Morgunblaðið - 17.06.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.06.1953, Qupperneq 8
8 níORGuiyBL/iOlÐ Miiðvikudagur 17. júní 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ UR DAGLEGA LIFiNU f 17. júní í DAG er þjóðhátíðardagur ís- lendinga. Frá því þjóðin hélt há- tíðlegt 100 ára afmæli hins mikla þjóðarleiðtoga síns, Jóns Sigurðs- sonar, árið 1911, hefur fæðing- ardagur hans jafnan verið hald- inn hátíðlegur, með einum eða öðrum hætti. Fyrstu árin að liðnu 100 ára afmælinu átti íþróttahreyfingin í landinu mestan heiður af því, að sleppa ekki þessum hátíðis- degi úr höndum sér. í augum íþróttafrömuðanna er minning Jóns Sigurðssonar innilegast tengd æskunni, framtakinu, vor- inu, því hann er og verður um alla framtíð í augum þjóðarinn- ar mikilvirkasti og mikilverð- asti vormaður íslands. Síðan þjóðin uppskar fulla ávexti af hinni einstæðu forystu hans með endurreisn lýðveldis- ins árið 1944, hefur þessi þjóð- hátíðardagur verið lögfestur, því stjórnarvöld og almenningur finna að vorhátíð til minning- ar um þennan ástmög þjóðarinn- ar er okkur og verður okkur nauðsynleg og eðlileg, helga minningunni um Jón Sigurðsson þennan dag, minnast hans í orði og verki, staldra við í dagsins önn og striti og jafnvel baráttu. Leita samvista við anda þjóð- hetjunnar, leitast við að læra að þekkja þann manndóm hans, sem við fremstan getum tileinkað okkur. Þagnar dægurþras Og rígur, þokið meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð. Svo kvað Hannes Hafstein, er hátíðleg var haldin aldarminning Jóns Sigurðssonar. En þegar fremsti sagnfræðing- ur íslendinga, Jón Aðils, tók til máls á 100 ára afmælinu og lýsti Jóni Sigurðssyni, störfum hans, köllun hans og áhrifum, komst hann m. a. þannig að orði um forsetann: „Hann vekur þjóð- ina til lífsins, kennir henni að þekkja sig, þjóðréttindi sín, kröf- ur sínar, krafta sína og köllun sína“. Og sagnfræðingurinn sagði ennfremur: „Jón Sigurðsson var sannkallað mikilmenni í orðsins fyllsta skilningi, mikilmenni, sem allir líta upp til, ein hin dýrlegasta guðsgjöf sem þessari þjóð hefur í skaut fallið“. En einmitt vegna þess hve þessi orð sagnfræðingsins eru sönn og rétt er það nauðsynlegt, fyrir hina fámennu þjóð að staldra við einu sinni á ári að minnsta kosti, láta úlfúðina og dægurþrasið víkja fyrir hugleið- ingum um þennan einstæða for- ingja, þessa „dýrlegustu guðs- gjöf“ svo við getum vaxið, er árin líða hver og einn og þjóðin í heild sinni í krafti þeirra dyggða, sem hann með fögru for- dæmi kenndi okkur. Þegar menn blaða í hinu mikla ritsafni hans, lesa og hugleiða þau hollráð, sem hann býr bjóð sinni, og þær ráðleggingar, sem hann gefur henni í lífsbaráttu hennar, og á að koma henni að notum í framtíðinni, getum við undrast hve vel þær leiðbeining - j ar hans koma heim við nútím- ann og dagsins vandamál, enda þótt að sumar ráðleggingar hans séu ritaðar fyrir 100 árum eða þar um bil og allar á þeim tím- um, er viðhorfin og viðfangsefn- in voru önnur en nú. Það er sérstaklega eftirtektar- vert að gefa því gaum, hvernig Jón ritaði um það mál, sem á sínum tíma olli nokkrum deilum; hvort hið endurreista Alþingi ís- | lendinga skyldi um framtíð háð að Þingvöllum, svo sem jafnan áður eða hvort lotið skyldi að kröfum hins nýja tíma og þing- staður settur í Reykjavík. j í þessu máli voru þeir Jón og Jónas Hallgrímsson á öndverðum meiði. Fjarri var þó, að Jóni væri ekki ljósir höfuðkostir Þingvalla, saga þeirra og forn frægð, en , hann mat meira hagkvæmnis- sjónarmið höfuðborgarinnar. — ! Mjög skýrt sá hann fyrir kosti hennar, sem nú þegar hafa svo glögglega í ljós komið. í landinu verður að vera til innlendur stofn á einum stað, skrifar Jón, þæði í stjórn, lær- dómi, menntun og handiðnum. Einhver einn staður yrði að vera til á landinu, þar sem öll fram- för landsins mætti helzt safnast saman á og útbreiðast þaðan vítt um landið. Sá staður varð að vera hafn- góður, liggja viturlega við sam- göngum, vera hægur til aðdrátta og velbýll. Á þeim stað yrði bezt borgið hag Alþingis og setri stjórnvalda. Alla þes& kosti seg- ir Jón Reykjavík sameina, og skuli því þing þar sitja, sem einnig varð. í þessu eina máli kom fram- sýni Jóns Sigurðssonar glögg- lega í ljós og hefur framtíðarspá hans varla getað réttari reynst, svo sem reynslan hefur ótvíræð- ast sýnt. En hluturinn er, að þó Jón Sigurðsson hefði að viðfangsefni bætt lífskjör undir allt öðrum kringumstæðum en nú eru, áður en nokkuð verulega var farið að örla á þeim framförum, er síðan féllu þjóðinni í skaut, þá eru leiðbeiningar hans sígildar vegna þess að hann jafnan leggur megináherzlu á manngildið, rækt un manngildis og ýmsar þær um- bætur, sem hverjum einstakling þjóðfélagsins er skylt að leggja stund á vilji hann reyna að vera sannur íslendingur. Þess vegna verður fordæmi Jóns Sigurðs- sonar sígilt fyrir þjóðina, þess vegna fyrnist minning hans ekki á meðan íslenzk þjóð er við líði. Þess vegna verður það að vera sívakandi ástundun kynslóðanna að nota -sér sem mest af þessari „dýrlegustu guðsgjöf“ sem sagn- fræðingurinn talaði um í ræðu sinni. Þeim mun betur sem það er gert og þeim mun ríkulegri ávexti, sem þessi viðleitni þjóð- arinnar ber, þeim mun betur farnast henni um ókomin ár og, aldir. Þess vegna ber að fagna því, að Reykvíkingar leggja áherzlu á, að þjóðhátíðardagurinn 17. júní verði sem áhrifamestur til að heiðra minningu þessa mesta vormanns íslands, er hefur lagt grundvöllinn að flestu því, sem áunnizt hefur þjóðinni til fram- fara á undanfarinni öld. Munum það íslendingar í bæ og byggð, að gæta þess vandlega, að dagurinn í dag á að verða okkur til sæmdar og þjóðinni til velfarnaðar, sannkallaður þjóð- hátíðardagur. IDAG sameinast hugir allra ís- lendinga í hljóðlátri þökk til þeirra manna, sem vörðuðu veg- inn í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar og leiddu hana til sigurs, svo að komandi kynslóðir á Is- landi gætu búið við fullt sjálf- stæði um alla framtíð. Það er því ekki undarlegt, að Islendingar láti í dag hugann reika til allra þeirra, sem lagt hafa hönd á plóginn til þess að draumur þjóð arinnar um fullt freisi mætti ræt ast og verða að veruleika. Verða þau því vafalaust mörg nöfnin, sem upp koma í hugum manna, — en eitt mun þó ætíð bera hæst: Nafn þjóðhetjunnar miklu, Jóns Sigurðssonar, forseta. STARFSDAGUR Jóns Sigurðs- sonar varð langur og erfið- ur. Framtíð íslands var í veði. Hann vissi, að nauðsyn bar til þess, að staðið væri á verði. ís- land krafðist þess — og því var hann reiðubúinn. Hann lét ekki þar við sitja, heldur gekk hann fram fyrir skjöldu og barðist, — P. UiC l a í ,r. vikfa ekki með hvassbrýndum eitur- vopnum stríðsmannsins, heldur vopnum andans, — sömu vopn- unum, sem alþýða landsins hafði notað í sjáiístæðisbaráttu sinni um margar aldir. En hver voru þá þau vopnin, sem einna bezt dugðu? Hvert hafði þjóðin ein- mitt sótt fagnaðarerindi sitt í hinni ströngu og erfiðu baráttu. Jú, í bókmenntir sínar, sögur, tungu og þjóðmenningu. Þessi voru vopn Jóns Sigurðssonar og allrar alþýðu íslands um langan aldur. Þjóðhetjan vissi, að án þeirra var baráttan unnin fyrir gýg. Án þeirra var til lítils unn- ið, því að þessar menningarerfð- ir voru það bjarg, sem byggja skyldi á um alla framtíð. Varð- veizla þeirra og ávöxtun var því einn aðalkjarni sjálfstæðisbarátt unnar. Og svo er enn. TUNGA okkar íslendinga er dýrmætasti og hjartfólgn- asti arfur, sem við eigum. Hún VeU ancli óhrij-ar: Gleðilega þjóðhátíð. UJÚNÍ er í dag — þjóðhátíð- . ardagur íslendinga — það er vor og birta yfir náttúrunni og í hugum fólksins. Við erum í há- tíðaskapi og höfuðborgin og öll íslands byggð er með hátíðasvip. Mikil hátíðahöld hafa verið undirbúin og blöð og útvarp liafa brýnt fyrir almenningi að leggj-J ast á eitt til að gera þennan ní- unda afmælisdag hins unga is- j lenzka lýðveldis sem ánægjuleg- J astan og hátíðlegastan þannig að enginn óvirðingarskuggi falli á hátíðaljómann, sem á að hvíia yfir þessum degi. , Fyrir hvern sannan og hugs- andi íslending er 17. júní ekki að- eins kærkominn frídagur, dagur skemmtana og gleðskapar, heldur er hann honum einnig heilagt tákn þess sem hver þjóð á dýr- 1 mætast: þjóðernis hennar og þjóð frelsis, tákn þess sem er háleit ast til í þjóðarsálinni. Gerum reikningsskil. — se^’ se*’ seSÍa sumir — wþjóðerni, ' þjóðhollusta, þjóðarmetnaður — innantóm hugtök og orðagjálfur, úrelt og útslitin! En það eru einnig til aðrir — og þeir eru miklu fleiri, sem gera sér grein fyrir gildi þessara hugtaka og hugsa og breyta samkvæmt því. — 17. júní um leið og hann er okkur gleði- og hátíðisdagur ætti í rauninni að vera reikningsskiladagur hvers fulltíða íslendings, dagur er hann geri reikningsskil gagn- vart sjálfum sér: verðskuldi hann ávarpið góður íslendingur, hafi hann staðið við skyldur sínar gagnvart íslenzku þjóðfélagi, ís- lenzkri tungu, íslenzkri menn- ingu. Dagur stúdentanna. OG svo eru það nýútskrifuðu stúdentarnir. Hin æskuglöðu og vondjörfu andlit þeirra seíja sinn svip á 17. júní. Oft eru þeir fölir og þunnir á vangann eftir strit og áhyggjur langs náms og síðustu skorpunnar — stúdents- prófsins. En öllum er þeim það sameiginlegt, að þeir hafa náð settu marki. Að baki þeirra liggja menntaskólaárin, sem ef til vill stundum virtust seint ætla að líða með öllú sínu námsstauti og baksi, en þau eru einnig auðug af hugljúfum minningum og á- hyggjulausum gleðistundum í hópi góðra og glaðra skólasystk- ina ög kennara. n ^ ™ , Og stúdentarnir eru vel að hvíta kollinum sínum komnir, flestir hverjir og engin furða, þó að gleði þeirra sé mikil að próf- inu loknu. Vandi fylgir vegsemd hverri. EN vandi fylgir vegsemd hverri og svo er það einnig hjá hin- um nýútskrifuðu stúdentum og háskólaborgurum. Hinum ungu ungu menntamönnum má aldrei gleymast, að við þá eru tengdar miklar og bjartar vonir ætt- menna þeirra og þess þjóðfélags, sem séð hefir þeim fyrir mennt- un og uppeldi, og báðir þessir aðiljar eiga heimtingu á, að þeir haldi ávallt hátt á lofti kyndli menntunar og manndóms og noti gáfur sínar og kunnáttu þjóð sinni til gagns og þurftar. Á meðal hinna lífsglöðu ung- menna, sem í dag fagna yfir merkum áfanga á menntabraut- inni eru vafalaust margir tilvon- andi forystumenn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Alvara lífs- ins nálgast, hinir ungu stúdentar standa á krossgötum og það er þeirra að ákveða hvaða leið skuii velja, hvaða hlutverki þeir sxuli helga framtíð sína og lífsstarf. I En það væri samt ekki rétt að láta framtíðarþanka oð áhyggjur skyggja á stúdentagleðina hinn 17. júní. — Nógur er tíminn samt, og þessvegna syngja stúdentarnir ungu í dag, af lífi og sál: Gaude- amus igitur juvenes dum sumus. Til hamingju með stúdents- prófið! — til hamingju með 17. júní! Menntun er ekki fólgin í því að hafa les ið margar bæk ur og góðar, heldur í því að vera lítillátur og kurteis. tengir okkur við fortíðina á þann hátt, að einsdæmi eru í sögunni. Hún minnir okkur á hið órofa samhengi í íslenzkri menningar- sögu, íslenzkum bókmenntum. Hver er þá ástæða þess, að ís- lenzkan skuli vera sú þjóðtung- an, sem einna minnzt hefur breytzt í umróti liðinna alda? Jón Sigurðsson hafði svarið á reiðum höndum: Ástæðan er ekki einangrun þjóðarinnar, heldur er hana fyrst og fremst að finna „í bókmenntum vorum og bók- máii, sem þjóð vor hefur haldið við gegnum alla ævi sína í ritum og ræðum“, eins og hann kemst að orði. Og hann segir enn frem- ur: „Það eru bókmenntir vorar, sem hafa gjört, að andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og þroska nauðir lami, eins og skáldið sagði, og ef vér höldum fast við þenna grund- I völl, þá munum vér smám saman verða færir um að taka oss fram i allri verklegri athöfn, eftir því sem landi voru og þjóð vex þrek og kraftur, því menntunin er hin bezta undirstaða allrar framfar- ar“. SAG-A íslenzkra bókmennta er saga hetjulegrar baráttu lítill ar þjóðar fyrir menningarlegu sjálfstæði sínu, saga mikilla sigra — og stórra drauma. Ekki ; hafa þó draumarnir verið fólgnir ' í eftirsókn eftir auðævum og völdum, heldur löngun til að leggja hönd á plóginn, yrkja ak- ur íslenzkrar menningar og þjóð- frelsis, — gera veg fslands og I vanda sem mestan. Langt er orð- ið síðan þessi draumur vaknaði í brjósti forfeðra okkar; þeim svall móður þegar í frum- bernsku íslenzks þjóðveldis, — þeir ræktu skyldurnar við niðja sína — og sköpuðu ódauðleg lista verk. Nöfn þeirra mai'gra eru gleymd, en ætíð verður þeirra minnzt, ekki sízt á þessum degi, og forsjóninni fyrir að þakka. að þeir skyldu hafa verið íslenzkrar ættar. MIKIL vá er fyrir dyrum. Litl- ar þjóðir þurfa að vígbúast til að glata ekki sjálfstæði sínu. Við erum þó svo lánsamir, að hafa ekki þurft að verja frelsi okkar og sjálfstæði með . grá- brýndum byssustingjum. Enn sem fyrr eru vopn okkar hin sömu: Lítil staka, stórbrotið kvæði, góð skáldsaga. Og fleira hefur nú bætzt í hópinn: Gott málverk, höggmynd, — svo að eitthvað sé nefnt. Er því sannar- lega hægt að vera bjartsýnn á framtíð þjóðarinnar, framtíð ís- lands og íslenzkrar menningar- arfleifðar. Við höfum unnið stóra sigra — og eigum vafalaust eftir að vinna þá enn þá stærri, ef þjóðin missir ekki sjónar á kjarna islenzkrá þjóðareinkenna og menningar og heldur áfram að þekkja sjálfa sig í verkum beztu listamanna sinna; ef hún virðir tungu sína héðan í frá sem hingað til — og heldur fast við lýðræðishugsjón þá, er skóp hið forna þjóðveldi á Islandi. — Treystum á guð vors lands og fögnum í dag níu ára afmæli hins íslenzka lýðveldis. Strengjum þess heit að standa vörð um sjálf stæði okkar, trúa engum fyrir því nema okkur sjáifum og hafa i heiðri boðskap þess manns, sem var í senn „sómi Islands, sverð þess og skjöldur“. M. Samkomulag í Finnlandi? HELSINGFORS, 15. júní — Óvist er með öllu, hvernig stjórnar- deilunni í Finnlandi reiðir af. Þó er álitið, að stjórnarflokkarnir hafi komizt að einhverju sam- komulagi um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.