Morgunblaðið - 16.01.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1953, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIB Föstudagur 16. jan. 1953 Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, tnnanlaTula í lausasölu 1 krónu eintakið Fjármálaráðherra á Ál]>in§í: r Abyrgðarskuldbiitding verkar sem fjárveifing ufan fjárlaga MIKLAR UMRÆíÐUR urðu í gær í neðri deild um rikisreikninginn 1950. Var það önnur umræða. Kom reikningurinn frá fjárhagsnefnd. Mælti framsögumaður nefndarinnar, Skúli Guðmundsson, með að reikningurinn yrði samþykktur. Utanför Ólafs Thors ÓLAFUR THORS atvinnumáía- ráðherra hefur nú gert þjóðinni grein fyrir málflutningi sínum fyrir hennar hönd á þeim fund- um, sem hann sótti í París, og viðræðum sínum við ríkisstjórn Bretlands. Af skýrslii hans er það Ijóst, að ráðherrann hefur á ein- arðan og drengilegan hátt skýrt stefnu og sjónarmið íslendinga í landhelgismáiinu. Enda þótt sá árangur hafi ekki ennþá náðst af för hans, að löndunarbanni á íslenzkum ísfiski hafi verið af- létt í Bretlandi, hefur þó áreið- anlega töluvert áunnizt. Það skiptir miklu máli að þær þjóðir, sem víð íslendingar eigum nána samvinnu við á fjölmörgum svið- um viti sem gleggst um það, sem gerzt hefur í þessum málum, þekki hina brýnu nauðsyn íslend inga til verndar fiskimiðum sín- um og viti að þeir hafa í öllu byggt ráðstafanir sínar á lögum og rétti. Yfir öll þessi atriði hefur málflutningur Ólafs Thors í þessari för hans áreiðanlega varpað nýju ljósi, bæði í ræð- um hans á Parísarfundunum og í viðræðum við brezku stjórnina. í greinargerð þeirri, sem at- vinnumálaráðherra flutti í út- varp í fyrrakvöld, komst hann m. a. að orði á þessa leið: „í þeim umræðum, sem fram, fóru, vék ég nokkru nánar að sjónarmiðum íslendinga, en fram hefur komið í íslenzkum blöðum, og lagði einkum áherzlu á, að hin vestræna samvinna byggðist öll á því, að rétturinn véki ekki fyrir valdinu, hvorki réttur vest- rænna frelsisunnandi þjóða, fyrir valdi einræðisríkjanna, né rétt- ur hinnar litlu íslenzku þjóðar fvrir valdi fámenns, en voldugs hóps eiginhagsmunamanna í Bretlandi“. Það er einmitt þetta, sem hlýt- ur að skapa okkur íslendingum sterka aðstöðu í þessari deilu. — Rétturinn á ekki að víkja fyrir valdinu. Hinar frjálsu þjóðir Evr rópu, hafa mýndað með sér og öðrum vestrænum þjóðum öflug samtök til þess að vernda rétt sinn, til þess að lifa í friði og njóta öryggis um afkomu sína. Þessar þjóðir vilja ekki lúta valdi skefjalauss ofbeldis. ísiendingar ern aðilar að þessari samvinnu af sömu á- stæðum og aðrar þjóðir Vest- ur-Evrópu. Þeir eiga kröfu á því, að réttar þeirra sé ekki aðeins gætt, gagnvart þeim ofbeldisseggjum, sem undan- farin ár hafa ógnað friði og hamingju mannkynsins, held- ur og gegn fámennum eigin- hagsmunaklikum, meðal þeirra þjóða, sem þeir hafa átt við margvísleg og vinsamleg viðskipti. í raun og veru hafa hinir brezku útgerðarmenn sett dökk- an blett á skjöld vestrænnar salnvinnu með atferli sínu gegn mihnstu þjóð Evrópu. Þeir hafa viljað Láta réttinn vikja fyrir of- beldinu. Við íslendingar verðum að treýsta því, að drengileg túlkun á málstað okkar og vitneskja hinna frjálsu þjóða og stjórna þejrra, einnig brezku stjórnarinn- arj, um eðli þeirra ráðstafana, sejp gerðar hafa verið í land- he^gismálinu, hljóti fyrr en varir að_leiða til niðurstöðu, sem verð- uKokkur í vil. örezku stjórninni hefur enn verið skýrt frá því hiklaust og einarðlega, að við munum ekki víkja frá þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið. Að sjálfsögðu munum við ekki neita að hlýta úrskurði alþjóðadómstóls um gildi þeirra ráðstafana, sem gerð- ar hafa verið til verndar íslenzk- um fiskimiðum. En því fer víðs- fjarri að í því felist nokkurt und- anhald frá okkar hálfu í málinu. Við teljum rétt okkar vera svo sterkan og ótvíræðan, að við þurfum ekkert að óttast, þótt slíks dómsúrskurðar yrði leitað. Er þess skemmst að minnast að frændur okkar Norðmenn fengu einmitt sinn rétt til hliðstæðra ráðstafana viðurkenndan með dómi alþjóðadómstólsins í Haag. Það er því hin argasta blekking þcgar blað komm- únista lætur að því liggja í gær, að það séu svik við hinn íslenzka. málstað að lýsa því yfir, að við munum lúta þeim 1 úrskurði, sem slíkur dómstóll kynni að kveða upp, ef málið yrði undir hann lagt. Ný „hreinsun" ALLT bendir nú til þess að stór- felld ný „hreinsun" sé í uppsigl- ingu innan rússneska kommún- istaflokksins. Hefst hún með því, að all margir frægir læknar eru hnepptir í fangelsi og sakaðir um eiturbyrlanir og önnur álika skemmdarverk gegn heilsufari ýmsra æðstu manna Sovétrikj- anna. Þessar fregnir þurfa í raun og veru ekki að koma neinum á ó- vart. Forleikur þeirra gerðist í Prag fyrir jólin og hann stendur ennþá yfir í Austur-Þýzkaiandi og fleiri leppríkjum Rússa. Austan járntjaldsins í „sælu- ríkjum“ kommúnismans, er nú allt í uppnámi. Allt opinbert líf þar mótast af óttanum við heng- ingar og eiturbyrlanir. — Hver kommúnistaleiðtoginn á fætur öðrum verður uppvís að svikráð- um við hinn „mikla" Stalín. Öll þjóðfélögin eru holgrafin af und- irferli og ótta kommúnistaleið- toganna hver við annan. Þenna „frið“ hefnr komm- únisminn fært þessnm þjóð- um í dúfulíki!! Um það verð- ur ekkert fullyrt á þessu stigi málsins, hversu víðtæk þessi nýjasta „hreinsun" innan rúss- neska kommúnistaflokksins kann aff verða. í þeim, sem áður hafa farið fram hafa flestir frnmkvöðlar byltingar- innar verið drepnir, ásamt miklum fjöida af æðstu em- bættismönnum Sovétríkjanna. Enn einu sinni fá böðlar Stal- íns nóg að starfa. En hinn frjálsi heimur mun draga sín- ar ályktanir af þessum at- burðum. IVIeð hverju árinu, sem líður mun fólkið um viða veröld öðlast betri þekkingu á stefnu og starfsaðferðum kommúnista. Það er athyglisvert, að blað kommúnista hér á landi virðist taka þessum nýjustu fregnum um „hreinsun“ í Sovétríkjunum eins og sjálfsögðum hlut. „Þjóðvilja- menn“ kalla ekki allt ömmu sína, Hreingerningarnar i Tékkóslóva- kíu voru sjálfsagðar og eðlilegar. Þær sýndu að þeirra áliti aðeins heilbrigði hins kommúníska skipu lags, og hið fullkomna „réttar- öryggi“, sem fólkið austan jám- tjaldsins býr við!! ATHUGASE.MDIR ENDURSKOÐANDA Jón Pálmason, sem er einn yfir endurskoðenda, gerði athuga- semdir aðallega við tvö atriði. í fyrsta lagi miklar ábyrgðar- greiðslur og í öðru lagi eftir- stöðvar af óinnheimtum tekjum ríkisins. Einnig taldi hann út- gjöld ríkisútvarpsins fara of mik- ið fram úr því sem áætlað var. ÁBYRGDIRNAR AÐ SLIGA RÍKISSJÓÐ Fjármálaráðherra svaraði. — Hann samsinnti því að honum þætti ábyrgðargreiðsiurnar vera ailtof háar. Taldi hann, að á ár- inu yrðu 7 milljónir greiddar í ábyrgðargreiðslur og síðan hefur enn verið bætt við ábyrgðum. — T.d. má nefna að af öllum lánum til rafveiíu Siglufjarðar hefur ríkið orðið að greiða afborg- anir. — Sama er að se^ja um lán til flestra dieselrafstöðva. — Þær eru dýrar í rekstri og því gengur illa að greiða afborganir. Er þá gengið að ríkissjóði, en hann stendur þá uppi varnarlaus, því að þýðingarlítið er að ganga aftur að rafstoðvunum. Sömu sögu kvað hann vera að segja um lán til hafnarmannvirkja. FJÁRVEITINGAR UTAN FJÁRLAGA Fjármálaráðherra sagði, að á- byrgðirnar væru orðnar svo miklar að þær væru að shga rík- issjóð. Og þetta reyndist svo í framkvæmd að þetta væri eins- konar fjárveitinear utan fjár- laga. Hefur það farið síversnandi síöustu ár, vegna lánsfjárskorts. SIGURÐUR BJARNASON UM FJÁRSTJÓRN ÚTVARPSINS Sigurður Bjarnason tók til máls varðandi fjárstjórn útvarps- ins. Hann sagði að leiðrétta þyrfti þann misskilning að meirihluti heildarútgjalda rikisútvarpsins færu til dagskrárinnar. Þannig hefði það verið að. af tæplega 5 milljón kr. útgjöldum útvarps- ins 1950 hefðu aðeins 1,2 millj. gengið til dagskrár. Útgjöld til dagskrár færu heldur ekki fram úr áætlun. Árið 1951 var áætlað til dagskrár 1,2 milljónir, en varð 1,173,222,68. Annars kvart- aði Sigurður yfir því að of lítið fé væri áætlað til dagskrár. — aði Sigurður yfir þvi að of lítið væri að fá beztu fræðimenn og rithöfunda til að flytja erindi. ÓINNHEIMTAR TEKJUR Varðandi óinnheimtar tekjur upplýsti fjármálaráðherra, að það sem óinnheimt hefði ve’ið á rikisreikningi 1950 væri mikið söluskattur. Hefði gengið illa að innheimta hann, en strangari inn heimtuieglur hefðu nú verið settar. Af hverju sprakk giasið! KUNNUR Revkvíkingur kom að máli við blaðið í gær og sagði ef+l-'í"’'andi sögu: í hléinu í bridge-keppni nú ný- !ega satu tvær konur við borð og fp-,„ið sér tvær flöskur ’af svaladrykk og auðvitað fengu i tom glös með. Áður en þær höfðu snert glösin eða hellt í þau, sprakk annað þeirra í smá agnir með allmiklum hvelli, og urðu margir varir við. Nú langar mig, sagði maður- inn, að fá einhverja ský’,ingu á þessu fyrirbæri. Hvað segja efna fræðingarr.ir? ÞeS ska! tekið fram, að glasið hafði verið nötað Iengi og vaf marg-uppþvegið. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Úr Eyjum FYRIR skömmu átti ég tal við kunningja minn í Vestmanna- eyjum. Hann sagði mér m. a. frá því, að þátttaka í vetrarvcr- tíðinni yrði þar sennilega meiri nú en nokkru sinni áður. Þar verða gerðir út um eða yfir 00 vélbátar. Er það mikill floti og fríður. Vertíðin byrjaði líka fyrr en en oftast undanfarin ár. Mikill áhugi ríkir fyrir útgerðinni og af- koma almennings má heita góð. Aflahorfur virðast vera mjög sæmilegar og horfa Vestmanna- eyingar bjartsýnir mót framtíð- inni. Ný hráefni til pappírsframleiðslu! SKÓGFRÆÐINGAR og aðrir vís indamenn eru þessa dagana sam- an komnir í aðalstöðvum FAO í Rómaborg til að athuga rnögu- leikana á gukinni papoírsfrani- leiðslu með því að nota ýmis hita beltistré, ’ ■ sykurreyr, bambus, hánm og ýmsar grastegundir. í sambandi við umræðumar um tseknilegu hlið málsins á áð athuga gæði pappirsins og arð- semi framleiðslunnar í samaii- burði við núverandi pappirsfram leiðslu í Evrópu og Kanada. En um leið og bátaflotinn býst á veiðar liggja togarar bæjarút- gerðar þessa þróttmikla útgerð- arbæjar við landfestar. Þeir hafa ekki hreyft sig á veiðar síðan seint í nóvember s.l. Allt er í hinu mesta öngþveiti með rekstur þeirra. Meginhluti Vestmannaey- inga hefur misst alla trú á þenn- ! an bæjarrekstur. En fólkið vill samt ekki missa þessi myndar- legu skip úr bænum. Vona menn. að þau komist sem fyrst í hendur dugandi einstaklinga eða félags- samtaka þeirra, sem kunna og geta rekið þau. Fólkinu fjölgar FÓLKINU í Vestmannaeyjum fer nú stöðugt fjölgandi. Á s.l. ári fjölgaði íbúnm kaupstað- arins um. 200,manns. Eru þeir nú orðnir um 4 þúsund. Unga fólkið í Eyjum hefur mikinn áhuga fyrir þátttöku í framleiðslunnL Mestur hluti sjó- mannanna á vélbátaflotanum eru ungir menn. Margir þeiira stefna að því takmarki að verða skip- stjórar og eignast sjálfir bátinn sinni. Atvinnuleysi er þar mjög fátítt, Á vetrarvert’ðinni hefur það oft hert, að strákarnir í Gagnfræða- skólanum hr.fa fensið frí til þess að vinna að aðgerð aflans þegar mest berst á land. Við skulum vona, að vert’ðin í Vestmanneevjum verði að bessu sinni hinu duglega fólki Eyjanna hagstæð. Fá"in orð um f jölsky lduntvndÍE. MARGIR eru sífel'.t að fárast vfir þvi, sð sumstaðar séu fjölskylöumyndir upp um alla veggi, hillur og borð, á heimilum. Þetta sé; úrelt og ankanalegt. :Ég er ekki á sama máli og þess- ir gagnrýnendur. Mér virðist það algert matsatriði, hvað fólk eigi að hafa í kring um sig sér til augnayndis og hibýlum sínum til prýði. Það er gamall og þjóðleg- ur siður að hafa myndir uppi af ættingjum og-vinum. Mér finnst óþarfi að amast við honum, enda þótt hægt sé að ganga þar helzt til langt. En er því ekki á svip- aðan veg farið með málverk? Þau eru hin mesta híbýlaprýði. En það er líka hægt að hrúga of miklu af þeim saman, þannig að þeirra verði ekki notið til fulls. Margt nýtt er gott en ekki allt. En ekkert er iHt fyrir það eitt, að vera gamalt, nema síður sé. Gamla og góða siði ber að hafa í heiðri. Pieasso rabbar „Þjóðviljann“. ÞJÓÐV1LJINN“ birtir í rær „nýja friða’TT'”’d eftir Picasso“, eins og blaðið kemst að- orði. Sr"ir það, að Picasso hafi málað þessa mvnd, spm e" af barni með dúfu, „fvrir f'iðar- þi”“ið, spm ^aidið var í Vín í síðasta mánuði“! Hún var máluð árið 1901 Þarna hefur gamli maðurinn' gabbað „Þjóðviljann" og „friðar-' þingið” í Vín illilega. Þessi mvrtd er nefnilega hvorki meira né minna en rúmlega hálfrar aldar gcmul. Picasso málaði hana i æsku sinni árið 1901. Aumingja kommaskinnin við . Þjóðviljann". Þettá var Ijóta áfallið fvrir þá. Myndin var sem sé alls ekki máluð sem „symboi“ jfvrir hinn „mikla“ Stalin og „f'iðarhreyfingu" hans. Hinsvegar mætti benda þeim á aðra mynd eftir Picasso, sem ?°nnileí’a er máluð töluvert seinna. Hún er af reiðum hana í árásarhug og að sjálfsögðu með eldrauðan kamb. Þessi mynd gæti hentað ágætlega sem tákn „friðárhreýfíngar" kommúnista!!- ' L í stuttu máli sagt: MÉR finnst óþarfi að menn takj ofan á götu í roki og rigningu eða frosti og hríðar- kófi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.