Morgunblaðið - 21.04.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1953, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. apríl 1953 Knud Zimsen — Hlinning Framhald al bls. 7 ur, skýr og greinagóður, fullur starfsáhuga svo að af bar. Næst kynntist ég Kn. Zimsen 1920, er hann réði mig í þjón- ustu Reykjavíkurbæjar, þá er verið var að koma upp rafmagns- veitu bæjarins. Ég var öllum högum ókunnugur, en Zimsen hafði ávalit nægan tíma til að leíðbeina mér og féll mér æ betur sem lengur leið að leita til hatis um ölJ vandamál. Fann ég þó að hann hafði ærið miklu öðru að sinna, en samt var eins og hann hefði ávallt nægan tíma, þegar um var að ræða málefni bæjarins. Á þeim tíma hafði hánn tiltölulega fá stárfsmenn og vgr sjálfur allt í öllu eða vildi helzt vera það. Þurfti hann því oft að vinna langt fram eftir degi og kvöldin með. Á árunum 1920 tií ’21 var hámark dýrtíðarinnar eftir fyrri heimsstyrjöldina. Varð ég þá var við að Zimsen átti erfitt með að sjá fjárhag bæjar- ips borgið og hafði oft áhyggjur af, en þær buguðu hann ekki, heldur urðu honum jafnvel hvatn ing til að leggja sig enn betur íram. Hann setti sig vel inn í hvert mál er hann vildi ljá lið- sipni og var fjótur að því. Var hánn óvenjulega tillögugóður og á fundum laginn á að orða til- lögur þannig að til samþykktar leiddi, þótt oft væri skoðanamun- ur mikill er umræður hófust, tal- ið var af sumum að hann þætti ráðríkur, en ekki hafði ég neitt af því að segja í viðskiptum okk- ar. Hann skipti sér mjög lítið af rekstri rafmagnsveitunnar þótl hann-vildi gjarnan fylgjast með öllum atburðum, enda þurfti hann á því að halda sem formað- ur í rafmagnsstjórn bæjarins. í endurminningum sínum, eink Um síðari bókinni, ,,Úr bæ í borg“ getur hann helztu mála, er hann hafði afskipti af í þjónustu bæj- arins og hefur þar kosið að binda frásögn sína við bókanir í fund- argerðum og tilvitnanir í blöð og bækur. Með þessu dregur hann upp hlutlausari mynd af gangi málanna, ef svo mætti segja, en þp hygg ég að Zimsen hafi í frá- sögn sinni víða falið sjálfan sig Uín of á bak við hlutleysið og að frásögnin hefði orðið mun litrík- ari, ef hann hefði getað fengið sife til að segja söguna frá eigin bæjardyrum séð og hefðum við þá kynnzl manninum enn betur. En þrátt fyrir það bera minning- ar hans þess Ijósan vott að hann var ávallt vakinn og sofinn við ®8 starfa fyrir bæjarfélagið og sýndi þar óvenjulegan áhuga og ósérhlífni. Bærinn var í örum vexti og starfið óx í höndum honum, en hann ætlaði sér aldrei af. Var því ekki að undra þótt langvar- andi þreyta færi að gera vart við Sig, svo að hann varð að láta af störfum í árslok 1932, þá 57 ára að aldri. Hann fékk þá hvíld frá störfum er hann hafði þarfnazt svo mjög og náði heilsu sinni hftur. Vaknaði þá vinnuáhugi hþns á ný, er nú sótti nýjar leið- it„ m. a. endurminningar hans, sém er mikils verð lýsing á þessu þróunarskeiði Reykjavíkur, er Zimsen mótaði svo mjög. í Verkfræðingafélagi íslands vár hann virkur þátttakandi f?aman af. Hann var einn af 13 siofnöndum félagsins 1912 og var þF, eins og alls staðar þar sem hann kom fram, atkvæðamikill starfsmaður. — Þegar hann nú hyerfur sjónum lifir minningin tihn framúrskarandi húsbónda og í'^laga. i Steingr. Jónsson. TIL LEIGU 2 herbergi og eldhús í ný- tízku húsi nálægt Miðbæ, fyrir fámenna fjölskyldu. . Æskilegt að litið væri eftir 1 3ja ára barni að deginum. ; Tilboð merkt: „Lág leiga — ; 766“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir föstudag. Bjarni Eyjólísson: Kveðja frá KFUM RÖSK 54 ár eru liðin frá því að KFUM var stofnað hér í bæ. Aðeins einn maður á nafn sitt geymt á heiðursmeðlimaskrá fé- lagsins á þessu tímabili. For- ystumenn félagsins hafa verið sammála um að fara varlega í sakirnar i kjöri heiðursfélaga, en varðandi þennan eina voru allir sammála. Þessi maður var Knud Zimsen, fyrrv. borgarstjóri. Þessi afstaða til hans sýnir glöggt, hvers ólits og virðingar hann naut meðal meðlima KFUM. Nú, við ævilok Knud Zimsen, minnumst vér í stjórn KFUM, svo og aðrir félagsmenn, hans með hlýju þakklæti og söknuði. Starf hans fyrir félag vort var svo margþætt og blessunarríkt, að frá því verður ekki sagt í stuttri blaðagrein, en vér vilj- um gjarna, að þakklæti vort komi í ljós í hinztu kveðju til hans. Starf sitt fyrir KFUM innti Zimsen aðallega af höndum í tveimur starfsgreinum félags vors. Voru það Sunnudagaskól- inn og stjórn félagsins. Zimsen var aðalhvatamaður að stofnun Sunnudagaskólans, er hóf starf- semi sína 8. marz 1903, og var fimmtugsafmælis hans minnzt- fyrir mánuði. Þúsundir Reykvík- inga munu minnast Zimsens frá þeim tíma bernsku sinnar, er þeir sóttu samkomur Sunnudagaskól- ans, sem hann veitti forstöðu um hartnær fjörutíu ára skeið, og ávallt með eldlegum áhuga og innileik. Hann sinnti því blessun- arríka starfi, þrátt fyrir marg- háttaðan eril og/ annir opinberra starfa sinna, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fylgdi því meðal annars það, að hafa svonefnda textafundi með Sunnudagaskóla- kennurunum hvert miðvikudags- kvöld vetrarins. Voru þeir til undirbúnings og leiðbeiningar við starfið fyrir börnin á sunnu- dögum. Lengstan starfsferil fyrir KFUM átti Zimsen þó í stjórn félagsins. Hann var valinn í fyrstu stjórn þess, árið 1902, og átti síðan óslitið sæti í stjórninni til æviloka. Engum, sem til þekk- ir, blandast hugur um, að það var félagi voru einstakt happ að fá Knud Zimsen til þeirra starfa. Já, það var meira en happ. Það var eins og formaður vor, síra Bjarni Jónsson, eitt sinn sagði: Það er sérstök blessun Drottins. Zimsen var blátt áfram sendur félagi voru til ómetanlegra starfa. ÖIl þessi ár hefir hann unn- ið staðfastlega að því að búa sem bezt í haginn fyrir framtíðar- starf KFUM meðal æskunnar hér í bæ. Árvekni hans og hirðusemi í störfum var einstök. Og það var óvenju ánægjulegt að starfa með honum. Glaðvær, hlýr, logandi af áhuga, hispurslaus í tali og bless- unarlega hreinskilinn. Þannig vav hann á fundum. Ör gat hann verið og ósveiganlegur, en þó ávallt fús til þess að taka sjón- armiðum annarra, ef hann sá, að betur mundi það reynast máli því, sem um var fjallað. Beiskju-, lausara hugarfar í garð þeirra, sem teljast máttu andstæðingar, hef ég ekki fyrir hitt. - Knud Zimsen var maður lifs og lífshræringa í kristilegu starfi. Æskuna skildi hann, og vildi leggja starfi hennar fyrir Krist og málefni hans allt það líð, sem hann mátti. Var gott til hans að leita með allt slíkt, og óhrædd- ur var hann við stórræðin, ef þörf krafði. Þegar æskulýðsvikur KFUM og K hófust árið 1935, og húsrúm varð of lítið, hafði Zim- sen forystu fyrir stækkun þeirri, sem gjörð var á húsi félaganna. Brá hann þá fljótt og vel við, og af einstakri hagsýni, svo sem hans var vandi, ef hann tók eitt- hvað mál að sér. Og enn betur brást hann við — ásamt Guð- mundi heitnum Ásbjörnssyni — er starf félaganna varð fyrir til- finnanlegu tjóni, er hús þeirra eyðilagðist mikið á eldsvoða ár- ið 1946. Við erfiðustu skilyrði var tjónið bætt á svo stuttum tíma, að furðu vakti — og þó ekki, því að vér þekktum af margfaldri reynslu dugnað og ósérhlífni þessara vina, þegar kristilegt starf átti í hlut. Síðast reyndi á áhuga Zimsens á þessu sviði í margra ára baráttu fyrir að reisa hús fyrir starf félaga vorra í Laugarneshverfi. Lifði hann það vita, að nú væri verið að leggja síðustu hönd á verkið, að því er frágang á samkomusal snerti. Margoft hafði hann lagt þvi máli lið á stjórnarfundum og utan þeirra. Sem vænta mátti um mann eins og Knud Zimsen, gætti hispurs- leysis hans, hlýju og einurðar mjög í trú hans. Þar var hann heill og ófeiminn, og fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið. Þannig minnist ég hans frá fyrstu bernsku minni. Mig rámar í sam- tal tveggja fullorðinna manna, þá er ég var lítill drengur. Var það í sambandi við afhjúpun Ingólfslíkneskisins. Ég minnist þess, að þeir töluðu um ræðu Zimsens, sem ég hafði auðvitað ekkert vit á. En það man ég, að annar þeirra sagði: „Þetta var alveg eins og hann væri að tala í KFUM.“ Þannig var hann — og þess vegna mátum vér KFUM menn hann mikils. Líf það, sem hann hafði hlotið fyrir trúna á Jesúm Krist, var hið mikla meg- inatriði lífs hans. Þá blessun, sem hann þar hlaut, studdist hann við til æviloka, og fagnaði yfir þvi af heilum hug. Honum var það eðlilegt, að það kæmi i ljós, hvar sem væri, að hann væri og vildi vera kristinn mað- ur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Knud Zimsen. Á þeim árum, sem styrr stóð um hann sökum stjórnmálalegrar stöðu hans, barst mér margt til eyrna, og margt mátti um hann lesa. Síðar kynntist ég honum sjálfum, og fáum — ef nokkrum manni vandalausum — hefir mér þótt eins vænt um að fá að kynn- ast af eigin raun. Með honum var ekki unnt að vera, án þess að þykja vænt um hann og virða hann, og þeim mun meir, sem lengur leið. Vér KFUM menn þökkum fyr- ir Knud Zimsen og blessum minningu hans. Björn. — Úr daglega lífinu Framhald af bls. 9. leið. — Sinfóníuhljómsveitin hef- ur tekið geysimiklum framförum á þeim stutta tíma sem Olav Kiel- land hefur haft stjórn hennar á hendi og á hún eflaust eftir að eflast mikið á komandi árum, ef vel og skynsamlega verður að henni búið. En í því efni er allt ingi valdhaf- anna og alls al- mennings í landinu. Er von andi að sá skilningur bregðist ekki, því að án hans getur þetta á- gæta menning- arfyrirtæki ekki starfað. — komið undir góðum • skiln- Spor í rétta átt er það, að góð samvinna virðist hafa tekist með útvarpinu og hljómsveitinni. — Ætti sú samvinna að geta orðið báðum þessum aðilum til veru- legs ávinnings ef rétt er á haldið. Er ekki vafi á því að útvarpið eykur að miklum mun vinsældir sínar meðal hlustenda, ekki sízt þeirra, sem utan Reykjavíkur búa með því að ílytja þeim öðru hvoru — og þá helzt sem oftast, hina frábæru tónleika hljóm- sveitarinnar. Um leið ætti það að geta orðið hljómsveitinni opin leið til að öðlast aukinn skilning og hylli almennings úti um byggðir landsins. — Með því yrði og þeim mönnum, sem í hljóm- sveitinni starfa af áhuga og ó- sérhlífni, launað aö nokkru hiö ágæta stai'f þeirra, sem þó verður seint fullþakkað.________ Barátta við engisprettur. HÖFÐABORG — Meir en 20 tonn um af skordýraeitri er nú eitt dag lega í baráttunni gegn engi- sprettuplágunni í Suð-Vestur Afríku. — Hrakningar Frh. af bls. 1. af öðrum og.á þriðja degi voru þeir orðnir vatnslausir með öllu. Næstu dagar voru hryllilegir, ó- slökkvandi þorstinn gcrði æ meir vart við sig, og að því kom, að enginn gat hreyft legg né lið. Lágu þeir á batsbotninum, skræln aðir af sól og vatnsskorti. 8 LÉTUST Á SKÖMMUM TÍMA Eítir 80 sólarhringa lézt sá fyrsti, kona, er verið hafði far- þegi um borð. Síðan dó hver á fætur öðrum — 8 talsins —, skip- stjórinn síðastur. V.oru þeir þá aðeins tveir eftir. HÉLDU AÐ ÞEIR VÆRU ORÐNIR VITSTOLA Hann skýrði enn fremur frár því, að þeir hefðu stundum séð reyk frá skipum, en skipshafnir þeirra virtust aldrei taka eftir þeim. Svo var það einn dag, að þeir heyrðu skipsflaut. Héldu þeir þá, að nú hefðu þeir misst vitið, — en svo var ekki: Hjálp- in hafði borizt, þeim var bjargað um borð í hið ítalska olíuskip og þar misstu þeir báðir meðvit- und. GLEYMI ALDREI PABBA En er skipsdrengurinn, litli snáðinn 15 ára, komst til með- vitundar aftur, sagði hann ein- ungis: Ég gleymi aldrei þjáning- arsvip föður míns nóttina áður en hann dó. íbúð óskast 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí eða fyrr. Mætti vera óstandsettur kjallari. Greiðsla kæmi upp í innrétt jngu eða eftir samkomulagi. Þeir, sem vildu sinna þessu, tali við mig í síma 80684, miðvikudag 10—12 f.h. Fataverzlun óskar eftir að komast í samband við saumaverkstæði sem gæti tekið að sér að sauma tilsniðin verkefni. Umsóknir merktar: „Saumaskapur“ —769, sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Léttið yður störfin og notið hið ágæta MUM ræslldufl sem hreinsar og fægir fljútt og vel. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd ------------- f WAtJANAi'íií v'U.’rsrj i mkvuwm jg* THE WOODS, BÍG HEART. . . AND SME COMES TMIS WAV/ 1) — Komdu fljótt sonur minn. Ókunnugur maður kemur. 2) — Við verðum að flýta okkur. Við verðum að vara við. 3) Þau hlaupa heim að húsinu. lað heim eins og hún eigi lífið að 4) — Wabanang hleypir hing- * leysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.