Morgunblaðið - 21.04.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. apríl 1953 MORGUISBLAÐIÐ Knud Zimsen f yrrverandi borcgarstjóri ^ETT OG UPPRUNI í HÚSI Bjarna riddara Sivert- Sens í Hafnarfirði fæddist Knud Zimsen 17. ágúst 1875. Systkina- hópurinn var stór, þau voru 10 áð'tölu, og Knud hinn 5. í röð- inni að aldri. Faðir Knud Zim- Sens, Christian Zimsen, var fædd- tir i Danmörku, en fluttist um fermingaraldur til íslands með ÍOreldrum sínum, Christen Zim- Sen og konu hans. Fluttist fjöl- Skyldan árið 1855 til Reykjavík- itr. Gerðist Christen Zimsen þá Verzlunarstjóri við Hafstems- Verzlun í Reykjavík, sem var til húsa þar sem nú eru skrifstofur Johnson & Kaaber. Bjó hann í Reykjavík til dauðadags og var ttm tíma bæjargjaldkeri í Reykja vik. Móðir Knud Zimsens hét Anna Cathinka Jörgensen og var dönsk í báðar ættir. Faðir Knud Zimsens starfaði fyrst við Hafsteinsverzlun í Reykjavík, en 1866 gerðist hann verzlunarstjóri við Knudtzon- verzlun í Hafnarfirði og fluttíst þangað suður eftir. Hlóðust á hann ýmis opinber störf, og var hann upphafsmaður að margs- konar framkvæmdum í Hafnar- firði. Faðir Knud Zimsens var frá bærlega laginn að umgangast börn og hafði opin augu fyrij ollu, s'em gildi gat haft fyrir upp- eldi barnanna. í leik hans við þau gægðist fram kennari og upp álandi. Barnasögur samdi hahn Og sagði vel frá. Enginn vafi er á því, að Knud Zimsen hefur erft þessa eiginleika föður síns Og þeir birzt í frábæru staríi hans við sunnudagaskóla frá linga aldri. NÁMSFERILL Knud Zimsen var settur ungur til náms. Gekk hann í gagnf ræða- Skólann í Flensborg, og fór síðan i lærða skólann. Þegar hann hafði lokið stúdentsprófi, aðeins 17 ára gamall, ræddi hann við föður sinn og móður, hvaða nám hann skyldi stunda. Eftir nokkra íhugun var afráðið, að hann færi til' Hafnar og læsi verkfræði. „Þessi náms- grein var valin með hliðsjón af því, að mér lét vel að nema stærð fræði og eðlisfræði og var laginn Við smíðar", segir Zimsen í ævi- minningum sínum. , Verkfræðinám íslendinga var þá mjög óvenjulegt. Á undan Zimsen höfðu aðeins tveir íslend- íngar lokið verkfræðinámi, þeir Sigurðu; Thoroddsen 1891, síðar landsverkfræðingur, og Sigurður Pétursson frá Ánanaustum 1899, en hann féll frá ári síðar. Zimsen lauk verkfræðiprófi í janúar 1900, þá 24 ára að aldri. Vann hann fyrst eftir það hjá bæjarverkfræðingi í Kaupmanna höfn við ýmis störf. M. a. hafði hann eftirlit með breytingum á Skolpleiðslum í Kaupmannahöfrí. Kveðst hann þá hafa komist á snoðir um, að steypa var gerð veikari en fyrirskipað var. Fann Zimsen að þessu, en fékk hina mestu óvild og ákúrur fyrir af- skiptasemina. Kærði hann þá mál ið fyrir hinum gamla og reynda bæjarverkfræðingi, sem mælti: „Þér hafið gert alveg rétt, ungi maðmY en ég segi yður það satt, að þær stundir koma fyrir í lífi manna, að maður verður að loka Minniffigo r o r ð aúgunum". VILÐI HELGA ÍSLANDI STARFSKRAFTA SÍNA Þótt Zimsen líkaði vel starfið í Kaupmannahöfn, var hann þó staðráðinn í að hverfa heim til íslands. Hann segir svo: „Enn var þar reyndar lítið um verklegar framkvæmdir, og þær flestar svo smávægilegar, að naumast þótti taka því að láta verkfraaðihga sjá um þær. Ég hafði þó hugboð um, að á því yrði breyting, og hún fyrr en varði. Hressándí vorgolan gerði vart við Sig í þjóðlifinu. Menn voru farnir að draga létt- ar andann. Eins og göinlu menn- Kmid Zimsen irnir vissu á sig veður, svo skynj- uðu menn nú, að ný öld fram- fara var í aðsi'gi á fslandi, eða öllu heldur ætti að orða það svo, að fyrsta framfaraöld þjóðarinn- ar væri að halda í garð. .. . Nú var róðin komin að mér að hjálpa hinum fyrsta frumherja í is- lenzkri verkfræði, til þess að stuðla að bættri verkmenningu á íslandi". UNDIRBÚNINGUR VERKLEGRA FRAMKVÆMDA Það varð eitt fyrsta verk Éimsens, að honum var falið af stjórninni íslenzku að undirbúa stofnun ullarverksmiðju. Kynnti hann sér slíkar verksmiðjur í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi og skilaði tillögum um málið. — Mun sú för hans hafa komið hon- um að miklu gagni á öðrum svið- um einnig. 1903 var svo stofnuð Klæðaverksmiðjan Iðunn við Rauðarárvík hér í bæ, þar sem nú er máiningarverksmiðjan Harpa. Hér var tekinn upp að nokkru þráðurinn frá Innrétt- ingum 'Skúla MagnúsSonar. Eftir að' heim 4som gekkst Zimsen fyrir stofnun félagsins Mjölnis, sem framleiddi mulning. Hann var einn af hvatamönnurh að stofnun Talsímafélagsins, sem k'om upp fyrstu talsímum i Reykjavík, hófst þegar handa um margvíslegar verklegar aðrar framkvæmdir og framfarir. í ÞJÓNUSTU REYKJAVÍKURBÆJAR Skömmu eftir að heim kom réðist hann í þjónustu Reykja- víkurbæjar. Var það mikil gæfa fyrir þetta bæjarfélag að fá jafn ötulan, áhugasaman og vel mennt an verkfræðing í þjónustu sína. í samfleytt 3.0 ár má segja, að Zimsen hafi helgað Reykjavíkur- bæ starfskrafta sína, og þeir voru miklir. Hann var bæjar- verkfræðingur í Réykjavik frá 1902 til 1907. Hanrt var bygg- ingarfulltrúi um hrid og heil- brigðisfulltrúi. Hann var kosinn í bæjarstjórn 1908 og átti þar sæti sem bæjarfulltrúi um' 10 ára skeið. Þegar Páll Einarsson, fyrsti borgarstjóri í Rcykjavík, lét af störfum 1914, sótti Zimsen um starfið. Var hann þá búinn að vera bæjarfulltrúi í sex ár, hafði áður verið bæjarverkfræðingur í fimm ár, og því öðlast verulega þekkingu á bæjarmálum. Auk þess hafði hann verið séttur borg- arstjóri um hríð árið 1911. Bæj- arstjórn kaus þá borgarstjóra Og varð Zimsen fyrir valinu. HARDVÍTUG KOSNING Sex árum síðar, 1920, skyldi kjósa borgarstjóra að nýju. En þá hafði sú lagabreyting verið gerð, að borgarstjóri skyldi^ekki kosinn af bæjarstjórn, heldur með almennri kosningu. 'Varð sú kosningabarátta ein hin harðvít- ugasta og illvígasta, sem hér hef- ur verið háð. Ef marka mátti biaðaummæli andstæðinganna, stóð harla litið eftir af hæfileik- um, mannorði og verkum Zim- sens. Lauk svo þessari hörðu viðureign, að Zimsen var kosinn með 1760 atkvæðum, en keppi- nautur hans, Sigurður Eggerz, fékk 1584. 1926 varð Zimsen sjálfkjörinn. Nokkru síðar var lögum enn breytt þannig, að bæjarstjórn kysi borgarstjóra, og var Zimsen kosinn í fjórða sinn 1930. MIKLAR FRAMFARIR Á því 30 ára tímabili, sem Knud Zimsen kemur mest við sögu Reykjavikur, gerðust mörg stórvirki, mörg framfaramál voru undirbúin og þokað áleiðls: Vatns veitan, gasstöðin, höfnin, raf- magnsstöðin við Elliðaár, undir- búningur hitaveitu og Sogsyirkj- unar, auk fjölda annarra þýð- ingarmikilla framkvæmda. Ferill þessara merku mála, sem eru undirstaða undir atvinnulífi og j velmegun Reykvíkinga, er rak- inn ýtarlega i æviminningum Knud Zimsens, einkum síðari bók hans, sem kom ú;t nú rétt fyrir áramótin, „Úr bæ í borg". Á stríðsárunum 1914—1918 og fyrstu ár á eítir reyndi mjög á Zimsén vegna margvíslegra erfiðleika. Þá var hér eldsneytis- skortur mikill, húsnæöisieysi, spánska veikin og margt fleira, sem mæddi ekki sízt á honum. LÁTIÖ AF STÖRFUM SEM BORGARSTJÓRI Eftir að Zimsen var kosinn borgarstjóri í fjórða sinn, tóku starfskraftarnir að dvína. Hann hafði aldrei kunliað að hlífa sér né víljað það. Veturinn 1931—32 kveðst hann hafa verið tápminni við vinnu en áður. 1932 fékk hann 3 mánaða frí frá störfum og sigldi j til, heilsubótar, en án árangurs. Læknar ráðlögðu honum að hætta störfum vegna ofþreytu, þótt hann væri aðeins 57 ára að aldri. Lét hann því af embætti í ársbyrjun 1933. Hafði þá ver- ið borgarstjóri i lííVá ár, en nærri þrír áratugir, síðan hann réð- ]¦ ist fyrst fastur starfsmaður hjá; bænum. Á þessu tímabili hafði íbúum bæjarins f jölgað úr 7 þús- í undum í 30 þúsund. Þótt hann þyrfti lausn frá hinu umsvifamikla starfi, þá var síður en svo, að hann vildi setjast í I helgan stein. Á þeim rúmlega 20 árum, sem hann liíði eftir það, vann hann að mörgum áhuga- efnum sinum. BREÍTTIR ÚTFARASIDIR Eitt þeirra var barátta hans fyrir gjörbrej-ttum útfai'arsiðum. Árið 1940 var hann kosinn for- maður i stjórn kirkjugarðanna og gegndi því starfi til 1948, en eftir það var hann ráðunautur kirkjugarðsstjórnar. Dugnaður hans og samningslipurð átti mik- inn þátt í því að koma upp Foss- vogskirkju. Var það eitt hans mesta áhugamál að gera útfarir einfaldari og ódýrari. Segir hann um síðustu afskipti sin af kirkju- og kirkjugarðsmálum, að hann hafi haft umsjón með að koma upp kapellu, iíkhúsi og bálstofu í kirkjugarðinum ,í Fossvogi. Hann segir: „Með þessari fram- kvæmd munu útfararsiðirnir breytast, greftrunarkostnaðurinn minnka og geymsla á líkum í heimahúsum minnka til muna. Ætla ég að flestir muni fagna þeim breytingum, sem gert er ráð fyrir, að unnt verði að koma á í sambandi við útfaru-, þegar framkvæmdunum í Fossvogi er lokið". Þetta ritar Zimsen 1948, nokkru áður en Fossv'ogskirkjan var tekin í notkun. Sú mikla breyting, er hann spáðj, er nú þegar að nokkru orðin að veruleika. Og í samræmi við þessar hugmyndir mælti hann sjálfur svo fyrir, að útför hans skyldi fara fram viðhafnar- laust og í kyrrþey. MERKILEG RITSTÖRF Annað stórmerkilegt verk vann hann eftir að hann lét af borgarstjórastarfi, og það var samning ritanna tveggja: „Við fjörð og vik", sem út kom árið 1948, og „Úr bæ í borg", sem kom út um síðustvi áramót. f þessum bókum er rakinn gangur fjöl- margra helztu umbótamála og verklegra framkvæmda í höfuð- borginni. fyrst og fremst á fyrsta þriðjungi 20. aldar. Er það mikils vert,' að kunnugasti maður þeim málum öllum skuli hafa tekið saman jafn ýtarlegt og jafn hluí- laust yfirlit uft þessi mál. Verða rit þessi ómetanleg heimildarrit fyrir seinni tímá. Þau bera Zim- sen gott vitni um nákvæmni hans, vandvirkni, sannsögli og heiðar- leik. Þau eru um leið ábending til allra um það, hversu oft hin- um ' nauðsyniegustu málum er mætt með tortryggni. þröngsýni, skilningsleysi ag andúð, og hversu oft þarf að berjast af al- efli árum saman til þess að hrinda slíkum málum fram. Þetta er gömul saga og þó alltaf ný. TRÚARTR A V STID A háskólaárum sinum snérist Knud Zimsen til einlægrar trú- ar. Lýsir hann því sjálfur svo í bók sinni „Við fjörð og vík": „Eftir þetta gaf ég mig Guði a vald og setti allt traust á Jesúm Krist sem frelsara minn. Smám saman þroskaðist ég í trúnni og líf mitt breyttist. í stað óróa og kvíða ríkti nú gieði og friður i sál minni. Guð hafði tekið í taunt ana og gert mig að sínu barni. í þá rösklega hálfu öld, sem síð- an er liðin, hef ég lifað uhdir handleiðslu Guðs, og tel ég gæfi* lífs míns í því fólgna". Byrjaði Zimsen þá þegar að> reka sunnudagaskóla fj^rir böm og hélt þvi starfi áfram alla stund. Starf hans íyrir uppeldi æsku- lýðsins er rakið á öðrum stað hér í blaðinu. En Reykvíkingar munu iengi minnast þeirra starfa me3 þakklátum hug'. Hin einlæga trú var honum jaínan mikill styrkur í öllu han& starfi. Trúartraustið var honum sá aflgjafi, er hélt dugnaði, kjarkí og bjartsýni við líði, hvað sem á iuóli'blés. ¦tr HEIDURSFÉLAGI Zimsen var heiðursfélagi í Iðn- aðarmannafélagi Reykjavíkur, ent hann starfaði mikið á þeim vetjt-- vangi. Ennfremur var hann heiÖ- ursféiagi í KFUM og í VerkfræS- ingafélagi íslands. J LIKNESKI AF ZIMSEN í VÆNTANEEGU RÁDHÚSI f Bæjarráð Reykjavíkur sam- þykkti fyrir nokkru að fara þess á leit við Zimsen, að bæiarsjóðuSf léti gera af honum líkneski, brjóst mynd, er standa skyldi í ráðhúsi Reykjavíkur á sínum tíma. Þvi miður entist Zimsen ekki aldur til þess, að af því gæti orðið, en það verk verður að sjálfsögða unnið eftir fráfall hans. HELMA VAR BEZT Zimsen var tvígiftur. Fyrrs kona hans var Flora, dóttir Heint- zeimanns skipstjóra, er sigldi hér við land. Hún f'éll frá 1927 Þaw áttu eina kjördóttur, Ingibjorgu að nafni, sem gift er Aage Topr- söe-Jensen sjóliðsforingja. Síðari kona Zimsens er frú Anna, di^ttir Einars Einarssonar í Háholti. —r Eignuðust þau tvö börn, Knút Hafstein og Önnu Jóhönnu. Var sambúð þeirra hjóna óvenju góð og ástúðleg. I hinum langvarandi veikindum Zimsens síðustu árin var hún honum ómetanleg stoiS, og stytta. Eg vil votta. iVú Önnu og börn;f. unum einlæga samúð og hlut- tekningu. ,-*. Knud Zimsen var óvenjulegyt atorku- og áhugamaður Reykvjk ingar munu iengi minnast har^Sr og búa aö vei'kum hans. Gursnar Thoroddsen. , ta i-' v: Síeincsrímiir iónsson; 3* mmm FYRSTU fundum okkar Kn. Zimsen bar saman 1906, er hann sýndi okkur menntaskóianem- öndum niulningsstöðina Mjölnj,. er hann hafði staðið fyrir aS stofna og reka. Mágur hans, Jó- ¦ hannes Sigfússon, yfirkennarj, kenndi á þeim árum eðlisfræði i gagnfræðadeildinni og fann upp á því snjallræði að fá Zimsen tií þess að sýna okkur bekkjarsvei um vélarnar i Mjölni, þar á me al gufuvélina, er knúði mulnings- kvörnina og sneri malar- q& sandsíum. Zimsen tók á móiU, okkur við stöóina, fór með okkúr iim húsin, hvatur í hj-eyfingunt^ stökk síðan léttilega upp á stall y einnar vélarinnar og skýrði byg^ ingu og gang vélanna, þrátt.fyrir skarkala sem þarna. var. GerjSJr hann það svo vel og skilmerkV. lega að mér hefur ávallt veriS, það minnisstætt síðan og maður-f inn einnig, lipux og Ijúfmannleg-, Framh, á bls. 12.t, ; '»'i l >:'¦¦• * «¦'¦ • ¦. l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.