Morgunblaðið - 15.07.1953, Side 6

Morgunblaðið - 15.07.1953, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. júlí 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Samábyrgð atvinnu- rekenda og launþega ÞAÐ er eitt grundvallaratriði sjálfstæðisstefnunnar, að stéttum þjóðfélagsins beri að vinna sam- an að velferð sinni og þjóðar- heildarinnar. Hinir sósíalistisku flokkar leggja hins vegar höfuð- áherzluna á nauðsyn stéttabarátt- unnar. Það er þeirra skoðun, að hver einstök stétt geti aðeins gætt hagsmuna sinna á réttan hátt með harðskeyttri baráttu á hendur öðrum stéttum. Fyrst og fremst hljóti þessi barátta þó að standa milli verkamanna og at- vinnurekenda, sem aldrei geti átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Sjálfstæðismenn hafa leitt rök að því, að þessi staðhæfing komm únista og sósíaldemokrata bygg- ist á algerri villukenningu. Það er ekki í hag framleiðanda, sem á og rekur atvinnutæki, að af- koma verkamanna og annarra launþega sé sem lökust. Ef at- vinnurekandinn selur framleiðslu sína á innlendum markaði ríður honum að sjálfsögðu mest á því, að almenningur í iandinu hafi sem mesta og varanlegasta kaup- getu. Ella selst framleiðsla hans ekki. Að þessu athuguðu verður það auðsætt, að framleiðand- inn, eigandi atvinnutækjanna, hvort sem það er einstakling- ur eða samtök einstaklinga, hagnast mest á því að neyt- endur búi við góð lífskjör og hafi sem mesta kaupgetu. Hagsmunir hans og launbeg- anna fara því saman. Þess meiri sem framleiðslan verð- ur þess meiri verður arður fyrirtækisins, bess hærra kaup gjald getur það greitt og þess meiri verður kaupgetan. Það sem við íslendingar verð- um að leggja mesta áherzlu á í atvinnumálum okkar á næstunni er þrennt: í fyrsta lagi að tryggja atvinnu tækjum okkar heilbrigðan rekst- ursgrundvöll, þannig að þau geti verið í gangi og skapað almenn- ingi atvinnu allt árið um kring. Með því yrði hægt að útrýma hinu tímabundna atvinnuleysi, sem alltof oft hefur skapað vandræði og skort í einstökum byggðarlögum. í öðru lagi verður að tryggja að einstök byggðarlög og lands- hlutar hafi næg framleiðslutæki til þess að fullnægja atvinnuþörf fólksins. i í þriðja lagi þurfum við að auka framleiðsluafköstin eftir fremsta megni þannig, að útflutn- ingurinn verði sem mestur og þjóðartekjurnar sem hæstar. En' á því byggist hlutur og lífskjör hvers einstaklings. Sjálfstæðismenn fluttu þings- ólyktunartillögu um það á s. 1. þingi að víðtæk rannsókn skyldi fram fara á greiðslugetu atvinnu- 2 5 I UR DAGLEGA LIFINU ji veganna með það fyrir augum að fryggja sem varanlegasta atvinnu í landinu. Yar sú tillaga sam- þykkt. Verður að vænta þess að ríkisstjórnin láti slíka rannsókn ’fram fara. Þjóðin verður að vita, hvar bjargræðisvegir hennar eru á vegi staddir, hvaða kröfur hún getur gert til þeirra. Hallarekst- ur til lengdar leiðir til hruns og öngþveitis. Ef atvinnutækin gefa hins vegar ríflegan arð, þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni hlutdeild launþega í honum, eiga þeir að fá kauphækkanir eða aðrar kjarabætur. Kjarni málsins er, að at- vinnurekendur og launþegar verða að finna til sameigin- legrar ábyrgðar á rekstri framleiðslutækjanna. Slík sam ! eiginleg ábyrgð er öruggasta leiðin til þess að byggja á traustan rekstrargrundvöll þeirra tækja, sem þjóðin á og notar til þess að bjarga sér með. En samábyrgðartilfinn- ingin skapast ekki nema að | verkamenn og vinnuveitend- ur geti treyst hver öðrum og viti það, að hvorugur aðilinn hyggur á að hlunnfara hinn. Það er því þýðingarmeira fyr- ir vinnufriðinn í landinu en margur hefur gert sér Ijóst, að þjóðin hafi á hverjum tíma sem gleggstar upplýsingar um hag og rekstur atvinnutækja sinna, eðii atvinnurekstursins og uppbygg- ingu. Þekking stéttanna á kjörum hver annara og eðli og þýðingu starfa þeirra fyrir þjóðarheild- ina mun færa þær saman, gera samvinnu þeirra raunhæfari, auka samúð og góðvilja meðal þeirra. I kjölfar slíkrar þekkingar mun rcnna margt gott og heillavænlegt í þessu litla þjóðfélagi, sem ennþá er að mörgu levti frumstætt og þarfnast stórfelldrar uppbygg- ingar og umbóta á skömmum tíma. En bess betur sem þjóð- in og stéttir hennar vinna saman, þess fijótar munu þær ná því takmarki, að í þessu landi búi hamingjusamr fólk, sem nýtur öryggis um afkomu sína fyrir eigin starf og baráttu. Mstvælaskoiiur SAMKVÆMT yfirlýsingu kom- múnistastjórnar Austur-Þýzka- lands, er um mikinn matvæla- skort að ræða þar í landi. Eisen- hower Bandaríkjaforseti hauðst því til þess að senda þangað mat- væli til þess að bæta úr aðsteðj- andi vandræðum. En það var ekki stjórn Austur- Þýzkalands, sem fékk tækifæri til þess að taka afstöðu til þessa til- boðs. Þar var utanríkisráðherra Rússlands, sem svaraði þvi. Molo- tov sendi þau skilaboð að Rúss- ar hefðu þegar leyst vandræði Þjóðverja og sent þeim matvæli. Hann hafnaði því tilboði Banda- ríkjastjórnar um matvælasending- ar til þeirra. En nákvæmlega á sama tíma og þetta gerist er ver- ið að stefna Lavrentii Bería fyr- ir hæstarétt Rússlands fyrir það, m. a. að hafa unnið skemmdar- verk gagnvart rússneskum land- búnaði og matvælaframleiðslunni þar í landi. Ótrúlegt er þess vegna að Rússar hafi matvæli aflögu til þess að senda svöngu fólki í Aust ur-Þýzkalandi. En engu að síður neitar Molotov að.þiggja boð um matvælagjafir frá Bandaríkjun- um. — Hér ber enn að sama brunni. Moskvastjórn ber ekki hagsmuni fólksins í leppríkjum sínum fyrir brjósti. Pólitísk yfirdrottnan er henni aðaiatriðið. HVERSXJ mikils virði er einn maður eða ein kona? Er ekki þessi spurning eðlileg og tímabær, þegar við, sem lifum í dag, erum vitni að þrælahaldi og vægast sagt mjög ómannúðlegri meðferð á meðbræðrum vorum í Aust- ur-Evrópu. HINN kunni sænski fræðimað- ur rektor dr. phil. Alf Ahi- berg kom að þessu efni nýlega í fyrirlestri er hann hélt í Dan- mörku. Hann minnti m. a. á orð finnska rithöfundarins Olavi j Pavolainen, sem lýsti ástandinu | í heiminum á eftirfarandi hátt. | „Andspænis hvor öðrum eru tveir pólar. Á öðrum er ríkjandi ^ einræði sameignarbúskapur, þar starfa heiðnir líffræðingar og þjóðernisofstopi ríkir. Á hinum ríkir lýðræði, einstaklingsfram- tak, kristilegur mannkærleikur og alþjóðahyggja". Lýsti Ahlberg sig fylgjandi þessari skoðun, en bætti því við, að slíka marka- línu væri ekki hægt að draga ákveðið, því oft er einstaklingur- inn nú til dags sjálfur klofinn hið innra.’ Og Ahlberg héit áfram: \Jerkmœti mannóirtb IAUGUM þeirra er aðhy1!- ast „pólinn“, sem fyrr er talað um er maðurinn aðeins æðra hryggdýr, og einungis þess virði, sem hann getur af- kastað fyrir þjóðfélagið og og ríkið. í augum hinna er maðurinn annað og meira. Hann er vera í stóru samfélagi og verðmæti hans á ekkert skylt við afkastamöguleika. NAZISMINN — hinn mikli sjúkleiki á menningu vorri — lýtur sem allar aðrar öfga- stefnur í þjóðfélagsmálum ó- mannúðlega á þetta mál. • Stórt þýzkt blað „Frankfurter Zeitung" birti í ársbyrjun 1941 grein um „Verðmæti mannsins". Höfundur var þýzkur prófessor, en að sjálfsögðu kom þessi grein frá æðri stöðum eða hlaut þar viðurkenningu, sem allt annað er birtist á þessum tíma í þýzk- um blöðum. Höfundurinn sagði að maðurinn hefði verðmæti — alveg á sama hátt og hús eða vél. VeU andi óhri^ar: Oft má satt kyrrt iiggja. P1V/| HEFIR skrifað mér bréf — hugleiðingar um al- ! menn umræðuefni manna á meðal, um hugðarefni og dagleg áhugamál Péturs og Páls. P. M. segir m. a.: I „Það er í rauninni merkilegt, hvað sumt fólk getur enzt til að tala um það sama dag eftir dag. Ég dreg enga dul á, að ég á hér ekki hvað sízt við kvenþjóðina. Ég hef oft undrazt yfir hvernig sæmilega greindar, sumar ágæt- lega greindar manneskjur geta haft ánægju af að skeggræða fram og aftur um hversdagslegt atferli náungans, hvar þessi eða ( hinn hafi verið í gær, hvað hún eða hann hafi sagt eða gert við þetta eða hitt tækifæri, sem alls engu máli skiptir fyrir þann, sem gerir það að umtalsefni. Mal og slúður um persónuleg málefni náungans, sem öðrum koma alls ekkert við og sjálfsagt virðist, að fengi að vera persónuleg mál- efni hans, er hvimleiður ávani, sem maður verður var við hjá alltof mörgu fólki. Það er ekki alltaf, að malskjóðurnar meini nokkuð illt með rausi sínu, og stundum er rausið ekki annað en sannleikurinn einn saman — en hve miklum leiðindum og angri yrði ekki afstýrt í heiminum, ef aðeins fólk vildi hafa í huga, að „oft má satt kyrrt liggja“ — og breyta samkvæmt því. — P.M.“. Skortur á háttvísi. MAÐUR, sem ég hitti á förnum vegi í fyrradag vakti at- hygli mína á norrænu fánunum, sem blöktu við hún á framhlið Hótel Borgar. „Taktu eftir“, sagði hann, „að íslenzki fáninn er stærri en allir hinir fánarnir. Þetta tel ég mjög ósmekklegt, greinilegan skort á háttvísi og sjálfsagðri kurteisi gagnvart hin- um norrænu bræðraþjóðum okk- ar, en eins og kunnugt er, er þessi fánaskreyting til komin, vegna samnorrænna funda, sem fara fram hér í Reykjavík þessa dagana. — Hvers vegna skyldum við endilega vera að reyna að sýna okkur stærsta á þennan hátt — hreykja okkur yfir frændþjóðir okkar, sem sækja okkur heim í okkar eigið land. Mér finnst þvert á móti, senni- legt, að þetta tiltæki kunni að verða lagt út sem vottur um leiðinlega minnimáttarkennd af þeim, sem eru sæmilega að sér í alþjóðlegum kurteisisvenjum, og væri óskandi að slíkt endur- tæki sig ekki“. Með stúdentshúfunni. NÝSTÚDENT hefir orðið: „Velvakandi sæll! Ex-stúdent spyr eftir því í dálk um þínum hér á dögunum, hvers vegna hvítu kollarnir sjáist ekki lengur á höfði nýstúdenta. — Ég vildi gjarnan geta gefið honum svar við þessari spurningu, ef ég gæti fundið það. Sumir nýstúd- entanna í vor báru húfuna með hvíta kollinum aðeins 16: og 17. júní og síðan ekki söguna meir. Sumir tóku hvíta kollinn af og báru þann svarta og sumir gengu berhöfðaðir. Ég er eindregið fylgjandi þvi, að vér nýstúdent- ar förum að tilmælum ex-stúd- ents og setjum hvíta kollinn upp aftur. Eins og lögregluþjónar eða söngmenn. SÚ skýring, sem hann setur fram sjálfur, held ég, að sé mjög sennileg. Ég tók hvíta koll- inn af húfunni minni hinn 30. júní, vegna þess, að ég hafði þá ekki hitt í nokkra daga neinn með hvítan koll nema lögreglu- þjóna eða söngmenn og veigraði mér því við að bera hann áfram. Sem sagt: ég er eindregið fylgj- andi því, að nýstúdentar setji uppi kollinn aftur og beri hann að minnsta kosti eitthvað fram eftir sumrinu. — Student novus“. Að striða við sjáífan sig er erfiðast af ö 11 u — a ð s i g r a sjálfan sig er h i n n stærsti sigur. I OG með ósvikinni þýzkri rökfærslu komst hann að þeirri niðurstöðu að meðal- verðmæti þýzks karlmanns væri 29400 ríkismörk, en þýzkrar konu 11000 ríkismörk (114,075,00 krónur og 42,680,00 I kr. eftir núv. gengi). Og hvern ig fékk hann þessa útkomu? — Jú, hann tók til grund- vallar árlegan vinnustunda- | fjölda þýzks karls og þýzkrar l konu margfaldaði með 40 (það er starfsæfi manna) dró síðan frá kostnað við fræðslu einstaklingsins og uppeldi, og fékk þannig nákvæma tölu —- er hann táldi hið raunveru- lega verðmæti mannsins. En hann var þó svo sann- gjarn að bæta við að spurning- unni væri ekki að öllu leyti svarað, því auk þessa hefði mað- urinn — gagnstætt vélinni — „framleiðsluverðmæti“ þ. e. a. s. að hann býr yfir hæfileikum til að geta af sér verur, sem eru 29400 og 11000 ríkismarka virði. Þá taldi hann mega reikna með „menningarverðmæti“ sem hann sagði fólgið í því að maðurinn væri gæddur sköpunargáfu og gæti skapað nýja hluti er orðið gætu til góðs. ÞANNIG leit nazisminn og aðr- ar helstefnur á mannverurn- ar, eins og bóndinn lítur á bú- pening sinn. Vanskapaðar mann- eskjur átti að setja í „Vinnu- hús“ og láta þá vinna fyrir rík- ið. Um þá sem alls ekki gátu unnið, var ekkert sagt, en það sr ekkert leyndarmál, að í þessurn löndum er til „Dauðahjálp“. Þangað var fólk sent og er sent og þaðan á það ekki afturkvæmt. Það er kannski engin tilviljun að við, sem lifum í dag, eru vitni að þrælahaldi í sjálfri Evrópu. í Nazistaríkinu voru 12 milljónir þræla. — Austan járntjaldsins eru nú, samkvæmt góðum heim- ildum, taldar vera 15 milljónir þræla. ÞESSAR kenningar stríða á móti kenningum gegn öll- um mannlegum tilfinningum. Maðurinn býr yfir verðmæti, verðmæti, sem er óháð öllum hans ytri og innri eiginleik- um, óháð auðæfum, óháð gáí- um og dugnaði. Það má full- yrða, að allt hið góða í menn- ingu vorri, allt sem hefur ver- ið skapandi sé úr þessum jarð- vegi sprottið. OG rektor Alhberg hélt áfram: Hin svokallaði „nýi tími“ — tímabil sem ég tel að hafi lokið um 1900, vék fyrir nýju tímabili, sem aðeins heimspekingar fram- tíðarinnar geta gefið nafn, en sem okkur dreymir um að geta kallað „Tímabil mannsins“. Er- um við nú stödd á þvi tímabili? Er ekki réttara að kalla það tíma bil sem við nú lifum á „Tímabil hins óþekkta tækis“. — Það kann að koma að því að menn verða að velja milli aukins frelsis og eða betri efnahagslegra lífsskilyrða. Skiljum við þá orð Friðriks hins mikla: „Því betur sem ég kynn- ist mörinunum, þeim mun betur fellur mér við hundana“. ÞAÐ er hér sem arfur gamllar menningar grípur inn í menningu Vesturlanda. Arfur inn er kristindómurinn, sem Uyggður er upp á óendanleg- um kærleik Guðs til mann- anna, en ekki á kennslu uni frelsi, jafnrétti og bræðralag. En takmarkið verður að vera að byggja Guðsríki undir merki mannríkisins. Goít boð Hilda Smith, Alderbury, hefur boðið dómkirkjunni í Salisbury að gefa rúðu, sem er frá 14 öld, til að gera við rúður kirkjunnar. | Ætlar hún að taka hana úr húsi sínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.