Morgunblaðið - 25.06.1953, Side 7
Fimmtudagur 25. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
7
Útgjöld ríkisins hain farið milljónatugi fram úr óætl-
un nndir stjórn Framsóknar
---------«
Yfirklór Tímans
TÍMINN segir í gær fréttir Morgunblaðsins af aðalfundi
KEA „vera stórlygar“. í frétt Mbl. var skýrt frá því, að
eyfirzkir bændur hefðu gagnrýnt of háa álagningu KEA
á fóðurvörum og jafnframt, að arður af ýmissi vöru-
sölu hafði ekki verið greiddur fyrir s. 1. ár.
Tíminn hrekur ekki eitt orð af frétt þessari, en fellur
sjálfur í hina dýpstu gryfju blekkinga og siðleysis i blaða-
mennsku. Birtir blaðið töflu, sem á að sýna að verðlag hjá
KEA á fóðurvörum, var svipað í apríl og maí og hjá kaup-
mönnum. Er það og satt og rétt.
Hitt þegir blaðið um, sem er kjami málsins, að fyrir ára-
mót í vetur seldi KEA fóðurvörur svo dýru verði til bænda,
að þeir stofnuðu sín eigin pöntunarfél. í Eyjafirði og keyptu
fóðrið miklum mun ódýrara frá heildsölum í Reykjavík.
Alllöngu seinna brá félagið við og lækkaði það verð sitt
á fóðurvörunum, nokkru eftir áramót, niður að hinu eðli-
lega verði kaupmanna. Það er því bágborin afsökun hjá
Tímanum og Degi, að í apríl og maí hafi verð fóðurvar-
anna verið hóflegt, þegar eyfirzkir bændur höfðu unnið
bug á okri félagsins með frjálsum samtökum sínum!
Sem dæmi má taka, að kílóið að „Hominy Feed“ kostaði
í upphafi kr. 2.40 hjá félaginu, en lækkaði svo niður í kr.
1.95, sem það kostar nú. Hefur félagið þannig ætlað sér
að græða nær hálfri krónu á hverju kílói eða kr. 450,00 á
hverju tonni og munar um minna.
Finnst Tímanum og Degi það svo furða, að eyfirzkir
bændur skuli óska eftir lægri álagningu á landbúnaðar-
nauðsynjum sínum?
Farmgjaldabrask S.Í.S.
SIS leynir' þ ví hver sé
leigan fyrir olíuskipin
Skip nýlega leigt með „einkaskilmálum",
sem enginn fær að sjá.
NÚ HEFUR SÍS gripið til þess ráðs að fela algerlega með hvaða
kjörum það leigir olíuskip til íslandsferða.
í fréttariti skipamiðlaranna S. A. Long Inc. frá 19. júní s. ].
er þess getið að ónefnt olíuskip hafi verið leigt til íslandsferðar
frá Aruba og lestar það 15.—20. júlí n. k. Er hér um skip á veg-
um SÍS að ræða.
Tekið er fram að hið nafnlausa skip sé þannig leigt að
um einkaskilmála (private terms) sé að ræða og því ekki
vitað um leigumálann.
Eftir að komizt hefur upp að SÍS hefur skýrt rangt frá
skipaleigum vegna þess að hinar réttu tölur hafa verið birt-
ar í erlendum ritum, þá hefur SÍS nú sett undir þann leka.
Nú er hvorki gefið upp nafn skips né leiguupphæð. Nú
á enginn framar að fá að vita hvað SÍS nælir sér í af
leigunni á olíuskipum með aðstoð herranna í leppfyrirtækj-
unum Cosmotrade og Union Gulf.
Enginn veit hverju SÍS er nú að leyna, hvað leigan er há og
hvað mikið á að fela fyrir vestan.
Leigunni á „Perryville“ hefur líka verið haldið leyndri. Þar hafa
SÍS og leppfyrirtækin vestra sennilega klófest ekki minna en
eina milljón íslenzkra króna í skjóli leyndar og leppmensku.
Hvað græða nú þessir aðilar á leigu hins nafnlausa skips,
sem leigt er með „einkaskilmálum“, sem enginn má sjá?
Eitt er þó víst. íslenzkir útvegsmenn og aðrir notendur olíunn-
ar munu nú enga endurgreiðslu fá enda er öll þessi leynd á
nafni skipsins og leigunni til þess gerð, að til slíkrar endurgreiðslu
þurfi ekki að koma svo ekki fari eins og þegar SÍS neyddist til
endurgreiðslu á hundruðum þúsunda króna vegna þess að svo
vildi til að hinnar réttu leigu á „Sabrina“ var getið í erlendum
ritum um skipsleigur, svo að svikin komust upp.
Forstjórinn, Vilhjálmur Þór og annar forstjóri olíusam-
steypu SÍS, eru báðir nýlega komnir úr skyndiferð til New
York og fyrstu fregnirnar, sem berast um skipsleigur SÍS,
eftir þau ferðalög, eru um ónefnt skip og „einkaskilmála“!
„Tíminn“ er hættur að þora að segja eitt einasta orð um farm-
gjaldabrask SÍS, heldur þegir dag eftir dag og þó er blaðið gefið
út með tilstyrk SÍS. Á þessu sést að vandi blaðsins er mikill, enda
eru kosningar eftir fáa daga.
„Tíminn“ hefur í áratugi úthrópað Reykjavík og Reykvíkinga
og kallað þá fjárglæframenn eða sníkjudýr.
Reykvíkingar hafa jafnan kvittað fyrir þessa viðleitni með
því að reka Tímaliðið af höndum sér á kjör.degi.
Það tókst þar til við síðustu kosningar.
En á sunnudaginn kemur munu Reykvíkingar á verðug-
an hátt vísa SÍS-listanum til föðurhúsanna, því slíkt fólk
hefur ekkert á Alþing að gera í nafni Reykvíkinga.
Þvættingur Tímans
um S. V. R.
í TívoliferSum
TÍMAMENN hafa undanfarna
daga látið sér mjög tíðrætt um
einhverja misnotkun Sjálfstæðis-
flokksins á Strætisvögnum
Reykjavíkur. — Það kannast eng
inn, sem til þekkir, við þessa
sögu Tímans. í gær segja þeir á
forsíðu, að þessi misnotkun hafi
vakið verðskuldaða reiði og fyr-
irlitningu. — Þetta á að hafa
gerzt á sunnudaginn, í sambandi
við hinn glæsilega útifund Sjálf-
stæðismanna í Tivolí. Segir Tím-
inn að strætisvagnar hafi annazt
flutning fólks. Hér er farið með
helberan þvætting og algjör ó-
sannindi. Strætisvagnar Reykja-
víkur önnuðust enga flutninga
suður í Tivolí fyrir Sjálfstæðis-
flokksins. — Forstjóri þessa fyr-
irtækis, Eiríkur Ásgeirsson, hef-
ur beðið blaðið fyrir eftirfarandi
leiðréttingu á ósannindavaðli
Tímans:
„Dagblaðið „Tíminn“ birtir í
gær og dag á fremstu síðu fréttir
um það, að strætisvagnar Reykja
víkur (þeir nýjustu!) hafi verið
notaðir í þágu Sjálfstæðisflokks-
ins við flutning á fólki á sam-
komu Sjálfstæðismanna í
„Tivolí“ s.l. sunnudag.
Hið sanna í málinu er hinsveg-
ar þetta:
E’erðaskrifstofan „Orlof h.f.“,
sem tekið hafði að sér að flytja
presta og konur þeirra að Bessa-
stöðum s.l. sunnudag, fór þess á
leit við mig, að Srætisvagnar
Reykjavíkur hlypu hér undir
bagga, því svo illa hefði tekizt til
að bílar þeir, sem nota átti í þetta
ferðalag, brugðust á . síðustu
stundu, en ekki var mögulegt að
útvega aðra bíla á þessum degi.'
Undir þessum sérstæðu kring-
umstæðum féllst ég á að lána
ferðaskrifstofunni 2 strætisvagna
enda var hér um að ræða þann
tíma dagsins, sem fólk ferðast að
jafnaði lítið á. Ennfremur var hér
um að ræða ferðalag, sem full-
víst var að tæki ekki lengri tíma
en þrjá stundarfjórðunga.
Hér mun því sannarlega vera
um hraparlegan misskiining að
ræða, því Strætisvagnar Reykja-1
víkur, aðrir en þeir, sem voru í
akstri á föstum leiðum í bænum, I
óku s.l. sunnudag prestum og >
konum þeirra að Bessastöðum, en
EKKI fólki á vegum Sjálfstæðis- ,
flokksins í „Tívolí“. Þessi ósann-
indi Tímans, er spegilmynd af
málflutningi blaðsins nú fyrir
kosningarnar.
Reykjavík 24. júní, 1953.
Eiríkur Ásgeirsson.
Svölun „séra"
Gunnars
„HANN er lindin, sem alþýðan
liefur teygað úr þrek og hugrekki
gagnvart skelfingum og sprengj-
um brjálaðra andstæðinga“.
Þannig fórust „séra“ Gunnari
Benediktssyni orð um Þjóðvilj-
ann þar í blaði hinn 18. apríl 1950.
Hvernig halda menn, að Þjóð-
vilja-lindin mundi hafa svalað
verkamönnum og allri alþýðu í
Austur-Berlín ef þeir hefðu þurft
að sækja þangað „þrek og hug-
rekki“ í baráttu sinni við „skelf-
ingar og sprengjur brjálaðra and-
stæðinga“.
v. y
Eysteinn Jónsson lýsir því yfir, að það
sé„útfblálnn" aðsnara.
HÖFUÐINNTAKIÐ í ræðu Eysteins Jónssonar við út-
varpsumræðurnar í gærkvöld var hrós um fjármálastjórn
hans sjálfs. Tíminn hefur og sungið sama sönginn undan-
farna daga af miklum móði.
Heldur skýtur þó þetta oflof Framsóknarmanna á ráð-
herra sínum skökku við staðreyndir málsins. Sannleikur-
inn er sá, að útgjöld ríkissjóðs hafa aukizt meira í tí9
Eysteins, heldur en fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, og umframgreiðslur sízt orðið minni. Og enn er það>
óhrekjanleg staðreynd, að það, sem hagur ríkissjóðs hefur
batnað óumdeilanlega í tíð Eysteins er ekki vegna ráS-
deildarsemi hans, heldur af öðrum ástæðum. Allt tal
Framsóknarmanna um fjármálavizku Eysteins, föðtur
haftanna, er því út í bláinn, enda liggur hans eigin viður-
kenning fyrir því að svo sé.
RÁÐHERRANN VIÐURKENNIR
Skal hér nú sýnt fram á hve útgjöld ríkissjóðs hafa mjög aukizÞ
í fjármálatíð Eysteins.
Árið 1951 fóru útgjöld rikissjóðs hvorki meira né minna cb»
43 millj. kr. fram úr áætlun.
Tekjurnar jukust að vísu einnig, en það kom ekki til fyrir tit-
verknað Eysteins, eins og sjá má af umframgreiðslum ársins^,
beldur af hinum stóraukna innflutningi, sem stafaði af því, að*
írjálsari viðskiptahættir voru teknir upp að frumkvæði Sjálf-
stæðisflokksins og slakað á innflutningshöftunum. Þar af leiðandi
sköpuðust auknar tekjur af hinní nýju fjárhagsstefnu Sjálfstæðis-
manna, bæði af auknum verðtoíli og söluskatti.
Þetta viðurkcnnir Eysteinn sjálfur í fjárlagaræðu sem bania.
hélt 8. okt. 1951.
Batnandi viðskiptakjör þjóðarinnar og verzlunarfrelsið, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði komið á, hlupu því undir bagga með Ey-
steini þetta árjð.
Árið 1952 fóru gjöld ríkissjóðs að því er komizt verður næst,
einnig um 80 millj. krónur fram úr áætlun.
EYSTEINN NEITAR AB SPARA
Það sem hér hefur verið rakið sýnir berlega, að það sem áunit-
izt hefur í þá átt að bæta hag ríkissjóðs, stafar ekki af fjármála-
snilld Eysteins Jónssonar, heldur miklu fremur hinu, að Sjálf-
stæðisflokkurinn krafðist þess við stjórnarmyndunina, að fjárlög-
in yrðu afgreidd hallalaust.
Með góðu samstarfi ríkisstjórnarinnar og óvæntum tekjuauk-
um sökum viðreisnartillagna Sjálfstæðismanna, hefur því lánazt-
að bæta hag ríkisins svo nokkru nemur.
Annars nægir að vitna í uramæli Eysteins sjálfs til þess að
hrekja skrif Tímans ura sparnað Framsóknar og hagsýni Eysteins.
í fjárlagaræðunni 1951 segir Eysteinn: „Þessi greinargerð um-
útgjöld ríkissjóðs, þótt ekki sé ítarlegri, sýnir það alveg svart »
hvítu, svo að ekki verður um deilt, að allt tal um, að hægt sé
að lækka ríkisútgjöláin um marga milljóiiatugi með því að fell»
niður það sem kalla mætti óþarfa kostnaðarliði í starfrækslu ríkis-
ins, er alveg út í bláinn.“
Hér sést „sparnaðarvilji“ Framsóknarflokksins áþreifanlega, svo
ekki verður um villzt, og ætti Tíminn að láta sér þessi ummæll
Eysteins sjálfs að kenningu verða, hætía að rógbera Sjálfstæðis-
menn fyrir fjármálastjórn þeirra og gæta jafnframt þess velsæm-
is að láta minna yfir þætti Eysteins Jónssonar í fjármálum ríkisins.
Ef viðreisnaríillögur Sjálfsfæðismanna í efnahagsmál-
um, sem minnihlutastjórn þeirra bar fram 1850 og núver-
andi stjórn hefur unnið að framkvæmdum á, hefðu ekki
verið virtar, væri ríkið nú í ókleyfu skuldafeni, og hafta-
ógöngum þeim, sem Framsóknar og Alþýðuflokkurintt
leiddu vfir þjóðina fyrir tveimur áratugum.
iógur Alþýðublaðs-
ius um iðnaðinn
ALÞÝÐUBLAÐIÐ geypar mjög
um það hvílík starfsmannafækk-
un hafi orðið í iðnaðinum í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Skeytir
blaðið þar lítt sannleikanum.
Það er hins vegar staðreynd,
svo sem sýnt var fram á hér í
blaðinu í gær, að sex ára iðnað-
armólaráðherratíð Emils Jóns-
sonar rann til sjávar án þess að
hann gerði hið minnsta fyrir þarf
ir iðnaðarips í landinu, sem þoldi
þá bæði höft og innflutnings-
, hömlur af hálfu Alþýðuflokksins.
j í tíð núverandi iðnaðarmála-
: ráðherra hafa nokkrar iðngrein-
j ar og „gerfiiðnaður“ sem þróað'-
'ist hér í skjóli haftanna, verið
j lagður niður. Má þar telja m. a.
ýmsar saumastofur, sem seldu.
' almenningi vöru sína í dýrri
keðjuverzlun, en misstu vinm*
þegar efni voru flutt til landsins
I Framh. á bls. 12