Morgunblaðið - 18.03.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.03.1953, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvlkndagur 18. marz 1953 Framhaldssagan 25 Iiárið. „Ég veit það ekki, Alice. En ekki þessi manntegund eins og hann. Og eins og ég sagði, þá Icemur mér þetta ekki við. En þar sem þú ert systir Janice, finnst mér ég bera dálitla ábyrgð á þér“. „Þú þarft ekki að hafa neina áhyggjur af mér“, sagði hún. ,,Ég hef séð um mig sjálf í 22 ár og ég er fullkomlega fær um að gera það framvegis". Hann virtist bæði sár og gram- ur. „Mér þykir leitt er umhyggja mín fyrir þér, fellur þér ekki í geð“. Hvorugt hafði tíma til að segja meira. Því Janice kom, rjóð og hlæjandi. Hún var umkringd um leið og allir óskuðu henni heilla og hamingju. Loks komst hún í gegn um þröngina og til Jacks, sem beið hennar á gangstéttinni. Hann stóð við stóra bílinn, sem átti að flytja þau til flugvallar- ins. Andartaki síðar va rhún komin upp í bílinn. Bæði hölluðu sér út um gluggann og veifuðu til þeirra, sem stóðu eftir. Alice var þungt um hjartaræt- ur, þegar hún sá bílinn hverfa. Janice hafði ekki gert sér það ómak að kveðja hana sérstak- lega. Ekki heldur Jack. Það var leiðinlegt að hafa orðið sundur- orða við þau bæði á brúðkaups- daginn þeirra. Gat Jack ekki skil- ið það, að sumpart var það stolti hennar að kenna að hún þáði boð Dereks? „Hvað er að, Alice?“ Það var Derek, sem var kominn til henn- ar. „Það er engu líkara en þú sért að því komin að fara að gráta. Ég er ekkert hissa á því. Ef þetta hjónaband endist árið, þá skal ég gefa þér konungshöll- ina“. Hún sneri sér að honum. „Held- urðu að það endist ekki? Það getur.... “ „Nei“, sagði hann. „Ef það væri ekki svo að ég hefði óbeit á Ashburn, þá myndi ég kenna í brjósti um hann. Það er engin eæla, sem hann á í vændum. En sinni látið mig dreyma um það“. Brosið hvarf af vörum hans og hann hnyklaðí brúnir. „Þú ert vænti ég ekki farin að verða .... svolítið .... ja, svo- lítið þreytt á þessu, sem við höf- um eytt tímanum í hérna .... ég á við veitingahúsunum, leikhús- unum og verzlunarferðunum? Mér datt í hug, hvort þú vildir korna í nokkra daga suður til Riviera-strandar innar ? “ „Æ, nei“, sagði hún strax. „Ég gæti það ekki. Ég þarf líka að máta hérna í borginni og ég á eftir að kaupa svo margt“. „Hvernig heldurðu að þú kom- ir öllum þessum kjólum í gegn um tollinn?“ Hún yppti öxlum. „Ég veit það ekki. Ég get krullað þá saman og tekið af þeim merkin“. Hann fór að hlæja. „Ég hugsa að hver einasta kona, sem hefur keypt sér kjól í París hafi hugsað á sama hátt. En ég er hræddur um að það muni ekki ganga. Toll- þjónar erú engir heimskingjar. Við verðum að gefa þá fram. Þú mátt ekki telja þér trú um að við séum að spara peninga með því að kaupa kjólana hérna“. ! „En þeir eru svo fallegir og allir kunningjar mínir búast við því að ég komi með kjóla frá París“. Hann stundi við. „Hvers vegna finnst kvenfólki svo mikils um vert hvað annað kvenfólk hugs- ar? Ég held að konur klæði sig ekki til að geðjast eiginmönnum sínum, heldur til að gera hver aðra öfundssjúka“. „Þú ert að stríða mér, Jack“, sagði hún. „Þú veizt sjálfur að þér er ekki alvara þegar þú segir þetta“. Hann stóð á fætur og gekk yfir gólfið. Hann var ákaflega ást- fanginn af konu sinni, en stund- um óskaði hann þess að hún skildi betur gamansemi. „Flýttu þér nú“, sagði hann. „Annars komum við ekki tíman- lega í hádegisverðinn og ekki fengum við neitt nema brauð- sneið og kaffibolla í morgun“. Hann hélt áfram að nöldra. „Maður skyldi halda eftir verð- inu á öllu hér, að þeir gætu gefið manni sómasamlegri morgunverð. Ég neitaði mér aldrei um það jafn vel þegar ég var í rannsóknar- leiðangrum langt frá öllum mannabyggðum". „Hvað ætlar þú að gera í dag“, spurði hún um leið og hún smeygði sér í bláan, nýjan kjól. „Ég verð að fara til Madame Louise og svo til Gaston Pierre og svo....“ „Hættu“, sagði hann. „Ég verð eignalaus maður áður en við komumst heim. Ég held að ég ætti að eiga rólegan dag á ein- hverju safninu“. „Verður þú aldrei leiður á því að horfa á þessi aulalegu út- stoppuðu dýr?“ Glettnin hvarf úr augum hans, Hann sagði dálítið hranalega: „Það eru ekki aulaleg dýr. Það eru markverð eintök og sum þeirra hafa kostað marga menn margra mánaða og jafnvel ára vinnu að finna og komast með heim. Sum hafa jafnvel kostað mannslíf. Heldurðu að þú getir aldrei fengið svolítinn áhuga fyr- ir starfi mínu, Janice?" ■ „Ég skal reyna það“, sagði hún. Hún hallaðí sér yfir spegilinn og greiddi Ijósa lokkana. „En elsku Jack, þú getur ekki ætlast til þess að ég hafi áhuga fyrir ógeðsleg- um pöddum í glösum og krukk- um“. „Janice". Hann gekk til henn- ar. „Horðu á mig“. Hún lyfti höfðinu lítið eitt, „Hvað er að Jack?“ En í stað þess að ávíta hana, tók hann hana áfergjulega í fang sér. „Ekkert“. Hann þrýsti henni lengi fast að sér, eins og hann væri að reyna að útiloka einmanaleikann í sálu sinni. — Hann hafði barizt við þennan ein- manaleika allt frá því þau lögðu upp í þessa ferð. Stundum fannst honum hann elska hana ofar öllu öðru. En stundum þráði hann líka félagsskap og skilnir.g, sem hún myndi aldrei veita honum. einhvern daginn opnast augu hans fyrir því, hve heimskulega hann fór að ráði sínu, þegar hann valdi ekki heldur..........“ Hann þagnaði og hélt svo áfram: „En ég er Janice þakklátur, þrátt fyrir alla hennar galla. Með því að halda honum í hæfilegri fjar- lægð um tíma, þá ættir þú að geta læknast af þeirri trú„ að halda að þú sért ástfangin af honum“. 11. kafli. Janice sat fyrir framan spegil- inn við snyrtiborðið í hótelher- berginu í París. Herbergið var búið gamaldags húsgögnum í rokokostíl. Hún var klædd ljós- bláumr þunnum sloppi með víðu hálsmáli, svo hún gat notið þess til fulls að dást að hálsmeninu, sem hún hafði sett um háls sér. „Mikið er það fallegt, Jack“, .sagði hún. Hann brosti hlýlega til hennar. „Ertu ekki bráðum orðin leið á að dást að þessari festi?“ „Því skyldi ég ekki dást að henni? Hún kostaði fjögur þús- und pund. Ó, Jack....“ Hún spennti greipar. ........hugsaðu þér, ég á hálsfesti, sem kostaði fjögur þúsund pund“. Hann kom til hennar og lagði hendurnar á axlir hennar. „Litli kjáni. Mér þykir vænt um að þér fellur það. Ég vildi helzt kaupa brúðargjöfina handa þér hérna, en ég vissi ekki hvað það átti að vera fyrr en þú stakkst upp á þessari festi“. „Allt er svo dásamlegt hérna“, sagði hún. „Ég hafði ekki einu XIII stóð. að þeir gerðu út a£ við Hans, en af því að hann var bæði sterkur, og fimur að sama skapi, tókst honum að verja sig vel. Eins og í viðureigninni við górillaapann, kom veiði- hnífurinn honum að góðu gagni. Þegar Hans hafði hvílt sig vel og lengi, hélt hann áfram ferð sinni. Hann hafði ekki gengið lengi, þegar hann var umkringdur af æpandi villimönnum, sem tók hann höndum og færðu hann til þorps síns- Þar var hann leiddur fyrir höfðingjann. Þetta voru mannætur, og var því ákveðið að Hans skyldi bundinn við staur í miðju þorpinu og píndur þar, en síðan átti að drepa hann. Hans var nú leiddur út á mitt torg þorpsins, og þar var hann bundinn við staur. Síðan fóru villimennirnir að dansa stríðsdans allt í kringum hann. — Það hafði verið komið fyrir trjágreinum og alls kyns drasli upp með staurnum, því að mannæturnar ætluðu að kveikja í greinunum, og brenna með því móti Hans lítið eitt áður en þeir hæfu matartilbún- inginn. Þegar stríðsdansinn stóð sem hæst, fann Hans allt í einu, að einhver var að losa böndin, sem hann var bundinn með. „Láttu sem ekkert sé,“ var hvíslað mjög lágt. — Hans heyrði strax á málrómnum, að hér var kominn refurinn, vinur hans, Hann hafði einhvern veginn laumazt inn á milli greinanna, sem næstum því huldu Hans. „Þegar ég eef bér merki, skaltu hlauna eins hratt og þú getur, og brjóta þér leið út úr hring villimannanna,“ sagði refurinn. Nú kom merkið, og um leið hljóp Hans allt hvað af tók út úr hring þeim, sem svertingjarnir höfðu myndað um- hverfis staurinn. Þeir urðu svo skelkaðir, þegar hann kom hlaupandi á móti þeim, að þeir hlupu æpandi á brott. Þeir héldu, að Hans væri andi af himnum ofan, sem með ein- TILKYNNING frá Lifstykkjabúðinni Af sérstökum ástæðum verSur vcrzlunin lokuð um óákveðinn tíma. — Á meðan verða lífstykkin og aðrar skyldar vörur seldar á saumastofu verzlunarinnar, Þingholtsstræti 27, sími 82733. H AFN ARSTRÆTI 11 1 ■ ■ 1 náttúrunnar Nú getið þér fengið hreint loft í herbergin án dragsúgs og kulda. AIR-CLEANER leysir vandamálið. — AIR-CLEANER inniheldur undraefnið KLOROFYL, — sem einnig er kallað blaðgræna — það er alveg óskaðlegt og lyktarlaust, og fjarlægir á nokkrum mínútum alia tóbaks- matar- svita- og aðra óþægilega lykt. — AIR- CLEANEIÍ má nota allsstaðar svo sem: í eldhús, toilet, baðherbergi, sjúkrastofum, skrifstofum, biðstofum og víðar. Þér sparið hinn dýra hita, eruð án dragsúgs og kulda ef þér hreinsið loftið með AIR-CLEANER. ri) mm fæst í lyfjabúðtrm og víðar, Einkaumboð fyrir ísland: Eolbeinn Þorsteinsson Sc Co. Sími 5153 j Herbesrgi og fæði ■ [ óskast fyrir tvo menn í nokkra mánuði, ■ ■ Z Helzt í Laugarneshverfinu. Uppl. gefur Teiknistofa S. í. S., sími 7030. Eldhúsvaskar Nýkomnir sænskir stál-eldbúsvaskar I mörgum stærðum. — Lækkað vcrð. A. Jóhannsson & Smith H.F. Bergstaðastræti 52.. — Simi 4616. ! Trygginprstofn ríkisins ! 1 \ tilkynnir: I , : ; Vegna hinna nýju fjölskyldubóta skal vakm athygli S ■ ; á því, að þeir, sem nú sækja um fjölskyldubætur í fyrsta ■ • sinn, þurfa að leggja fram fæðingarvottorð barnanna, en ; ; * ; lifsvottorða verður ekki krafizt í því sambandi. — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.