Morgunblaðið - 15.03.1953, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. marz 1953
1
1
—r.
ss>^Zía
í
s
SYSTIRIN
SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG
) C—vAXi___
Gömlu dansarnir
í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Svavars Gests.
fftaidur Gunnars stjórnar dansinum.
Aðgöngumiðasala frá klukkan 6.
ATH. Borð eru tekin frá um leið og miðarnir eru keyptir
Framhaldssagan 23 ^
Janice leit ekki á hann. En hún '
var rjoð í framan og augun skutu
neístum. Þó snéri hún sér að hon-
um áður en hann lokaði hurð- j
inni og sagði kuldalega. „Úr því (
þú verður staddur þarna á veit-
ingahúsinu þá getur þú eins vel (
komlð í veizluna“.
Hann lyfti annarri augabrún-
inni. „Hðidurðu að herra Ash-
burn kæri sig um það“.
„Ég skil ekki í öðru en honum
megi standa á sama“,- sagð: hún.
Svo hló hún tilgerðarlega. „Ef ]
þér er alvara um það að þú kæm-
ir til að óska mér til namingju,
þá kemur þú“.
Hann hikaði. „Getur verið,
þakka þér fyrir“.
Janiee sat þegjandi næstum
alla leiðina. Hún sat fremst í sæt- |
inu með spenntar greipar í kelt-
unni og starði í gaupnir sér. Rjóð
ar varirnar voru samanbitnar. I
„Hann bauð þér út með sér að-
eins vegna þess að hann vildd
hefna sín á mér“, sagði hún. „Þú
heldur þó víst ekki að hann hafi
einhvern áhuga á þér?“
„Hvers vegna skyldi hánn ekki
hafa áhuga á mér?“. spurði Alice
og fann hvernig reiðin sauð niðri
í henni.
„Hvaða vitleysa", sagði Janice.
, Hann er ástfanginn af mér og
þegar ég .. jæja, við skulurn ekki
tala um það. Hann vill að minnsta
kosti gera mér gramt í geði. Ég
trúi því ekki að hann hafi átt
neitt erindi til borgarinnar í dag.
Ég er viss um að hann hefur kom-
ið bara þegar hann las tilkynn-
inguna. Jack fyrirlítur hann,“.
Svo bætti hún við með ákafa: !
,,Ég vildi óska að ég hefði ekki
þurft að sjá hafin aftur. Því gat
hann ekki látið mig í friði?“ )
Bíllinn stöðvaðist áður en Alice
vannst tími til að svara. Jack stóð
við dyrnar og kom hlaupandi á
móti þeim.
„Ég var farinn að verða alvar-
lega áhyggjufullur“, sagði hann.
Hann var fölur og hendur hans
titruðu þegar hann hjálpaði þeim
út úr bílnum. „Ég var íarinn að
halda að eitthvað hræðilegt hefði
komið *fyrir“. Hann brosti og
bætti svo við: „Ég var farinn að
halda að þú hefðir séð eftir öllu
saman og ég gat ekki áfellst þig
fyrir það“.
Hanp snéri sér að Alice, en
brosið hvarf af vörum hans um
leið og hann sá hana. „Hvað er
að?“ spurði hann. „Það er engu
likara en að þú hafir séð draug“. !
„Það gengur ekkert að mér. Ef
til vill er ég líka bara dálítið
taugaóstyrk“.
Hún vissi nú, að Janice elskaði |
Derek. Hún giftist Jack ekki fyrir
það að hún elskaði hann. Hún
vissi að illt eitt mundi leiða af |
þessari giftingu. Henni far.nst
eins og hún væi i í martröð, þeg-
ar hún steig út úr bílnum og út
á gangstéttina. j
Gat hún komið í veg fyrir gift- '
inguna? Það var of seint. Hún
gat ekkert gert, annað en staðið
við hlið systur sinnar á kuldalegri
skrifstofu borgardómarans og
horfa á hana giftast .Jack.
Henni leið svo illa að hana lang
aði til að snúa við og hlaupa burt.
En hún stóð kyrr við hliðina á
Janice og kyssti hana á vangann
þegar áthöfnin var um garð geng t
in. Hún tók í hendina á Jack og
óskaði beim báðum vil hamingju.
Jack brosti til hennar. „Vertu
kát, Alice. Ætlar þú ekki að
kyssa brúðgumar.n? Robin hefur
þegar kysst brúðina". '
* Um leið beygði hann sig niður
og kyssti hana á munninn. Það
var í fyrsta sinn sem har.n hafði
kysst har.a. Varir hennar voru
mjúkar og hann velti því fyrir
sér, hvers vegna hann hafði ekki
gert þetta fyrr. Um leið og hann
rétti úr sér, hnyklaði hann brún-
ir og sagði alvarlegur í bragði,-
„Hvað er að Alice? Þú skelfur.
Þú þarft að fá þér hressingu. Það
er áreiðanlegt. Kampavínsglas
væri ágætt. Við skulum koma af
atað“.
Hann tók undir handlegg brúð-
ar sinnar og leiddi hana út. Alice
og svaramaður Jack, Robin West-
way. fylgdu á eftir.
„Systir vðar er ákaflega falleg“
sagði hann við Alice um leið og
hann hjálpaði henni upp í bílinn
sinn.
„Já, flestum mönnum finrst
það“. Rödd hennar var kuldaleg
Hann hugsaði með sér um leið og
hann stýrði bílnum út úr mestu
umferðinni: „Skrítin stúlka Hún
virðist ekki hið minnsta ár.ægð
með þessa giftingu. Ef til vill er
hún afbrýðissöm gagnvart svstur
sinni af því hvað hún er falleg".
Gestirr.ir voru ekki mgrgir.
Flestir voru það vinir Jacks og
samstarfsmenn, sem komu með
kor.ur sínar. Hann hafði verið svo
lengi fjarverandi frá Englandi að
hann hafði misst sambandið við
marga gamla kunningja. Og
Janice hafði neitað flestum séfn
Alice hafði stungið upp á að
bjóða. af þeirra vinum. Eitthvað
var þó þarna samankomið af ung
um mönnum og stúlkum, sem
höfðu verið með henni á leikskóla
Rutherfords, en þó aðeins þeir,
sem höfðu fengið stöður við leik
hús í London síðan náminu lauk
við skólann.
Kampavín’og annað var þar á
boðstólum. Jack kom til Alice
þar_sem hún stóð dálítið afsíðis.
„Ég sé að Bruce Andrews
lávarður er kominn. Mig langar
til að biðja þig að fara og tala
við hann. Hann er miög frægur
vísindamaður, einn af forstjórum
Britsh Museum. Hann er ákaf-
lega skemn>tilegur maður, enda
þótt hann sé svolítið feiminn“.
Hann fylgdi henni þangað sem
hár, grannur maður stóð. Hann
var sviphreinn og gáfulegur í
framan, um fjörutíu og fimm ára,
hugsaði Alice. Jack kynnti þau.
„Þetta er systir brúðar minnar,
ungfrú Alice Winters".
Bruce lávarður tók í hönd henn
ar. Áður en Jack yfirgaf þau
sagði hann: „Mig langar til að
tala við yður þegar þér komið
aftur, Ashburn. Það getur verið
að ég hafi miklar fréttir að færa
yður. Þér munið eftir leiðangrin-
um, sem við töluðum um einu
sinr.i? Til Haiti? Það eru miklar
líkur til að úr honum geti orðið.
Mig langar til að þér komið með“.
„Það Var ákaflega fróðlegt“
1 sagði Jack. Það mátti heyra á
rödd hans að honum var mikið
niðri fyrir. Augu hans Ijómuðu.
„Mig hefur alltaf langað til að
I rannsaka skordýralífið í Vestur-
Indíum“.
| Bruce lávarður brosti lítið eitt.
' „Þér megið ekki gera yður of
miklar vonir. Það getur líka
brugðist. En hins vegar .. Jæja,
þér hringið til mín, þegar þér
komið aftur til borgarinnar.“
I Jack yfirgaf þau til að sinna
öðrum gestum. Bruce lávarður
hafði þurrkað af einglyrni sínu,
svo setti hann það á sig aftur og
leit þangað sem Janice stóð.
„Svstir yðar er ákaflega falleg“
sagði hann.
„Já, hún er það“, svaraði Alice
en henni fannst hún geta æpt.
Hún var orðin dauðþreytt á að
heyra fólk segja henni að Janice
væri falleg. Það var eins og það
væri það eina, sem karlmenn
gætu talað um. Hún var falleg ..
falleg.
„Ég vona að yður mislíki ekki
þótt ég segi að hún sé næstum of
falleg“, bætti hann við. „Ég á
við of falleg til þess að vera eigin
kona Ashburns".
Hún leit snögglega á hann.
„Hvers vegna ætti nokkur stúlka
að vera of falleg til að verða
konan hans?“ spurði hún með dá-
litlum þjósti.
„Hann er visindamaður“, sagði
hann, „og vísindamenn eru ekki
úr þessum helli, því að apinn gæti komið aftur, og þá væri
betra að verða ekki á vegi hans,
Kóngssonur hatði þó ekki gengið lengi, þegar hann varð
þess var, að einhver þokaðist í áttina á móti honum. Hans
gekk nú eins hljóðlega og hægt var. í þeirri von, að hann
gæti læðst tram hjá apanum, ef þetta skyldi vera hann.
Allt í einu var gripið sterklega utan um kóngsson og áður
en hann gat áttað sig, var hann hafinn á loft og honum
hent allharkalega á hellisgóltið.
Sem betur íór meiddi Hans sig ekki nema lítilsháttar, og
stóð hann strax upp og losaði um hnífinn, sem hékk við
belti hans. Hann skyldi þó selja lif sitt dýrt, ef górillaapinn
varnaði honum útgöngu.
Apinn var nú í nokkurri fjarlægð frá kóngssyni. Hann tók
undir sig stökk og ætlaði að grípa í Hansa, en áður en hon-
um auðnaðist það, hafði hann kastað hnífnum af alefli í
hjartastað apans, sem datt steindauður á hellisgólfið íyrir
framan fætur kóngssonar. Það, sem bjargaði honum í þetta
skipti, var kastfimi hans, en hann hafði lagt mikla stund
á að kasta hnífum í mark heima í kóngsgarði.
Hans lagðist nú fyrir á gólfinu, því að hann var hálflerk-
aður eftir útreiðina við apann. Innan lítillar stundar var
hann steinsofnaður.
Snemma næsta morgun vaknaði Hans við fuglasöng og
skræki í litlum öpum, sem hömuðust fyrir utan hellismunn-
ann. Kóngssonur fékk sér það, sem eftir var af nestinu og
gekk síðan út úr hellinum og hélt áfram ferð sinni til hallar-
innar, þar sem demantshesturinn var.
Hans varð ekki var neinna mannaferða hjá höllinni eða
við hesthúsið. Hann gekk því rakleitt inn í hesthúsið, en þar
var demantshesturinn. Og eins og refurinn hafði sagt, var
Ijótur leðurhnakkur á baki hans, en annar alsettur demönt-
um var rétt hjá hestinum.
VETRARGAKÐUKIN X
VETRARGARÐURINN
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar.
Miðapantanir í síma 6710, eftir klukkan 8.
V. G.
Kvenitaskólinn
helduT DANSÆFIN GU sunnudaginn 15. þ. m. í
Tjamarcafé. — Hefst klukkan 9. — Húsinu lokað kl. 11.
Alfreð Clausen syngur dægurlög með gítarundirleik.
Sala aðgöngumiða hefst kl, 8. — Ölvun bönnuð.
NEFNDIN
heldur kútmagakvöld að Þórscafé 17. þ. m. Hefst kl. 7
síðdegis. Dansað til kl. 1. — Alfreð Clausen syngur með
Mjömsveitinni. — Aðgöngumiðar seldir á sama stað á
morgun frá klukkan 1 e. h.
Stokkseyringar fjölmennið! Stjórnin.
Málarasveinafélag Reykjavíkur :
AÐALFUNDUR |
félagsins verður haldinn sunnudaginn 22. marz í Bað- ;
stofu iðnaðarmanna klukkan 2 e. h. :
Venjuleg aðalfundarstörf.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félags- E
■
ins í Kirkjuhvoli. Félagsstjórnin. :
Happdrælti Jaðars !
Aðalvinningurinn Matar- og kaffistell fyrir 12 frá E
m
JBing & Gröndal (Gullmáfimnn).
Látið í gluggann í Bankastræti 7. Kaupið miða. “
Verð kr. 2,00. Dregið annað kvöld, mánudag.
■
Nefndin. :
Ensk fataefni
m
m
Nýtt úrval nýkomið
m
m
Árni & Bjami — sími 3417. j