Morgunblaðið - 25.01.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.01.1953, Qupperneq 8
r' 8 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 25. jan. 1953 JPorjgtmMa&tö Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Frainkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgQann.) Lesbók: Árni óla, sími 3041. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurs*ræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald K.'. 20.00 fi mánuði, ÍEitanlanda. 1 lausasölu 1 krónu eintakið Endurskoðun stjórnar- skrárinnar og tillögur Sjálfstæðisflokksins í RÆÐU þeirri, sem Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra flutti á fundi Varðarfélagsins í síðustu viku er lagður mjög traustur og skilmerkilegur grundyöllur, að áframhaldandi umræðum ,um stjórnarskrármálið og endurskoð un hinna íslenzku stjórnskipu- laga. Þjóðinni hefur jafnframt gefizt tækifæri til þess að kynnast í megin dráttum tillögum þeim, sem fulltrúum Sjálfstæðisflokks ins, í stjórnarskrárnefnd, lögðu fram í nefndinni um miðjan nóv- ember sl. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig orðið fyrstu stjórn- málaflokkanna til þess að leggja fram tiilögur sínar í þessu stór- máli. Enda þótt þar sé ekki tekin endanleg afstaða til allra atriða, sem til álita koma við endurskoð- un stjórnarskrárinnar er það þó mjög mikils virði að hafa fengið þessar glöggu og vel rökstuddu tillögur fram. Það hefur mjög verið gagn- rýnt á undanförnum árum hversu seint endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur geng ið. Víst cr það rétt. Á henni hefur ekki verið sérstakur hraði. En í þessu sambandi skiptir það ekki mestu máli, hversu fljótt þetta verk vinnst. Hitt er miklu þýðingarmeira að vel sé til þess vandað. Hin nýju stjórnskipulög eiga að verða grundvöllur íslenzks þjóðfélags um langa framtíð. Þess vegna má einskis láta ófreistað til þess að gera þau sem bezt ór garði. Það skiptir einnig miklu máli að sæmilegt samkomulag takizt með þingi og þjóð um endurskoð- un þeirra. Mjög óheppilegt væri, ef illvígar deilur hæfust um ein- stök atriði þeirxa breytinga, sem gerðar kunnu að verða, eða stjórn arskrármálið í heild. I tillögum Sjálfstæðismanna er gert ráð fyrir að vald og verk- efní forseta lýðveldisins verði svipuð og það er nú. Þó er lagt til að niður falli það ákvæði nú- pildandi stiórnarskrár, að laga- frumvarp fái í bili lagagildi, þrátt fvrir synjun forseta á staðfest- ingu þess. Ennfremur er lagt til að forseti fái aukin völd frá því, sem nú er, til að veita Alþingi aðhald um stjórnarmvndanir, og skipa sjálfur stjóm, ef þörf er á. Þetta atriði er í raun og veru eitt hið veigamesta af þeim, sem til álita koma við endurskoðun Stjórnarskrárinnar. Reynslan hef ur sýnt, að núgildandi ákvæði hennar, tryggja engan veginn nægilega, að stjórnarmvndanir gangi eins greiðlega og örugglegá og nauðsvn ber til. Þá miða til- lögur Siálfstæðismanna einnig mjög að því, að gera fjármála- stjórn ríkisins öruggari. í' því skyni er lagt til að Alþingi geti ekki átt frumkvæði að tillögum um hækkun fjárlaga, heldur verði þær að koma frá ríkísstjórn inni. Framangreindar tillögur stefna mjög að því að skapa aukna festu í stjórnarfari þjóðarinnar og búa jafnframt þannig um hnút ana, að fjármálastjórnin verði á hverjum tima, eins ábyrg og ör- ugg og kostur er á. Engum dylst að kjördæmaskip unin er eitt þeirra atriða stjórn- arskrárinnar, sem mestur vandi verður að ná samkomulagi um. En breytingar á henni eru óhjá- kvæmilegar. Allt stjórnarfar þjóðarinnar hiýtur mjög að mót- ast af því, hvernig kosningarfyr- irkomulag hennar og kjördæma- skipun er. Hún getur lagt grund- völl að heilbrigðu og traustu stjórnarfari. En hún getur einnig haft í för með sér glundroða og upplausn. í tillögum Sjálfstæðismanna er bent á tvær leiðir í þessum efn- um. í fyrsta lagi skiptingu alls landsins í einmenningskjördæmi með meirihluta kosningum, og í öðru lagi skiptingu þess í nokk- ur stór kjördæmi með hlutfalls- kosningum. Að því hafa áður verið leidd rök hér í blaðinu, að ein- menningskjördæmi séu likleg- ust til þess að skapa nauðsyn- lega festu og öryggi í stjórn landsins. Þau koma í vega fyr- ir fjölgun smáflokka og stuðla smám saman að myndun tveggjaflokka kerfis. En að sjálfsögðu yrði að jafna nokk- uð kjósendafjöldann í hinum einstöku kjördæmum, ef þessi leið yrði farin. Svo vel vill til, að þessa jöfn- un er hægt að framkyæma án þess að svifta strjábýlið fulltrú- um, með því að skipta hinum 11 uppbótaþingsætum, sem nú er úthlutað milli flokka, niður á þétt 1 býlustu svæði landsins. Skipting landsins í stór kjör- dæmi með hlutfallskosningu er einnig mjög vel hugsanleg leið. En allar líkur benda til, að hún hafi í för með sér áframhald- andi samstjórnarskipulag og auki frekar en minnki líkurnar ! fyrir fjölgun sjórnmálaflokka í landinu. En slíkt myndi áreiðan- lega hafa í för með sér vaxandi glundroða og verra stjórnarfar. Þá er og í tillögum Sjálfstæðis manna varpað fram þeirri hug- mynd hvort ekki sé kominn tími til að afnema deildarskiptingu A1 þingis. Um þá tillögu mun menn áreiðanlega greina verulega á, enda þótt hún kunni að eiga nokkurn rétt á sér. Ennfremur er lagt til að ákæruvaldið .verði fal- ið opinberum ákæranda og aukin verði vernd almennra mannrétt- inda í hinum íslenzku stjórnskipu lögum. Það er eins og áður er sagt mjög mikils virði að hafa fenvið þessar tillögur fram, *og Sjálf- stæðisflokkurinn á þakkir skyld- ar fyrir að hafa fyrstur lagt fram og skýrt sjónarmið sín í sam- bándi við endurskoðun stjórnar- skrárinnar. í hinni glöggu ræðu Bjarna Benediktssonar utanríkis- ráðherra, voru þessi mál rædd af þekkingu og yfirsýn. Það er nauð synlegt að þjóðin sjálf kynni sér þessar tillögur gaumgæfilega. Takmark þings og þjóðar í stjórnarskrármálinu á fyrst og fremst að vera eitt: Að skapa hinu íslenzka lýðveldi eins vit urleg og mannúðleg stjórnlög og frekast er kostur. Hldrei haía Þjóðverjar sýnl helur fyrirlitníngu sína ó kcmmúnistum HV ARVETN A ríkti hljóðlát þögn. En allt í einu var hún rofin af hermannahljómsveit, sem hóf að leika hinn þýzka hermannasöng: Ich hatt einen Kameraden. Það stirndi á gljá- andi lögregluhjálmana, er bar við kistuna, sem sveipuð var fána Berlínarborgar. Andlitið á Ernst Reuter, borgarstjóra, var sorgþrungið og grátbiturt, þar sem hann stóð í hálfbirtu milli geysistórra kyndla, er loguðu báðum megin við kist- una og vörpuðu drungalegum bjarma á grámulegt umhverf- ið. — Er borgarstjórinn hafði lokið við stutta kveðjuræðu, var hinni frægu Frelsisklukku ráðhúss Beriínarborgar hringt, svo að ómurinn barst um hina fornu höfuðborg þýzka ríkis- ins. 150 þús. manns stóðu þögul og berhöfðuð, þegar líkfylgd- in lagði af stað hinzta spölinn um aðalgötur borgarinnar, þar sem mörg hundruð þúsund höfðu safnazt saman til bess að minnast hins látna með nær veru sinni. Það er viða, sem hatrið ríkir í heiminum, — ekki sízt í Berlín, ! þar sem tvær andstæðar fylking- ar standa andspænis hvor ann- arri gráar fyrir járnum og marka línan er dregin milli ofbeldis og einræðis annars vegar og frelsis og lýðræðis hins vegar. VAR MYRTUR En svo að við snúum okkur aftur að líkfylgdinni, sem fyrr getur, þá hefur almenningur í Vestur-Berlín aldrei sýnt betur fyrirlitningar- og andstyggðarhug sinn til ráðstjórnarforsprakkanna í Austur-Þýzkalandi en við jarð- arför hins 26 ára gamla vestuf- þýzka lögregluþjóns, Herberts Bauers, sem myrtur var af austur þýzkum ’blóðhundum nú ekki alls fyrir löngu. Þessi sorgarat- burður gerðist á jóladagsmorgun, þegar rússneskir hermenn reyndu að ræna þremur vestur-þýzkum borgurum á franska hernáms- svæðinu, stuttu frá markalínu rússnesku og frönsku hernáms- svæðanna. Kallað var á þýzka lögreglumenn, sem komu þegar 1 á vettvang. Hófst þá allsnarpur bardagi, Rússarnir hófu vélbyssu skothríð og hörfuðu síðan inn á hemámssvæði sitt, vafalaust gramir yfir því að hafa misst af bráð sinni. En þeim hafði þó tek- izt að fórna enn einu mannslífi í hinu kalda stríði sínu, því að á götunni lá lík hins unga lög- reglumanns, sem fallið hafði við ^ skyldustörf sín í blóma lífsins. 1 ALLUR HEIMURINN FYRIR- LÍTUR SLÍKAR AÐFARIR | Slík mannrán sem þessi eru einn svartasti bletturinn á of- stækisherferð Rússa gegn and- stæðingum sínum, því að þeir geta allir átt von á, að röðin komi að þeim fyrr en varir, enda ! hafa Rússar rænt fjölmörgum andstæðingum sínum í Vestur- Þýzkalandi á hinn svívirðilegasta j hátt. Örlög Bauers snurtu því Viðkvæman streng í brjóstum milljóna manna, sem fyrirlíta hið austræna villidýrseðli og þær lágu hvatir, sem fengið hafa hina austur-þýzku kommúnista til að ræna meðbræðrum sínum í því j skyni einu, að þeir mættu verða ofsækjendum sínum að bráð. Og Berlínarbúar heiðruðu minningu hins látna lögreglumanns á þann hátt einan, sem hann hafði til unnið: Herbert Bauer var gerð- ur að hetju, jarðarför hans kost- uð af ríkínu og mörg hundruð þúsund Berlínarbúar fylgdu hon- um til grafar. Ekkert hefur sýnt betur fyrirlitningu Vestur-Þjóð- verja á kommúnísku ofbeldis- seggjunum í austri. Rússar myriu iögreiuþjéninn. Þjóðverjar gerðu hann að heiju. AÐ AI.FLÓTT AM ANN ASTÖ D HEIMS En þrátt fyrir alla eimi’-ð Berlínarbúa, þurfa þeir á mikilli hjálp að halda frá vinaríkjum unum í vestri, því að nú er svo komíð, að borg þeirra er orðin aðalflóttamannastöð heims. Þang ð flvia nú Austur-Þjóðverjar undan ógnarstjórn austur-þýzkra kommúnista svo þúsundum skipt- ir og eru hinar 68 flóttamanna- búðir borgarinnar orðnar vfir- fullar fyrir löngu, en þær taka um 20 þús. m'mns. Allur sá geysi- fjöldi, sem við bætist, verður því að láta sér nægja hin lélegustu skilyrði fyrst í stað, og hefur það auðvítað í för með sér aukna hættu á því, að ýmsar skæðar farsóttir breiðist út meðal flótta- manna, enda hafa t. d. mislingar höggið stór skörð í raðir þairra. ÖHRUM Þ1ÖDUM TIL VARNAÐAR Uxn 16 þús. flóttamenn komu Framh. á b!s. 12 Telvakandi skriícu: (7R DAGLEGA LÍriIW Gamall maður við bátkænu GAMALL maður stendur við bátkænu niðri í fjöru. Ver- tíðin er að byrja, en hann er hættur að róa. Hugurinn stefnir út á sjóinn, þar sem ævin leið undir árum, á skútum, vélbátum og síðast á togurum. Nú er önnur tíð. Það er rjátlað um í landi, hnýttir taumar eða riðinn netstubbur til grásleppu- veiða, horft á skip ög báta, sem koma og fara. Nokkrir strákhnokkar standa álengdar og fleyta kerlingum. — Bráðum verða þeir stórir og fara á sjóinn á nýjum skipum. Gamli maðurinn röltir upp úr fjörunni heim á leið, sezt við grásleppunetið sitt og fyllir nál- ina. Það verður kannske góð hrognkelsaveiði með vorinu. Þá ýtir hann kænunni á flot og damiar fram fyrir landsteinana. Hann keppist við netið, það verð- ur að ljúka því sem fyrst, áður en vertíðin byrjar------- Hvað á barniff aff heita? TOFI“ vinur minn skrifar méi nýlega og er allreiður. — Beinir hann atgeir sínum beint að sjálfri stjórn Áburðarverk- smiðjunnar. Honum farast orð á þessa leið: „Velvakandi góður! Það er nú orðið um hálft ár síðan að stjórn Áburðarverk- smiðju ríkisins efndi til sam- keppni um nafngift á framleiðslu vörum verksmiðjunnar, hét verð- (launum fyrir beztu tillögur o. s. frv. j Vitað er að margir sendu uppá- istungur, en síðan hefur ekki jheyrzt neitt um þetta, hvorki jStuna né hósti, frá verksmiðju- I stjórninni. Hún virðist blátt á- jfram hafa stungið samkeppnis- tillögunum undir stól. Nú er mér spurn, er leyfilegt jfyrir hvern sem er að efna til slíkrar samkeppni, sem þessarar eða um eitthvað álíka? Og er þeim, sem afla sér tillagna víðs- vegar að, með því að auglýsá slíka keppni, leyfilegt að leggjast á tillögurnar án þess að láta neitt frá sér heyra, svo hálfum og heil- um árum nemi, eða jafnvel að stinga þeim alveg undir stól, og hafa þá, sem tillögur senda þann- ig að ginningarfíflum Siffferffisleg skylda MÉR finnst að það hefði verið siðferðisleg, ef ekki lagaleg skylda stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar, að athuga hinar inn- komnu tillögur mjög bráðlega, eftir að hún auglýsti að tillögu- frestur væri útrunninn, og láta svo frá sér heyra opinberlega um árangur samkeppninnar. En e. t. v. telur þessi stjórn sig ekki bundna við slíka smámuni, sera almenna kurteisi gagnvart þeim mörgu, er tóku undir óskir henn- ar, um að senda tillögur sam- kvæmt auglýsingunni? — Tófi“. J Picasso og dúfur hans EGAR kommarnir urðu fyrir því óhappi um daginn, að „Þjóðviljinn“ birti hálfrar aldar gamla „friðardúfu" eftir Picasso og gat þess, að hún væri máluð I fyrir „friðarþing" það, sem þeir 1 háðu í Vín á s.l. hausti, benti ég | þeim á aðra og nýrri mynd eftir 'hinn gamla meistara, sem betur hentaði „hreyfingu" þeirrá. Hún jer af hana í árásarhug og hinum ferlegasta ásýndum Þar sera kommar virðast ekki ætla að heiðra Picasso með því að birta ! þessa frægu mynd verð ég að Igera það. Picasso: Hani. ; Heyrið þið mig annars, „Þjóð- viljamenn“, er ykkur eitthvað illa við þennan fugl? Það er lista handbragð á honum, eins og svo mörgu hjá Picasso. Verið þið nú ekki svona feimnir við fugls- greyið!! f stuttu máli sagt: MÉR þætti frófflegt að heyrz, hvernig Árni Magnússon myndi svara skrifum prófessora Hafnarháskóla um handritamál- iff, ef hann mætti nú mæla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.