Morgunblaðið - 28.03.1953, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. marz 1953
SYSTIRIN
SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG
S
jcæ'vjxl.
Framhaldssagan 34'
sjá um að þér líði vel. Við ætlum
að halda veizlur og bjóða kunn-
ingjum, Janice þykir svo gaman
að veizlum. Hvernig líkar þér
annars við Bruce lávarð?“
,,Ágætlega“, sagði hún. ,,Hann
er“, daufur roði hljóp fram í
vanga hennar. „Hann er indæll“.
Hann hnyklaði brúnir og sagði
svo hálft í gamni: „Ekki vænti ég
að þú ætlir að verða ástfangin af
honum?“
„Ég verð að reyna að verða það
ekki“, sagði hún. „Það er ekki
ráðlegt að verða ástfanginn, eða
það er mín reynsla að minnsta
kosti“.
Janice var ekki í stofunni. Alice
raundi eftir því að áður en hún
og Jack höfðu farið inn í litla her
bergið, hafði hún talað um að
•sýna Alice kjólana, sem hún hafði
komið með frá París.
Það var opið inn í sveínher-
bergið svo hún gekk inn. Dyrnar
inn í búningsherbergið stóðu líka
í hálfa gátt. Hún heyrði að Janice
var að tala í símann.
„Já, mér finnst leikritið alveg
dásamlegt, herra Piutherford.
Haldið þér að ég sé nógu góð í
hlutverkið? . . þakka yður fyrir.
.. Æfir.g ekki á morgun heldur
hinn. .. Jú, auðvitað. Hvenær
haldið þér að við getum fengið
leigt leikhús? Hvað mikið sögð-
uð þér? . . Tvö þúsund puncl. . .
Jú, ætli ég geti það ekki“. Hún
þagnaði skyndilega þegar hún
heyrði til Alice inni í svefnher-
berginu.
„Ég get ekki talað við yður
lengur núna“, sagði hún. „Ég skal
hringja til yðar aftur á morgun.
Verið þér sælir“.
Hún kom úr búningsherberginu
og inn í svefnherbergið. Það mátti
sjá á svip hennar, að henni
gramdist mjög,
„Hefur þú beðið hér lengi?“,
spurði hún.
„Aðeins nokkrar sekúndur“,
sagði Alice.
Janice hikaði, eins og hún væri
að velta einhverju fyrir sér.
„Þetta var herra Rutherford“,
sagði hún svo. „Hann vill ólmur
fá mig á leiksviðið. En auðvitað
ætla ég ekki að láta að óskum
hans. Ein's og þú veizt ætla ég að
fara með Jack til Haiti“.
Það varð stutt þögn. Svo gekk
hún yfir að ldæðaskápnum og
opnaði hann.
„Sjáðu, Alice“, sagði hún. „Eru
þeir ekki hver öðrum fallegri ...
ó, það eru svo fallegir kjólar í
Paris“.
Alice dáðist að þeim eins og
til var ætlast. En hugsanir henn-
ar snérust allar um símtalið, sem
hún hafði orðið heyrnarvottur að.
Ef Janice ætlaði að fara til-Haiti
með Jack, því hafði hún þá lofað
að koma á æfingu ekki á morgun
heldur hinn?
Þegar þær komu aftur fram i
stofuna, hafði Jack blandað
kokteila í glös.
„Jæja“, sagði hann við Alice.
„Hvernig leizt þér á fatr.að frú-
arinnar? Hefur þú nokkurn tím-
ann séð svona marga kjóla í ein-
um fataskáp? Ég mundi verða
vitskertur af því einu að velta því
fyrir mér, í hvern þeirra ég ætti
að fara við hin ýmsu tækifæri.“
Svo bætti hann við og það brá
fyrir stolti í rödd hans: „Sástu
perlubandið hennar .. brúðar-
gjöfina frá mér?“
„Nei“, sagði Alice. „Þú sýndir
mér það ekki, Jar.ice. Eg verð að
í4 að sjá það“.
„Farðu og sæktu það“, sagðí
Jáck og brosti blítt til konu sinn-
st. „Ég hef ekki séð þig með það
síðustu daga“.
Það varð stur.dar þögn. Alice
leit á systur sina og sá sér til
undrunar að hún var orðin ná-
íöl.
„Perlufestin“, sagði hún veik-
um rómi. „Ég hélt .. ég hélt að
ég hefði sagt þér það, Jack, að
ég fór með hana í gær í bankann.
Ég . . ég var hrædd við að geyma
hana hérna heima. Ég las í blöð-
unum um þjófnað hérna í ná-
grenninu um daginn. Auk þess
1 farmst mér það bezt geymt þar,
úr því við förum svo bráðlega."
J Jack leit hissa á hana. „Elskan
mín, það var alveg óþarfi. Við
j förum ekki fyrr en eftir mánuð
i -fyrsta lagi og ég hélt að þú ætl-
! aðir að halda veizlur áður en við
I förum. Ætlar þú ekki að hafa
hana við slík tækifæri?“
„Ég get náð, í hana þegar mér
| sýnist“, sagði hún með uppgerðar
kæruleysi. „En mér finr.st nú ör-
uggara að vita af henni í bank-
anum“,
J 18. kafli.
Næstu vikur snæddi Alice oft
kvöldverð með Bruce lávarði. Það
| var auðvitað kjánalegt að láta sér
detta í hug að maður sem var svo
: önnum kafinn eins og hann, væri
einmana, en samt fannst henni
; stunclum hann vera það. Auðvitað
| talaði hann ekki um bað við
, hana. Hann kærði r.ig aidrei um
meðaumkun annarra. En hann
var alltaf glaður þegar hún féllst
á að borða með honum. Eftir
kvöldverðinn sátu þau og spjöll-
uðu saman fyrir framan arineld-
inn í skrifstofu hans. Sumpart
minnti hann hana á munk sem
hafði lifað meginhluta ævi sinn-
ar í klaustri. Klaustrið hans var
vísindaheimurir.n, sem hann
hafði helgað líf sitt.
„Maður lifir svo stutt á þessari
jörð“, hafði hann einu sinni sagt
við har.a. „Mér hefur alltaf fund-
ist að vilji maður fá einhverju
áorkað, þá verði maður að lifa
fyrir það af hjarta og sál. Ég hef
lifað fyrir vísindin, og þau hafa
verið mér dýrmæt og gefið mér
mikið“, hann brosti við og hélt
svo áfram: „En ef til vill er ég að
verða gamall. Ég er farinn að þrá
nánara samband við mannlegar
verur“. Gráu augun hans brostu
til hennar.
„Þetta er ágætt“, sagði húh.
„Ég hafði enga hugmynd um það
hve ég hef saknað þess að hafa
engan til að tala við á kvöldin að
afloknu dagsverki. En það er oft
að maðip: saknar einskis, þegar
maður hefur aldrei reynt bað.
Menn sakna ekki nema þess sem
þeir einu sinni hafa átt og misst.
Eg er farinn að verða léttlyndur.
Ég fór meira að segja til veizlu
í gærkveldi. Til systur yðar, vel
á minnst. Ég hafði búizt við að
sjá yður þar. Hún var mjög
falleg, systir yðar“.
Alice varð dálítið bilt við.
Veizlu? Hún hafði ekkert vitað
um að Janice ætlaði að halda
veizlu í gærkveldi. Það var svo
sem ekki fyrsta veizlan, sem
Janice hélt án þess að henni hefði
verið boðið. Janice bauð henni að
koma til að drekka með sér te
eða borða kvöldverð, on aldrei
þegar aðrir gestir voru viðstadd-
ir. Það var næstum eins og Janice
skammaðist sin fyrir hana. Hún
reyndi að hugsa ekki á þann hátt,
en hún átti bágt með að bægja
hugsuninni frá sér.
Hún velti því fyrir sér, hvort
Jack vissi að hún væri viljandi
útilokuð frá þessum veizlum eða
hvort hann tryði því, þegar Jan-
ice segði, eins og hún vafalaust
gerði: „Ég er viss um að Alice
þykir rniklu meira gaman að
koma þegar við erum tvö ein.
Hún hefur aldrei verið gefin fyrir
veizlur“.
„Það var einhver leikhúsmað-
ur þar, Rutherford að nafni“,
sagðí Bruce lávarður. „Hann
virtist vera allur á hjólum í kring )
um systur yðar. Ef til vill er eins i
gott að hún er að fara af landi'
burt bráðlega". Rödd hans var
glettnisleg.
□ □ □
Alice hafði ekki séð Derek síð-
an um kvöldið sem hann hafði
komið og heimsótt hana, en kvöld
nokkurt nokkrum vikum síðar,
þegar hún ætlaði að fara út að
borða kvöldverð með vinstúlku
sinni, sem átti heima i Chelsea,
mætti hún honum á götunni. Hún
þekkti hann strax í fjarlægð enda
þótt dimm þoka væri á. Henni
fannst hann hafa þekkt sig líka,
en samt fannst henni hann vera
DEMANTSFUGLINN
XXII.
„Eg skal gera þér hvern þann greiða, sem þú óskar af
mér,“ mælti Hans.
„Þá ætla ég að biðja þig að skjóta mig,“ svaraði refurinn.
„Með því að ég veit, að þú hefir alltaf á réttu að standa,
skal ég verða vlð ósk þinni,“ sagði Hans. Og um leið reið
skot af.
j Hansa til mikillar undrunar breyttist refurinn smám sam-
an í mennskan mann, þar sem hann lá á jörðinni. Eftir
nokkurn tíma var hann orðinn að manni.
j „Ég er bróðir kóngsdótturinnar fögru úr demantshöllinni,"
sagði pilturinn, þegar hann hafði staðið upp.
j Gerðust nú miklir fagnaðarfundir með þeim mágum. —
Sagðist kóngssonurinn hafa orðið að refi fyrir tilstilli ills
; anda, sem hefði náð valdi á sér þegar hann var barn að
aldri.
Hans og kóngssonurinn fóru nú þeim og urðu miklir fagn-
aðarfundir þegar systkinin hittust.
| Af Hansa er það að segja, að hann tók við ríkinu þegar
faðir hans lézt og lifði hamingjusömu hjónabandi til dauða-
dags. —•
E N D I R
KF-13
KF-13
KVÖLDSKEMMTUIM
verður haldin í Austurbæjarbíó næstkomandi
þriðjudagskvöld kl. 11,15 e. h.
Atriði: Soffía Karlsdóítir, gamanvísur
Alfreð Clausen, dæguriagasöngur
Baldur og Konn’, búktal
Ingþór Haraldsson, munnhörpuleikur
Svavar Lárusson, dægurlagasöngur
Gestur Þorgrínisson, eflirhermusöngur
Svavar Jóhannesson, kylfukast
Kynnir; Haraldur Á. Sigurðsson, leikari
Hl’ómsveiu Kristján Kristjánssonar
Aðgöngumiðasala hefst á mánudag í bökaverzlunum
Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal.
SVEINAFELAG PIPULAGNINGAMANNA
Skem mtifundur
verður í Breiðfirðingabúð í kvöld. laugardaginn 28. marz,
kl. 8,30 e. h. — Aðgöngumiðar verða afhentir i dag kl.
1—3 í skrifstofu Sveinasambandsins, Kirkjuhvoli.
varahSotlr nýkamntr
í miklu úrvali fyrir Bremsur, Kúplmgu,
Rafmagn, stýri, undirvagn, vélar o. m. fl.
MÓTORAIl fyrir Austin verubíla
LUGTíR af ýnisurn gerðitm
SPEGLAR margar tegundir
SUÐUBÆTUR og klemmur
Garðar Gíslason h‘£,
bifreiðaverzlun.
TLUORCSCCNT
e. í. c.
(General Electric Co.)
Rafmagnspcrur
taka öllu fram hvað end-
ingu snertir.
Sparið eg notið aðeins
G. E. C.
Allar stærSir fyrirliggjandl
HeSgi Magnússdsi & Co.
Hafnarstræti 19.
hmim
umuit
?»iiiI
ftm
# H 3 t k « '■
- • > 'i