Morgunblaðið - 25.11.1952, Blaðsíða 16
Veðurúfiit í dag:
Allhvass og síðan hvass A. —
Skýjað.
170. tbl. — Þriðjudagur 25. nóvembcr 1952
SláUH-OYIKUN
Sjá grein á bls. 9.
jl * v. tuii - niujuuagui uv
- j
Telpan féll í götuna varð Suðurlandaferð
unclir bíl og hlaut hana kariakórsinj
{uinlAíif clvc á D;afrA]rt?irfti Sfð0fGS)
Svipleg! siys á Pafreksfirði
PATREKSFIRÐI, 24. nóv. — Á laugardagskvöldið vildi það Svdp-
lega slys til hér í bænum, að lítil teipa, sem var að fara á skóla-
skemmtun, varð undir bíl. — Beið hún bana af afleiðingum meiðsla
þeirra er hún hlaut, á aðfaranótt sunnudagsins.
ÖK AFTLR Á BAK ♦.....1 1
Slysið varð um klukkan 6 um
kvöldið. Jeppabíl var ekið aftur
á bak upp í svonefnda Spítala-
brekku, þar eð stjórnandi jepp-
ans þurfti að snúa við á leið sinni
eftir aðál götunni hér í þorpinu.
Einn farþegi var í bílnum hjá
bílstjóranum.
Síidin var í 30 faðma þykkri
forfu en iilhveli spififu veiði
Ásvún litla var yngst fjögurra
systkina, dóttir Kristjáns Inga-
sonar og konu hans, Halldóru
Magnúsdóttur.
VARÐ EKKl VAR VIÐ
TELPUNA
Bílstjórinn segist hafa horft út
um rúðu í hurðinni við bílstjóra-
fiætið og hafi hann þá ekki orð-
ið var við neinar mannaferðir við
bílinn. En um leið og hann ekur
aftur á bak, varð litla telpan,
sem hét Ásrún Kristjánsdóttir,
undir bílnum og fór hann með
bæði fram og afturhjól yfir
barnið.
DATT — BÍLLINN FÓR
XFIR HANA
Litla telpan, sem var ásamt
systur sinni á !eið á skólaskemmt
un, hafði komið hlaupandi niður
brekkuna. Ilún mun hafa séð
«r jeppabíllinn kom akandi aft-
ur á bak á móti henni. Mun
hún þá hafa ætlað að sveigja fyr-
ir hann. Þá vildi svo slysalega
til, að hún féll í götuna fyrir aft-
an bílinn og varð undir hjólum
hans.
lézt cm nóttina
Litla telpan var borin með-
vitundarlaus í sjúkrahúsið. Við
rannsókn kom í ljós, að höfuð-
kúpan hafði brotnað. Litla telp-
an lézt kl. eitt aðfaranótt sunnu-
dagsins, án þess að hún kæmist
á ný til meðvitundar.
Sjómeður
slasasf
TOGARINN Bjarnarey frá Vest-
mannaeyjum, kom hingað til
Reykjavíkur um kl. 8 í gærkvöldi
| með einn skipverja slasaðann.
Heitir sá Gunnar Halldórsson.
Hafði hann skaddazt mikið á
höfði. Á brvggjunni stóð sjúkra-
bíll, er togarinn lagði upp að. Var
maðurinn fluttur í Landsspítal-
ann.
Slys þetta varð úti á miðunum
norðvestur í hafi um klukkan j
fimm í gærmorgun er togarinn I
var að veiðum. Svonefndur gils-
krókur, sem er á vír er leikur í
blökk, sem er ofarlega í fram- j
siglu, mun hafa lent á enni Gunn-
ars og varð af svöðusár.
EINS og Morgunblaðið skýrði
frá í síðasta blaði, mun
Iiarlakór Reykjavíkur halda i
söngför til Suðurianda með Gull-
fossi 25. marz n.k. Almenningi
mun verða gefinn kostur að slást
í förina. í gær staðfesti Eimskip
h.f., fregn blaðsins og gaf út til-
kvnningu, þar sem sagt er, að far-
þegar geti látið skrá sig í förina
frá og með deginum í gær. Komið
verður til íslands aftur 25. apríl.
I þessari ferð skipsins telst að-
eins eitt farrými á skipinu og
hafa farþegar aðgang að öilum
salarkynnum skipsins, án tillits
til þess hvar þeir dveljast í skip-
inu. Munu allir farþegar matast
í borðsal skipsins á fyrsta far-
rými. Fargjald, allt innifalið, er
frá 8.549 kr. dýrast, í eins manns
herbergi á fyrsta farrými, til
6.180 kr. og er það ódýrast. Félag-
ið tekur það fram, að ferðin verði
aðeins farin ef þátttaka verði
nægileg að dómi félagsins og aðr-
ar aðstæður leyfi.
Ekkert er getið um gjaldeyris-
útvegun í fréttatilkynningu þess-
ari, en vænta má flekari upplýs-
inga um málið frá Orlofi.
A LAUGARDAGINN sendi
útgerðarfyrirtæki Haraldar
Böðvarssonar á Akranesi, einn
af bátum sínum, Svein Guð-
mundsson, út með reknet, en
hér var um nokkurskonar til-
raunaveiðar að ræða. Hafa relt
netjaveiðar nú legið alveg
niðri um nokkra vikna skeið.
Var þeim hætt vcgna þess
mikla tjóns er háhyrninga-
vöður ollu.
Vélbáturinn lagði net sín út
af Garðskaga á um 50 faðma
dýpi. Þar var mikil síld alveg
upp undir vatnsskorpunni, og
jafnvel skvetti hún sér lítið
eitt.. — Á dýptarmæli skipsins
mældist síldin standa mjög
þétt íiiöiii' á 30 faðma dýpi.
Skipverjar settu átta reknet
í sjóinn, en um leið og síldin
fór að veiðast í þau var há-
hyrningurinn kominn. Sundr-
aði hana öilum netunum, svo
Iítið varð eftir nema teininn.
Skipverjar höfðu riffla með
sprengikúium, en þeir komu
ekki að gagni. Var því hætt
við frekari veiðar og haldið
heim. Þótti skipverjum það
eðlilega súrt í broti þegar gíf-
urleg sild virtist vera um allan
sjó, en ekkert hægt að aðhaf-
ast fyrir þessum illhvelum,
sem alla mun bresta ráð til að
bægja frá rcknetjum bátanna.
Slökkvilið Akureyrar
kvalf að Hennla-
Jólamerki Thorvald-! skólanum
semfélapns komin
Lítill drengur stórslas-
ast á Lækjartorgi í gær
KLUKKAN að verða sex í gærkvöldi varS umferðarslys á Lækj«
artorgi. — Lítill drengur stórslasaðist er hann varð undir strætis-
vagni. Drengurinn liggur í sjúkrahúsi.
Hilll 50-69 manns
á slofnfundi Flug-
bjðrgunarsveilar „ ,
akureyri, 24. „óv. _ Muii 25 skraou
50 og 60 ahugamenn um flugmal.
á markaðinn
JÓLAMERKI Barnauppeldissjóðs
Thorvaldsensféiagsins eru nú
komin á markaðinn eins og ætíð
fyrir jólin. Merkið er hið smekk-
legasta að venju, en Stefán Jóns
son hefir teiknað það að þessu
sinni.
Er þess að vænta, að jólamerki
Thorvaldsensfélagsins prýði bréf
landsmanna og póstsendingar nú
sem endranær.
... - 'I
letu skrá sig á stofnfundi Flug-
björgunarsveitar Akureyrar. —!
Formaður var kjörinn Kristján
Jónsson forseti Flugfélags ís-
lands, Sigurður Jónasson skrif-
stifum. ritari og Þorsteinn Þor-
steinsson gjaldkeri. Meðstjórn-
endur eru Guðmundur Karl Pét-
ursson yfirlæknir og Karl Magn-
ússon jámsmiðu.r. — Á eftir urðu
ítarlegar umræður um starfsemi
og skipulagningu félagsins.
•—Vignir.
alvmnulausir
AKUREYRI, 24. r,óv.: — Við alls
herjar atvinnuleysisskráningu
hér í bænum um miðjan þennan
mánuð, létu 25 menn skrá sig.
Tveir smiðir og tveir bílstjórar
voru meðal atvinnuleysingjanna,
en hitt voruallt verkamenn. Voru
15 þeirra einh’eypir þar af 8 inn-
an við tvítugt. Heimilisfeður
voru 10 og höfðu sjö þeirra 16
börn á framfæri sínu. — Vignir.
AKUREYRI, 24. nóv.: — Um
klukkan 19.30 í kvöld var slökkvi
liðið hér kvatt út. Kviknað hafði
innan í skorsteini menntaskólans
og stóð nokkur eldur upp úr hon-
um. I
Ekki urðu neinar skemmdir,
þar sem hér var aðeins um sót-
íkviknun að ræða. |
Ailmikil ókyrrð varð af þessu
í skólanum, en þar búa enn all- ,
mai'gir heimavistarnemendur. i
Ströngustu varúðar er ávalt
gætt í meðferð elds í skólanum.
Ei u reglulegar brunaæfingar þar
og útbúnaður til björgunar svo
fuilkominn sem kostur er, enda
væri annað óafsakanlegt þar sem '
hér er um garnalt timburhús að |
ræða. — Raflagnir eru reglulega
athugaðar svo að ekki komi tíl
skammhlaups. — Vignir.
Sigurður Bjamason
ræðir leigubifreiða-
frumvarpið
FRUMVARPIÐ um leigubif-
reiðar í kaupstöðum, sem nokkr-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins í neðri deild
flytja, var til 2. umr. í deildinni
í gær.
Hafði Sigurður Bjarnason orð
fyrir meirihiuta samgöngumála-
nefndar, sem lagði til að frum-
varpið yrði samþykkt með nokkr
um orðalags breytingum á fyrstu
grein þess. Var breytingartillaga
meirihlutans samþykkt með 15
atkv. og frumvarpið afgreitt til
3. umræðu.
fjölmennf héraðsmót Sjáif-
sfæðismanna í Kjésarsýsiu
S. L. LAUGARDAGSKVÖLD efndi Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn
Ingólfsson í Kjósarsýslu til héraðsmóts Sjálfstæðismanna í sýsl-
linxu. Var það haldið að Félagsgarði í Kjós. Mót þetta var mjög
fjölmennt og var hið myndarlega fétagsheimili troðfullt. Gísli
Jónsson í Arnarholti setti mótið og stjórnaði því. En ræður fluitu
aiþingismennirnir Ólafur Thors atvinnumálaráðherra og Sigurður
Bjarnason frá Vigur. Var ræðum þeirra ágætlega fagnað.
SKEMMTIATRIÐI því prýðileg skemmtun. Að lok-
Þeir Haraldur Á Sigurðsson og um var svo dansað.
Alfreð Andrésson fóru síðan, á- Mót þetta sótti fólk víðsvegar
fiamt aðstoðarfólki sínu, með að úr sýslunni og fór það hið
l»átt úr haustrevýunni. Var að bezta fram.
Hátíðamessa
í Slykkishélmskirkju
eftir gagngera
viðgerð
STYKKISHÓLMI, 24. nóv.:
Undanfarið hefir staðið yfir
gagngerð viðgerð á Stykkis
hólmskirkju. Hefir hún verið
máluð bæði utan og innan, allir
bekkir endurbættir og rafhitun
sett í kirkjuna, sem virðist ætla
að reynast mjög vel.
Sunnudaginn 23. þ. m. kom
biskupinn, hr. Sigurgeir Sigurðs-
son, ásamt konu sinni til Stykk-
ishólms, og fór þá fram hátíðar-
messa, fyrsta messan eftir við-
gerðina. Þjónaði biskup fyrir
altari og talaði þaðan til fólks-
ins, en sóknarpresturin'n, sr. Sig-
urður Ó. Lárusson, prédikaði.
Eftir prédikun þjónuðu þeir svo
báðir fyrir altari.
Var þetta mjög virðuleg og
unaðsleg athöfn og fjölsótt. Er
fólk almennt mjög ánægt með
þessa viðgerð og breytingu á
kirkjunni.
Unglingur gerir
lilraun
III nauðgunar
LÖGREGLUMENN komu
konu til hjálpar aðfaranótt
laugardagsins, er 16 ára ung-
lingur ætlaði sér að fá vilja
sínum framgengt við. Var
mjög farið að draga af kon-1
unni eftir sviptingarnar, er
lögreglan skarst i leikinn.
Hafði árásarmaðurinn strax í
upphafi árásarinnar gripið
fyrir vit konunnar og sleppti
aldrei því taki. j
Árásarmaðurinn hafði dreg-
ið konuna inn í port, en þarj
gat hún gefið frá sér liljóð,'
svo að fólk i næstu húsum i
vaknaði og gerði lógreglunni
aðvart.
Unglingurinn hafði verið á
dansleik og var litilsháttar
undir áhrifum áfengis.
Konan var illa til reika og
hafði meiðzt í baki og auk
þess hafði hún fengið tauga-
áfall. Hún hefur borið það,
að hinn 16 ára gamli árásar-
maður hafi hótað þvi að hann
skyldi kæfa hana, ef hún léti
ekki að vilja hans.
Rannsóknarlögreglan hefur
mál árásarmannsins til með-
ferðar.
♦ \ GANGBRAUTINNI
| Um aðdraganda slyssins var
j ekki fullkunnugt í gærkvöldi,
.enda rannsókn málsins á byrjun-
arstigi. — Strætisvagninn R 6066
ók niður Bankastræti og hafði
sveigt til hægri, að gagnstétt
jtorgsins og er hann rann inn á
gangbrautina, sem afmörkuð er,
varð drengurinn fyrir bílnum.
Lenti hann undir öðru fram-
hjóli vagnsins og lá hann fastur
undir því er vagninn nam staðar.
— Drengurinn litli missti ekki
meðvitundina. Hann heitir Guð-
mundur Hervinsson, til heimilis í
Skipasundi 17. Hann mun, eins
og strætísvagninn, hafa komið
niður Bankastræti og ætlað
vestur yfir gagnbrautina, er
hann varð undir vagninum.
I I,
MJAÐMAGRINDIN j
BROTIN
j í sjúkrahúsi kom í ljós, að
mjaðmagrind Guðmundar, sem
'er 11 ára, hafði brotnað og eins
hafði fótleggurinn um öklann
sprungið.
Rannsóknarlögreglan mælist til
þess við farþega er í vagninum
voru, svo og gangandi fólk, er
sá aðdraganda slyssins, að það
komi til viðtals sem allra fyrst.
B. í. gengur í l
Alþjóðasamband |
blaSamanna j
BLAÐAMANNAFÉLAG íslands
hefir samþykkt að gerast aðili að
nýju Alþjóðasambandi blaða-
manna, sem stofnað er með þátt-
töku hinna frjálsu þjóða.
Allsherjaratkvæðagreiðsla fór
fram í félaginu, og var samþykkt
að ganga í hið nýja samband með
28 atkvæðum gegn 9. Tveir seðl-
ar voru auðir.
Sljórnmálaskóli i
SjálfsÍæðisflokksiRS
I DAG kl. 4 flytur Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri, er-
indi um ræðumennsku.
Að því loknu málfundur.
Kl. 8,30—9,30 í kvöld mun
Pétur Ottesen, alþm., tala um
landbúnaðarmál.