. (líkamsmeiðing af gáleysi). Skyldi Guð- mundur sæta varðhaldi í 4 mánuði og var sviptur flug- leiðsögumannsréttindum ævi- langt. Magnús skyldi greiða 4000.09 kr. sekt til ríkissjóðs. #y Ráðskona Bakka- bræðra" fyrir ausian fja!I BAKKABRÆÐUR brugðu sér í ferðalag um helginá. Ætluðu þeir á Suðurnes, en urðu áttavilltir og komust austur í Fljótshlíð. Fljóts- hliðingar tóku þeim með kostum og kynjum og sáu þeír þann kost vænstan, að setjast að á Goða- landi. Dreif þegar að mikinn mannfjölda, er vart komst í hús. Á sunnudaginn komu bræðurn-1 ir við hjá Ingólfi á Hellu, og var j þar sama sagan, fólk þyrptist að til að heilsa upp á bræðurna — | Suður yfir heiði munu þeir hafa komizt um kvöldið, því að sarn- j ' k'örnú æflá þeir áð háfá í HaTnar-' firði í kvöld kl. 8,30. Setning ÞING Álþýðusáínban'ds íslandá var sett í samkomusal Mjólkur- stÖðvarinnar á sunnudaginn kl. 2 e.h. Til þings yoru þá mættir hátt á þriðja hundrað fulltrúar frá um 140 verkalýðsfélögum, en : í sambandinu eru 159 félög. — Nokkrir fulltrúar voru ókomnir til þings á sunnudag. Forseti sambandsins, Helgi Hannesson, setti þingið. í upp- hafi ræðu.sinnar minntist hann hins látna forseta íslands Sveins Björnssonar, og risu fulltrúar úr sætum í virðingarskyni við hann. Að því loknu var leikinn þjóð- söngurinn. Þá minntist forseti ýmsra for- ystumanna verkalýðshreyfingar- innar er látist höfðu á kjörtíma- ' bilinu, svo sem Finns heitins Jóns sonar alþm. og Björns Blöndals löggæzlumanns og nokkurra fleiri. Minntust fuiltrúar þeirra með því að rísa úr sætum. VIÐFANGSEFNI ÞINGSINS Forseti ræddi því næst þau helztu viðfangsefni, sem fyrir þinginu liggja og sagði m. a. að krafan um atvinnuöryggi og við- unandi lífskjör verkalýðnum til handa væru þau mál, sem mestu skipti. Forsetinn sagði að síðustu, að hann vonaðist til, að störf þingsins yrðu til heilla og hag- sældar fyrir verkalýðssamtökin og til blessunar fyrir þjóðarheild- ina. ÁVÖRP OG KVEÐJUR Að lokinni ræðu forsetans flutti Carl P. Jensen, einn af aðalritur- um danska verkalýðssambandsins ræðu og flutti kveðju frá verka- lýðssamtökunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá flutti Ólaf- ur Björnsson próf., kveðju B. S. R. B. og þakkaði Alþýðusam- bandsstjorn gott samstarf við bandalagið og sagðist vonast til að það góða samstarf mætti halda áfram. Þá flutti Guðbjartur Ólafs son hafnsögumaður kveðju Far- manna- og fiskimannasambands- ins, Skúli Ágústsson flutti ftvarp fyrir hönd samtaka iðnnema og Sæmundur Friðriksson frkvstj. flutti kveðju og árnaðaróskir til þingsins frá Stéttarsambandi bænda. Helgi Hannesson þakkaði full- trúum þessara samtaka fyrir hin- ar vinsamlegu kveðjur þeirra og árnaðaróskir til handa A. S. í. og sagðist vonast til að samvinna þessara að.ila mætti verða rem bezt í framkvæmdinni. NEFNDASKIPUN Þá skipaði forseti eftirtaldar nefndir: Kjörbréfanefnd: .Jón Sig , urðsson, Friðleif Friðriksson, og Jón Rafnsson. í dagskrárrlefnd: Helga Hannesson, Jón Hjartar og Eðvarð Sigurðsson og í nefnda- nefnd: Eggert Ólafsson, Pétur Guðjónsson, Gunnar Jóhannsson og Snorra Jónsson, en forseti sambandsins er sjálfkjörinn í nefndina. Að þessu loknu frest- aði forseti fundi. ÁGREININGUR UM KJÖRBRÉF Annar fundur þingsins var sett ur kl. 2,20 í gær á sama stað, og var þá tekið fyrir álit kjörbréfa- nefndar. Ágreiningur hafði orðið í nefndinni um mörg kjörbréf og hafði Jón Sigurðsson framsögu fyrir meirihlutanum. Hafði meiri hluti nefndarinnar gert ágreining um kjörbréf Dagsbrúnar, en minnihlutinn, Jón Rafnsson, hafði gert ágreining um kjörbréf full- trúa Sjómannafélags Reykjavík- ur, Verkakvennafélagsins Fram- sókn, Bílstjórafélagsins Hreyfils, Félags íslenzkra rafvirkja, Verka lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, Rakarasveinafélags Reykja víkur, Sarr.bands matreiðslu- og framreiðslumanna og. Sveiná- félags prentmyndasmiða. EKKI hægt að kaupa FULLTRÚA Á ALÞÝDU- 'SAMB'ÆNDSÞINGS' * *------- - Jón Sigurðsson rakti lið fyrir 0 Agreiningur um mör Frá setningu Alþýðusambandsþings. Talið frá vinstri: Helgi Hannesson, forseti ASÍ, Carl P. Jensen, aðalritari danska verka- lýðssambandsins, Guðbjartur Ólafsson, hafnsögumaður og Ólafur Björnsson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. t lið þær kærur er fram hefðu komið. Sýndi hann fram á það með skýrum rökum, að Dagsbrún hefði í heimildarleysi og án þess að það hefði neina stoð í lögum, látið kjósa miklu fleiri fulltrúa ft Alþýðusambandsþing en heimilt væri og að það væri engu líkara en stjórn Dagsbrúnar héldi, að heimilt væri að kaupa fulltrúa inn á Alþýðusambandsþing, eftir því sem félögin hefðu fjárhags- lega getú"til. AftUr á móti hrakti hann þær ásakanir, sem komið hefðu fram í kjörbréfanefndinni varðandi hin verkalýðsfélögin og sagði að þær væru aðeins tilli- ástæður, sem bornar væru fram gegn betri vitund. Jón Rafnsson framsögumaður minnihlutans, tók næstur til máls og var ræða hans að mestu leyti árás á miðstjórn Alþýðusam bandsins og órökstuddar dylgjur um þau félög, sem hann fyrir hönd kommúnista hafði gert ágreining um. KOMMAR EIGA ERFIT.T MEÐ AI) VERJA SINN ILLA MÁLSTAÐ Að ræðum framsögumannanna loknum var ræðutíminn takmark- aður og tóku þá eftirtaldir menn til máls: Friðleifur I. Friðriksson, sem svaraði á skeleggan hátt full yrðingum Jóns Rafnssonar varð- andi fulltrúaval Dagsbrúnar- stjórnarinnar. Böðvar Steinþórs- son, sem gerði skýra grein fyrir kosningarfyrirkomulaginu í Sam- bandi matreiðslu- og framreiðslu- manna og sýndi fram á hversu kæran vegna fulltrúakosninganna í því félagi væri úr lausu lofti gripin. Þá talaði Garðar Jónsson form. Sjómannafélags Reykja- víkur, Jóhanna Egilsdóttir form. Framsóknar, Eðvarð Sigurðsson, Stefán Stefánsson frá ísafirði og Sæmundur Ólafsson varaforseti A. S. í. Var greinilegt að kommúnistar fóru mjög halloka í umræðunum, enda höfðu þeir illt mál að verja. Að þessum umræðum loknum vor fundi frestað til kl. 1,30 í dag en þá hefst fundur að nýju. --------------------J Missa atvinnuna. VEGNA samdráttar í tefram- leiðslu Indlands hefur stjórnin neyðzt til að segja 200.000 verka mönnum upp atvinnu sinni. SAKBORNINGAR Framhald af bls. 1 einnig allir þeir, sem á eftir hon- um komu. , Sakargiftir Slanskís voru marg víslegar og m. a. var honum borið á brýn að hafa stjórnað „hinni borgaralegu Gyðingaklíku", eins og það er orðað, sem nú sé farin að gera vart við slóvakíu. sig í Tékkó- UPPHAF AÐ GYDYNGA- OFSÓKNUM Álitið er, að þessi Pragrétt- arhöld séu upphaf að allsherj- ar ofsóknum gegn Gyðingum í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Er það m. a. byggt á því að allir sakborningarnir 14 séu ákærðir fyrir „Zíonisma“. Er það í fyrsta sinn, sem bólar á slíkum ákærum austur þar og fer ekki hjá því, að hugurinn hvarfli til nazistanna þýzku því viðvíkjandi. EINN ÆÐSTI MADUR TEKKÓSLÓVAKÍU ÁÐIJR FYRR Af þeim 14 mönnum, sem nú eru ákærðir í Prag, eru níu Gyð- ingar og er Slanskí einn þeirra. Hins vegar er Clementis ekki Gyðingur. Hefur hann setið í fangelsi kommúnista síðan í jan- úar 1951. Hann varð utanríkisráð- herra’ "tékknes'ku- • kommúnista- stjórnarinnar 1948, eftir að Masa- ryk „hafði kastað sér út um glugga“ i tékkneska utanríkis- ráðuneytinu eins og mönnum er í fersku minni. í „játningu“ sinni segir Clem- entis m. a. að hann hafi verið franskur njósnari, síðan 1939, en hins vegar hafi hann tekið upp njósnastarfsemi fyrir Bandaríkja- menn 1945. — „Ég játa“, sagði hann, „að hafa látið þeim oft í té ýmiss konar leyndarmál“. í þessum réttarhöldum hafa oft verið nefnd nöfn frægra stjórn- málamanna í Vestúr-Evrópu og Bandaríkjunum og fyrrverandi sendiherra Tékka i ísrael, Gold- stúkker, sem lengi hefur setið í fangabúðum kommúnista, er meðal þeirra, sem iátnir eru bera vitni í þessum réttarhöldum hinna kommúnisku ævintýra- manna. h í dag héldu réttarhöldin áfram með sama hraða og áð- ur og bættust tvær „játningar" við þær, sem áður nöfðu verið bornar fram. Komu þær frá Rudólfi Magólíus, fyrrum að- stoðarráðherra um utanríkis- verzlun, og Ottó Fischl, fyrrv. varafjármálaráðherra í tékk- esku kommúnistastjórninni.. — Hafa því 11 af sakborning- unum 14 gefið „játningar" sínar, eh einn þeirra, sem eftir - - er, - er ■ Karel - Svab, fycrum varainnanríkisráðherra Tékka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.