Morgunblaðið - 17.06.1953, Page 10

Morgunblaðið - 17.06.1953, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miiðvikudagur 17. júní 1953 Vér bjóðum yður ávalSt það bezta KITCHEN ASSI h'eiiniSisiirærivéSariiar frá Hobart verksmiðjunum í Bandaríkjunum eru landskunnar að fenginni margra ára reynslu. — Þær eru Sterkar og öruggar. Pantanir afgreiddar í næstu viku, nokkur stykki óráðstöfuð. Kynnið yður kosti Kitehen Aid hrærivélarinnar. Sími 80946 — Vesturgötu 2. auðveldar! Hvíti þvotturinn verður hvítari og misliturinn skýrari þegar þér notið Rinsó! Rinsó-þvælið er óviðjafnanlegt, það losar óhrein- indin algerlega — án þess að skemma — þvottur- inn verður blettalaus, hreinn og ferskur. Xil þess að ná skjótum árangri, auðvelda þvott- inn og fá hann hvítari — þá notið Rinsó. Tilvalið fyrir þvottavélar og allan uppþvott. Rinsó í mmmm ■>ý %:'■:>> >>»» ú'-'r Heiðarlegar og barngóðar stúlkur geta fengið 3ja herb. ibúð með 1 stúlku sem hefur ' barn. Barnagæzla eftir sam komulagi. Má líka vera 1 stúlka. Tilboð leggist á afgr. Mbl. fyrir helgi merkt („400 kr.) — 697“. GÆFA FYLGIR trúlofunarhring anum frá ■iigurþór dafnarstræti 4 - Sendir gegn óstkröfu. — lendið ná- cvæmt mál. — I Afgreiðslumaður ■ ■ ; Röskur maður vanur afgreiðslu bifreiðavarahluta, getur ! fengið framtíðaratvinnu í bílabúð Sambandsins. ■ ■ Eiginhandarumsókn ásamt meðmælum og upplýsingum ; um fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 27. júní merkt: ■ j „Afgreiðslumaður“. ■ m | Upplýsingum ekki svarað í síma. I 0 Samband ísl. Samvinnufélaga, | Bifreiðadeild. - AUGLÝSING ER GULLS TGILDl - jT isleikur Þorstemsson söðlusmiður 75 óru Á MORGUN h. 18. júní, er ís- leikur Þorsteinsson söðlasmiður, Lokastíg 10, 75 ára. Mér finnst þegar ég nefni 75 ár,a ð ég sé að segja ósatt. En kirkjubækurn- ar segja víst aldrei annað en það, sem rétt er. Ég hefði glaður und- irstrikað, að hann væri 60 ára, en ég verð víst að beygja mig undir það, að hann sé fæddur 18. júni 1878. Og það segir hann : sjálfur, og þess vegna trúi ég, því að ég veit að ísleikur kann ekki að segja ósatt vísvitandi. Það er ein af þeim dyggðum, sem líf hans prýðir svo mjög. Jæja vin- ur minn, þú ert þá 75 ára og í til- efni þess, langar mig að minnast þín, sem hins bezta vinar, sem ég hef kynnst um mína daga, sem lík eru um 75 ár. Ég saagði, sem hins bezta vinar og ég und- irstrika þessi orð. Og þetta segi ég eftir 25 ára reynslu mína af Isleiki Þorsteinssyni. Ég veit að ég þarf ekki að kynna ísleik fyrir Reykvíkingum eða öðrum, hann hefur sjálfur kynnt sig í gegnum sitt starf með samviskusemi og vandvirkni í öllum störfum. Þar má hann ekki vamm sitt vita og þar mælir hann bezt með sér sjálfur. Kæri vinur, ég ætla ekki að bera á þig neitt oflof, því það veit ég að er ekki þér að skapi, enda er þetta engin líkræða. En sannleikann ætla ég að segja um þig, það er það minnsta að unna öðrum sannmælis. En ég veit hvað þú vildir segja: „Hættu þessu hóli urn mig“, en ég segi nei, nú ætla ég að halda áfram og segja sannleikann um þig, þrátt fyrir ósk þína. Það er svo oft, sem að ég hef orðið að láta undan þér, en nú geri ég það ekki. Sem félagsbróðir og heim- ilisvin hef ég þekkt þig öll þessi ár og þar vantar ekkert á. I Bræðrafélagi Fríkirkjusafnaðar- ins og nú í Bræðrafélagi Oháða safnaðarins, sem er það sama og var, hefur ísleikur starfað í 23 ár og er lengi búinn að vera varaformaður og er enn. Og það sæti er vel skipað eins og alls- staðar þar, sem ísleikur starfar. Við bræður þínir færum þér okkar beztu þakkir og árnum þér heilla og blessunar á ókomnum árum. En með þessu er sagan ekki öll sögð. ísleikur Þorsteinsson á þá kosti, sem sigla í kjölfar, samviskusemi og heiðarleika hvers manns og þessir kostir eru meðal margra, gleðin og tryggðin samfara trú og trausti á lífið og tiiveruna. ísleikur er sérstakur trúmaður, hann er kirkjunnar maður í þessa orðs beztu merk- ingu og fer ekki dult með skoðun sína í þeim málum. Ég hygg að plf>ði og bjartsýni ásamt bæn og tilbeiðslu til drottins, séu sterk- i sí-u pættir i iiti hans. Af þessum kostum mótast allt líf hans og scarf. Etgum við ekki of fáa slíka? ísleikur er gleðimaður og í vinahópi lætur hann oft fjúka gamanyrði í bundnu og óbundnu máli, því hann er hagmæltur vel og er oft vandi að mæta honum á þeim vettvangi, það er mér bezt kunnugt. En í þv;, sem öðru kemur fram hans meðfæddi drengskapur. Á ég nú að hætta vinur minn? Nei ég get ekki þag- að yfir því, sem að þú helzt vildir að á væri minnst, það væri ekki rétt. Þú ert sannur íslend- ingur, já það erut ísleikur, sann- ur sonur íslands, ekki á borði, i *■ * heldur í orði. Eigum við ekki of fáa þér líka, einnig þar? Jú, vissulega. ísleikur er fæddur í Ártúnum í Rangárvallasýslu 18. júní árið' 1878. Foreldrar hans voru Þor- steinn fsleiksson frá Núpakoti undir Eyjafjöllum og Sesselja Halldórsdóttir. Frá foreldrum sínum fór hann um aldamótin til Herdísarvíkur, til Þórarins Árna- sonar og var þar vinnumaður í þrjú ár eða unz hann flutti til Reykjavíkur árið 1904 til náms í söðlasmíði hjá Jóni bróður sín- um. Samhliða námi stundaði hann sjóinn bæði á þilskipum og togurum. Hann mun hafa átt fjóra skipstjóra á þessum sjó- mannsárum sínum og er mér vel- kunnugt um hlýhug þann, sem hann ber til þeirra. En þeir voru Jón Björnsson, síðar kaupmaður á Laugaveg 33, Kristinn frá Eng- ey, Björn Jónsson, Ánanaustum, og Guðmundur Guðnason á Nyrði. Ásamt söðlasmíði hefur ís- leikur unnið við húsgagnabólstr- un, bæði hjá sjálfum sér og öðr- um. Verkstæði setti hann á stofn árið 1912. Það sama ár giftist hann fyrri konu sinni, Júlíönu Jónsdóttur frá Helluvaði á Rang- árvöllum, en hana missti hann eftir stutt^ en ástúðlegt hjóna- band. En ísleikur sá að það er ekki gott að maðurinn sé einsam- all, því árið 1927 giftist hann nú- verandi konu sinrji Fanney Þór- arinsdóttur frá Herdísarvík, dótt- ir Þórarins er hann var vinnu- maður hjá og. áður er minnst á. Með þessari sinni ágætis konu hefur hinn eignast þrjú börn, tvær dætur og einn son. öll hin mannvænlegustu börn. Ég, sem þessar línur rita, hef átt því láni að fagna að kynnast þessu heim- ili eins og að líkum lætur eftir 25 ára kynni mín af afmælis- barninu, þá vildi ég segja þetta, væru. öll heimili í Reykjavík eins og heimilið á Lokastíg 10, þá væri Reykjavík lánsöm. Ég veit vinur minn, að á þessum merkis- degi þínum, senda margir þér sínar beztu óskir og þökk fyrir' liðna tíð og ég er einn af þeim. Já, vinur ég þakka þér allt gott' frá fyrstu tíð og óska þér og konu þinni allra heilla á þessum merkisdegi þínum. En við þig lesari góður vil ég segja þetta: Viljirðu eiga góðan vin þá kynnstu ísleiki Þorsteinssyni, það gerir þig að betri manni, því svo hafa mér reynst kynni mín af honum. Lifðu heill kæri vinur. Guð blessi framtíð þína. Þinn vinur • Jón Arason. . Vespgflísar Nýkomnar hvítar veggflísar 15x15 cm. LUDVIG STORR & CO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.