Morgunblaðið - 16.01.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.01.1953, Blaðsíða 7
[ Fösíudagur 16. jan. 1953 MORCVTUtLAÐlB .sflT'Wl !í:aSskriÍ jáisibraiifalesf FjárhagsáætKnn arijarðar aigrci Áælluð úísvör hækka m 11,9 prósen A FUNDI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem haldinn var þriðju- daginn 13. þ. m. var fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1953 tekin til umræðu og afgreiðslu. Var hún samþykkt með 5:4 atkv. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru kr. 8.193.050.00 og er hækkurtin ! frá s.l. ári kr. 820.050.00 eða um 11,1%. Áætluð útsvör hækka úr kr. 6.388.000.00 í kr. 7.148.050.00. Nemur hækkunin kr. 760.050.00 I eða 11,9% frá því, sem var s.l. ár. En sé miðað við meðaltal þriggjai s.l. ára þá er útsvarshækkunin um 28.4%. I>að hljómar ef tiL-vill spánskt í eyrum, en hrað ,' re'ðasta járnbrautarlcst heimsins cr ekki í Bandaríkjunum, heldur í Frakklandi. Er það raf _nagr..sjárnbraut, sem gengur á milli París og Lyon. Er það 12 vagna lest. Hún getur farið með 180 km hraða á klukkustund, cn venjulegur hraði hennar er 140 km. — Hér á myndinni sést lestin leggja upp frá aðaljárnbrautarstöðinni i París. Lefiegar Gyðinga í Áustur- ýzkalandi ffýja kominúnisfa Fjérir Gyðingaieiðfcga/ komu fii Y.-Þýzkalands í gær Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. BERLÍN, 15. jan. — Fjórir Jeiðtogar austur-þýzkra Gyðinga flúðu í dag ásamt fjölskyldum sínum inn í Vestur-Þýzkaland og kváðust ekki hafa þorað að vera í Austur-Þýzkalandi öllu lengur vegna Gyðingaofsókna þeirra, sem kommúnistar hafa hafið í löndum sínum. Sögðu þeir, að flótti Gyðinga undan ofsóknaræði kommúnista væri nú að komast í algleyming og reyndu nú allir þeir Gyðingar, sem tök heí'ðu á, að flýja inn í Vestur-Þýzkaland, áður en það væri orðið um seinan. FORMAÐUR GVBINGA SAMBANDS A-ÞVZKALANÐS Þeir Gyðingaleiðtogar, sem hér er um að ræða, eru Júlíus Mey er, forseti Gyðingasamtakanna Austur-Þýzkalandi, Helmuth Lo- hser, formaður Gyðingasambands Leipzigborgar, Legövenkopp, for- maður Gyðingasambandsins í Dresden og Saberi, form. Gyð- ingasambandsins í Erfurt. Eru nú aðeins tvö Gyðingasambönd í Austur-Þýzkalandi, sem ekki hafa verið leyst upp. 'í Frucnvarp um leiou- Háskólaíyrirlesfur um llsf og sálkönnun SÍMON JÓH. ÁGUSTSSON pró- fessor flytur erindi n. k. sunnu- dag, 18. þ. m. kl. 2 stundvíslega í hátíðasal háskólans. Nefnir hann erindið: List og sálkcnnun. Kenning Freuds um geðvernd og uppeldi er almennir.gi hér orð- in fyrir löngu kurtn í stórum dráttum, en hitt vita færri, að sálkönnuðir hafa einnig beitt rannsóknaraðferð sinni ti] skýr- ingar á list. Fyrirlesarinn mun gera grein fyrir nokkrum helztu atriðunum í kenningu sálkönn- uða um list, aðal'.ega þeirra Freuds, Jungs, Ottos Ranks og Ch. Baudoins. Hann mun segja deili á þeim (comp’exum), sem koma hér helzt við sögu, rekja skýringar sálkönnuða á goðsögn- um, hetjusögnum og þjóðsögum, koma með dæmi þess, hvernig listaverkin vaxa úr ytri og innri reynslu listamannsins samkvæmt kenningu sálkönnuða. Loks víkur hann nokkuð að áhrifum sál könnunarinnar á list og tilraun- um listamanna til að færa sér þessar kenningar í nyt við list- sköpun. Öllum er heimill aðgangur að erindi þessu. KíavenkSr ksmmúaisfar reyna að selja épíum GENF. -— Nefnd sú, sem SÞ settu á stofn á sínum tíma til þess að berjast gegn eiturlyfjanotkun í heiminum, hefur lýst því yfir, að kommúnistastjórn Kína hafi boð- ið eiturlyfjase jendum 500 tonn af ópíum til sölu árið 1951. Er það helmingurinn af því ópíum- magni, sem r.eytt er í heiminum árlega. Nefndin heíur snúið sér til kínversku kommúnistastjórnar- innar og tjáð henni, að henni sé fullkunnugt um hina fyfirhug- uðu sölu stjórnarinnar á ópíum. Hefur hún einnig mótmælt slík- um fyrirætlunum, — en ekkert svar hefur borizt frá ldnversku stjórninni. Komu við á íslandi AÞENU. — Þrýsti’ofsflugur af gerðinni F-84 komu nýlega til Grikklands frá Bandaríkjunum. •— Eru flugur þessar gjöf banda- rísku stjórnarinnar til hinrar grísku og komu þær við á ís- landi á leið sinni til Grikklands. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Stjórn kaupstaðarins kr. 597.1 300.00, til barnaskólans og Flens- borgarskólans kr. 497.250.00, í- þróttamál kr. 325.000.00, þar af til byggingar nýs íþróttahúss kr. i 100 þús., til bókasafnsins er á- ætlað kr. 164.600.00 og eru kr. j 100 þús. af því til byggingar húss yfir bókasafnið. Heilbrigðismál j eru áætluð kr. 101.600.00, eld- varnir kr. 344.400.00, löggæzla kr.! 331.000.00, alþýðutryggingar kr.! 1.208.700.00, framfærslumál kr.' 739.200.00, vextir og afborganir lána kr. 685.000.00 og auk þess til greiðslu á láni vegna hluta- bréfakaupa í Lýsi &Mjöl h.f. kr. 100.000.00, en eftir er að greiða kr. 200 þús. af því láni, þó að hins vegar hafi verið búið að taka fé á áætlun undanfarin ár til að ljúka greiðslum á því, en greiðslurnar ekki inntar af hendi. Til vega, holræsa og vatnsveitu er áætlað kr. 1.570.000.00 og kr. 30.000.00 til unglingavinnu. Til sorp- og salernishreinsunar er á- ætlað kr. 215.000.00, til fasteigna bæjarins og húsnæðismála kr. 125 þús., til Krýsuvíkur kr. 200.000.00, sem eiga að fara að verulegu lejdi til greiðs’.u á skuldum og að nokkru leyti til að standa undir relisturshalla á gróðurhúsunum, ef að vanda ]æt- ur. En framkvæmdirnar við að koma uop kúabúi í Krýsuvík eru nú stöðvaðar. Þá er áætleð til hyggingar hafnarinnar kr. 300. 000.00 o.g kr. 300.000.00 t il að halda áfram byggingu hjúkrunar spítalans. Helztu tekjuliðirnir eru útsvör in, ki'. 7.148.050.00 fasteignagjald kr. 380.000 00 og fasteignaskattur kr. 485.000.00 og er sú áætlun miðuð við það, að fasteignaskatt- arnir verði innheimtir með 400% álagi eins og gert var s.l. ár. ' Þar sem fasteignaskattshækk- unin hefur komið mjög illa ^ið fóllc, sem er efnaminna, svo og aldrað fólk, sem er tekjulítið, báru Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn fram tillögu um að inn- heimta ekki fasteignaskattana með álagi. Jafnframt báru heir fram ýmsar tillögur um lækkúa á fjárhagsáætluninni gjaldamög- in til þess að mæta þeirri lækk- un, sem yrði á fasteignaskattin- um, en allar slíkar tiilögur voaru felldar af Alþýðufiokksmeiriþjut >h.i i'io 516 -litli Lt\ fó Á 4 40 prestsetursjörðum í GÆR var borið fram á Alþingi írumvarp til laga um heimild fyrir kirkjumálaráðherra til þess að taka leigunámi og byggja á erfðaleigu hluta af prestseturs- jörðum. Frumvarpið gengur út á það, að ef prestur fullnytjar ekki prestsetursjörð, þá sé kirkju- málaráðherra heimilt að taka jörðina leigunámi og leigja hana öðrum. í greinargerð segir m. a.: Það er alþjóð kunnugt, að prestssetursjaiðirnar voru með betri jörðum hver í sinni sveit. Með breyttum búskaparháttum og þeim umbótum, sem orðið hafa á jörðum hin síðari ár, hef-, ur þetta breytzt nokkuð. Á mörg- ! um prestssetrum hafa engar eða sáralitlar umbætur verið gerðar, og við það haía þau dregizt aftur | úr. — Jafnframt hefur viðhoxf presta til búskapar breytzt, svo að margir þeirra kæra sig ekki um að reka búskap. Það þykir því rétt að sk; pa möguleika fyriv þvi. að hægt sé að taka þann hluta af prestssetui sjöi'ðunurn, seni prestar þurfa ekki eða kæra sig ekki um að nota, og byggja öðrum, og er .frumvarpið flutt í því skyni. Frumvarpið er frá landbúnað- arnefnd. Bandarísk alþýðuópera fer sigurför um Evrópr .3 Fjeflar um líf baifdarískra siegra BANDARÍSKA óperan, „Porgy and Bess“, eftir George Gershwin, sem byggð er á lífi alþýðunnar meðal negra í Bandaríkjunum, hefur verið sýnd oft undanfarið í Lundúnum. Tónlistargagnrýn- endur og alþýða manna þar hefur lokið miklu lofsorði á óperu þessa. Einnig hlaut hún góða dóma bæði í Vínarborg og í Vestur- Berlín, þar sem hún hafði áðui verið tekin til sýningar. í Vki og trestur-Berlín var óperan sýnd fyrir titstilíi utan- ííkisi áðuneytis Bandai íkjanna, en í Lundúnum eru það einstak- lingar, sem að sýningunum standa. Óperan veiður sýnd af og til í Lundúnum í allan vetur. Næsta sumar verður hún sýnd á nokkrum tónlistarhátíðum í Ev- rópu. Evrópubúum er umhugað að sjá cperur.a vegna þeirra miklu vinsselda, er hún heíur hvarvetna híotið. ALLÍR NEGRAR Sangvarar í óperunni eru ahir negrar og eru þeir meðal fremstu tónlistarmanna í Bandarílgunum núna. Evrópubúar Ijúka miklu lofsorði á söng þeirra og leik ag hafa negrarnir áunnið sér vm- áttu margra Evrópumanna á þess um rerðum sínum. ÁKAFUR FÖGNUÐUR Fjórir söngvarar syngja til skiptis aðal hlutverkin. Þeir eru: William Warfield og LeVern Hutcherson, sem syngja hlutverk Porgy og Leontyne Price og Ur- ylee Leonardos, hlutverk Bess. Hinn þekkti djasssöngvari, Cab Calloway, fer með hlutverk Sportin’ Life. Fyrsta sýningin í Lundúnum var í Stoll-leikhúsinu, og var húsið fullskipað áheyrendum. Að sýningunni lokinni stóðu allir áheyrendur upp og fögnuðu ákaft hinum eínilegu bandarísku söngv urum. UNESCO repir auka þekkingu almennings á ténlisf UNESCO hefur frá upphafi stutt tónlistina. Það er einn veiga- mikili þáttur í alþjóðlegu meijn- ingarstarfi þessarar stofnunar. UNESCO hefur m. a. reynt aS gera tónverk hvers aðildarlands tilgengilegri en áður í öðrum löndum og hefur stutt ung tftn skáld og unnið að því að aijka tónlistarþekkingu æskulýðsins. í þessum tilgangi var Alþjóða tónlistarráðið stofnað árið 1949. Það hefur ekki hvað sízt lagt á- herzlu á þjóðlögin. í samráði við þjóðfræðislega safrnð í Geneve hefur verið gefin út nótnabók með þjóðlögum 20 landa. Enn- fremur hefur tónlistarráðið géng izt fyrir, að gerðar hafa verid hljómplötur með nútíma tpn- verkum, verðmætum verkum, sem menn höfðu ekki gefið néþm gaurn. Verk ungra tónskálda hafa ver ið eefin út, og Aiþjóða rónlistar- sjóðurinn hefur gengizt fyrir, að ungir tónlistarmenn hafa íengjið ferðastyrki og námsstyrki, Kqus- sevitzkv-styrkina, sem bera náfn hins mikla tónlistarmanns, sem ásamt öðrum stofnaði sjóðinn. Fvrir ti’stilli Rad’odifÞ-ol’o-) Frangaise haía verk ýrnisVa ur.gra tónskálda verið frumleik- in. UNESCO er nú — í samráði við Alþjóða tónlistarráðið — að und- irbúa ráðstefnu í Bruxelles sum- árið 1953. Þar á að ræða skðla- kennslu i tónlistarfræðum og menr.tun kennara til þessa starfs. Aðra ráðstefnu á að halda í Sálz- burg í Austurriki. Þar á að ræða , menntun tónlistarmanna. Aðalfundur Kpdlls I FRÆÐSLU- og málfundarféíag bifreiðastjóra, Kyndill, hélt aoal- fund sinn 13. þ.m. 1953. — 1 frá- farandi stjórn fclagsins voru Sig- uiður Biarnason formnður, með- stjórnendur Ólafur Jónsson og Þorgrímur Kristinsson. Formaður gaf skýrslu félagsstióknar fýrit' síðasta starfsár. — I stiórn voru kosnir Msgnús Noi'ðdahl formáð- ur, meðstjórnendur Jón GuðmuruTs son og Þorgrímur Kiistinsson. -- Slgurður og Ólafur báðust éin- dregið undan emlui-þosningu. Félagið starfar í tveimur deildum, málfundar- og tafhleild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.