Morgunblaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 16
Yeðurútlil í dag: % 1 Æskulýðssíða
Austan ggla. Skúrir. Sjá bls. 6.
135. tbl. — Laugardagur 20. júní 1953.
slæðisfél. í Tivoli á morg;un
O
Sjálfstæðisfólk, fjölmeiinið og gerið
hana sem glæsilegasta
A MORGUN, sunnudag, efna Sjálfstæðisfélögin til útihátíð-
ar í skemmtigarði Reykvíkinga, Tívoli. Hefst hátíðin kl. 2 e. h.,
og verður dagskráin hin fjölbreyttasta í alla staði. Er þess að
vænta, að Sjálfstæðisfólk fjölmenni á þessa útihátíð flokksins og
sýni á þann hátt styrk hans í baráttu þeirri, sem fram undan er.
-- Aðgangur er öllum ókeypis og verður kaffi á boðstólum í veit-
ingahúsinu og einnig úti, ef veður leyfir.
FJOLBREYTT DAGSKRA
Hefst samkoman með því, að kl.
3.30 leikur Lúðrasveit Reykja-
víkur. — Þá flytur Bjarni
Benediktsson, utanríkisráðherra,
ræðu, en að ræðu hans lokinni
syngur Karlakórinn Fóstbræður.
Að því búnu flytur Jóhann Haf-
stein, alþm., ræðu og síðan
syngja óperusöngvararnir Einar
Kristjánsson og Hjördís Schym-
berg, bæði einsöngva og tví-
songva. Þá flytur borgarstjórinn
í Reykjavík, Gunnar Thorodd-
j sen, ræðu, en að henni lokinni
syngja Fóstbræður aftur. Er þeir
hafa lokið söng sínum, les hinn
góðkunni leikari, Brynjólfur
Jóhannesson, upp og syngur
nokkrar gamanvísur.
| Skorað er á allt Sjálf-
stæðisfólk að fjölmenna á
útíhátíð þessa og gera hana
með því sem veglegasta.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
Beðið um náðun
ÍSLENZKIR blaðalesendur
hafa veitt því athygli, að Þjóð
viljinn hefur ekki vikið að
því einu orði, að mannúðlegt
væri að náða þá þýzka verka-
menn sem handteknir voru og
dæmdir á einum degi fyrir að
gera verkfall, fara í kröfu-
göngu og óska eftir hærri laun
um. Kemur mönnum það
nokkuð á óvænt, hve blaðið
virðist skyndilega hafa misst
meðaumkunina með dæmdum
mönnum, en vafalaust hefur
hún ekki verið til skiptanna
í upphafi. Virðist þó, að Þjóð-
viljinn ætti jremur að biðja
um náðun fyrir menn sem
dauðadæmdir eru fyrir þátt-
töku í kröfugöngu en atom-
njósnum, svo sem Rósenbergs
hjónin.
Það virðist því fulf ástæða
til að skora á menn að óska
eftir náðun fyrir þýzku verka-
mennina, sem heimtuðu frelsi
undan oki leppstjórnar Rússa,
og má stíla umsóknirnar ann-
aðhvort á Þórsgötu 1, eða til
Rússneska sendiráðsins, Tún
götu 9.
innan þriggja ára verður unnt áð
skipa í «11 prestaköli iandsins
Frá setningu prcstastefnunnar í gær
PRESTASTEFNA ÍSLANDS hófst í gær og voru margir prestar
komnir víðsvegar af landinu. Hún hófst með guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni. Þar predikaði svo Jón Auðuns dómprófastur, en biskup-
inn yfir íslandi vígði cand. thoel. Ingimar Ingimarsson, settan
prest til Raufarhafnarprestakalls.
Öilu lífi í Austur-Berlín
er huldið í júrnklóm
rússnesks vopnuvulds
!
BERLIN, 19. júní. — Borgarstjórn Berlínar hefur bannað allt
fundahald í Vestur-Berlín nema með sérstöku leyfi. Sömuleiðis
hefur Bandaríkjaher ráðið öllum liðsmönnum sínum frá ferða-'
lögum til borgarinnar nema í starfserindum. Báðir aðiljar grípa
til þessara ráða til þess að borgarlífið sé með ró og kyrrð, sem ,
þeir telja nauðsynlegt vegna óeirðanna í Austur-Berlín.
Öllu er haldið í heljarklóm rússnesks vopnavalds í Austur-
Berlín. Skriðdrekar og léttar fallbyssur eru hvarvetna til taks. 1
Reuter borgarstjóri hefur hvatt til þess að allir íbúar Vestur-
Þýzkalands heiðri minningu hinna 16 Austur-Þjóðverja, sem lét-
ust í sjúkrahúsi af sárum er þeir hlutu í götuóeirðunum, verða
grafnir. Mælzt hefur verið til þess að fánar verði dregnir í hálfa
stöng hvarvetna í Vestur-Þýzkalandi er útförin fer fram.
Á sama tíma og rússneskir skriðdrekar og rússneskir hermenn,
gráir fyrir járnum, standa í öllum hliðum milli Austur- og Vestur-
Berlínar, tilkynnir Moskvaútvarpið að óeirðirnar í Austur-Þýzka-
Iandi séu Bretum og Bandaríkjamönnum að kenna!! En ekki er
minnst á rússneska skriðdrekann, sem keyrði inn í þyrpingu
fólksins.
Er Norðanlands-
Milt
RAUFARHÖFN, 19. júní: —
Hafsíld kemur nú upp úr fiski,
sem veiðist á Þistilfirði. Sýnir
tþað, að síldin er komin á miðin.
Enginn hefur enn reynt að veiða
síld, svo vitað sé. — Einar.
íslendingur sýnir
HINN ungi listmálari, Þorsteinn
Þorsteinsson frá Reykjavík, opn-
aði sjálfstæði málverkasýningu í
París hinn 11. þ.m. Mikill fjöldi
sýningargesta kom í boði lista-
inannsins opnunarkvöldið. Létu
erlendu gestirnir mörg lofsam-
leg orð falla um sýninguna.
Góðnr síldarafli
hiá Akranesbátum
, •* i
SILD er nu um allan sjo, allt
sunnan úr Miðnessjó, inn um
Faxaflóa djúpt og grunnt og vest
ur undir jökul. — Akranesbátarn
ir, sem veiðar hófu í reknet fyrir'
skömmu, hafa aflað vel dag
hvern, eða 50—200 tunnur, eftir
nóttina. — I gær komu fimm
bátar þangað og var aflahæstur
þeirra Svanur með 130 tn. Einn
bátanna landaði í Keflavík 150
tunnum og var það Sveinn Guð- (
mundsson. Nú eru sjö bátar frá ’
Akranesi byrjaðir reknetjaveiðar .
— Oddur. I
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
Norðuriandamólið
í bridge
í GÆRDAG átti Eirikur Baldvins
son símtal við íslenzku bridge-
mennina, sem taka þátt í Bridge-
móti Norðurlanda, sem fram fer
í Árósum um þsssar mundir.
Tveimur umferðum var þá
lokið. í fyrstu umferðinni gerði
A-sveit íslands jafntefli við B-
sveit Noregs (hafði 4 yfir), en
B-sveit íslands vann B-sveit
Danmerkur (hafði 7 yfir).
f annarri umferð tapaði A-
sveit íslands fyrir A-sveit Noregs
(var 12 undir), en íslenzka B-
sveitin vann B-sveit Finnlands
(var 8 yfir).
Þriðja umferðin var hálfnuð.
í hálfleik hafði A-sveit Svíþjóð-
ar 6 punkta yfir A-sveit íslands,
en B-sveit íslands 4 yfir B-sveit
Svíþjóðar.
Skeyti til Mbl. frá NTB.
Eftir fjórðu umferð í norrænu
bridgekeppninni hafa Noregur,
Svíþjóð og Finnland 10 stig, ís-
land 6 og Danmörk 4. í kvenna
flokki hafa Svíþjóð og Danmörk
5 stig, Noregur 4 og Finnland 1
stig.
Fundur í Garði
n.k. sunnúdug
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðar til fundar í samkoinuhúsinu
í Garðinum sunnudaginn 21. þ. m. kl. 9 síðd.
Framsöguræðu flytur Ölafur Thors, formaður Sjálfstæðis- ’
flokksins. j
issti límina -
Fékk 13 punda lax
LAXINN er nú tekinn að ganga
í árnar í all stórum stíl, að því er
laxveiðimenn skýrðu blaðinu frá
i gærdag. — Töldu þeir ástæðu til
að ætla, að í hlýindunum í gær
mundi mikill lax hafa gengið.
Veiðin í Eliiðaánum hefur far-
ið vaxandi undanfarna daga. —
á þjóðhátíðardaginn var skip-
stjóri einn, alóvanur laxveiði-
maður með stöng sína í Elliða-
ánum. — Var hann að vaða út í
ána fyrir neðan brúna er hann
hrasaði við. Missti hann þá lín-
una, sem búið var að beita á, og
féll hún í strauminn. — Er skip-
stjórinn ætlaði að taka línuna
upp úr, var kippt snögglega í á
móti. — Nokkru síðar dró skip-
stjórinn upp að árbakkanum 13
punda lax.
í fyrradag var ágæt veiði í
Úlfarsá, er sex veiddust
á sömu stöngina seinni hluta
dagsins, 2 höfðu veiðst um morg-
uninn.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
Kl. 2 setti biskupinn presta-
stefnuna í kapellu háskólans,
með aðstoð dr. Páls ísólfssonar
og Þórarins Guðmundssonar. Þá
var gengið í hátíðasal Háskólans,
þar sem prestastefnan er háð, að
venju. Þar flutti biskupinn
skýrslu um störf og hagi kirkj-
unnar á liðnu ári.
Allmiklar breytingar urðu á
árinu, sem miða að auknu starfi
Þjóðkirkjunnar, og má þar telja
fjölgun presta í Reykjavík og
víðar samkvæmt síðustu lögum
um prestakallaskipun. Eru nú
færri prestaköll prestlaus en ver-
ið hefir um langt skeið. Um 40
stúdentar eru nú við guðfræði-
nám, svo að innan skamms verð-
ur unnt að skipa í öll presta-
köll landsins.
KVIKMYND Á ALÞINGI
Þá gat biskup kirkjumála á
síðasta Alþingi: Hinna nýju laga
um heimild til að hluta í sundur
prestsetursjarðirnar án þess sam-
þykki biskups eða viðkomandi
sóknarpresta og safnaða komi til
Og frumvarps Sigurðar Ó. Ólafs-
sonar um framlag ríkisins til
kirkjubygginga. Víða um landið
er unnið að byggingu nýrra
kirkjuhúsa og umbótum á hinum
gömlu.
f BOÐI BORGARSTJÓRA
Þá sátu prestarnir kaffidrykkju
í boði borgarstjóra og bæjar-
stjórnar Reykjavíkur. Þar bauð
biskupinn þrjá danska gesti vel-
komna, þá Bambæk prest f
Hróarskeldu og dr. med. Jörgen
Madsen yfirlækni, sem komnir
eru til að vinna að stofnun félags
er beiti sér fyrir samvinnu presta
og lækna, og Hasselager prest f
Kastrup. Svaraði séra Bambæk
óskum biskups og flutti kveðjur.
Biskup lagði fram skýrslur um
messur og altarisgöngur á liðnu
ári. Voru messur fluttar 4381, sem
er um 200 fleiri en árið áður.
Altarisgestir voru 6717, sem
einnig er hærri tala en á árinu
áður. Reikningur prestsekkna-
sjóðs sýndi góða afkomu og er
eign hans nú rúml. 200 þús. kr.
NEFNDARKOSNING
í allsherjamefnd voru kösnir:
Sr. Jón Auðuns, dómpróf., sr.
Þorgrímur Sigurðsson, sr. Þör-
steinn Gíslason, próf. sr.
Benjamín Kristjánsson, sr. Helgi
Sveinsson og sr. Jón ísfeld.
Kl. 5 hófust framsöguræður.
Sr. Sigurður Einarsson og sr.
Jakob Jónsson um kirkjubygg-
ingamál. Sr. S. E. flutti sköru-
legt erindi og sýndi fram á, hve
mikið er óunnið í kirkjubygg-
ingarmáluxn vorum og hve miklu
það skiptir trúarlíf og menningu
þjóðar vorrar að hér sé sköru-
lega og myndarlega tekið á mál-
unum.
Héraðsmóf Sjálfsfæðismanna í
Bolungavík og Isafirði
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á ísafirði halda héraðsmót að Uppsölum
í kvöld kl. 8.30. — Þá verður haldið héraðsmót í Bolungavík á
sunnudag. — Verður þar margt til skemmtunar, flutt stutt ávörp
og ræður.
Ávörp og ræður flytja fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins á
ísafirði Kjartan J. Jóhannsson,
frú Sigríður Jónsdóttir og Matt-
hías Bjarnason, ritstjóri. Þá
skemmta þar Haraldur Á. Sig-
urðsson og Alfreð Andrésson.
Á sunnudagskvöld verður mót-
ið endurtekið að Uppsölum kl.
9 og flytja þá ræður Kjartan
J. Jóhannsson og Símon Helga-
son. —
Þá verður haldið héraðsmót
Sjálfstæiðsmanna við ísafjarðar-
djúp, í félagsheimilinu í Bol-
ungavík á sunnudaginn kl. 4
síðd. — Þar mun Sigurður
Bjarnason alþingismaður kjör-
dæmisins, flytja ræðu og enn-
fremur flutt nokkur stutt ávörp.
— Þeir félagar Alfreð og Har-
aldur Á. munu koma þar fram
ásamt söngkonunni Jeanita Mel-
in.—
Kosningaskrrfstofur
Sjálfstæðisflokksins
KOSNINGASKRISTOFUR Sjálfstæðisflokksins í Rvík eru i
Sjálfstæðishúsinu. Sími 7100 og í VR, Vonarstræti 4 (utankjör-
staðakosning. — Símar 7100 og 2938. Skrifstofurnar eru opnar
frá 9 árd. til 10 síðd. daglega.
Utankjörstaðakosningin fer fram í skrifstofu horgarfógeta í
Arnarhvoli (nýja húsinu) frá 10 til 12, 2 til 6 og 8 til 10 dag hvern.
Á öðrum stöðum á landinu er kosið hjá hreppstjórum, sýslumönn-
um og bæjarfógetum.
Þeir kjósendur, sem búast við að dvelja fjarri lögheimilum sin-
um á kjördag, eru minntir á að kjósa sem allra fyrst.
LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER D-LISTINN.