Morgunblaðið - 15.03.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1953, Blaðsíða 2
MORGUISBLAÐIÐ '' Sunnudagur 15. marz 1953 íí I Og i arniað áfensi i Finnkndi C !A UMRÆÐUFUNDI þeim, sem haldinn var í stúdentafélagi Eeykjavíkur 20. jan. s.l. um áfengismálið, hélt hr. Jóhann Möller forstjóri því fram, að íieyzla sterkra drykkja hefði minnkað að verulegurn mun upp á síðkastið í Finnlandi, og þakk- .aði; hann þetta því, að kostur, vteri þar nú á sterku öli. Taldi liann, að þetta ætti að vera til íyrirmyndar fyrir oss Isiend- inga. í seinni ræðunni, sem Möll- ■ef, flutti á fundinum, tok hann það fram, að þessum ummælum sínum hefði ekki verið hnekkt á fundinum, og var það rétt. — 33g les sitt af hverju um áfeng- ismálin, eins og vera ber, og séi-staklega um gang þeirra á Tíorðurlöndum. Mér kom full- yrðing forstjórans um ástandið. í Finnlandi á óvart og þótti húnj Tortryggiieg, en af því að égj tiafði engar tölur tiltækar á J fundinum til þess að hnekkja* Jnenni, hugsaði ég mér að bíoa að svara honum, þangað til ég gæti aiveg óvéfengjanlega hrak-( ið þessar fullyrðingar. í Helsing- fors er stofnun, sem heitir' Haittiusjárjestöjen Yhteistoimi-; Ikunta, og vér gætum kallað sam-| vínnunefnd bindindsfélaga. Erj Jaún miðstjórn bindindismálanna tl Finnlandi og hefir skrifstofu •jþar í borginni. Forstöðumaður jliennar er sósíalráðið Vihtori IKarpio, og hefi ég haft náin ijcynni af honum síðastliðin '27 ár, eti formaður nefndarinnar er Alpo Lumrae, landshöf ðingi "í Mikkeli, og varaformaður henn- ar er dr. theol. Rafael Holmström ákólastjóri. Var hann forseti :Xiorræna bindinisþingsins í Hels- :w. I samþykkir raótmæli ingfors 1950. Út af ölmálinu og ummælum Möllers á fyrrneínd- um fundi, sneri ég mér til skrif- stofu samvinnunefndarinnar finnsku og spurðist fyrir um, hvort þessar fullyrðingar væru réttar. í bréfi frá skrifstofunni,' dags. 7. þ. m., segir: „Það er ekki rétt, að áfengis- neyslan hafi minnkað fyrir ölið. Brennivínsneyslan hefur að vísu nokkuð minnlrað, en í staðinn hefur neyzla annarra sterkra drykkja aukist (Auðkennt af mér. B. T.) (Flestir þessir drykk- ir hafa jafnmikið alkohol-inni- hald eða meira en brennivínið). Áfengisneyzlan á hvert manns- barn í Finnlandi, reiknuð í 100% alkohol, hefir verið sem hér segir síðustu árin: 1945 ... 1.74 lxtrar 1946 .... . ... 1.90 — 1947 . . . . . . . . 1.80 — 1948 .... . . . . 1.75 — 1949 . . . . . . . . 1.47 — (stimpilskattur 300 finnsk mörk á hvert innkaupaskírteini minnk- aði neyzluna, en síðar var skatt- niður 100 1.73 lítrar 1.79 — 1.83 — jjsingið í Reykjavík J UNDIRBÚNINGSNEFND nor- xæna bindindisþingsins hefurráð- ið Árna ritstjóra Óla aðalritara xiorræna bindindisþingins í sum- £.[ og ritstjóra þingtíðindanna, •enn fremur til skrifstofustaría frá 20. marz, og ber öllum innan- lands, þeim sem óska upplýsinga •um þingið, að snúa sér til hans. jAUir þeir, sem ætla að láta skrá yig til þátttöku í þinginu, eiga að jgefa sig fram við Árna Óla. — Ivíenn eru hér með minntir á það, «ð frestur til þess að láta skrá- setja sig rennur út 15. apríl n.k., : <.g taka skulu þeir greinilega íram, hvort þeir ætla að taka 1)átt í förinni til Geysis (kostar 121.00 ísl. kr. með eínni máltíð), ■til Þingvalla (kostar kr. 34.00), ■ .annarri hvorri, báðum eða hvor- , cigri. Utanáskrift þingsins er Nor- íræna bindindisþingið í Reykja- vík 1953, Árni Óla, ritstjóri, I.ang fcoltsvegi 77, Reykjavík. ' 'Áðgangseyrir skal greiddur í Jþingbyrjun, kr. 50.00 ísl. Nánar tíitekið síðar hvar. ó'Eriendu gestirnir koma, að for- íxHalausu, til Reykjavíkur að Ulorgní 31. júlí með Brand V frá 33ergen og með A.P. Bernstorff, ■íiukaskipi Sameinaða félagsins, ífrá Kaupmannahöfn. Bæði skipin láta úr höfn í Reykjavík 6. ágúst, kl. 6 síðdegis. Þeir, sem óska að taka þátt í í.cj-fundum kvenna. kennara, i fúdenta, bílstjóra, kristna ráðs- ; Sns og lækna, skulu segja til sín s-i-riflega tíl Árna ritstjóra Óla. — lóérfundir þessir veroa röstudag- líin 31. júií, kl. 10—13 og 15—17, laugardaginn x. ágúst, kl. it,—13. — Hatíðieg móttökuat- 3 ,.ofn fýrir ' allt nórræna þingið liefst 31 jtíli; kl. 19.30, í Þjóð- 3«~ikhuwnu,-en r.orræna foindindis' t-mgið verður sett 1. ágúst, kl. eða ú nóni. B.T, urinn lækkaður mörk). 1950 ...... 1951 ...... 1952 ...... Frá því 1933, að núverandi áfengislög gengu í gildi, hefurj neyzlan aðeins einu sinni (1946) j verið meiri en síðasíliðið ár“. Þetta segir skrifstofustjóri sam-; vinnunefndarinnar finnsku. Töl-; urnar tala sínu máli, og þær 'sýna, svo að ekki verður um villst, hver sannléikurinn um ölið og áfengisneyzluna í Finn- landi. Þykist ég nú hafa hrakið ummæli hr. Jóhanns Möller og kippt fótunum undan fullyrðing- um hans um það, að sterkt öl til neyzlu hafi reynst vel fallið til þess að draga úr neyzlu sterkra drykka í Finnlandi. P.t. Reykjavík, 11. marz 1953. Brynleifur Tobíasson. BúslaSasókn NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld verður haldinn stofnfund- ur kvenfélags Bústaðasóknar. Verður fundurinn haldinn i Kaffi Höll og hefst kl. 9 síðd. Eins og skýrt hefur verið frá, hefur verið unnið að undirbún- ingi að stofnun félagsins um nokk urt skeið. Ákveðið hefur verið að félagið skuli hafa forgöngu um að afla ýmissa kirkjumuna og vinna að hvers konar mannúðarmálum og öðrum þeim, sem kvenfélög safnaðanna í bænum láta til sín taka, svo sem kirkjubyggingar- mál. Undirbúningsnefnd hefur beðið Morgunblaðið að hvetja konur í sókninni til að fjölmenna á stofn íundinn. ARNESI, 14. marz: — Aðalíundur Mjólkursamlags K. Þ. samþykkti í gær eftirfarandi tillögu með at- kvæðum allra atkvæðisbærra fundarmanna: ..Aðalfundur Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga haldinn í Húsavik, 13. raarz, 19a3, mótrnæi- ir eindregið þeirri aðíerð fram- leiðsluráðs landbúnaðarir.s að semja urn mjólkurverðlækkun til framleiðenda, jafnhiiða því að það bakaði þeim stórfellt tjón, en öðrum stéttum hins vegar veittar sérstakar kjarabætur með mjólk- urlækkuninni. Fundurinn telur að með þessum ráðstöfunum hafi verið rofnar hinar lögbundnu reglur um verðlagningu landbún- aðarvara og gefið skaðlegt for- d.æmi. Funáurinn leggur áherzlu á, að slíku máli mætti ekki ráða til lykta nema það hefði áður verið bórið undir félagssamtök allrar bændastéttarinnar. Sér staklega þegar á það er litið að bændur höfðu árið 1944 lækkað vörur sínar í verði an þess að aðrar stéttir hefðu lagt þar nokk- uð á móti, þegar til kom. Fundur- inn gerir þess vegna þá kröfu, að Búnaðarþing það, er nú situr og stéttarsamband bænda víti harð- lega þetta gerræði framleiðslu- ráðs og telur að nefndum aðilj- um beri skylda til þess að beita sér fyrir leiðréttingu fyrir hönd bænda.“ — Fréttaritari, Myni um ÞJóðl UM ÞESSAR mundir sýnir Vign- ir. ljósmyndari, í sýningarglugga Haraldar Árnasonar, fjöldann allan af litmyndum af heiztu .leikurum Þjóðleikhússins i ýms- um gerfum og hlutverkum. — Þessari myndasýningu er smekk- lega fyrir komið, og mun vissu- lega vérða bæjarbúum til mikill- ar ánægju. Þar sem aðeins lítill hluti af myndum Vignis gat rúmazt í gluggunum, mun verða skipt um myndir innan hálfs mánaðar. 893 lélusi úr influenzu LUNDÚNUM, 14. marz: — Til- kynnt var í Bretlandi í dag, að í síðustu viku hel'ðu 893 manns dá- ið úr inflúenzu þar í landi. Er það 120 manns færra en í vikunni , þar á undan. — Það, sem af er j þessu ári hafa 2575 manns látizt j úr inflúenzu þeirri, sem gengið I hefur í Bretlandi undanlarna mánuði, en er nú í rénum. ■— Reuter, Nýr Sfandard Vanguard Nýr Stamlard Vanguard kom fram á sjónarsviðið á bilasýningunni í Genua í byrjun þess*a mánaðar. Þótt bíll þcssi sé í öllum aðal- atriðum eins og sá Vanguard, sem hingað hefur flutzt, þá eru þó nú margvíslegar endurbætur og einjtiig’ áíitsbreytingár á þessum bíl, eins og myndin sýnir. ‘ Framhald af bls. 1 annarra þeirra er í Kína dvöldu að Kínakommúnistarnir vildu vel — að þeir vildu í raun og veru hjálpa þjóðinni. Meðal þeirra voru ýmsir menn sem voru virtir og mikils metnir og á þá var hlustað með athygli. Og margii; urðu til að veita þeim að mál- um. En svo hófst bvltingin. Allt gerbrcyttist. — Herinn æddi áfram, drai), flutíi fólk á brott, ruddi ölíum hindruiium úr vegi, æsti fólkið, skapaði ótta. Skelfingin var alger. Þá komust menn að því að leið- togarnir, sem áður voru taldir heiðarlegir menn, voru alveg eins og Rússlandskommúnisí- ar. Þeir virtu mannhelgi einskis. Nú voru þeir kúgaðir. Þeir urðu persónulausir. Þeir voru eins og sprellikarlar. — Hönd flokksins hélt í spott- ann og stjórnaði hreyfingum þeirra og gerðum. Þannig eru kommúnistar í öllum löndum. Landar þeirra trúa því ekki á þá að ÞEIR geti verið vondir menn. Vit- neskjan um það hefur ekki fram að þessu opinberast mönnum fyrr en það var um seinan. FRÉTTIR KOMMÚNISTA Sr. Jóhann sýndi blaðamönn- um úrklippur úr blöðum, sem i'lytja fregnir frá fréttastofum kommúnista, New China News Agency sem hefur' aðalbækistöð í Peking og er Tassfréttastofa Kína. Þær úrklippur staðfesta svo ekki verður um villzt þau hryllingsmorð sem kommúnista- byltingin í Kína hefur drýgt og er ailtaf að drýgja. Dæmi: 11. apríl 1951 sendir Ncw China News Agency út frétt ufn að 70 þús. manns hafa safnazt saman í Chungking og 300 þús. manna hlýtt á útvarp frá ein- um merkisatburði í sögu kín- verska alþýðulýðveldisins. Kona var ákærð af dóttur sinni sem krafðist þess að hún skyldi líflátin. Dóttirin sagði: „Njósnarar eru ómannlegir. Ég get ekki litið á þessa konu sem móður mína. Ég bið rík- isstjórnina að láta lífláta hana svo fólkinu stafi ekki lengur hætta af henni.“ Á sömu sam- komu voru f jölmargir andbylt ingarsinnar ákærðir og teknir af lífi. FORDÆMÍD FRÁ RÚSSLANDI Það er talinn ómetanlegur vel- gerningur í þágu ríkisins að ákæra foreldra sína í ríkjum kommúnismans. Á það er lögð sérstök áherzla, sagði sr. Jóhann. Mönnunum er það ekki eðlilegt, en það sýnir ákafa fórnarlund og hollustu við stefnuna. í þessu sambandi, hélt sr. Jó- hann áfram, má minna á spádóm Biblíunnar: „Börn munu rísa upp gegn foreldrum sínum og valda þeim dauða“. Og einnig má vitna í sögu Ráðstjórnarríkjanna, sem útgefin er af Sovétstjórninni 1948. Þar segir í þriðja bindi, bls. 358 frá líkri sögu: Baráttan gegn Kúiökkunum (sjálfseignabænd- unum) stóð þá sem hæst (1932). Ungur drengur sem bjó í þorpi einu í Úralfjöllum ásakaði föður sinn, sem var formaður í þorps- raðinu, um að vera hlynntan Kúlökkunum. — Krafðist hann dauðadóms yfir honum og var orðið við óskum drengsins. — Drengurinn varð þjóðhetja. Er þetta ekki alveg það sama og er að gerast í Kína? Það er ekkj verið að frelsa þjóðina. Það er verið að hneppa hana í hrylli- iega fjötra. Á ótalmörgum úrkiippum Jó- hanns voru fréttir frá New China News Agency um fjölda- aftökur ..andbyltingarsinna“ og ,,auðvaldsfulltrúa“. — Hér eru dæmi: 1951. 25. apríl: „198 andbyltingar- sinnar voru teknir af lífi í Can- ton í gær eftir að fjöldafundur alþýðunnar hafði ákært þá og iátið í Ijós fyrirlitningu sína á þeim. Athöfninni var útvarpað. Fftir að daúðndómunum hafði verið lýsf fékk alþýðáh heimild til að slá þá, bíta þá eða hrækja á þá. Mannfjöldinn fagnaði af- tökunum. 10. maí 1951: „293 voru líflátn- ir í Shanghai 30. apríl s.l. eftir að 10000 manns liöfðu æpt í einu liljóði að þeir skyldu drcpnir". | 11. maí 1951: „376 voru teknir af lífi í Nanking 29. april og 50 í Hangschow. Á tveimur dögum hafa því verið lífiátnir 719 í 3 bæjum: Nanking, Kangschow ogr Shanghai. I Ilangschow var dóm- urinn kveðinn upp af 110 þús. manns sem krafðist dauðadóm* og Uerréttur varð við óskum. fólksins“. I BLOÐUGl HNIFURINN Þannig mætti lengi telja. Siík- | ar fréttir kommúnista sjálfra I myndu fylla margar bækur. —> j Fréttir þjóðernissinna á Formosu herma að um 5 milljónir manna j hafi verið teknar af lífi í Kina, opinberlega eða leynilega. En það, sagði sr. Jóhann, eru tölur, sem ætlaðar eru til skrásetningar í hinar rauðií sögubækur. Milijónirnar er« miklu flciri. Ég gæti trúað affi meira en 1% þjóðarinnar hefðí fallið fyrir blóðugum rakhnífí marxismans, sé allt talið nieð. þeir sem fluttir eru á brotfe og koma aldrei aftur og þeir sem stytta sér aldur af ein- skærum ótta. ÞAR ER EKKEUT SVIÐ MENNINGAR Sr. Jóhann Hannesson teiur það skyldu sína að sjá svo um að snöru marxismans verðf ekki brugðið um háls íslend- inga sofandi. Viiji menn endi- lega fá þessa snöru um hals- inn á sér vakandi, þá vill hanr» fyrirfram gera mönnum að- varí um hverr.ig hún verkar þegar í hana er kippt. Þar senr. marxismmn nær völdum, þar er ekkert svið menningarinn- ar lengur í friði, hvorki skól- ar, kirKjur, visindi, listir, at- vinnulíf, félagsiíf, heimilislíf né neitt annað. Hann telur að nauðsynlegt sé að leggja meiri áherzlu á mann- gildisuppeldi í skólum en gert er. Uppeldi æskulýðsins verður að veita þá festu, sem nauðsyn- leg er til að ráða fram úr vanda- málum lífsins. Uppeldið verður að stefna að varðveizlu íslenzkr- ar menningar og sjálfstæðis þjóð- arinnar. ANDLEG FRÆDSLA OG KIRKJULÍF Æskilegt væri að Skálholt yrðí endurreist sem kirkjulegt helgi- setur, þar sem menn gætu bæðí notið andlegrar fræðslu og hvíld- j ar og kynnt sér nýja strauma i kirkjulegu lífi. Eg tel það muni verða þjóð og kirkju til heilla að ríki og kirkja yrðu aðskilin, svo sern. venja er í þjóðfélögum með lýð- veldisskipulagi. Þyrfti að athuga þetta mál vel er gengið verður frá nýrri stjórnarskrá. BÆTTUR AÐBUNAÐUR Braggahverfunum í Reykjavík er nauðsyniegt að útrýma. Þau eru hvorki holl né til prýðis, fólk þarf á betra húsnæði að halda en gömlum bröggum frá heimsstyrjaldarárunum. — Þá tel ég nauðsynlegt, Reykjavíkur vegna, að hafa viðbúnað, ef hér skyldi verða tjón af völdum stríðs, flest menningarleg fjör- egg þjóðarinnar eru hér í einni körfu. Flestar frændþjóðir vorar eru þegar farnar að gera ráð- stafanir til þess að menningar- stofnanir hennar eyðileggist ekki í stríði. — Við íslendingar gætum endurreist forna sögustaði og' hat't af þeim margfalt gagn, bæði í viðbúnaðar skyni og sem sjálf- stæðum menningarsetrum. Vandamál sveitanna þarf að taka föstum tökum. Saga síðustu ára í Kína hefur sýnt hvað leiða kann af vanrækslu sveitanna. Ég vona að sú saga endurtaki sig ekki’ á íslándi. því húh; ér ekkí fög’ur — hvorki fyrir byltingún^ né eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.