Morgunblaðið - 10.03.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1953, Blaðsíða 16
Veðiarútlif í dag; 3V hvassviðri. Skúrir og síðan Yerðlags laál landbúnaðartas. Sjá grein á blaðsiðn % Ungnr Akureyringur læknir í Grænlandi í forfðllum Meisiaravfkor læknis FYRSTI íslenzki læknirinn í Grænlandi ér kominn þangað til starfa. Fór hann þangað flugleiðis í gærdag. — Óvíst er hve lengi hann mun dveljíist þar. AKURKYJUNTilR I MEISTARAVÍK Læknirinn er Skúli Helgason frá Akureyri, en hann tók em- hættispróf í læknisfræði í fyrra. — í' gærmorgun fór hann' með Dakótaflugu frá Flugfélagi ís- Iands til námubæjarins Meistara- víkur, en þar mun Skúli starfa í veikindaforföllum iæknisins. — Muri hann ‘ værða í Meistaravík a. m. k. einn mánuð. Með læknin- tóm fóru séx Danir og kom far- þegaflugan til Meistaravíkur á hádegi í gær. Þar var þá logn ©g heiðríkt veður með 33 stiga frosH. MEISTARAVÍKUR-LÆKMR í SJÚKRAÍIÚS Danski læknirinr. sem starfar í Meistaravík var fluttur með Dakótaflugunni hingað til Rvíkur í gær. Var með honurn danski læknirinn, sem sendur var frá Danmörku til að athuga sjúkdóm hans. Niðurstaðan varð sú, að Meistaravíkur-læknir verður að fara í sjúkrahús í Danmörku. — Mun hann fara loftleiðis til Kaup marma'hafnar í dag með Gull- faxa. Dönsk yfirvöld fóru þess á leit við Skúla lækni að hann færi til Meistaravíkur, en þar eru all- margir Danir. Stjórnmálanámskeið Heimdðllar Ólafur Thors. I KVÖLD kl. 8,30 flytur formað- «r Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra, er- indi, sem nefnist: Framtíðin og Sjálfstæðisflokkurinn. Fjölmennið, stundvíslega. Miklar ógæffir í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 9. marz. Miklar ógæftir hafa verið hér að undanförnu. Síðastliðna viku mátti t.d. segja, að ekki væri á j sjó komizt vegna óveðurs. Flest allir netjabátarnir hafa nú tekið upp veiðarfæri sín og láta þau liggja í bátunum þar til tíð skán- , ar. ! Mikið netjatjón hefur orðið hjá bátunum og eru ekki öll kurl komin til grafar enn þá hvað það snertir. Vegna ótíðarinnar hefur | verið mjög lítið um atvinnu í fiskvinnslustöðvunum. — Bj. Guðm. 418 kr. fyrir 9 réfla í SÍÐUSTU viku náði enginn iþátttakandi í getraununum betri árangri en 9 réttum ágizkunum. Orsakirnar voru að sjálfsöfðu mörg óvænt úrslit í ensku deild- keppninni á laugardag. Komu fram margir seðlar með 9 réttum og verða vinningar því lægri en ella. Á 2 seðlum var um tvöfald- an vinning að ræða, koma 413 kr. fyrir reykvískan seðil, en 302 kr. í hlut Seifyssings. Vinningar skiptust annars þanr.ig: 1. vinningur 93 kr. fyrir 9 rétta (11 raðir). 2. vinr.ingur 29 kr. fyrir 8 rétta (70). 4. umferð skákmóls Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI, 9. marz. — Síð- astliðinn sunnudag var fjórða um ferð tefld í skákmóti Hafnarfjarð ar. Þá vann Sigurgeir Jón Páls- son, Þórir Ólaf, en biðskákir urðu hjá Jóni Kristjánssýni og Sigurði T. og Aðalsteini og Magnúsi. i Vinningsstaðan er nú, sem hér segir: Aðalsteinn 3 v. og biðskák, 2.—3. Jón Kristjánsson og Sigurð- ur T. með 2 v. og 1 biðskák, Sig- urgeir 2, Magnús lVá og biðskák, Ólafur IV2, Þórir 1 og biðskák, Jón eingan vinning, en eina bið- skák. Áhorfendur háfa verið margir á mótinu, og er mikill áhugi ríkj- andi á skákíþróttinni í Firðinum. — G. „SteSsiix'" i Hafnarfirði elnir Sii fræðsiafunda STJÓRN Stefnis hefur ákveðið aS gangast fvrir nokkrum fræðstukvöldum á vegum félags- ins. Á þessum fundum verða fiutt erindl um ýmis málcfni. Ræðumenn á fundunum verða meðal annarra þeír, Sigurður Bjarnason, alþm., Stefán Jóns- son, bæjarfulltrúi, Ólafur Björns- s©n prófessor, ingólfur Fiygen- ring, bæjarfulltrúi, Magnús Jónsson, alþm., Gunnar Schram, stud. jur., Helgi S. Guðmundsson, hæjarfulltrúi og Bjarni Bene- diktsson, utanríkisráðherra. Allir þessir menn eru mjög vel kunnir og er ekki að efa að fundir þessir verða mjög fræð- ancli og skemmtilegir. Fyrsti fundurinn verður næst- komandi fimmtudag kl. 8,30 e.h. í Sjálfstæðishúsinu. Frummælendur á þeim fundi verða þeir Sigurður Bjarnason alþm. og Stefán Jónsson, bæjar- fulltrúi. Ailir Stefnisfélagar og annað Sjálfstæðisfólk er velkomið. Einn meiddist lítilshállar í gærdag hvolfdi þessum vörubíl á Kleppsvegi, á beygjunni við Laugarnes. Þrír menn voru í bilnum, þar af einn í farþegaskýlinu, og sést á það, en skýlið kastaðist af er bíllinn valt. — Einn mann- anna, sá er var í skýlinu, skarst lítilsháttar í andliti, en hann sakaði ekki að öðru leyíi. Hinir meimirnir tveir voru í stýrishúsi bílsins. Þó það leggðist alveg saman, sluppu þeir báðir ómeiddir. (Ljósm. rannsóknarl. Ragnar Vignir). Ofsaveður g-erði i Fljóts- dal siðastliðinn sunnudag Þök fuku ai Þremur hlööum SKRIÐUKLAUSTRI, 9. marz — Eftir hádegi í gaer gerði hér óvenjulegt ofsaveður af vestri. Hvessti snögglega strax um átta leytið í gærmorgun, en um hádegisbilið jók veðrið og varð með mestu fárviðrum, er hér koma. Fyrst var slyddu- él, en siðan frysti, er áttin var orðin vestan-norð-vestan, og var blindbytur um stund. Á þriðja tímanum fór aftur að lægja, en var þó allhvass framundir kvöld. Járnþak fauk af þremur hlöðum hér í dal, af tveimur á Arnheiðarstöðum og einni í Giúmsstaðaseli. Á Brekku var járn að byrja að fjúka af f jósi, en tókst að koma í veg fyrir verulegar skemrndir. Ekkert lauslegt, sem áveðurs var, stóðst betta veður. Fé var víða úti, en mun ekki hafa sakað, þar sem svo stutt stóð á versta veðrinu. í dag er aftur suð-vestan hláka og allhvasst. —JP. Skógræktarfélag Eyfirðinp AKUREYRI 6. marz. — Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn fyrir nokkru á Akureyri. Sóttu fundinn 30 fulltrúar auk stjórnarinnar. Formaður félagsins Guðmundur Karl Pétúrsson yfirlæknir stjórnaði fundinum og flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann gat m.a. um fræðslufundi um skógræktarmál, sem félagið hefur beitt sér fyrir, kvikmynda- sýningar, sem félagið hefur stað- ið að og fleira, sem miðaði að aukinni þekkingu á skógrækt. Félagið tók á móti 8 norskum skógræktarmönnum á s.l. sumri og héðan fóru 5 menn á vegum félagsins til Noregs til kynningar þar. — Deildir félagsins eru nú 10 og félagatala rúmlega 600. — Gróðursettar voru á félagssvæð- in á s.l. ári um 57 þúsund trjá- plöntur, þar af úr uppeldisstöð félagsins um 23 þúsund. Umplant að var úr fræbeðum um 37 þús. plöntum og sáð var í 270 fer- metra. Félagið hefur fengið til umráða allt að 2000 fermetra svæði til plöntuuppeldis í gróðrastöð Rækt unarfélags Norðurlands. Ármann Dalmannsson, fram- kvæmdastjóri féiagsins, lagði fram reikninga. Eignir félagsins í árslok voru 96 þús. kr., þar af sjóðseignir um 50 þús. kr. Ár- mann Dalmannsson var endur- kosinn í stjórn félagsins. Tveir menn til viðbótar voru kosnir í stjórn, þeir séra Benjamín Krist- jánsson, Laugalandi og Helgi Eiríksson, bóndi, Þórustöðurm — Fyrir voru í stjórninni, Guð- mundur Karl Pétursson, sem er formaður, Björn Þórðarson, skrif- stofumaður, séra Sigurður Stef- ánsson, Möðruvöllum, og Þor- steinn Davíðsson, verksmiðju- stjóri. Skógræktarfélag Akureyrar bauð fundarmönnum til kaffi- drykkju að Hótel KEA, og for- maður þess, Jakob Frímannsson, ávarpaði gestina. — H. Vald. Líbía aðlli að alþjóðaflugmála- stofnuninni. LIBÍA heíir gerst aðili að Al- þjóðaflugmálastofnuninni. Er það sjötta sérstofnun Sámeinuðu þjóð anna, sem Libia gerist aðili að frá því að þjóðin hlaut sjálfstæði sitt í desembermánuði 1951. Libía er ekki meðlimur Sameinuðu þjóðanna. Margir símastaurar brolna viö Slykkis- hólm STYKKISHÖLMI, 9. marz: — Miklar skemmdir urðu á síma- línunni, sem hingað liggur frá tleykjavík, aðtfaranótt suanudags- ins. Brotnnðu þá 14 staurar. AH- margir aðrir staurar urðu fyrir skemmdum. Aðfaranótt snnnudagsins var hér allhvasst með slydduhríð og myndaðist svo fnikil ýsing á síms vírana, s«m tru alls átta á lín- unni, að þeír brutu staurana. Símasamband héðan til Reykja- , víkur er þvi wm símastöðina i IIrúta|irði, roeðan viðgerð fer fraití. í dag v&r von á bíl frá Iteykjavík með nýja staura. ir I Samkvæmt upplýsingum er blaðið fékk hjá verkfræðip.ga- i deild LandssímaTis, urðu ekki aðr I ar teljandi skemmdir á langlínn 1 símalinum. Asbest III smíða ’ smáiúðarhúsa FYRIRTÆKIÐ Mars Trading, Laugaveg 18 B, sem flvtur inn asbestplölur til húsagerðar, hefur látið gera teikaingar að smáíbúð- arhúsum. Er grind þeirra úr timbri, en skilrúm öll og útveggir úr asbesti pg eru þær plötur hálf tommu þykkar en í skilrúmin Y*1 tommu. Notuð er sem einangrun hvort heldur vill steinull eða gler ull. Teikningarnar eru gerðar með sérstöku tiiliti til þess, að húsih verði sem ódýrust. Asbestplötur eru órýrt byggingarefni og fljót- légt að smíða úr þeim. Gert er ráð.fyrir að kaupendur geti feng- ið grindina og plöturnar til- sniðnar ef þeir óska, til að auð- velda þeiin sem ætla að bvggja sér smáíbúðarhús og vilja vinna sem mest sjálfir við það ' , Húnavika á Blöndaósí ! BLÖNDUÓSI, 7. marz. Skemmti- vika Húnvetninga, Húnavakan, er þessa dagana á Blönduósi, me’ð fjölbreyttri skemmtiskrá. Þjóð- leikhúsið sýndi rekkjuna, þrisvar við mikla aðsókn. Er þetta stór- viðburður frá listrænu sjónar- miði, sem fólk hér er mjög þakk- j látt fyrir. Leikstjóra og leikend- um fylgja héðan hlýr hugur og virðing fyrrir ágæta frammistöðu, Leikfélag Höfðakaupstaðar sýnir Spanskfluguna við góðar undirtektir. Söngfélagið Húnar syngur, Eðvarð Sigurgeirsson sýnir kvíkmyndir, dansleikir eru í tveimur húsum á hverju kvöldi. Fjölmenni er hér á Blönduósi dagiega, víðsvegar að enda tí<3 ágæt og vegir snjólausir. Stjórn Ungmennasambandsins sá um allan undirbúning undir forystu Guðmundar bónda í Ási, _______________— ÁgÚSt, Meislarallokks- keppni Bridgelél. Hafnarfjarðar HAFNARFLRÐI, 9. marz^ — Nú eru tvaer umferðir ‘eftir í meist- arafJokkskeppni Bridgefélag3 Hafnai'fjarðar. Síðastliðinn sunnu dag var sp-ilað, og fóru leikar þá þannig, að sveit Reynis Eyjóífs- sonar vann sveit Jóns Guðmunds- sonar, Guðmúndur Atlasonar Árna Þorvaldssonar og Ólafs Guð mundssouiar Óskars Halldórsson-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.