Morgunblaðið - 23.04.1953, Qupperneq 9
Fimmtudagur 23. apríl 1953
MORGUISBLADIÐ
9
Magnús Símonarson og Óli Bjarnason
munamál Grímseyinp
Þefr leita nú fyrir sér um aðsloð hér
SAMGÖNGUMÁI. GRÍMSEY-
INGA hafa löngurn verið eitt
erfiðasta vandamál eyjanna. Nú
á síðustu árum hafa að vísw verið
reglubundnar póstferðir þangað,
t:n þær eru strjálar, og allskostar
ófullnægjandi, segjum t.d. ef
slys bera að höndum. Póstbátur-
inn frá Akureyri kemur þangað
hálfsmánaðarlega á sumrin, en á
þriggja vikna fresti á veturna.
VILJA FÁ FLUGVÖIX
Grímseyingar hafa skíijanlega
mikinn hug á að ráða bót á þessu,
og þá helzt með því að koma upp
flugvelli á eynni. Vínna þeir nú
að því máli af kappi, og eru tveir
fulltrúar þeirra staddir feér í bæn
um af því tilefni. Kru það þeir
Magnús Símonarson, hreppstjóri
<og Óli Bjarnason, hreppsnefndar-
maður og útgerðarmaðnr í Gríms
■ev. Blaðið átti stutt tal við þá
félaga í gær.
SKOBXIR FJÁRMAGN
— Erindi okkar bingað suður,
segja þeir, er að fá stuðning til að
hrinda flugvallarmálinu í fram-
kvæmd, ef þess er nokkur kostur.
Við höfum þegar raett við flúg-
vallarstjóra og flugmálaráðherra.
Hafa þeir báðir tekið málaleitan
okkar vel, þótt á þessu stigi máls-
ins sé ekki hægt að segja um,
hvað úr verður, þar sem enn er
ekki vitað um, hvemig gengur
með útvegun fjármagns til fram-
kvæmdanna.
KOSTAR UM 25« ÞÚS. KR.
— Hafið þið lengi uirnið að þess
um málum?
— Okkur hefur að sjálfsögðu
lengi dreymt um að fá flugvöll,
en skriður komst ekki á málið
fyrr ,en fyrir tveimur árum, og
þá var það Akureyringur. Árni
Bjarnason, bókaútgefandi, sem
átti frumkvæðið. Við höfum síðan
reynt ýmsar leiðir, en gengið
hægt til þessa. Eýjafjarðarsýsla
hefur heitið 10 þús, krónum,
Grímseyingar sjálfir 10 þús. og
KEA 5 þús. Auk þess hafa feng-
izt loforð fyrir 20 þús. kr. að
láni. En þetta hrekkur skammt,
þar sem áætlað er, að völlurinn
kosti alls um 250 þús. krónur. —
Yrði hann ein braut 800 m. löng.
MESTA HAGSMUNAMÁLIÐ
— Við teljum að flugvöllur sé
svo mikilvægt atriði fyrir okkar
fámennu og afskekktu byggð, að
ekkert annað komist þar nærri,
halda Grímseyingarair áfram. —
Við munum því ekkert láta ógert,
er verða má máli þessu til stuðn-
ings. Auk okkar nota ai' vellín-
um getur hann og orðið tíl mik-
illa bóta við síldarleitarflug.
— Hafa flugvélar aldrei komið
fil Grímseyjar?
— Jú, sjóflugvélar hafa þrisvar
lent við eyna og helekopterflug-
vél heimsótti okkur sJL sumar.
EYJAN HEFUR
AÐDRÁTTARAFL
— Þá er og eitt atríCS, sem ef
til vill skiptir ekki miklu máli í
þessu sambandi, en það gefur
auga leið að með auknum sam-
göngum má búast við að skemmti
ferðafólk leggi allmikið leið sína
til eyjarinnar. Heimsskautabaug-
urinn liggúr sem kunnugt er yfir
Grímsey og miðnætursólin sést
þar í 3—4 vikur. Er þá fagurt
mjög 5 eynni og landsýn. oft stór-
kostleg.
*0 ÍBÚAR
— Hvað eru íbúar eyjarmnar
nú margir?
— Þeir eru um 70. Á árunum
1945—1949 fluttu um 50 burtu,
en síðan má segja að tala Gríms-
eyinga hafi verið óbreytt.
GÓÐUR VETUR
— Hvernig var veturinn hjá
ykkur?
— Veður héfur yfirleitt verið
prýðilegt í allan vetur. Fram að
áramótum voru ágætar gæftir og
afli góður. Síðast í marz var farið
að grænka, en þá kom kulda-
kast hjá okkur eins og annars
staðar hérlendis. Mikinn snjó hef-
ur þó ekki fest, þar sem snjó-
létt er í Grímsey. Brá okkur
sannast sagna í brún, er við sá-
um, hve mikil fönn var á Akur-
eyri.
★
En nú er það flugvöllurinn,
sem efst er í huga Grimseyinga.
Þeir vilja helzt geta byrjað fram-
kvæmdir á þessu sumri. Vonandi
verður þeim vel ágengt með þetta
mikla hagsmunamál sitt.
Aðalfundur Akur-
eyrardeildar Rauða
krossins
AKUREYRI, 21. apríl — Aðal-
fundur Akureyrardeildar Rauða
krossins var haldinn nýlega.
Reksturskostnaður deildarinn-
ar 1952 var kr. 5.642,97 og skuld-
laus eign 31. des. kr. 128.352,97.
Samþykkt var á fundinum að
gefa úr sjóði deildarinnar til
mæðginanna á Auðnum kr. 5
þús.und.
Stjórn -deildarinnar var öll
endurkpsiú, en hana skipa, Guð-
mundur Karl Pétursson, yfir-
læknir, formaður, Jóhann Þor-
kelsson, héraðslæknir, varaform.,
Pétur Sigurgeirsson, prestur, rit-
ari, Páll Sigurgeirsson kaupm.,
gjaldkeri. — Meðstjórnendur
Jakob Frímannsson, kaupfélags-
stjóri, Stefán Árnason, forstjóri,
Kristján Kristjánsson fostjóri.
—H. Vald.
Nýir sendiherrar
WASHINGTON 17. apríl: —
Eisenhower forseti skipaði í dag
tvo nýja sendiherra Bandaríkj-
anna. í Tékköslóvakíu George
Wadsworth og í Finnlandi Jack
McFall. — NTB
AKUREYRARBRÉF
Góður borgari kveður Akureyri. — Óstundvísi í mörgum myndum. —
,,Mokið þið snjó“. — Fiskur á hverjum krók. — Hinir ritsnjölíu arftakar
FYRIR skfkmaau siðan lýsti hinn
nýskipaði skólaraeistari á Laugaj’
vatni meimtaskólann þar tekinn-
til starfas við hátíðlega athöfn.
Nýr þáttur er hafinn í íslenzk-
um skólamálum. Menntaskóli
hefir verið settur á stofn í sveit.
— Hlutverki þessa mennta-
skóla verður bezt lýst með orð-
um skólameistarans sjálfs, þar
sem hann segir: „Hér á sveita-
nemandinn að geta aflað sér
þeirrar menntunar, sem reynst
getur honum haldgott veganesti
á langri, lífsleið við margvísleg
störf og hann á að læra að sam-
ræma kunnáttu sína íslenzkum
staðháttum. Kaupstaðanemand-
inn á hér að komast í náin tengsl
við íslenzka nátíúru, kynnast dá-
semdum hennar og stæla krafta
sína í fersku lofti hinnar íslenzku
uppsveitar."
„ÚR FERSKU LOFTI HINNAR
ÍSLENZKU UPPSVEITAR ‘
Við höfum á undanförnum ár-
um eignast mikinn fjölda mennta
manna. Margir þeirra hafá kom-
ið úr dreifbýlinu og „fersku lofti
hinnar íslenzku uppsveitar“. Það
er að sönnu þjóðargæfa, að sem
flestir sona hennar og dætra feti
veg lærdóms og mennta. Hitt mun
aftur á móti vera vafasamur
ávinningur, að meginþorri þessa
æskufólks setjist að í þéttbýl-
inu við sjávarsíðuna. Þannig
hefir hinn menntaði unglingur
úr sveitinni ekki „lært að sam-
ræma kunnáttu sina íslenzkum
staðnáttum.“. Sveitirnar hafa
misst mikil mannsefni, sem þær
sízt hafa mátt við. Menntunin
hefir átt sína sök á straumi fólks-
ins úr svéitunum í kaúpstaðina.
Kunnáttan hefir þannig þokað
íslenzkri sveitaæsku út fyrir stað
hætti sína, en ekki samræmst
þeim. Þarna hefir menntaskóli í
sveit nýtilegt hlutverk að vinna,
fram yfir aðra menntaskóla. Það
er þjóðinni þarfur þroskavegur
að samræma menntun og þekk-
ingu þeim lifskjörum, sem hver
og einn á við að búa. Að sönnu '
leitum við bættrar afkomu og
betri lífskjara, og til þess á mennt
unin að hjálpa okkur, en hún á
ekki að valda flótta frá þeim
bjai'giæðisháttum, sem fyrir eru,
heldur efla þá og bæta.
UNGUR, MEÐ GÓÐA
MENNTUN OG MIKLA
STARFSREYNSLU
Veturinn 1939 kom nýútskrif-
aður doktor í eðlis- og efnafræði
sem kennari að Menntaskólanum
á Akureyri þá aðeins 26 ára að
aldri. Háskólamenntun sína hafði
hann að mestu ■ hlotið í Þýzka-
landi. í samfleytt 14 ár hefir hann
síðan starfað hér við skólann og
kennt ýmsar stærðfræðilegar
námsgreinar, þó mest eðlis- og
efnafræði. Dr. Sveinn Þórðarson
er því enginn byrjandi sem skóla-
maður, þótt enn sé hann ekki
nema fertugur að aldri. Sönnun
Jónasar frá Hriflu.
Dr. Sveinn. Þórðarson.
þess, að vel hafi tekizt með val
hins nýja skólameistara á Laugar
vatni, er að hann hefir mjög góða
menntun, langa starfsreynslu og
er ungur að árum samfara því
að vera ötull starfsmaður, sem
tekur á hverju máli með einurð
og festu. Þórarinn Björnsson,
skólameistari, hefir sagt að dr.
Sveinn væri úrræðagóður í hverj
um vanda og hinn ágætasti starfs-
maður. Segir hann að eðlisfræði-
stofa Menntaskólans á Akureyri
sé eitt það bezta, sem þeir hafi
þar í skóla, en hún er að mestu
verk dr. Sveins.
KENNARINN
Eg hef kynnst dr. Sveini Þórð-
arsyni bæði sem kennara og
íþróttaunnanda. Milli þessa
tvenns hefir hann þó glögg skil.
Sem kennari er hann ákveðinn og
raunsær eins og vísindin, sem
hann kennir. Hann gerir miklar
kröfur til nemandans, án þess að
vera harður og óvæginn, enda er
árangur hans í samræmi við það.
— ,OG SKÍÐAFÉLAGINN
Allir skíðamenn, sem stundað
hafa íþrótt sína hér á Akureyri,
þekkja dr. Svein, ekki þó fyrir
leikni hans á skíðum, eða afrek
sem keppanda, heldur sem frá-
bæran starfsmann og stjórnanda
á mótum skíðamanna og einlæg-
an unnanda þessarar fögru og
frjálsu iþróttar. Dr. Sveinn mun
ekki hafa kynnst skíðaíþróttinni
fyrr en hann kom hingað
til Akureyrar, enda þótti hann
bera sig viðvaningslega til fyrst
er hann fór hér á skíði. En i þessu
sem öðru kom fram dugnaður
hans og einurð og brátt var hann
fær allra sinna ferða um skíða-
landið. í skíðaferðum tók dr.
Sveinn ofan kennimannssvipinn
og sá nú enginn hinn mista mun
á honum og „hinum strákunum'1.
Formaður Skiðasambands íslands
Einar Kristjánsson, hefir látið
þau orð falla, að aldrei hafi bann
átt betri starfsfélaga, er unnið
hafi verið að skiðamálum, heldur
Bílar feiuitir í kaf á Ráðhústorgi á Akureyri.
Ljósm.: Jón Sigurgeirsson ffá Helluvaði.
en dr. Svein, en hann er sem
kunnugt er ritari skíðasambands-
ins. Mér hefir dr. Sveinn reynst
við púltið virtur kennari og á
skíðúnurh góður félagi. Ég óská
honum og hinni glæsilegu kor.u
hans gæfu og gengis í hinu nýja
starfi þeirra. Akureyringar saknn
þar góðra borgara.
s
ÓSTUNDVÍS VETUR
Fyrir skömmu heyrði ég einn af
okkar eldri og reyndari skipstjór-
um á Fpssunum segja, er hána
ræddi um hin mifclu snjóþyngsli
hér í bæ. „Það er méð veturinn,
eins og með íslendinga sjálfa,
hann fcemur nokfcuð seint. Stund-
vísin er ekfci hans sterka hlið“.
Veturinn .hefir nú herjað ,hér af
miklum krafti í þrjár vikur. Snjó
þyngslin. hafa verið svo mikil að
samgöngulaust hefir verið á landi
að heita má. Fjallvegir hafa ver-
ið algerlega lokaðir. Nú nýlega
kom hingað snjóbíll að sunnan
með póst. Komið hefir fyrir að
jafnvel snjóbilarnir hafa orðið að
snúa við á ferðum sínum sökum
ófærðar og stórhríðar. Stefán
Steinþórsson póstur, sem hefir á
hendi vetrarferðir. austur í Þing-
eyjarsýslu, segir að það hafi
aldrei komið íyrir í þau tíu ár,
sem hann hefir að staðaldri farið
þessa leið, að hann hafi ekki
komizt yfir Fnjóskárgil á brúnni
við Vsglaskóg vegna ófærðar,
fyrr en nú. Svo mikinn snjó hafði
sett niður á veginn niður að
brúnni, að iullerfitt mátti telja
gangandi manni. Mörg hliðstæð
dæmi höfum við heyrt um fann-
fergið og ófærðina. En nú er kom
in sunnanátt, sem vonandi helst.
Hún hefir nú staðið í tvo daga og
hefir tekið alveg ótrúlega mikið
á jafn skömmum tíma. Lækir
fossa hér um götur bæjarins enda
ekki að furða þar sem jafn mikið
magn leysist úr föstu efni í fljót-
andi.
„MOKIÐ HÐ SNJÓ“
Og mikið hefir nú verið mokað
af snjó þessar síðustu þrjár vik-
ur; því eins og Davíð frá Eagra-
skógi segir: — ,,en enginn gengur
gangstétt, sem er grafin undir
snjó“. Nú eru komin fullkomnari
snjómoksturstæki heldur en þeg-
ar Davíð orti „Snjómokstur" sinn.
Nú gæti skáldið ávarpað tuttugu
tonna jarðýtur „með miskunnar-
lausri ró: — Mokið þér snjó“.
Jarðýtan heldur af stað „með
sömu spekt og ró", og drynjandi
og pústrandi grefur hún göng í
gegnum fjallháa skaflana. „Og
bæjarstjórnin segir með borgara-
legri ró: — Mokið þið snjó“.
Verkamenn í tugatali taka sér
skóflu i hönd, götur og gangstígir
eru ruddir og bílar hlaðnir snjó
aka fram á bryggju og velta hlassi
sínu í sjóinn.
AFLAHROTA
En það er ekki aðeins snjór og
snjómokstur, sern. umtal vekur.
Mikil fiskigengd hefir verið hér
við Norðurlandið undanfarna
daga og vikur. Loðna hefir gengið
hér inn á hverja vík og í kjölfar
hennar fiskúrinn. Sjómenn taka
svo til orða, að „fiskur sé hér um
allan sjó“, og er sama hvar línu-
spotti er lagður, að skarpmri
stund liðinni er fiskur svo að
segja á hverjum krók. Nú eru
bað aðallega beituvandreéði, sem
hamla sjósókn hér í verstöðvun-
um við Eyjafjörð.
Frá Dalvík er eingöngu róið á
trillum og hefir aflast með ágæt-
um á þær allar. Einn daginn iví-
hlóðu þær. F'jórir mótorbátar er.u
á vertið fyrir sunnan og hefir
þeim gengið sæmilega. Þrír .þejgf
eru með línu cg hafa tveir aflað
um 800 skippund, en einn er með
Framh. á bls. 12.