Morgunblaðið - 30.06.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur 143. tbl. — Þriðjudagur 30. júní 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundurtil bráðabirqða ! LUNDÚNUM, 29. júní. — Yegna heilsubrests Churchills, forsætis , ráðherra Breta, befir orðið að fresta Bermudaráðstefnunni fyr- irhuguðu. Til að bæta að nokkru úr, er í ráði, að efna til fundar, utanríkisráð^erra þríveldanna um miðjan júlí. Butler, fjármálaráðherra, sem gegnir starfi forsætisráðherra, lýsti yfir í þingi í dag, að stór- veldin þrjú hafi hug á að halda fund þenna til bráðabirgða. De Gasperi biðsf lausnar RÓMABORG, 29. júní: — De Gasperi baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag. Talið er, að hann muni mynda ríkisstjórn á ný, a.m.k. til að fara með stjórn landsins yfir sumarið. -—- Reuter—NTB Saiisbury ufanríkis- ráðherra Brela LUNDÚNUM, 29. júní: — Þar sem Churchill hefur gegnt emb- ætti utanríkisráðherra í veikinda hlaut 21 kjördæma- kosiutn þingmann Hann vann Ivö þingsæti frá Álþýðuflokknum, eitt af komm únistum oq eilt frá Framsékn Einar Ingimundarson. Ingólfur Fiygenring. í ALÞINGISKOSNINGUNUM s. 1. sunnudag vann Sjálfstæðisflokkurinn fjögur kjördæmi frá Alþýðuflokknum, kommúnistum og Framsókn. — Kjartan J. Jóhannsson læknir, var kjörinn þing- maður ísfirðinga í stað Hannibals Valdimarsson- ar, Ingólfur Flygenring þingmaður Hafnfirðinga í stað Emils Jónssonar, Jón Kjartansson þingmað- ur Austur-Skaftfellinga í stað Jóns Gíslasonar og Einar Ingimundarson hlaut kosningu á Siglufirði, en kommúnistar hafa haft það sæti síðan Siglu- fjörður var gerður að sérstöku kjördæmi. Atkvæðatalningu var að mestu leyti lokið seint í gær- kveldi. Lokatölur höfðu þó ekki borizt frá Norður-Múla- sýslu, er sambandi þangað austur var slitið. Yfirlit það yfir atkvæðatölur og þingstyrkleika stjórn- málaflokkanna, sem bér fer á eftir, er því birt með fyr- irvara. Það er til bráðabrigða og mun skeika nokkrUm atkvæðum við endanleg úrslit: forföllum Edens, en er nú sjálfur krankur, hefur hann skipað Salis bury, lávarð, til að fara með emb- ætti utanríkisráðherra. Upphaf- lega ætlaði Churchill að halda embættinu og gera lávarðinn að fulltrúa sínum í ráðuneytinu, en sá sér ekki annað fært en afsala Jón Kjartansson. Kjartan J. Jóhannsson. Nýju þingmennirnir SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Nú 28.779 atkvæði 21 þingmaður enginn uppbótarþingmaður 1949 28.546 atkvæði 17 þingmenn + 2 uppbótarþingmenn. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Nú 16.912 atkvæði 16 þingmenn enginn uppbótaþingmaður 1949 17,659 atkvæði 17 þingmenn enginn uppbótaþingmaður sér 'því vegna gagnrýni. _________•— Reuter—NTB Frá Kóreu SEOUL, 29. júní: — Clark, yfir maður hers S.þ. í Kóreu, leggur til, að vopnahléssamningar hefjist að nýju. Þá hefir hershöfðinginn svarað bréfi kommúnista þess efn is, að fangarnir, sem Syngman lét sleppa úr haldi, verði hand- teknir aftur. Lofar hann, að allt verði gert, sem unnt er til að hafa hendur í hári þessara fyrrverandi fanga, en jafnframt bendir hann á, hve feikileg tormerki séu á, að ná þeim nú. — Harðir bardagar hafa geisað á vesturvígstöðvunum í dag. — _________— Reuter—NTB Skjóta átti Peron á löngu færi BUENOS AIRES — Lögreglan í Argentínu leitar nú frægs skot- manns að nafni Miguel Gomez. Er talið, að andstæðingar Perons hafi fengið hann til að myrða forsetann, skjóta á hann úr riffli af löngu færi. Þegar lögreglan kom að rann- saka íbúð skotmannsins, var fuglinn flúinn. Annars er þessi skotfimi Argentínumaður ekki sá eini, sem grunur hefir fallið á um að sitjaium lif forsetans. Hafa víða verið gerðar húsrannsóknir. í HAFNARFIRÐI Ég hringdi til Ingólfs Flygen- rings í gær og óskaði honum til hamingju með þingmennskuna. Hann var að sjálfsögðu hinn ánægðasti yfir kosningasigrin- um. Fyrir gamlan og góðan Hafn- firðing er það ánægjulegt fyrir hann, að setjast í sæti föður síns, hins vinsæla athafna- og heiðurs manns Ágústar Flygenrings, er um skeið var þingmaður fyrir Gullbringu og Kjósarsýslu og jafnframt Hafnarfjörð. Ég vék eitthvað að því við hann, að þetta væri snarlega gert af honum, að fá fylgi flokksins aukið svo sem raun varð á, frá árinu 1949. „Þetta er ekkert mér að þakka“, sagði Ingólfur með sinni alkunnu hæversku. „Ég hefi svo ágæta kjósendur". Að aflíðandi óttu á mánudags- nóttina sótti mikið fjölmenni Hafnfirðinga Ingólf heim til að fagna kjöri hans. Var ekki tölu á þann mannfjölda komið. Er við ræddum um kosning- ; arnar í símann, skýrði Ingólfur i mér frá því, að hann hefði haft tvöfalda ánægju af öllum kosn- ingaundirbúnignum vegna þess, að hann fann greinilega, hve hafn firzk æska er einhuga og styrk í baráttu þessari fyrir stefnu flokksins. ★ Ingólfur Flygenring er fæddur 24| júní 1896 í Hafnarfirði. Hefur hann alið mestallan aldur sinn þar. — Hann er áreiðanlega með allra vinsælustu borgurum Hafn arfjarðar, enda á hann það skilið fyrir prúðmennsku sína óg áreiðanleik í öllum viðskiptúm. Lengi hefir hann rekið frystihús þar, og haft framkvæmdir á ýmsum öðrum sviðum. Hann bauð sig fyrst fram í Hafnar- firði haustið 1949 og hefir verið varauppbótarþingmaður Sjálf- stæðisflokksins undanfarið kjör- tímabil, og setið um nokkurn tíma á þingi. Á ÍSAFIRÐI Ég átti einnig í gær stutt sam- tal við annan nýkjörinn þing- mann Kjartan Jóhannsson lækni á ísafirði og spurði hann hvernig ísfirðingar hefðu látið ánægju sína í ljósi yfir kosningasigri hans. „Ég á heima hérna rétt hjá samkomuhúsi Sjálfstæðisflokks- ins hér á ísafirði, svo að það voru hæg heima tökin fyrir flokksmenn mína að hafa tal ai mér þegar úrslitin urðu kunn. Veður var hið ákjósanlegasta um nóttina stillt og bjart. En vegna þess hve margir voru þarna sam- ankomnir fyrir utan húsið, var komið með hijóðfærí og stiginn dans þarna á götunni um stund með miklum fögnuði og kæti. — Hve langt er síðan Sjálf- stæðismaður var kjörinn þing- maður ísafjarðar? — Hér hefir enginn Sjálfstæð- ismaður verið kosinn til þings Frh. á bls, 2. SÓSÍALISTAFLOKKURINN Nú 12.396 atkvæði 2 þingmenn + 5 uppbótaþingmenn 1949 14.077 atkvæði 3 þingmenn + 6 uppbótaþingmenn ALÞÝÐUFLOKKURINN Nú 12.109 atkvæði 1 þingmaður + 5 uppbótaþingmenn 1949 11.937 atkvæði 4 þingmenn + 3 uppbótaþingmenn Þ JÓÐ V ARN ARFLOKKURINN 4.628 atkvæði 1 þingmaður + 1 uppbótaþingmaður LÝÐVELDISFLOKKURINN 2525 atkvæði enginn þingmaður enginn uppbótaþingmaður Vegna stofnunartveggja nýrra flokka er það óvenjulegt við þessar kosningar, að atkvæði hafa dreifzt meir en við undanfarnar kosningar. í því sambandi er sérstaklega vert að benda á það, áð 2525 atkvæði Lýðveldisflokksins eru gersamlega óvirk, þ. e. a. s. Þálft þriðja þúsund kjósenda hefur kastað atkvæðum sínum á glæ! Annars er athyglisverðast mikið atkvæðatap kommúnista, sertt veldur því að þingmannatala þeirra lækkar um tvo, úr 9 í 7. Alþýðuflokkurinn hefur nú einu þingsæti færra en við kosningafnar 1949. Það er einnig mjög athyglisvert við þessar kosningar, að íor- maður Aiþýðuflokksins, Hannibal Valdimarsson, tapar kjördæmi sínu með miklum atkvæðamun. Verður ekki hjá því komizt að líta á það samkvæmt vestrænum þingræðisregium, sem áberandi vátt- traustsyfirlýsingu á hinum nýja formanni. Framsóknarflokkurinn hefur einnig tapað einu þingsæti síðan í þingkosningunum 1949. Ekki er enn tímabært að segja hverjir verða uppbótarþingmehn. Á blaðsíðu 2 eru birt kosningaúrslit í hinum einstökií kjördæmum við J>ing- kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.