Morgunblaðið - 15.03.1953, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. marz 1953
Ctg.: H.f. Árvalcur, Reykjavlk.
, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
ÁSkriftargjald kr. 20.00 á mánuði, imuuoJanaa.
í lausasöiu 1 krónu eintakið
Umboðsmaður Rússa í Prag er látinn
CoffwaSd náði völdtsm með efbeSdi
og ríkli með ógnum
n
J
Hiitn kiökki hupr Einars
f>ÆR STUNDIR, sem fylgja láti
þjóðsnillinga og mikilmenna eni
jafnan sérstæðar og sorgum
blendnar. Mannslát er ávallt við-
burður, en dauðdaga þjóðhöfð-
íngja fylgir þjóðarsorg og eftir-
sjá þúsundanna.
En það er sjaldan, sem undir
siíkar harmatölur og hugarangur
er jafnt tekið utan landamær-
anna, sem innan. Útlendir menn
telja sjaldnast til neinnar þjóð-
hollustu né þegnskyldu við ann-
arra þjóða höfðingja. En stundum
getur þó út af því brugðið, og
síðasta vika færði mönnum á
furðulegan hátt heim sanninn
um það.
★
Sá maður, sem verður skipað
í flokk með meiriháttar var-
mennum veraldarsögunnar, Jósef
Stalin, gaf upp öndina austur í
Rússlandi fyrir skömmu, sem
frægt er orðið. Var það í sjálfu
sér enginn merkisviðburður. Ann
að atriði dauða einvaldsins sam-
fara, var þó miklum mun athyglis
verðara fyrir íslenzku þjóðina.
Það var afstaða hinnar komm-
únisku flokksdeildar. hér á landi
til dauða Stalins.
Þá kom hin sanna stefna og
Wð gamla innræti flokksins bet-
nr í ljós en nokkru sinni á liðn-
om árum. Háværar harmtöiur
og grátþrungnar minningarat-
hafnir um sálaðan einvald er-
lends einræðisríkis sýna berlega
hvar í sveit þegnhollusta og þjóð
rækni íslenzku kommúnistanna
líggur.
Svo mikið þótti við þurfa, að
nýju húsbændurnir í Kreml
skyidu ekki efast um einlæga
sorg og sáran söknuð íslenzku
fiokksdeildarinnar á þessum
miklu tímamótum, að Einar
Olgeirsson valdi sjálfum sér það
hlutverk að skrifa líkræðulofið
S leiðara Þjóðviljans. Og þar er
ekki verið að fara í launkofa með
aðdáunina, virðinguna og trún-
aðartraustið, sem íslenzkir komm
únistar haía ætíð borið í brjósti
til hins mikla Stalins.
Grein þessi er hin merkilegasta
og gefur Einar félaga sínum og
föður þar m. a. þessi heiti:
Brautryðjandi, Iærifaðir, eldhugi,
hugsuður, hetja, baráttumaður,
hyltingaleiðtogi, þjóðaleiðtogi.
Minna mætti nú gagn gera í
eínni stuttri blaðagrein, en hinir
hógværu mannkostir Stalins eru
hvergi nærri upptaldir.
Harrn á líka að hafa unnið
mesta stórvirki veraldarsögunn-
ar, forðað öllum heimi frá harð-
stjórn, ævi hans á að „vera ein-
hver stórbrotnasta ævi, sem lifað
hefur verið“ og hann á að hafa
vísað mannkyninu öllu leiðina
til friðar!
Jafnframt þessu birtir svo blað
ið dag eftir dag heilsíðugreinar
um Stalin á öllum hans æviskeið-
um og risastórar myndir af ein-
valdinum. Og til að bíta höfuðið
af skömminni var haldinn sér-
stakur minningarfundur í einu
af bíóum bæjarins til að gefa
enn fleirum kommúnistum tæki-
færi til að trega enn einu sinni,
opinberlega og sameiginlega,
hinn mikla Stalin!
Svo langt gekk hin lægsta
anðmýkt íslenzkra manna fyrir
grimmasta einræðisherra þessar-
ar aldar. Slík er þjóðhollustan,
ættjarðarástin í hugum íslenzkra
kommúnista. 1
Það er íslenzku þjóðinni til
stóraukins fróðleiks, að hafa lif-
að dauða og tilbeiðslu Stalins
síðustu daga. En maðurinn sem
skrifaði leiðarann um Stalin ,pneð
klökkum hug og djúpri virðingu"
hugsandi um hinn „ógleyman-
lega látna leiðtoga“ lét það hjá
farast af einhverjum ástæðum að
minnast andláts forseta fslands
fyrir rúmu ári siðan. Þá eyddi
Þjóðviljinn ekki tiunda hluta
þess rúms, er Stalin hefur verið
helgað undanfarna daga, til
minningar þjóðhöfðingja íslands.
Þá voru fallegu orðin spöruð og
engir minningarfundir haldnir.
Þá lá engum á að tjá virðingu
sína og samúð.
Hér á milli er regindjúp stað-
fest. Öðru megin er íslenzk þjóð-
arvitund og þegnhollusta, á hinn
bóginn auðmýkt og undirgefni
fyrir erlendu stórveldi og ein-
ræðisstjóm þess.
And’át bóndans í Kreml hefur
fært íslenzku þjóðinni enn frekar
heim sanninn um, að hún á innan
vébanda sinna stóran hóp manna,
sem einskis svífast ef erlent stór-
veldi, hagsmunir þess og stjórn-
endur eiga í hlut. Á síðari árum
hefur þessi flokkshópur þó jafn-
an reynt eftir beztu getu að
breiða yfir nafn og númer, þótzt
réttborinn arftaki frelsishugsjóna
Fjölnismanna og náskyldir Fjall-
konunni.
Slíkur blekkingarleikur hefur
þó ekki verið einhlítur til ár-
angurs. Einn flokkur breytir ekki
um stefnu þótt hann breyti um
nafn, ef sömu mennirnir halda
um stjórnvölin eftir sem áður.
En það er við tækifæri sem
andlát Stalins, er menn eins og
Einar Olgeirsson, geta jafnvel
ekki stillt sig um að sperra úlfs-
eyrun upp fyrir sauðarfeldinn.
Og þá veit alþjóð hvaðan vind-
urinn blæs.
FÉLAGSSAMTÖK ein, sem nefna
sig Menningar og friðarsamtök
kvenna, kölluðu nýlega blaða-
menn á sinn fund og báru hraust-
lega af sér allar sakir um að þau
væru nokkuð við kommúnista
riðin. Sama skoðun var og ítrek-
uð á fundi samtakanna í Stjörnu-
bíói, sem getið var hér í blaðinu.
En það var ekki að ástæðulausu
sem iður hinna meinleysislegu
kvennasamtaka höfðu verið álitin
rauðleit úr hófi fram.
Helzta verk samtakanna hefur
sem sé verið að gefa út áróðurs-
skýrslu hinnar kommúnisku árás-
arstjórnar Norður-Kóreu.
En ef hinum friðelskandi kven-
skörungum er alvara í hug og
heilar í friðarbaráttu sinni gegn
vopnavaldi og hervæðingu skal
þeim bent á að rannsaka og
skýra frá eftirtöldum atriðum:
1) Hvaða land veraldar hefur
stærstan her?
2) Hvaða land er það, sem eitt
Ver helmingi þjóðarútgjaldanna
til vígbúnaðar?
3) í hvaða landi er börnum
veitt hernaðarmenntun strax og
þau ná 12 ára aldri?
4) í hvaða landi eru öll hátíða-
hö!d fólgin í hersýningum?
Hvað segja friðarsamtökin um
þetta verkefni?
KLEMENT Gottwald koramún-,
ista forseti Tékkóslóvakíu lézt í
gærmorgun. Hann var 57 ára
gamall. Sem foringi kommúnista-
flokksins komst hann til valda í
föðurlandi sínu með ofbeldi. Og
með ógn hefur hann síðan
ríkt. Verkið sem liggur eftir þenn
an rússneska lepp er sú hryggi-
lega staðreynd, að hann breytti
föðurlandi sínu, sem áður var
hamingjuland 15 milljón ibúa,
sem iifðu þar í velsæld og frelsi,
í hörmulegan blóðvöll lögreglu-
morða og ofsókna. Hversu vel
sem menn vildu reyna að virða
minningu látins manns, þá verð-
ur ómögulega fram hjá þeirri
staðreynd gengið að Klement
Gottwald hefur verið hinn mesti
ógæfumaður fyrir þjóð sína.
ÓÞEKKT NAFN SEM
HÓFST TH, VALDA
Hann var af almúgafólki kom-
inn, líkt og svo margir aðrir
kommúnistaforingjar í Austur-
Evrópu. Óþekkt nafn, sem hófst
til æðstu metorða. Hann mun
vera fædjjur í suðurhluta Bæ-
heims. Gekk hann í skóla í Austur
riki og til að sýna þjóðerniskennd
þessa foringja kommúnista á
yngri árum hafa verið sagðar þær
sögur af honum, að hann hafi neit
að að tala þýzku í skólanum, að
hann hafi aðeins viljað tala tékk-
nesku. Vegna þessa lenti hann í
brösum við skólafélaga sína og
skólastjórn og flæktist frá námi.
Tók Gottwald þá að stunda
veggfóðrun í Vínarborg, þótt ekki
kynntist hann kollega sínum Hitl
er, sem sagt er að hafi verið vegg
fóðrari þar í borg um líkt leyti
eða nokkru fyrr. Um tíma var
hann við nám í húsgagnasmíði.
Hann var áhugasamur um stjórn-
mál og gekk í jafnaðarmanna-
flokkinn. Þá skall fyrri heims-
styrjöldin á. Gottwald var kall-
aður í austurríska herinn. Hann
kvað lítinn áhuga hafa haft á
styrjöldinni og gerðist líðhlaupi
í síðari hluta hennar.
FORUSTUMAÐUR
KOMMÚNISTA
Eftir styrjöldina, þegar Tékkó-
slóvakía varð sjálfstætt ríki gerð
ist Gottwald brátt virkur meðlim
ur í kommúnistaflokknum og tald
ist til forustuliðsins. Varð hann
aðalritstjóri helztu málgagna
kommúnistaflokksins. 1925 varð
hann meðlimur í miðstjórn komm
únistaflokksins, 1927 aðalritari
hans og 1929 var hann fyrst kos-
inn á þing.
1938 þegar sýnt var að Þjóð-
verjar myndu taka Tékkóslóv-
akíu flýði Gottwald til Moskvu.
Þar stofnaði hann ásamt Benes
forseta, þjóðarráð landflótta
Tékka.
RÚSSAR VORU ÞÁ
„FRELSARAR“
Vorið 1945 sóttu hersveitir
Bandaríkjamanna inn í Bæheim
vestan frá. Þær komust til borg-
arinnar Pilsen og varnir Þjóð-
verja voru svo mjög þrotnar, að
ekkert virtist því til fyrirstöðu að
hersveitir þessar sæktu til Prag
og austur um alla Tékkóslóvakíu.
Þá kom ströng fyrirskipun um
það að þessar bandarísku her-
sveitir mættu ekki sækja lengra
fram. Ástæðan var sú, að Rússar
kröfðust þess að þeir fengju heið
urinn af því að hafa „frelsað"
Tékkóslóvakíu. Þessi frestun
kostaði það að sjálfsögðu að
Gestaposveitum Þjóðverja vannst
tími til að lífláta þúsundir Tékka.
Það voru því Rússar sem
,.frelsuðu“ Tékkóslóvakíu. Það
skorti ekki á að þáttur Rússa í
frelsuninni væri lofaður. Það
þýddi litið að mæla á móti því í
Tékkóslóvakíu á þeim árum, að
það væru í raúninni Rússar einir,
sem hefðu unnið styrjöldina.
VEFHJR SKTPAST í LOFTI
í því andrúmslofti varð komm-
únistaflokkurinn stærsti flokkur
Tékkóslóvakíu. Við frjálsar kosn-
ipgar hlaut hann 35% greiddra
atkvæða. I nokkur ár enn lofaði
tékkneska þjóðin Rússa sem frels
ara þjóðarinnar. Hinn sári sann-
leiki í því máli rann upp fyrir
réttum fimm árum, þegar komm-
únistar tóku völdin að öllu leyti
í sínar hendur með ofbeldi.
Hinn elskaði forseti Tékka,
Edouard Benes var svívirtur af
Gottwald og sviptur áhrifum og
völdum. Þegar Benes sagði af sér
og andaðist skömmu síðar, settist
Gottwald í forsetasæti.
ÚR LÝDRÆÐI TIL
LÖGREG L URÍKI
Síðan hefur ríkt í Tékkóslóvak-
íu óslitin ógnaröld. Þetta var
þeim mun átakanlegra, þar sem
Tékkóslóvakía var eina landið
bak við járntjaldið þar sem þró-
ast hafði raunverulegt vestrænt
| lýðræði og frelsi. Þessir tímar
jhafa því verið hryggilegir aftur-
faratímar tékknesku þjóðarinnar
i Yfir landið þar sem frelsi og rétt-
j læti hafði áður brosað við hverj-
| um þegn þjóðfélagsins huldist nú
allt skuggum hins hræðilega
kommúnistíska lögregluríkis.
ítrekað hefur þjóðin hvað eftir
annað sýnt fyrirlitningu sína og
mótspyrnu. Má þar minnast á eitt
dæmi skömmu eftir valdaráhið,
þegar hundruð þúsunda ung-
menna, sem gengu í skrúðgöngu
um Prag í Sokol íþróttahátíðínni,
hófu upp í talkór samhljóða rhöt-
mæli gegn ofbeldisaðgerðum
kommúnista. En kommúnistar
undir stjórn Gottwalds létu sig
engu skipta mótþróa allrar þjóð-
arinnar, heldur bæidu öll mót-
mæli niður með vægðarlausum
handtökum og líflátum.
KÚGAÐIR VERKAMENN
Flestir þeirra, sem skarað háfa
fram úr í menntun, listum, vis-
indum og í hverskonar atvinnu-
greinum, hafa nú horfið af sjónar
sviðinu í Tékkóslóvakíu. og eftir
bíður lemstrað menningar- og at-
vinnulíf landsins. Þar sem áður
var framleiddur iðnvarningur
framúrskarandi að gæðum, vihna
nú verkamenn kúgaðir meira en
nokkru sinni fyrr. Og framleiðsl-
an er svikin, hráefnin ónýt, mikilí
Framh. á bls. 12
Velvakandi skriíar:
ÚR DAGLEGA LtFENU
Cæsar og 15. marz.
1 C marz er kominn en ekki lið-
inn“ — sagði eiginkona
hins mikla Júlíusar Cæsars að
morgni hins 15. marz fyrir 1997
árum. Hún hafði haft draumfarir
þungar og latti mann sinn farar-
innar til fundar í Senatinu. En
Cæsar hafði aldrei kunnað, aldrei
viljað hika eða hræðast, heldur
ekki í þetta skiptið — og afleið-
ingin er hverju skólabarni kunn.
Ævilok þessa stórmennis róm-
versku fornaldar
innar, sem —
lom og sá og sigr
iði — hafa á sér
íarmsögulegan
og í senn kald-
hæðnislegan
>læ. í rauninni
oafa þau sífellt
verið að endur-
taka sig í sögu
mannkynsins
allt fram á þennan dag. Ofur-
, menni, einvaldar og harðstjórar
I hafa komið fram á hverjum tíma
og þeir hafa ískyggilega margir
hlotið sömu eða svipuð örlög og
Cæsar, hinn 15. marz í Senatinu
í Róm. Þau hafa fært óyggjandi
heim sanninn um, að ofurmennið
sem drottnar í trausti aflsmunar
síns yfir hinum minni máttar er
fyrirfram dæmt til falls Og tor-
tímingar.
Um Skólavörðuholtið.
KONA úr Hallgrímssókn hefir
skrifað mér eftirfarandi:
„Góðir Reykvíkingar! — Gang-
ið upp á Skólavörðuholtið og litizt
þar um. Hvað sjáið þið? — van-
hirðu, auðn og riðgaða herskála.
Þarna á að býggja stærstu
kirkju landsins, sem tekur sjálf-
sagt mörg ár. En væri ekki tíma-
bært að athuga þarna umhverfið
og gera þar nokkrar umbætur
þegar á þessil vori.
Væri það ekk’ pjr'mitt verk-
efni fyrir u^?1irpp-a. þegar þeir
Iosna úr skólunum?
Reykvíkingum
kær blettur.
SKÓLAVÖRÐUHOLTIÐ er kær
blettur mörkum Reykvik-
ingum. Það ætti ekki að vera
mjög erfitt verk að breyta því í
gróðurreit, sem allir hefðu unun
af að ganga um. Það ætti ekki að
þurfa að verða bænum mjög dýrt.
Ég er viss um, að margir vildu
leggja til vinnu í tómstundum sín
um til þess að fegra þennan reit.
Vildi ekki nefndín, sem undirbýr
og skipuleggur unglingavinnuna
taka þetta til athugunar? Margir
hafa verið óánægðir yfir því, að-
Skólavarðan var rífin. Mætti ekki
reisa hana að nýju í sama formi?
— Væri það ekki verkefni fyrir
menntaskólafólk? —
Þökk fyrir birtinguna. — Kona
úr Hallgrímssókn".
Lélegar þalcrennur
BESSI nokkur skrifaði mér rtý-
lega smápistil og barmar sér
ekki lítið:
„Velvakandi góður!
Vildirðu ekki koma á framfæri
fyrir mig tilmælum um, að gerð
verði hið bráðasta rækileg endur-
skoðún á þakrennum húsa hér í
bænum. Ég skal ekki fullvrða,
hvort ástandið á þessu sviði er
jafn afleitt í öllum hlutum bæj-
arins, en svo mikið er víst, að í
hinum fjölförnustu götum, svo
sem á Laugaveginum og í Austur
stræti er það algerlega óviðun-
andi. Ég tók sérstaklega cftír
þessu síðustu viku í eilífðar-rign-
ingunni miklu, eins og fólk var
farið að kalla hana. Nógu margir
droparnir duttu á mann samt, þó
að ekki stæði bunan niður af öíí-
um þökum til viðbótar. Það var
helzt að hægt væri að forða sér
undan þeim með því að hypja sig:
út af gangstéttinni, en hversu
óhultur er maður í miðri umferð-
inni í Austurstræti eða á Lauga-
vegi? — Mætti ekki kippa þessu
í dag — og það fyrr en seinna? —
Eessi“. j