Morgunblaðið - 25.06.1953, Síða 9
Fimmtudagur 25. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Myndin var tekin 17. júní í Austur Beriín og sýnir austur-þýzkan verkalýð krefjast þess að frjáls-
ar kosningar verði haldnar í Iandinu og kommúnistastjórnin fari frá völdum meðan rússneskt her-
lið í brynvörðum bifreiðum tekur sér varðstöðu í borginni.
Stjórn konunúnista sæti ekki við
völd væri hún ei varin af rúss-
neskum byssustingjum
Kaupmannahöfn í júní 1953
— KOMMÚNISTASTJÓRNIN í
í Austur-Þýzkalandi hefði verið
rekin frá völdum, ef rússneski
herinn hefði ekki skorist í leik-
inn. Rússneskir skriðdrekar björg
uðu austur-þýzku kommúnista-
stjórninni.
Þetta sagði Erich Ollenhauer,
leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna,
þegar blaðamenn hittu hann að
máli í Kaupmannahöfn h. 22. þ.
m. og spurðu hann um uppreisn-
ina gegn kommúnistavaldhöfun-
um í Austur-Þýzkalandi. Ollen-
hauer kom til Hafnar til að sitja
þar ráðstefnu danskra jafnaðar-
manna. Hann var ekki nema einn
dag í Höfn, flýtti sér þaðan heim
til Vestur-Þýzkalands, sumpart
vegna ástandsins í Austur-Þýzka-
iandi og sumpart vegna þess að
stjórnmálamenn eru farnir að
búa sig undir þingkosningar í
Vestur-Þýzkalandi á komandi
hausti.
Blaðamönnum gafst þó færi á
að tala við hann stutta stund í
íþróttahúsinu, þar sem ráðstefn-
an var haldin. Ollenhauer er cið-
kunnanlegur maður. Hann er
lítill vexti og reykir látlaust
píbu.
BRÉFIÐ OG KRÖFUGANGAN
— Var uppreisnin gegn austur
þýzku valdhöfunum skipulögð
löngu fyrirfram?
— Nei. Það var nú síður en svo.
Hún kom öllum á óvart. Ég flaug
strax til Berlínar, þegar óeirð-
irnar hófust og hafði tal af mönn-
um, sem vissu nákvæmlega, hvað
gerst hafði frá upphafL
Þetta byrjaði á Stalin-stræt
inu í Austur-Berlin. Þar láta
Rússar reisa nokkur stórhýsi.
80 verkamenn, sem vinna við
þessar byggingar, ákváðu að
senda austur-þýzku kbmmún-
istastjórninni mótmælabréf út
af tilskipun, sem rýrði kjör
verkamanna. Upphaflega átu
tveir verkamenn að fara á
fund stjórnarinnar með þetta
bréf. En félagar þeirra óttuð-
pst, að þessir tveir menn
mundu ef til vill aldrei koma
aftur. Ákváðu þeir því að fara
allir 80 með mótmælabréfið til
stjórnarinnar.
Þarna var því upphaflega ein-
göngu um mótmæli gegn rýrð-
um vinnukjörum að ræða. En
þegar þessir 80 verkamenn voru
Júní-byítingin breidditi ú! ti! allra
borga Auslur-Þýzkalands.
Samial við Erich Ollenhauer, foringja
jafnaðarmannaflokks Þýzkalands.
Erich Ollenhauer
laggðir af stað, þá bættust fljót-
lega aðrir við í kröfugönguna,
verkamenn og annað fólk, sem
af tilviljun var á götunni. Þús-
undir og aftur þúsundir bættust
við í hópinn og hrópuðu: Burtu '
með kommúnistastjórnina. Svo
að segja af sjálfu sér skapaðist
þarna stórkostleg pólitísk mót-
mælaalda, sprottin af frelsisþrá
fólks, sem árum saman hefur átt
við kúgun og harðstjórn komm-
únistavaldliafanna að búa.
STJÓRNIN SÁ SITT
ÓVÆNNA
Kommúnistastjórn Grotewohls
og Ulbrichts gátu ekki við þessa
uppreisn ráðið. Sama er að segja
um austur-þýzku alþýðulögregl-
una. Hún reyndist eins einskisnýt
og kommúnistastjórnin sjálf.
Áður en langt úm leið varð
Rúsum ljóst, að kommúnista-
stjórnin var í yfirvofandi hættu.
Þeir sáu fram á, að múgurinn
mundi ryðjast inn í stjórnarbygg
ingarnar og reka Grotewohl og
félaga hans frá völdum. Þá skarst
rúsneski herinn í leikinn og skaut
hlýfðarlaust á verkamenn. Og
Rússar létu herlög ganga í gildi
í landinu. Með þessu var ástand-
ið gjörbreytt. Vopnlausir verka-
menn gátu ekki barist við rúss-
I neska skriðdreka.
| Eftir h. 17. júní hefði kommún-
! istastjórn ekki setið við völd í
' Austur-Þýzkalandi, ef Rússar
hefðu ekki veitt henni hjálp. Án
þessarar hjálpar hefði nú verið
lýðræðisstjórn í öllu Þýzkalandi.
• Uppreisnin austur-þýzka sýndi
, að nýju glögglega, að ofbeldis-
stjórn kommúnista hefur ekki al-
menning í landinu með sér.
SKOTIÐ Á MÚGINN
— Breiddist þessi uppreisnar-
alda ekki til margra annarra
borga í Austur-Þýzkalandi?
— í hverri borg var stofnað til
mótmæla gegn kommúnistavald-
höfunum. í Magdeburg voru t. d.
margir teknir fastir. Gekk þá
hópur manna til lögreglustjór-
ans og krafðist þess, að þessir
menn yrðu látnir lausir. En þar
var þá — eins og í mörgum öðr-
um austur-þýzkum bæjum —
skotið á múginn. Margir biðu
bana og ennþá fleiri særðust.
Tveir voru leiddir fyrir herrétt,
dæmdir til dauða og strax teknir
af lífi.
Jafnvél menn við þrælavinnu
í úrannámunum voru svo djarfir
að stofna til mótmæla gegn
kommúnistavaldhöfunum.
AÐRIR MEÐ FÆRRI ÓDÁÐA-
VERK Á SAMVIZKUNNI
— Við hverju er nú að búast í
Austur-Þýzkalandi á næstunni?
— Það er erfitt að spá nókkru
um það. Sem stendur setja hand-
tökurnar svip sinn á ástandið í
landinu. Við vitum ekki, hvé
margir hafa verið teknir fastir.
Framhald’ á bls 10
■i ;
Molar um útvarps-
umræðurnar
HVARVETNA þar sem út-
varpsumræðurnar bar í tal
manna á milli í gær voru all-
ir sammála um, að þrír ræðu-
menn hefðu staðið sig lang-
samlega verst, þeir Óskar
Norðmann, Ásgeir Ásgeirs-
son frá Fróðá og Gunnar M.
Magnúss. Þótti mönnum þar
ekki mega á milli sjá og tveir
hinir síðari þó ef til vill öllu
aumari.
Óskar Norðmann lét sér
nægja að lesa upp stefnuskrá
flokksins með fyrirsögnum og
nokkrum innskotum frá sjálf-
um sér. Stefnuyfirlýsingin
hafði birst fyrir nokkrum vik-
um og að vonum vakið litla
athygli, því að í henni er ekk-
ert nýtt. Flest atriðin býsna
vatnsblandin uppsuða af
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Upplesturinn tókst Óskari
ekki óliðlega, enda er hann
æfður söngmaður og sýnist
litið annað hafa til mála að
leggja.
Mesta athygli vakti, að
hann sleppti þeim kafla, sem
fjallar um utanríkismál. Þá
tók Ásgeir Ásgeirsson frá
Fróðá við. Kunnugir segja, að
hann hafi ekki getað sofið
vorið 1940 af því að hann hafi
þá vonast eftir innrás Þjóð-
verja þá og þegar. Nú var
erindi Ásgeirs það, að afneita
allri þátttöku íslands í alþjóða
samtökum og sérstaklega að
heimta, að allar varnir væru
numdar úr landinu.
BIÐLAÐ TIL
KOMMÚNISTA
Ekki er kunnugt, hvort
formaður flokksins, Óskar
Norðmann, vissi hverju Ás-
geir ætlaði að halda fram.
Hitt er öllum ljóst, sem Ies-
ið hafa stefnuskrá flokksins,
að ræða Ásgeirs var henni
alveg andstæð. Flokkurinn
talar þar um að endurskoða
þurfi varnarsamninginn og
slær því föstu, að hann eigi
að gilda áfram með þeim
breytingum, sem um er talað
og engin efnisleg grein er þó
gerð fyrir.
JÓNASARNIR ÞRÍR
Það er einnig kunnugt, að
aðal ráðamenn flokksins, þeir
Jónas Jónsson og Jónas Guð-
mundsson, hafa verið allra
manna ákveðnastir í því að
heimta varnir hér á landi.
Verður þessvegna ekki ann-
að séð en að flokkurinn sé
nú þegar klofinn í einu aðal
deilumálinu við kosningarnar
og því, sem ráða hlýtur ör-
lögum þjóðarinnar á næstu
árum. Hefur sjaldan eða
aldrei verið svo ógiftusam-
lega af stað farið, eins og þeg-
ar einn af málssvörum flokks
tala á móti yfirlýstri stefnu
hans í aðalmáli í fyrsta skipti,
sem flokkurinn kemur fyrir
alþjóð.
Flesta grunaði, að mjög
væri af vancfnum stofnað til
þessarar flokksmyndunar, en
fæstum mun hafa komið til
hugar, að eymdin væri svo
ömurleg sem nú hefur opin-
berazt.
STÉTT ARBRÆÐ UR
GAGNRÝNDIR
Alfreð Gíslason hélt
ekki ófróðlega tölu um
sjúkrahúsmál við útvarpsum-
ræðurnar. Fæstir skildu þó,
hvernig sá fyrirlestur átti að
verða flokki hans að gagni,
einkum þegar litið er á þær
stórfelldu framkvæmdir í
heilbrigðismálum, sem
Reykjavíkurbær hefir nú með
höndum en landlæknir fyrr-
verandi og ef til vill núver-
andi flokksbróðir Alfreðs,
hefur reynt að hamla móti
með öllum ráðum.
Alfreð hefði þó betur haldið
sig að þessum fræðum einum.
Hann minnkar sjálfan sig að
mun og setur blett á lækna-
heiður sinn með því að ráð-
ast á ríkisstjórnina fyrir, að
hann hafi orðið var við, að
einhverjir varnarliðsmenn
væru hér á sjúkrahúsum.
Auðvitað er það ekki ríkis-
stjórnin, sem kveður á um,
hverjif fara á sjúkrahús, helcl-
ur eru það hlutaðeigandi
læknar. Alfreð var þessvegna
með þessu að ráðast á stéttar-
bræður sína með hinu ó-
drengilegasta móti.
VILL HANN NEITA
LÆKNISHJÁLPAR
Almenningur mun og seint
láta sér skiljast að ekhi mcgi
skjóta Bandaríkjamanni hér
inn á sjúkrahús eins og hverj-
um annarrar þjóðar mönnum.
Það er kunnugt, að læknar
varnarliðsins eru með öllum
tækjum sinum reiðubúnir til
að hjálpa, hvenær sem þcir
geta, og eru það sannarlega
kaldar kveðjur, sem fram-
bjóðandi Alþýðuflokksinu
sendir þessum stéttarbræðr-
um sínum nú.
Fjölmargir fslendingar hafa
og fengið aðgerðir og legið' um
sinn á sjúkrahúsum varnar-
liðsins. Nemur það miklu
meira en því, sem þeirra
menn hafa komið á okkar.
Hvernig mundi íslendingum
þykja ef meina ætti þcim
aðgang að sjúkrahúsum cr-
lendis, ekki síst ef þeir cru
þar staddir útsendir af stjórn
sinni með samþykki réttra
stjórnvalda í þvi landi? Slíkt
mundi þykja hart aðgöngu og
engri siðaðri þjóð samboðið.
Sagt er að Alfreð Gíslason
sé skikkelsismaður, en hér
hefur honum illa fatast. Hann
hefur sjálfur augljóslega
sannað, að stjórnmálin evu
honum ofviða með öllu, cnda
munu Reykvíkingar forða
honum frá frekari afskiptum
af þeím.
LITLA FRAMSÓKN
HANNIBALS
Hannibal Valdimarsson var
að vísu ýfið burðugri í útvarps-
umræðunum en Varðbergsmcnn
og Gunnar M. Magnúss, Þar
mátti þó ekki miklu muna. Flcst-
ir munu hafa vorkennt Hannibal,
þegar hann andvarpaði, «ð Al-
þýðuflokkurinn „væri lítill en
þyrfti að verða stór“.
Þetta er hverju orði sannara,
ef Hannibal miðar við sína einka-
hagsmuni og valdadrauma. En
allur almenningur lítur öðru vísi
á.
Alþýðuflokkurinn er lítill af
því, að menn hafa af honum dap-
urlega reynslu og sannarlega
bætir hin nýja forysta ekki um.
Lærdómsríkast var, að þótt
Hannibal talaði um aukna þing-
mannatölu Alþýðuflokksins
byggjast vonir hans ekki á aukm*
fyigi .heldur á því, að nýju flokk-
arnir fengi svo og svo mörg þús-
und atkvæði án þess að kem»
nokkrum þingmanni að. Leyndi
það sér ekkj, að Hannibal var sér-
staklega hróðugur yfir framboð*
„litlu Framsóknar“ eða Lýðveld-
isflokksins svokallaða. Vonað*
hann að þetta yrði til þess að
svifta Sjálfstæðismenn svo mörg-
um atkvæðum, að Framsókn og
Alþýðuflokkurinn gætu sarnan
fengið hreinan meirihluta.
ILLUR ÓFARNAÐUR
Af þessum ástæðum skrifaí
Helgi Sæmundsson nú bæði *
Varðberg og Alþýðublaðið og teh
Framh. á bls. 12