Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 2
-2 Miðvikudagur 24. júní 1953 Fimmtudagur 25. júní 1953 ÚTVARPSRÆÐA ÓLAFS TH Framhald af hls. 1 skilningur. Við íslendingar erum sem ein fjölskylda. Af- komuhorfur og velsæld hvers einstaklíngs eru í afar ríkum mæli háðar því hvernig ná- I grannanum farnast. Hrun við ! sjávarsíðuna, þverrandi kaup- ! geta og bágindi þess fjölda, sem þar býr, mun fljótlega kveðja dyra á hverju einasta ■ sveitabýli, því á afkomunn! við sjávarsíðuna velíur verð- lag og sala landbúnaðarafurða. j Barátta Sjálfstæðisflokksins i fyrir hagsmunum útvegsins er því ekki stéttarbarátta, heldur 1 harátta fyrir alþjóðarheill. ■ Vænti ég, að þjóðin skilji svo vel sinn eigin hag, að kjósend- ur sýni það með atkvæði sínu, | að sá flokkur, sem ríkastan ! þátt hefir átt í því að afstýra j Jiruni við sjávarsíðuna, sé ■ verðugur mikils og vaxandi | trausts og verði því efldur til í enn meiri áhrifa og valda í þjóðmálum. Chtirchill varar við fcoramúrástahætíunni Ég mun nú víkja máli mínu a 5 þeim, sem berjast gegn Sjálf- sfæðisflokknum, í því skyni að varpa skýrara ljósi yfir stefnu og starf flokksins. Ég skal ekki vera margorður um kommúnista. Ég skil vel, að þfeir, sem einskis meta frelsi sitt, rrjálfrclsi, ritfrelsi, skoðanafrelsi, ajhafnafrelsi, fylgi kommúnist- uin að máli. Ég skil vel, að þeir fýlgi kommúnistum að máli, sem láta sig einu gilda, þótt hér skap- idt sú ógnaröld óttans, sem ríkir apstan járntjaldsins, þar sem hver maður er umkringdur npósnurum, þar sem faðir ákær- ir son og sonur föður og jafnvel móðir börn sín. En vilja menn þetta á íslandi? Vilja menn, að hér verði stjórnmálaleiðtogar andstæðinga kommúnista drepn- i f, en síðan þeir af kommúnista- leiðtogunum, sem í ljósi láta ein- hverja föðurlandsást eða frelsis- hiieigð, þar til þeir einir verða eftir, sem kunna að „tyggja upp á dönsku“, þ. e. a. s. að tala eins og Moskva skipar þeim að tala, og gera það eitt, sem Moskva mælir fyrir um. Ef menn vilja þetta, þá er eðli- légt, að þeir styðji kommúnista, og geri menn það, þá er eðlilegt, að þeir berjist fyrir hlutleysinu svokallaða, þ. e. varnarleysi ís- lands. Það er nefnilega alveg rett, þegar höfuðspámaður komm únista, Stalin, lýsti hlutleysinu með þessum orðum: „í hlutleysis- afstöðunni liggur viðleitni til að fullnægja þeirri ósk, að árásar- aðiljar séu ekki hindraðir í myrkraverkum sínum“. Ef menn eru sannir kommún- istar, vilja menn þetta. Aðrir, sém í andvaraleysi fylgja þeim að málum verða að átta sig á hvílíka hættu kommúnistar -nfiyndu færa yfir þjóðfrelsi ís- lgndinga, ef þeir næðu hér völd- lim. Og ekkert er heimsfriðnuih llættulegra en einmitt varnar- liysið. | Um það viðhafði elzti og reynd asti foryztumaður frelsis í veröld ihni, Winston Churchill, nýverið í ræðu sem Bússar þó mjög hafa lialdið á lofti, þessi ummæli: , „Ef við látum undir höfuð leggjast að viðhalda vörnum o'kkar, eihs Og við fremst get- Úm, mundi það lama sérhverja viðleitni til friðar, bæði í Evrópu og Asíu“. Ég læt þessi tvö vitni nægja íjegn athæfi kommúnista. Þess- rjm höfuðspámönnum, annars- ýegar ofbeldis og einræðis og hinsvegar frelsis og lýðræðis,’ ljer saman um þetta mikilsverða mál. Raddir þeirra ættu að leið- ueina þeim íslendingum, á rétt- dr brautir, sem ekki trúa sínum eigin foryztumön'num. Málið ligg- ur ljóst fyrir. Þeir, sem vilja styðja árásaraðiljana og lama sérhverja friðarviðleitni í veröld- inni kjósa kommúnista. Hinir, ssm vilja vernda frelsi síns föð- urlands, og eftir lítilli getu, bægja böli og ógnum þriðju heims styrjaldarinnar frá dyrum mann- kynsins, rísa gegn hinum komm- únistiska lýð og brjóta hann á bak aftur með aíkvæðum sinum. - Trúa á herbragð strútsins, stinga höfðinu í sandinn 1 Ég þekki lítið til starfsemi Þjóðvarnarflokksins, en mig lang ar að mega trúa því, að milli þeirra og kommúnista skilji það, að leiðtogar kommúnista viti hva® þeir gera, en þjóðvarnar- menn eltki. Ég vil mega trúa því, að það, sem veldur umbrotum þjóðvarnarmanna sé, að þeir geti ekki sætt sig við dvöl erlends hers í landinu. En hver er sá, að hann mundi ekki fagna hjart- anlega þeim degi, þegar herinn heldur brott. En flestir vitibornir menn hafa látið sér skiljast, að í rauninni eigi íslendingar ekk- ert val, eins og sakir standa. ísland verður að vera varið vegna þess, að varnarleysið býður hætt unni heim. Yfir þennan mikilvæga kjarna málsins skýzt þjóðvarnarmönn- um. Starfsemi þeirra er ekki vörn fyrir íslenzku þjóðina, heldur eru þeir að verja aðstöðu ofbeldisaðiljanna til árásar á heimsfriðinn. Þeir geta því í sannleika sagt með Páli postula: „Hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki. Hið illa, sem ég ekki vil, bað geri ég“. Enginn hefir beig af Alþýðuflokknum Um Alþýðuflokkinn get ég ver- ið fáorður, enda hefur hann ekki haft hátt um sig á kjörtímabil- inu. í lok síðasta þings rumskuðu Alþýðuflokksmenn þó við það, að fram undan væru kosningar. Þeir mönnuðu sig upp, og báru fram frumvarp eitt all skringilegt. Efni þess var, að stofnað skyldi eitt allsherjarráð, sem Alþingi átti að velja, að meiri hluta. Ráð þetta átti að hafa mjög mikið vald og þ. á. m. til þess að taka ábyrgð á verði allrar framleiðslu vöru bátaflotans, setja á inn- flutnings- og útflutningseinokun og tolla allar brýnustu nauðsynj- ar almennings og koma með því af stað nýju og öflugu bátagjald- eyriskerfi, sem Alþýðuflokkur- inn hefir þó mest fjandskapast gegn. Af þessum einstæðing Al- þýðuflokksins segir fátt. Hann fæddist í rauninni andvana og var grafinn hljóða og viðhafnar- laust í kirkjugarði gamalla og ómerkra þingplagga. Það þótti bezt hæfa þessu einka afkvæmi flokksins, sem dró sig út úr póli- tík í byrjun þessa kjörtímabils. Alþýðuflokkurinn var minnsti flokkur þings og þjóðar eftir síðustu kosningar. Síðan hefur hann, fyrrsí misst einn þingmann í aukakosningum, en síðan klofn- að. Forirrgja sinn hefur hann svikið og svipt völdum og síðan hindrað framboð hans. Fór þar saman drengskapur og hyggindi, og neituðu aðalforingjar flokks- ins af þessum ástæðum að eiga sæti í miðstjórn hans, þeirra á meðal Haraldur Guðmundsson, Emil Jónsson og Guðm. í. Guð- mundsson, en öllum þessum mönnum gaf Hannibal heitið „værukært hækjulið“. Og mál- efni á élokkurinn orðin engin, því eldurinn er slokknaður og hugsjónin dauð. Og svo mikil er niðurlæging þess flokks orðin, að hinn nýi formaður hans, maður, sem nefn- ir sig formann stjórnarandstcð- unnar á Islandi, hann skríður nú undir pilsfald Framsóknar og biður um að tryggja sér þing- sæti. Slík niSurlæging er áreið- anlega óþekkt í nokkru þing- ræðislandi. Og til þess að kóróna þennan skrípaleik, lýsir svo þessi maður fjálglega yfir: „Alþýðu- flokkurinn er eini flokkurinn, sem gengur óskiptur til kosn- inga“. Þess er ekki að vænta, að menn óítist slíkan flokk, en það er von menn brosi að honum. Ríkisskuldirnar hækka I á sex Framsóknarámm | úr 127 í 400 millj. kr. Ég vík nú að Framsóknar- flokknurtl. Framsóknarflokkur- inn telur sér sérstaklega til ágætis, að hann hafi reist við fjárhag landsins, og að hann sé sérstakur vinur bænda, sem hafi, séð hagsmunum þeirra betur ] borgið heldur en aðrir. Varðandi, fjármálin minni ég á, að þegar ; nýsköpunarstjórnin lét af völd- i um í ársbyrjun 1947 og Fram-1 sóknarflokkurinn að nýju komst í ríkisstjórnina, voru allár er- lendar og innlendar skuldir ríkis- sjóðs ekki nema 45 milljónir og útgjöld fjárlaganna voru þá ekki nema 127 milljónir. Nú eftir, að ! Framsókn hefur verið 6 ár í stjórn eru ríkisskuldirnar orðn- ar 400 milljónir króna og útgjöld j fjárlaga eru ekki lengur 127 | milljónir heldur 430 milljónir. Á þessu öllu eru auðvitað skýr- ingar, þ. á. m. þær, að ríkið hef- ur eignazt ýmsar nýjar, verð- mætar eignir, og að útgjalda- aukningin stafar að langmestu leyti af lítt viðráðanlegum ástæð um, sem mér dettur ekki í hug að ásaka Framsóknarflokkinn um fremur en það er Framsókn einni að þakka, sem betur hefur farið í þessum efnum. Framsóknarflokkurinn mun ekki sjá sér fært að mótmæla þessum tölum, enda er það ekki hægt. En hann telur sig eiga heiðurinn af því, að eftir að Ey- steinn Jónsson varð fjármálaráð- herra hefur tekizt að ná að nýju þeim jöfnuði á fjárlögunum, sem var í tíð nýsköpunarstjórnarinn- ar, og er það út af fyrir sig rétt. Um þetta er nú það að segja, að greiðsluhallalaus fjárlög voru einmitt grundvöllurinn undir stefnu þeirri, sem minni hluta stjórn Sjálfstæðisflokksins mark- aði í ársbyrjun 1950 og því af hcndi Sjálfstæðisflokksins frum- skilyrði fyrir þátttöku í ríkis- stjórn. Og ég geri ekkert lítið úr Ey- steini Jónssyni, sem ég hefi held- ur ekki tilhneigingu til, þó að ég segi frá því, að tekjur ríkissjóðs uxu um marga milljóna tugi. þeg ar, stefna Sjálfstæðisflokksins um frjálsa verzlun sigraði og vörur þar af leiðandi streymdu inn í landið og skiluðu jafnóðum toll- um í ríkissjóðinn. Ennfremur hafa ríkissjóði áskotnast tugir eða hundruð milljóna í tekjur vegna Marshall-hjálparinnar, þ. á. m. eru beinir tollar af vélum til virkjana og áburðarverksmiðj unnar nokkrir milljóna tugir. Tekjur ríkissjóðs í fjármálaráð- herratíð Eysteins Jónssonar hafa því verið gersamlega óvenjuleg- ar. Þetta hefði þó ekki nægt og allt myndi hafa farið í eyðsluhít- ina ef Sjálfstæðismenn hefðu síðan 1950 hegðað sér með sama hætti og Framsóknarmenn gerðu þegar þeir voru í stjórn, en fjár- málaráðherrann var Sjálfstæðis- maður. En þctta hafa Sjálfstæðis menn ekki gert. Þeir hafa sýnt sömu ábyrgðartilfinninguna um j að halda útgjöldum ríkissjóðs íj skef jum eftir að Eysteinn Jóns- j son varð fjármálaráðherra eins og þeir kröfðust, að Framsókn- j armenn gerðu, meðan Sjálfstæðis j maður var fjármálaráðherra. Því I kalli skyldunnar hlýddu Fram- sóknarmenn bá ekki. Það, sem nú gerir gæfumuninn er, að með því að veija fjármálaráðherra úr hópi Framsóknarmanna Iiefur Sjálfstæðisflokknum tekizt að fá Framsókn til liðs við sig um ábyrga afgreiðslu fjárlaganna. Að öðru leyti minni ég á það, sem Eysteinn Jónsson sagði ný- lega í útvarpsræðu, að „vald j fjármálaráðherra yfir fjárlögun- um er mjög takmarkað“. Þekkir enginn betur en einmitt fjármála ráðherra hollustu formanns fjár- veitinganefndar, Gísla Jónsson- ar og Sjálfstæðisflokksins í heild í þessum efnum, enda ekkert far- j ið dult með það álit, svo sem og bezt sæmir. Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfsíæðisflokknum í barátunni fyrir hagsmunum bænda Framsóknarflokkurinn leggur nú áherzlu á að færa fram mörg gögn til sönnunar umhyggjusemi sinni fyrir bændunum. Ég held þó, að það sé að því leyti óþarft að allir viðurkenna, að Framsókn beri hag bændanna fyrir brjósti og fyrir það sé þeim þökk, því ekki eru Sjálfstæðismenn þess megnugir að tryggja hag sveit- anna einir og hjálparlaust. En það nýtist oft ver að velvilja Framsóknarflokksins en skyldi, vegna þess, að flokkinn virðist skorta heildaryfirsýn og ekki skilja, að öðrum þarf að vegna vel, ef auðið á að vera að efla hag bænda. Tölurnar, sem Framsóknar- flokkurinn færir nú fram til sönnunar bændavináttu sinni eru fremur lítils virði, þó ekki væri af öðru en því, að Framsóknar- flokkurinn gleymir tölunni, sem höfuðmáli skiptir, Og sú gleymska veldur því, að öll myndin fær falskan blæ. Gleymda talan er 127 milljónirnar, sem ríkisút- gjöldin voru, er Framsókn kom í stjórn. Nú eru þessi sömu út- gjöld 430 milljónir. Það þarf því engan að undra, þótt auðið sé að verja einhverju meira til bændanna nú, þegar úthlutað er 300 milljónum meir en gert var 1946. Pétur Magnússon var mesti bændavinurinn Ég hef svo oft tætt sundur rakalausar staðhæfingar Fram- sóknarmanna um, að nýsköpunar stjórnin hafi sýnt bændum kala, eða jafnvel óvild, að ég hirði ekki að endurtaka það nú, enda þótt mér sé vel ljóst, að með þess um staðhæfingum er ætlunin að sverta Sjálfstæðisflokkinn í aug um bænda. Ég læt mér nægja að benda á, að nýsköpunarstjórnin skipaði núverandi forsætisráð- herra Steingrím Steinþórsson, í nýbyggingarráð og að hin allra merkasta landbúnaðarlöggjöf síð ari ára, var sett á tímum nýsköp- unarstjórnarinnar, sumpart fyrir hennar forystu en auðvitað allt- af að hennar vilja, því hún réði. Má um það vísa til hinna grein- argóðu skrifa Jóns á Akri, nú ný- verið, sem taka af öll tvímæli um þetta. Sjálfur hvatti ég einnig í mörgum opinberum ræðum bændurna til samstarfs við stjórnina til framdráttar hags- munamálum bænda. Er þá ótalið það, sem kannske mestu skiptir, að einn mesti bændavinur lands- ins, Pétur Magnússon, sá vitri og ágæti maður* fór þá með mál- efni landbúnaðarins. En hitt er rétt, að bændurnir hagnýttu sér ekki til fulls það tækifæri, sem þeim þá bauðst, vegna þess að Framsóknarflokkurinn dró kjark úr þeim, með andstöðu sinni gegn nýsköpunarstjórn- inni. Ólíkt höfumst við að Ég hirði ekki að ræða meir þessar minningar frá ísöldinni í sambúð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þegar kald ast var milli þessara flokka, í tíð nýsköpunarstjórnarinnar og dóm arnir harðir á báða bóga. . En með myndun stjórnar Stef- áns Jóhanns Stefánssonar fór að hlýna, og í tíð núverandi stjórn- ar hefur ísinn þiðnað. Við Sjálfstæðismenn berum forystumönnum Framsóknar- flokksins vel söguna, þótt margt hafi borið á milli og okkur þyki þeir stundum full íhaldssamir og flokkssjónarmiðin oft of rík i hugum þeirra. Því undarlegar kemur okkur fyrir sjónir sú mynd, sem blöð Framsóknarflokksins gefa af þessu samstarfi. Skal ég ekki reyna að bregða henni upp, en aðeins sýna einstaka drætti henn ar. — Eftirgjafirnar til Búnaðarbankans Þess er fyrst að geta, að Fram- sóknarflokkurinn virðist leggja á það megin áherzlu að telja þjóðinni trú um, að Sjálfsíæðis- flokkurinn sé fjandsamlegur öll- um hagsmunamálum bænda, rétí eins og hagsmunum sveitanna væri því betur borgið sem stærstí flokkur þjóðarinnar væri þeim andvígari. Segist Tímamönnum svo frá, að Framsóknarflokkurinn verði jafnan að kaupa okkur til fylgis við málefni bændanna. Nefndi hann nýverið sem dæmi þessa frumvarpið um 30 millj. kr. eftir- gjöf á lánum ríkisins til Búnað- arbankans, og sagði andstöðu Sjálfstæðisflokksins gegn því máli táknræna fyrir fjandskap- inn í garð bændanna. Hvað var það nú, sem gerðist í því máli. Það var þetta. Á síðasta þingi flutti Ásmund- ur Sigurðsson tillögu, sem efnis- lega hné að þessu sama. Fram- sókn tók snöggt viðbragð og lét 3 þingmanna sinna flytja um þetta frumvarp tveim dögum síð- ar. Hygg ég, að Ásmundur muni hafa flutt tillögu sína í áróðurs- skyni en Framsókn hinsvegar áð- ur haft hug á að flytja málið, þótt ekki viti ég það með vissu, né nokkru sinni væri á það minnst í ríkisstjórninni, sem þó hefði verið hið eina rétta, ef sig- ur málsins var aðalatriðið, ers ekki flokkslegur ávinningur. Að sjálfsögðu var þetta frum- varp Framsóknarmanna rætt í Sjálfstæðisflokknum sem önnur stærri mál þingsins. Kom strax í ljós, að allir þingmenn sveit- anna voru málinu eindregið fylgj andi. Nefni ég þar til Pétur Otte- sen, Jón á Akri, Gísla Jónsson, Jón á Reyíiistað, Ingólf á Hellu, Sigurð Bjarnason, Sigurð Ólafs- son, Magnús á Mel, Sigurð Ágústsson, Þorstein Þorsteinsson. Sjálfum mér get ég vel bætt í þennan hóp, enda hef ég nú um nær þriggja áratugaskeið, notið stuðnings flestra bænda í mínu kjördæmi. Þessir menn ráða stefnu Sjálfstæðisflokksins í mál efnum bænda ef þeir eru flestir á einu máli, hvað þá allir svo sem hér var. Ég tilkynnti því Ey- steini Jónssyni, að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi láta samþykkjá þetta frumvarp á þinginu, sem og var gert. Um fylgi okkar við>' málið kom því aldrei til neinnas samninga og enn síður kaupskap ar, af þeirri einföldu ástæðu, a® eftir því var aldrei leitað. Það eitt er því rétt í frásögn Tímans um þetta mál, 'að af- greiðsla þess er táknræn fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins gagnvart hagsmunamálum land- búnaðarins. Við flytjum skyn- samlegar tillögur til úrbóta fyr- ir bændur, og við fylgjum með jafn glöðu geði slíkum tillögum, þótt þær séu bornar fram af öðrum, eftir því sem fjárhags- geta ríkissjóðs frekast leyfir. Óþægileg spurning Við gerðum Framsóknarflokkrj um þann grikk að spyrja þá hverju verði þeir hefðu keypt fylgi okkar við málefni bændaL Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.