Morgunblaðið - 15.07.1953, Síða 1

Morgunblaðið - 15.07.1953, Síða 1
40. árgangur 156. tbl. — Miðvikudagur 15. júlí 1053 Prentsmiðja Morgunblaðsina Umierðneftirlit Breta ú Súez stendur enn Annars alit með kyrrum kjörum í gær Oeirðir á þjóðhátíðardegi Frakka: Lögregla Parisar neyddist til að skjóta ú 200Q N.-Aíríkubúa Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB ISMAILA, 14. júlí: — Bretar lina enn hvergi á eftirliti með umferð til og frá borginni Ismaila, en þó eru horfur mun friðvænlegri við Súez nú en verið hefir, og má segja, að þar hafi ekki dregið til neinna nýrra tíðinda. EGYPTAR RÓLEGIR Eftir fréttum að dæma fiá varð stöðvum, þar sem Bretar stanza umferð alla til og frá borginni, hafá Egyptar tekið þessari íhlut- un furðurólega og æsingalaust. Samt hefir umferð öll tafizt stór- um. SENDIHERRANN ILLA SÉÐUR Kunnugir telja, að nokkrir dag ar kunni að líða, áður en umferða hömlum verður létt af. Formæl- andi egypzku stjórnarinnar segir, að Bretar hafi gert hvarf ílug- mannsins að stórmáli til að geta náð kverkatökum á Egyptum. Og í egypzkum blöðum er látið að því liggja, að sendiherrann brezki verði illa séður í landinu hér eft- ir, enda er honum kennt um að eiga nokkra sök á, hvernig komið er málum. EGYPSKUM YFIRVÖLDUM KE'NNT UM Umferðarbanni Breta var skellt á í gær. Fullyrtu þeir, að brezkur flugmaður hefði verið numinn brott með vitund og vilja egypzku stjórnarinnar. Ef honum hefði ekki verið skilað síðdegis í gær, yrðu umferðarhömlur settar milli Ismailia og annarra lands- hluta. Egyptar töldu sér vera alls ó- kunnugt um hvarf brezka flug- mannsins, og því er nú komið sem komið er. Æðsta ráðið kvati saman MOSKVU, 14. júlí: — Æðsta ráð- ið, eða þjóðarsamkunda Rússa- veldis, hefir verið kvatt saman til fundar í Moskvu 28. júlí n.k. Uorseti ráðsins hefir undirritað þingkvaðninguna, en> hann er enginn annar en Vorosjilof, mar- skálkur. Þetta verður annar fundur æðsta ráðsins eftir dauða Stalins, en fyrsti fundurinn var haldinn rétt eftir dauða marskálksins, í marz. Æðsta ráðið er að nafni til æðsta löggjafarsamkunda Rússlands, og velur það einnig ríkisstjórnina. Það er fróðra manna mál, að veigamesta atriði verði að fá samþykki samkundunnar fyrir brottrekstri Beríu, innanríkis- ráðherra, en hann var líka vara- forsætisráðherra. Annars liggur ekkert fyrir um dagskrá sam- kundunnar. Rússnesku blöðin eiga enn varla nógu sterk orð til að lýsa moldvörpustarfi Beríu, og eyða sum þeirra allt að fjórðungi les- máls síns að þeim málum — Reuter-NTB Bandamenn láta undan síga og búast um í skolgröfum Ekki hillir undir vopnahlé í Panmunjom Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB SEOUL, 14. júlí: — í morgun hófu kommúnistar heiftarleg áhlaup á austanverðum miðvígstöðvum Kóreu. Tókst þeim að rjúfa skarð í varnir S.Þ. á þremur stöðum. Er talið, að þeir hafi teflt fram 60 þúsund manna liði. ®-----------------------—----- VOPNAHLÉLANGT UNDAN Um sömu mundir komu samn- inganefndir deiluaðila saman til fundar í Panmunjon. Ekki hefir verið gefið út nein tilkynning eftir fundinn, en fréttamenn í Seoul eru þeirrar skoðunar, að langt sé enn í land, að vopnahlés- samningar náist. GRAFA SKOTGRAFIR Formælanda 8. hersins farast svo orð um bardagana í Kóreu, að kommúnistum hafi tekizt að reka 3 km langan fleyg inn í varnarbelti bandamanna á þrem ur stöðum. Reyna kommúnistar að komast að baki varnarstöðv- um Suður-Kóreumanna í stórum sveig. Búast þeir nú um í skot- gröfum í óðaönn. Cassíanus verndar- dýrlingur hraðritara PÁFAGARÐI: — Píus páfi hefir lýst yfir, að heilagur Cassíanus skuli verða verndardýrlingur ítalskra hraðritara. Hefir páfi þannig orðið við tilmælum, sem komu fram á þingi hraðritara í Neapel 1951. Heilagur Cassíanus var kennari í Imola í Mið-ltalíu um 300 árum eftir Krist. Neitaði hann að færa heiðnum guðum fórnir og var því dreginn fram fyrir 200 drengi, sem voru fjandsamlegir honum vegna kennslu hans. Loks ■ réðu þeir honum bana með ritföngum. Mirmihluta- stjórn de Gasperis RÓMABORG, 14. júlí: — De Gasperi féllst í dag á að mynda ríkisstjórn, þá 8. í röðinni, en hann setti fyrst ríkisstjórn á lagg irnar 1945. Þessi verður minnihlutastjórn, þar sem flokkur forsætisráðherr- ans, kristilegir lýðræðissinnar, náði ekki meirilhluta í kosningun- um í sumar, en samstarfsflokkar hans 3 verða ekki með í ríkis- stjórn að þessu sinni. Kristilegir lýðræðissinnar eiga 265 þingmenn af 590. Undir eins og stjórnin leggur fram frumvarp sem ekki hlýtur náð fyrir neinum hinna flokkanna, eru dagar henn- ar taldir. Kunnugir eru því þeirr ar skoðunar, að stjórn de Gasperis sitji ekki nema í sumar, en á með- an reyni hann að skapa skilyrði traustari stjórnar. Reuter—NTB Townsend og Margrét fá ekki að eigast LUNDÚNUM, 14. júlí: — 1 tima ritinu Tribune, sem styður vinstri arm Verkamannaflokksias, er skýrt svo frá, að ríkisstjórnin hafi synjað þeim Townsend, höfuðs- manni í flughernum, og Margrétu kóngsdóttur, að eigast. Höfuðs- maðurinn, sem þefir undanfarin 10 ár verið starfsmaður í konungs garði, er skilinn, og hefir ríkis- stjórn stutt kirkjuna í að fyrir- muna elskendunum að eigast af þeim sökum. 1 Tribune segir m. a.: „Við er- um þeirrar skoðunar, að Margrét, kóngsdóttir, hafi rétt til að velja sér maka eins og annað fólk. — Flestir munu og þeirrar skoðunar nema ríkisstjórnin, sem kvað hafa synjað málaleitan af þessu tagi. Máiið verður þeim mun athyglis verðara, þegar þess er gælt,, að 3 ráðherrar núverandi stjórnar eru sjálfir skildir við konur sínar“. Townsend er nú 38 ára, en Margrét rúmlega tvítug. Kommúnlslar æstu til óspektaana Fjöldi særðra flutlur í sjúkrahús Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB PARÍSARBORG, 14. júlí: — Árásarsveitir Parísarlögreglunnar hófu í dag skothríð á mannfjölda, sem lét ófriðlega á götum borgarinnar. Flest voru það Norður-Afríkubúar. Fregnir herma, að allmargir hafi særzt i skothríðinni. Um 3000 lögreglumenn áttu hlut að þvi að bæla niður óróann. UM 2000 AFRIKUMENN Kommúnistar hafa haft fyr- ir sið að efna til hópgöngu á þjóðhátíðardegi Frakka, og tóku að þessu sinni hópar N.- Afríkumanna þátt í henni. — Flestir voru þeir frá Algeirs- borg og Marokkó. Hópgöngumenn áttu í fullu tré við þá fáu lögregluþjóna, sem voru á leið þeirra til Place de la Nation. Létu þeir dólgslega, og hófu m. a. skot- □- -□ Samkvæmt nýjustu fréttum hafa 5 manns látizt í óeirðun- um, sem kommúnistar stofn- uðu til í Parísarborg í dag. Auk þess særðust 80 lögreglu- menn, svo að flytja varð þá í sjúkrahús ásamt 145 úr flokk- um uppþotsmanna. Lögregl- an neydidst til að skjóta á mannfjöldann og beitti auk þess byssuskeftum. □- -□ hríð á lögreglubifreið, sem á vegi þeirra varð. Árásarsveitir lögreglunnar, sem komu þá á vettvang, réðu niðurlögum upphlaupsmanna eftir snarpan bardaga. MESTU ÓEIRÐIR SÍÐAN í FYRRAVOR Þetta eru alvarlegustu óeirðir, sem orðið hafa í Parísarborg síð- an í maí í fyrravor, er kommún- istar efldu óspektir gegn Ridg- way, hershöfðingja. UM 20 FLUTTIR f SJÚKRAHÚS Allt óeirðasvæðijð er nú á valdi lögreglunnar, þar sem hún held- ur strangan vörð. Sjúkrabifreið- ar voru á ferli og fluttu særða í sjúkrahús. Lögreglan hefir ekki viljað gefa upp tölu særðra, en gizkað er á, að um 20 manns hafi verið fluttir í sjúkrahús. Af þeim voru 4 lögreglumenn og bandarískur ferðamaður, sem skot lögreglu höfðu hæft. Fjögtvr rússnesk herfylki að heiman BERLfNARBORG: — Rússneski herinn hefir sent 4 ný herfylki til Austur-Þýzkalands s. i. viku. Herfylki þessi komu rakleitt heim an frá Rússlandi. Ekki hefir verið gefin út til- kynning um, hvort þetta er liðs- auki eða aðrir fara heim í stað herfylkjanna fjögurra. Ufanríkisráðherrafundur Trygigja þarf, að Kín- verjar freisti ekki franaar úrúsiarstriðs Narvík stærsta járn- grýfishöfnin NARVÍK, 14. júlí — Unnið er nú að verulegri stækkun og end- urbótum hafnarinnar í Narvík í Noregi. Þegar þeim endurbótum lýkur, verður Narvík stærsta járnútflutningshöfn í Evrópu. Höfnin hefur reynzt ónóg að und anförnu, þar sem 17 járngrýth- lestir geta komið til hennar dag- lega frá járnnámunum í Norður Svíþjóð. Það er þýzka byggingar- firmað Demag í Duisburg, sem vinnur að endurbótunum. —dpa. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB WASHINGTON, 14. júlí: — Utanríkisráðherrar stórveldanna þriggja hafa orðið á eitt sáttir um, að ríki þeirra muni gera ráð- stafanir til að koma í veg fyrir, að kínverska alþýðulýðveldið hefji nýtt árásarstríð, ef vopnahlé skyldi nást í Kóreu. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu sem þeir undirrita allir Salisbury, Dulles og Bidault. Segir þar og, að *svo verði að ganga frá hnútunum, að vopnahlé í Kóreu stofni ekki friðnum annars staðar í Austurálfu í hættu. Utanríkisráðherrarnir lýsa því yfir, að þeir muni gera allt, sem þeim sé unnt til að hjálpa Kóreu mönnum til að sameina land sitt. Enn fremur að nauðsyn sé að halda áfram baráttu í Indó-Kína til að tryggja hag hins andkomm úniska heims. Utanríkisráðherrar Breta og Bandaríkjamanna hafa tekið með fögnuði tillögum Frakka um sjálfstæði til handa ríkjunum þremur í Indó-Kína, Laos, Kambódíu og Vietnam. Fundum utanríjkigráðherranna lýkur í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.