Morgunblaðið - 18.03.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.03.1953, Qupperneq 8
Miðvikudagur 18. marz 1953 8 MORGUNBLAÐIÐ \ i Otg.: H.f. Arvafeur, Reykjavii. Framkv.stj.: Sigfús Jpnsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.* Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl* Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innatnfntn*. t lausasölu 1 krónu eintakiB líarlssonuriiin og kóngs- dóttirin - nútmia ævintýri Bridgemeisiara- íífeSS! Utanríkisstefnan og afstáa ti! EiCiiaar 1ÆR ríkisstjórnir sem setið hafa hér á landi siðan síðustu heimsstyrjöld lauk hafa fyigt þeirri stefnu í utanríkismálum, að hafa nána samvinnu við hin- ar vestrænu lýðræðisþjóðir, bæði á sviði efnahags- og öryggismála: Afstaða okkar íslendinga hefur að þessu leyti verið hin sama og jþeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar. Hofuðtakmark þessarar ut- anríkisstefnu hefur verið það annarsvegar, að byggja upp atvinnuiíf og efnahag þjóðar- innar og hinsvegar að tryggja sem mest má verða öryggi þeirra og sjálfstæði. Þessu takmarki hafa hinar frjálsu þjóðir Vestur-Evrópu talið líkiegast að þær næðu með því að starfa saman í sem nánastri samvinnu. Þær hafa gert sér Ijóst, að einangrunar- stefnan var ekki líkleg - til þess að skapa þeim frið og farsæld. Flestar höfðu þær einnig bitra reynslu af gagns- leysi hennar. v Kommúnistar hér á Islandi liafa éins og annars staðar ham- azt gegn þátttöku lands og þjóð- ar í samstarfi hinna frjálsu þjóða. Þeir hafa ráðizt gegn efna- hagssamvinnunni, enda þótt þeim væri fullljóst, að þátttaka okkar í henni væri eina leiðin til þess að hrinda í framkvæmd ýmsum þjóðnýtum umbótum, sem leggja munu grundvöll að bættri aðstöðu þjóðarinnar og auknu afkomuöryggi hennar í framtíðinni. Jafnframt hafa þeir haldið uppi látlausum áróðri gégn viðleitni íslenzkra stjórnar- valda til þess að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins með aðild okkar að varnarsamtökum hinná vestrænu þjóða. i En það eru ekki aðeins leið- fogar iýðræðisflokkanna á ís- Jandi, sem tekið hafa afstöðu til þessara rnála. íslenzka þjóðin hefur sjálf markað afstöðu sína til þeirra svo greinilega að ekki verður um villzt. Síðan ísland gerðist aðili að Atlantshafsbanda laginu hafa farið fram almennar Alþingiskosningar í landinu. Ut- anríkismálin voru þá eitt þeirra rr.ála, sem barizt var um. | ■ En hver urðu úrslit þessara kosninga? Hvað sagði þjóðin sjálf, þegar hún kvað upp dóm sinn við kjörborðið? | r Afstaða þjóðarinnar var eins skýrt mörkuð og frekast verður á kosið. Þeir stjórnmálaflokkar, sem markað höfðu stefnuna í ut- anríkismálunum og staðið höfðu sa'man bæði um aðild íslands að efnahagssamvinnunni og varnar- samtökum lýðræðisþjóðanna hfútu ýfir 80% kjósendafylgis í landinu. Komjnúnistaflokkurinn sem einn hafði barizt'trylltri bar- áttu gegn þessari stefnu í utan- rikis- og öryggismálum fékk hinsvegar innan við 20% atkv. Þessi dómur þjóðarinnar er skýr og ótvíræður. Um hann verður ekki villzt. íslendingar vilja nána samvinnu Við aðrar| þjóðir, sem þeim eru skyldastarj um efnahagslega uppbygingu og| varðveizlu friðar og öryggis íj heiminum. Þeir hafa gert sér það fyllilega ljóst, að hættan, sem steðjar að heimsfriðnum er frá Rússum, frá einræðis- og ofbeld- isstefnu kommúnista, sem rænt hafa margar þjóðir Evrópu frelsi þeirra og sjálfstæði. Þess vegna hafa íslendingar ekki hik- að við að ganga í samtök hinna frjálsu þjóða, sem hafa það tak- mark eitt, að verja frelsi sitt, koma í veg fyrir að lönd þeirra glati sjálfstæði sínu og verði hræsvelg ofbeldisins að bráð. Á það má svo enn minna, að í aukakosningum, sem fram hafa farið á því kjörtímabili, sem nú er senn á enda, hef- ur fylgi kommúnista farið þverrandi en fylgi núverandi stjórnarflokka vaxandi. — Stefna þjóðarinnar sjálfrar er þannig í fullu samræmi við þá stefnu, sem núverandi rík- isstjórn hefur fylgt í utanrík- is- og öryggismálum. Um það getur engum blandazt hugur. 09 EINS og kunnugt er lögðu full- trúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefhd fram ýtarleg- ar tillögur í nóvember s. 1. Var þar tekin afstaða til flestra þeirra atriða, sem til álita kemur ’að breyta í núgildandi stjórnar- skrá lýðveldisins. Varðandi ein- stök atriði, eins og t. d. kjör- dæmaskipunina, lögðu fulltrúar Sjálfstæðismanna fram tillögur um 2 leiðir, sem til greina kæmu. Það er af þessu auðsætt að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fyrstur allra stjórnmálaflokkanna lagt fram raunhæfar breytingartillög- ur í samabndi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Framsóknar- flokkurinn hefur hinsvegar eng- ar tillögur lagt fram, aðra en þá, að fresta endurskoðun stjórn- arskrárinnar um a. m. k. 3 ár. Það ér allur árangurinn af marg endurteknum yfirlýsingum Fram sóknarmanna um það, að þeir búi yfir geysilegri stjórnlagavizku og séu allra flokka reiðubúnastir til þess að hraða endurskoðun stjórnarskrárinnar. Frá Alþýðuflokknum hafa hins vegar engar tillögur verið lagð- ar fram í stjórnarskrárnefnd. Það kemur því úr hörðustu átt, þeg- ar Alþýðublaðið lætur liggja að því í gær, að flokkur þess hafi unnið einthver sérstök afrek í þessu máli. Hann hefur bókstaf- lega enga afstöðu tekið í stjórn- arskrárnefnd. Þegar formaður stjórnar- skrárnefndar, Bjarni Bene- diktsson, utanríkisráðherra, lýsti eftir tillögum frá flokk- um þeim, sem sæti eiga I stjórnarskrárnefndinni á s. 1. hausti, heyrðist ekki kvak frá fulltrúa Alþýðuflokksins þar. Þetta virðist Alþýðublaðið ekkert vita um. Þessvegna lætur það eins og flokkur þess hafi af einhverju að státa í sarabandi við endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Blaðið ætti nú að taka sig til og hnippa í flokksforystu sína, sein sofið hefir á verð- inum í þessu máli. Árangur- inn kynni að verða sá, að AI- þýðuflokkurinn legði fram einhverjar breytingartillögur - við stjórnarskráha. En á með- an hann ekki hefir gert það ætti Alþýðublaðið að hafa vit á að þegja um stefnuleysi hans í þcssu máli. | ÁRIÐ 1938 kom þýzkt farmskip j til Port Sudan í Rauðahafinu. — J Skipshöfnin fékk landgönguleyfi ! og hennar á meðal skipsdrengur, i Herbert Becher að nafní. Hann | varð fljótt viðskila við félaga sína á sólbökuðum götunum. Á gatnamótum sér hann litia stúlku hlaupa fram fyrir stóran vörubíl. Herbert stökk út i um- ferðina, bjargaði stúlkunní, en varð sjálfur undir bílnum. Með- vitundarlaus var hann fluttur á enska sjúkrahúsið, þar sem hann naut ágætrar aðhlynningar. Dag einn kom voldugur lands- átjóri (pasha) að rúmi hans, — Haj Mohmet Ibn Rahman frá Tsjangdrajnas, að nafni. Hann var mjög þakklátur fyrir björg- un dóttur sinnar, Nazli prinsessu, og bauð Ilerbert til nokkurra vikna dvalar í höll sinni. VIDSKILNAÐURINN Herbert hélt síðan til Þýzka- lands og var tekinn í herínn. í styrjöldinni var hann sendur til Rússiandavígstöðvanna, tekinn til fanga og sendur tii Síberíu. Éftir marga mánuði naut hann þó þeirrar náðar að vefa sendur heim og komst til Hamborgar. Nú var ókleift að fá atvinnu við siglingar og Herbert var at- vinnulaus. Hann svalt heilu hungrí og átti engan samastað. Sem götusali vann hann sér dá- lítið inn, en sarqkeppnin var hörð. ENDURFU NDIRNIR Svo fær hann einn góðan veð- urdag bréf frá vini sínum, höfð- ingjanum í Súdan, sem bauð hon- Ekknasjóðssljómin var öl! endurkosin ! um til dvalar í höll sinni og sendi honum farseðil til Khartum. Þar sá Herbert aítur stúlkuna, er hann hafði bjargað. Hún var nú orðin Ijómandi falleg og hin heita ást lét ekki á sér sanda. En nú neitaði landsstjórinn að sam- þykkja hjónaband þeirra. Hin fagra dóttir hans hótaði þá að kasta Múhammeðstfú, afsala sér réttindum sínum og flýja þar á ofan með Herbert til Þýzkalands. Að lokum lét landssíjórinn lundan. Brúðkaupið var ný’ega hgjdið, og núna spókar hinn fyrr- verandi götusali sig einhvers str.ð ar á milli Súdans og Egyptalands, maðuiinn prinsessunnar. SELFOSSI, 17. marz: — 12. þ.m. lauk meistarakeppni Bridgefé’ags Selfoss. Úrslit urðu þau að. efst varð sveit Gríms Thorarensens, méð 9 stigum, en hana skipa auk Gríms, þeir Snorri Árnason, Arn- björn Sic'urgeirsson og Guðm. Geir Ólsfsson. Næstar u-ðu jafnar að stigum, svei.tir Gunnars Vigfússonar og Sigfúsar Sigurðssonar, 6 stig. 4. varð sveit HrskuMar Sigurgeirs- sonar með 5 stiff, 5. sv°it Ólafs Ingva'*ssonar, með 3 stig, og 6. sveit ÓMfs JóT'sponar 1 ^tie'. Bráðlega fer hin árlepa bæjar- keppni í bridge, Hafnarfjörður — Se’foss, frem í Hafnarfirði. Þar keppa 5 sveitir frá hvorum bæ. Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA UFINU AÐALFUNDUR Ekknasjóðs Reykjavíkur var haldimí 10, þ.m. og var hann venju fremur vel sóttur. Félagsmenn, sem eru full 300, höfðu allir greitt tilskilin félagsgjöld sín og hefir svo verið undanfarin ár og er slík skilsemi umtalsverð. Góðar gjafir höfðu sjóðnum borizt á umliðnu ári svo sem 1 þús. kr. frá ónefndum og 2 þús. frá öðrum auk margra smærri minningargjafa, sem sjóð urinn vill þakka sem bezt. Eignir sjóðsins eru nú kr. 202, 330,29 og var eignaaukning á ár- inu kr. 11.582,75 og er sjóðurinn nálega allur ávaxtaður í veðdeild arbréfum og Söfnunarsjóði ís- lands. í fyrstu og um mörg ár var árgjaldið aðeins 2 krónur enda ekki mikil auraráð hjá mönnum þeim, sem stofnuðu þenna sjóð til jafnaðar við það sem nú ger- ist. Nú er árgjaldið 25 krónur og hefir því furðanlega þokast áfram um vöxt þessa merkilega sjóðs. — 104 ekkjur látinna félagsmanna nutu í þetta sinn glaðnings þess er sjóðurinn árlega veitir sam- kvæmt lögum og reglum þar um. Þess var getið á fundinum að síð- astliðin 20 ár hafi 1808 slíkar greiðslur átt sér stað og til þess varið kr. 106.023,00 en sjóðurinn þó aukist á sama tíma um fullar kr. 130 þús. Að loknum fundarstörfum sátu menn lengi kvölds og rifjuðu upp minninpar frá fortíð sjóðsins og sDÍeliuðu tim framtíðarvonir. Stiórnin 'var öll einróma endur kosin, formaður sr. Bjarni Jóns- son, SigUrbjörn Þorkelsson kaup- maður, Jón Sigurðsson verzlunar maður, Baldursgötu 37, Guð- mundur Guðjónsson kaupmaður o? Sigurión Jónsson verzlúnar- stjóri sem er gjaldkeri sjóðsins og til vara í stiórn er Friðrik Magn- ússon stórkaupm. Islendingar í ferðahug. ÞAÐ er aðeins, að Islendingar ætla sér að ferðast með vor- ir.u! Það liggur við, að það komi lyftingur í þá líka, sem engar horfur sjá á, að þeir komist út fyrir landsteinana, af öllum við- búnaðinum og bollaleggingunum um ferðir til suðrænna sólar- landa. Ungmennafélagar, söngmenn, oændur og búalið, hverir í sínum hópi, hyggjast taka sig upp og ,anna ókunna stigu auk þess sem skipulagðar eru hópferðir, þar em þátttaka er almenn og óskorð úð við riokkra vissa stétt eða : élagsskap. Mér finnst ekki annað en allt ágætt að segja um þessar fyrir- huguðu ferðir íslendinga til út- ianda. Að vísu munu þær hafa nokkra gjaldeyriseyðslu í för með sér, en þeim-Reningum er ekki á glæ kastað. Það er hollt og náuð- synlegt að lyfta sér upp og viðra af sér hversdagsleikann öðru hvoru og ferð til framandi landa er nokkuð, sem fólk getur lifað á um langt skeið eftir á. Ferða- langurinn snýr heim sem nýr og betri maður, endurnærður og létt ur í lund. Bændnr fara á kreik. SÉRSTAKLEGA þykir mér á- nægjuleg sú ákvörðun síðasta Búnaðarþirigs að gangast fyrir hópferð bænda til Norðurland- anna í maímánuði n.k. Er von- andi, að þessi bændaferð verði aðeins sú fyrsta af fleiri slíkum í framtíðinni, og að þátttaka í þeim geti orðið sem almennust. Engum fremur en einmitt því fólki, sem býr í strjálbýlinu úti um byggðir landsins í fámenni og við tilbreytingarlitla lifnaðar- háttu er þörf á ærlegri upplyft- ingu, öðru hvoru, og það væri ömurlegt, ef bændur, sem Iöng- um hafa skipað og eíga að skipa virðingarsess í íslenzku þjóð- félagi, væru svo rígbundnir hver við síria þúfu, að þeir gætu ekki um frjálst höfuð strokið og farið sinna ferða, þegar þeim býður svo við að horfa. Enginn vafi er á, að þessi ferð mun verða bændunum, sem taka þatt í henni til ómetanlegrar ánægju og gagns í senn. Þeir munu ferðast um bæi og byggðir Norðurlandanna og fá nokkra hugmynd um búnaðarhætti og búskaparlag stéttarbræðra sinna og frænda, sem erja þar akra sína. Sjálfsagt munu þeir koma auga á ýmislegt, sem þeir geta tekið sér til fyrirmyndar og hagnýtt sér, þegar heim kemur. Hvers vegna ekki? SMÁRI“ hefir skrifað mér bréfið, sem hér fer á eftir, um regnhlífar, tilgang þeírra og tilverurétt: j „Kæri Velvakandi! Getur þú ímyndað þér ástæS- una fyrir því, að það virðist vera þegjandi samkomulag, að karl- menn noti ekki regnhlífar, hvað mikið sem liggur við? Ég hef oít velt þessu fyrir mér og varpað fram spurningum, hverju þaS sæti, en venjulega ekki fengið annað svar, en axlaypptingu eða misheppnaðan brandara. Eftir því sem ég hefi getað komizt næst sannleikanum þá-held ég, að hanra sé sá, að karlmaður sem sést ét gangi með regnhlíf er yfirleitt áíitinn annaðhvort „hræðiiega teprulegur" eða „óþolandi ríg- montinn“. Ég verð að játa, að þetta kann m. a. að vera ástæð- an fyrir því, að ég hefi aldrei komizt til að verða mér úti uirs þennan þarfagrip. Reikni mér það til skræfuskapar hver sem vill — en ég er ekki sá eini, sem hugsaF sig um tvisvar áður en hann gengr ur í berhögg við almenningsálitið. /A'S' Hinsvegar get ég ómögulega fallizt áT að það eigi að vera neixi einkaréttindi kvenþjóðarinnar að fá að veifa í kringum sig regn- hlífum, sjálfum sér til varnaðar en öðrum oft á tíðum til tjóns. Hvað finnst þér, Velvakandi góður? — Smári“. Regnhlífar — hættugripir EG ER Smára öldungis sam- mála. Það er furðulegt, aff j karlmenn skuli ekki hafa komizt i upp á lag með að nota sér þessar j sjálfsögðu verjur gegn regni og illviðri, ekki sízt þar sem svo> mjög er þörf fyrir þær á stöðum eins og hér, þar sem hann á til með að rigna og rigna sleitulaust svo dögum og vikum skiptir. Það er líka satt hjá Smára, að margt kvenfólk sýnir vítavert ! gáleysi í méðferð regnhlífa sinna. Er það ekki ofmælt að margur er sá sem sloppið hefur nauðulega úr ómjúkri viðureign regnhlífar- teina, er hann átti sér einskis iíls von. Ef til vill má til sanns vegar færa að kvenfólk þurfi erra. fremur en karlmenn á regnhlíf- um að halda til vemdar fínni hár- greiðslu og fjaðraskúfum en mér finnst samt sem áður, að herr- arnir ættu nú að hleypa í sig kjarki og kaupa sér regnhlíf, þeir sem á annað borð fellur illa vökna um of. Ég held, að Smári ' ætli almenningsálitinu of illt f iþessu efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.