Morgunblaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 1
16 síður 40. árgangur 135. tbl. — Laugardagur 20. júní 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Lækkun skatta og tolla er höfuðstefnumál Stefna Sjálfstæðisflokksins Loit&lbúncsðarmál ★ Sjálfstæðisflokkurinn telur vöxt og viðgang landbún- aðarins höfuðskilyrði fyrir menningu og efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. ★ Sjálfstæðisflokkurinn telur, að efla beri svo landbúnað- inn, að framleiðsla hans fullnægi innanlandsmarkaðinum og verði auk þess veigamikill þáttur í útflutningi þjóðar- innar. ★ Sjálfstæðisflokkurinn vill auka rannsóknir, tilraunir, fræðslu og leiðbeiningastarfsemi, er tryggi bætta ræktun lands og búfjár og notkun fullkominnar tækni við fram- leiðsluna, svo búin verði stækkuð og unnt að veita fleirum aðstöðu til sveitabúskapar. ★ Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að nægilegt lánsfé verði framvegis tryggt til framkvæmdar laga um landnám, nýbyggðir og Ræktunarsjóð. 'fc Að Alþingi afgreiði frumvarp Jóns Pálmasonar og Jóns Sigurðssonar um Stofnlánadeild landbúnaðarins. 'ÍC Að verðlagning landbúnaðarafurða verði ákveðin af Framleiðsluráði landbúnaðarins og gerðadómsákvæðið fellt niður. 'Jc Að dregið verði úr þeim sölu- og dreifingarkostnaði, sem nú er á landbúnaðarafurðum og tryggt að framleiðend- ur fái útborgað meira af verði afurðánna en nú er um leið og þær eru lagðar inn til sölu. Jafnframt verði fóðurbætir og fleiri nauðsynjar seldar með hóflegri álagningu en verið hefur. Ú" Að allar sveitir landsins fái aðgang að raforku, á sama hátt og kaupstaðir. 'Jc Að búfjársjúkdómum verði sem tryggilegast og fyrst útrýmt úr landinu og ströngum vörnum haldið uppi, svo nýir sjúkdómar berist ekki inn í landið. S jálf stæðisf ici kksins -<f> Fleiri fansrar flýj o a SEOUL, 19. júní. — Að tillögu Norðanmanna koma samn- ingsaðiljar í Panmunjom saman snemma í laugardags- morgun og ræða, að sögn Pekingútvarpsins, þýðingar- mikið atriði. f Seoul er búizt við að á fundinum komi í ljós hvaða áhrif ákvörðun Syngmans Rhees forseta, að leysa 25000 stríðsfanga úr haldi, hafi haft. í dag flúðu enn 1800 Norð- ur-Kóreumenn úr fangabúð- um S. Þ. Um 30 þeirra voru skotnir á flóttanum og fjöld- inn allur náðist aftur. Upp- lýst er að Suður-Kóreumenn við fangavörzluna skutu á fangana en ekki Bandaríkja- menn. — NTB-Reuter. stiómarkreppa PARÍS, 19. júní: — Auriol Frakk- landsforseti kvaddi leiðtoga franskra stjórnmálaflokka á sinn fund í dag, en stjórnarkreppan hefur nú staðið í mánuð. Forsetinn bað flokksleiðtogana að reyna að komast að samkomu- lagi um grundvöll fyrir stjórnar- myndun. — Reuter—NTB. Iðnaðurinn og innflufningshöítin Olafur Björnsson svarar rógi Alþýðuflokksins ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir að undanförnu verið að stagast á nokkr- um setningum, sem það hefir tekið upp úr álitsgerð, er ég samdi haustið 1938 á vegum milliþinganefndar Alþingis í tolla- og skatta- málum. Eiga tilvitnanir þessar að sanna f jandskap minn í garð iðnaðarins og þar með Sjálfstæðisflokksins, þar sem enginn full- trúi fyrir hagsmuni iðnaðarins eigi sæti ofar á listanum! I Áður en ég kem að því, að ir sig sekt um, get ég ekki látið hrekja þá útúrsnúninga úr álits- hjá líða að rekja dálítið tildrög gerðinni, sem Alþýðublaðið ger-1 þess, að ég var ráðinn starfsmað- Máiefnafátœkt Aiþýðuflokksins ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti fyrir nokkru hina harðorðustu grein, þar sem því var blygðunarlaust lýst yfir, að ríkis- stjórnin ætlaði að svíkja sparifjáreigendur um þær 10 millj. króna uppbætur, sem þeim var heitið með lögunum um gengisbreytingu o. fl. frá 1950. Hræsni og yfirdrepsskapur blaðsins var svo mikill, að það birtir árásargrein sína eft- ir að Landsbankinn hafði sent út fréttatilkynningu og lýst eftir umsóknum um uppbæturnar. Og í þokkabót eignar blaðið sjálfu sér heiðurinn af því, að bæturnar verða greiddar, með því að það birti umrædda grein! Lengra verður vart komizt í óheiðarlegum málefnaflutn- ingi, en atvik þetta ber þó öllu helzt vott um fádæma hugsjónarýrð og málefnafátækt þeirra AB-mana, er þeir neyðast til að beita slíkum vopnum. ur nefndarinnar, og ástæðuna fyrir því, að útdrætti úr álits- gerð minni var útbýtt meðal þingmanna. Sá, sem réði mig til starfa fyr- ir nefnd þessa, var Jón heitinn Blöndal hagfræðingur, en hann var fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni. Vorum við Jón skólafélagar og kunningjar frá Hafnarárum okk- ar, og veit ég að hann bauð mér þetta starf vegna þess, að honum var kunnugt um það, að atvinna mín var þá rýr, eins og gjarnan gengur um þá sem nýkomnir eru frá prófborði. En kostur hefði verið fleiri hæfra hagfræðinga til þess að taka þetta starf að sér. Af þessu leiddi, að ég taldi mér skylt að hafa um það mjög Framh. á bls. 12 Rosenberglijómn tekin af lífi NEW YORK, 19. júní: Hæsti- réttur Bandaríkjanna og Eisen hower Bandaríkjaforseti vís- uðu í dag á bug náðunarbeiðni Rosenbergshjónanna. Var af- taka hjónanna í rafmagnsstóln um í Sing Sing ákveðin á mið- nætti aðfaranótt laugardags (ísl. tími). Hæstirétturinn vísaði beiðn- inni frá með 6 atkvæðum gegn 3. — Reuter—NTB. Framsóknarflokkuripn hindraði allar tilraunir til þess á síðasta þingi EITT brýnasta hagsmunamál allra landsmanna er að dregið verði hið fyrsta úr þeim sívaxandi sköttum, sem lagðir hafa verið á þjóðina á undanförnum árum. Kröfur á hendur ríkissjóði hafa stórmagnazt um margvíslega þjónustu við almenning og fram- kvæmdir í atvinnumálum. Höft og aukin ríkisafskipti hafa aukizt hröðum skrefum og haft í för með sér sívaxandi útgjöld og þyngri skattbyrðar á almenningi. Flestum mun nú einnig þykja sem lengra verði ekki haldið á þeirri braut, og draga verði úr hinni ohóflegu skattálagningu og leiðrétta margvíslegt ranglæti í nú- gildandi skatta- og útsvarslögum. Það er fyrst á síðustu þremur árum, er Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystuna um að horfið hefur verið til aukins frjáls- ræðis í viðskiptum og athafnalífi, að skapazt hafa þau skilyrði, að hægt sé að di-aga úr skattbyrðunum. Minnkandi ríkisafskipti, aukið atvinnufrelsi og verzlunarfrelsi myndar leið til skattalækkunar, án þess að dregið sé úr verk- legum framkvæmdum og atvinnuleysi skapist og má þó betur ef duga skal og fleiri ráð til að koma. í framhaldi af þessari stefnu sinni mun Sjálfstæðisflokkurinn vinna að lækkun opinberra gjalda, að hagkvæmara skattheimtukerfi og heildarendurskoðun skatta- laganna. Munu þessi atriði verða meginskilyrði fyrir samvinnu Sjálf- stæðisflokksins við aðra flokka og er jafnframt ljóst að engin önnur lausn en víðtækar breytingar koma hér til greina. Flokknum hefur jafnan verið ljós sú þjóðarhætta, sem af því stafar að skattbyrðar sligi fjárhagsgetu almennings og hefur haft forgöngu um raunhæfar tillögur til úrbóta í þessum efnum. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins áttu frumkvæðið að því, að hafizt var handa um endurskoðun skattalaganna. Þeir Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson báru á síðasta þingi fram frumvarp um lækk- un skatta á fjölskyldufólki, skattfrelsi á lágtekjum, skattfríðindi o. fl. — Þá var og flutt að frumkvæði Jóns Pálmasonar hið merkasta frumvarp um skattfrelsi sparifjár. Gegn frumvörpum þessum báðum snerust Framsóknarmenn og varð andstaða þeirra til þess að þau náðu ekki afgreiðslu. Sýnir það hið mesta ábyrgðarleysi af hálfu Framsóknarflokks- ins, að ganga svo frá því réttlætismáli, sem almenn skatta- iækkun er. Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokkurinn í hæjarstjórn Reykjavík- ur riðið á vaðið og lækkað útsvarsstigann þannig að persónufrá- drátturinn er hækkaður um 5% og tekjur allt að 15 þús. kr. útsvarsfrjálsar. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram haráttu sinni fyrir því réttlætismáli, sem leiðrétting hinna óhæfu skattalaga er, barátt- unni fyrir lægri sköttum og aukinni fjárhagsgetu almennings. Með baráttu sinni fyrir afnámi hafta og ríkisafskipta hefur flokkurinn lagt grundvöllinn að heilbrigðri ríkisafkomu, og skapað möguleika til skatta- og útsvarslækkana. ÞEIRRI STEFNU SINNI MUN FLOKKURINN FYLGJA FRAM TIL SIGURS. Hér fara á eftir megin tillögur flokksins til úrbóta í skattamál- um: • Að skattheimta ríkis- og sveitarfélaga verði miðuð við það, að ekki sé hindruð stofnun og starfsemi nytsamra atvinnu- fyrirtækja eða dregið úr sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinga með óhæfilegum skattaálögum. • Að lækkaðir verði skattar á fjölskyldufólki, persónufrádrátt- ur aukinn, lágtekjur verði skatt- Frh. á bls. 2. Á 9. SÍÐU blaðsins í dag birtist grein eftir Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra, þar sem hann dregur fram í dagsljósið ýmsar reginfirrur og fjarstæður andstæðinga sinna. Framhald greinarinnar birtist í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.