Morgunblaðið - 25.03.1953, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.03.1953, Qupperneq 5
Miðvikudagur 25. marz i953 MORGUNBLAÐIÐ B Kariakórinn Heimir í Skagafirði 25 ára KARLAKÓRINN Heimir í Skaga' firði var stofnaður fyrir áramót- ’ in 1928 og hefur starfað óslitið^ síðan. Þessa 25 ára starfs minnt- j jst kórinn með því, að efna til íjölmenns gestaboðs að Varma- hlíð, og hófst það síðla laug-1 ardagskvölds þess 24. f. m. og stóð fram á sunnudagsmorgun,1 því að svo er nú háttað störfum bænda, að þeir komast ekki að heiman fyrr en seint á kvöldin, ef langan tíma á að vera að heiman, enda telja þeir ekki eftir sér að verja einni næturstund til góðs mannfagnaðar. Hófi þessu stjórnaði formaður kórsins, sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, en söngstjórinn, Jón Björnsson bóndi að Hafsteins- Stöðum, sagði sögu kórsins. Kór- inn skemmti og með miklum og góðum söng. Skiptust á einsöng- ar, tvísöngvar og kórsöngur. — Tvísöngva sungu þeir Pétur Sig- fússon bóndi í Álftagerði, og Steinbjörn Jónsson Hafsteins- Btöðum. Einsöngva þeir Árni Kristjánsson Hofi, Pétur Sigfús- son óg Jóhannes Jónssdh Mikla- bæ, en söngstjórinn lék undir á orgel. Einn einsöngvari kom enn fram í kórsöng, Stefán Jónsson Miklabæ. Kórinn söng mörg lög, nokkur við píanóundirleik, er frú Sigríður Auðuns annaðist. Marg- ir gestanna fluttu ræður og við ágætlega búið veizluborð skemmtu menn sér við almennan SÖng. Kórnum bárust kveðjur frá vinum og söngbræðrum ut- an héraðs og innan og karlakór- inn Geysir á Akureyri sendi fagr- an silfurbikar að gjöf. Á þessum tímamótum kórsins kaus hann sér þrjá heiðursfé- laga, þá Gísla Magnússon bónda í Eyhildarholti, fyrsta söngstjóra kórsins, Harald Jónsson hrepp- Stjóra á Völlum, hinn góðkunna einsöngvara kórsins á fyrstu ár- um hans, og Völker Lindemann, veitingamann í Varmahlíð, en þar hefur kórinn æfingar sínar ®g nýtur mikllar gestrisni hús- bóndans. í Heimi eru nú um 40 söng- menn, eru í þeim hópi 8 bræður, synir hjónanna í Eyhildarholti,. Gísla og Guðrúnar Sveinsdóttur. Má þetta merkilegt teljast. Ann- að er og athyglisvert. Kórfélagar eiga heima í 6 hreppum sýsl- unnar, og er því um langan veg að sækja æfingar fyrir suma þeirra. — Aðeins síð- ustu árin hafa bílarnir létt þeim ferðalögin. Þegar á þetta er litið, og marga aðra ei’fiðleika störfum hlaðinna manna, er mjög merkilegt, að kórinn skuli hafa lifað fram á þennan dag og hald- ið árlega uppi miklu starfi. — Nokkrar tölur sýna þetta ljósast. Kórinn hefur haldið 92 opinberar söngskemmtanir, en auk þess sungið á útisamkomum og við jarðarfarir. Hann hefur farið 3 söngfarir um Húnavatnssýslu og eina um Eyjafjörð, mætt á þrem söngmótum á Akureyri. Enn starfa í kórnum nokkrir af stofnendum hans. Má þá fyrst nefna Jón Björnsson, sem einnig hefur verið stjórnanda kórsins síðan 1929. Halldór Benediktsson bóndi á Fjalli hefur verið í stjórn kórsins, síðan stjórn var fyrst kosin 1935. Björn Ólafsson bóndi á Kritholti, núverandi gjaldkeri kórsins. Gísli Stefáns- son bóndi í Mikley, formaður kórsins síðastliðin 12 ár. Þótt ég minnist hér þessara stofnenda og miklu starfsmanna félagsins og ekki annarra, sökum íúm- leysis, vil ég fullyrða það, að kór- inn á því láni að fagna að vera skipaður þeim mönnum ein- göngu, sem miklu vilja fórna fyrir félag sitt. Er því ekki að fúrða þótt góður árangur hafi náðst af aldarfjórðungsstarfi þessa merka og vinsæla söngfé- lags okkar Skagfirðinga. H. K. Njósnarar handsamaðir AÞENU — Gríska öryggislög- reglan hefur handtekið 19 menn, er „störfuðu í þágu erlends rík- is“. Jafnframt fannst sendistöð, sem njósnahringurinn átti. Var henni komið fyrir í nýlenduvöru- verzlun einni. I íbúð ■ IVorðurmýri ■ ■ Nýtízku 5 herbergja íbúðarhæð ásamt herbergi í risi !* til sölu. — Laus 14. maí n. k. (5 j§ Nýja fasteignasalan !■ Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 TILKYNNING TIL BÚKAMANNA Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, sem áður var í Hafnarstræti 19 opnar í dag í nýju og rúmv^ðu húsnæði að Hverfisgötu 34. Höfum á boðstólum allar fáaniegar bækur, ennfremur allmikið :íf fáséðum bókum og heil tímarit. Verzlunin hefur nú 09 framvegis: Mikið úrval af nýjum bókum. Bækur á lækku*5u verði. Aílar tegundir af lesnum bókum á mjög lágu verði. Heil tímarit og blöð og einstök hefti í tímarit. Ennfremur pappírsvörur og ritföng. Fornbókalager okkar er sd stærsti og fjölskrúðugosti d landinu Hvort sem yðiu* vantar nýjar bækur eða gamlar, tímarit eða blöð, þá spyrjið um það bjá okkur. EóL averzíitn ^JJriótjánó ^JJriótjánóóonar, Hverfisgötu 34 — Sími 4179 Trúlofunar- hrmgar $ 'r flBm.BBJöRnsson ÓSA& 3HftR.tGRlPftVERSl.uO REVHJflVirt* TIL LEIGU Iðnaðar- eða geym«lu- húsnæði. — Á næstunni er til leigu í nýju húsi, ekki langt fra Miðbænum, kjallari, ca. 70 ferm. fyrir léttan iðnað eða geymslu. Hitaveitusvæði. — Tilboð merkt: „Iðnaður eða geymsla — 472“, sendisr Mbl. fyrir 31. marz BLOÐAPPELSIMDR úrvalstegund. SÍTRÓMDR fyrirliggjandi C^QQGrt J*\riótjánóóon Cjri (Jo. kj. íbúð í miðbænum til sölu: Timburhús, 3 her- bergi efri hæð, 2 lítil i kjall ara. Allt í góðu standi. Sér hitaveita. Garður. Eignarlóð Lysthafendur leggi nöfn merkt: „fbúð — 464“, inn til Mbl. — ))MmmiOLSEiNi^((l! SUKKAT í 5 kg kössum Einnig Appelsínu Sítrónu Blandað SUKKAT — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Fulltrúaráðsfundur Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fimmtudaginn 26. marz klukkan 8.30 e. h. I DAGSKRÁ: m ■m : 1. Tillögur um nýja umdæmisfulltrúa : 2. Kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins : 3. Kosning 4 manna í kjörnefnd vegna alþingiskosninganna » • * m jft ~ r : Aríðandi, að fulltrúarnir sýni skírteini fyrir 1953—1954. — Þeir fulltrúar, sem ekki hafa fengið hin nýju skírteini, eru vinsamlega beðnir I; ai vitja þeirra fyrir fundinn í skrifstoíu flokksins. Nýjum umdæmisfulltrúum verður afhent sk'frteini á fundinum. far ■ É Stjórn Fulltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.