Morgunblaðið - 23.07.1953, Page 2

Morgunblaðið - 23.07.1953, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. júlí 1953 ] Samkomulag um flutning loftleiðis! m> R ó t t i r i sendinpm má tilgreindu verði Fjöiþæti íþréftamór Þlngeyinga og Ausifirðinga NORRÆNU póstmálaráðstefnunni, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, svo og fulltrúar frá Scandinavian Air- lines System og íslenzku flugfélögunum, er lokið. — Ráðstefnan tók til meðferðar allmörg pósttæknileg mál og átti viðræður við fiugfélagið og íslenzku flugfélögin um ýmis atriði varðandi flutn- ing á pósti loftleiðis. Meðal annars varð samkomulag um flutning loftleiðis á sendingum með tilgreindu verði, frá 1. september þ. á. að telja. INNANLANDSBURÐARGJALD GILDi Þá voru ennfremur tekin til meðferðár tilmæli Norðurlanda- ráðsins um að taka til nákvæmr- ar athugunar spurninguna um, hvort ge^legt væri af praktisk- um og fjárhagslegum ástæðum að koma því svo fyrir, að innan- landsburðargjald hvers lands um sig gæti gilt undir póstsendingar til hinna Norðurlandanna. I til- efni þess taldi ráðstefnan rétt að skýra frá því, að norrænt póst- samhand hefir verið við lýði síð- an 1. janúar 1935, en þá tók gilai sameiginlegur samningur um skipti á póstsendingum milli Dan merkur, Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar. í stað þess samnings, sem kom í stað margra sérsamninga, er að mestu leyti voru samhljóða og sá elzti frá 1875, kom svo hið norræna póst- samband frá 1. janúar 1947. Á ráðstefnunni var rætt um al- menna notkun innanlandsburð- argjalds í samnorrænum póstvið- skiptum. Norræna póstsamband- ið, sem um árabil hefir unnið að þessu, og einnig náð góðum áiangri, álítur þó að þetta sé ekki að öllu leyti framkvæman- legt eins og sakir standa. REYNT AÐ MJOKKA B'ILÍÐ Norræna póstsambandið mun stöðugt hafa vakandi auga á öll- ura möguleikum, sem gefast kunna til þess að nota innan- landsburðargjald í samnorræn- um póstviðskiptum í sem ríkust- um mæli, eða til þess að mjókka bilið milli þess og þess burðar- gjalds, sem nú gildir. Þess ber að geta, að undir all- verulegan hluta þess pósts, sem skifst er á milli Norðurlandanna, gildir innanlandsburðargjald. Svo eru um öll bréf allt að 20 g að þyngd og bréfspjöld, en að því er burðargjald varðar, eru þessar tegundir langveigamesti þáttur bréfapóstsins. Sama gegn- ir og um póstávísanir, póstkröf- ur og blöð, sem seld eru áskrif- endum hinna Norðurlandanna við sama verði og í útgáfuland- inu, að viðbættu transitgjaldi í einstökum tilfellum. Islenzk fónlist 8. júlí voru haldnir alþjóðleg- ir hljómleikar í ZUrich-Kusnacht, með verkum frá Finnlandi, Sví- þjóð, Frakklandi, Rússlandi, Ung verjalandi, írlandi, Englandi, Wales, Hollandi og Sviss. — Frá íslandi var fluttur þjóðdans eftir Hallgrím Helgason fyrir blandað- an kór við texta eftir Einar Bene- diktsson. Walter iSimon Huber stjórnaði kór og hljómsveit, er fluttu öll verkin. Þann 10. júlí söng sami kór nokkrar tónsmíðar Hallgríms í útvarp Svisslendinga, Beromunster, m. a. tvö forn passíusálmalög. Kórinn söng á ís- lenzku. Eskild Kask Nielsen, konungleg ur óperusöngvari í Kaupmanna- höfn hefir nýlega sungið tónsmíð ar eftir Hallgrím ásamt verkum eftir Ernst Toch í austurríska út- varpið Rot--Weiss-Rot í Linz. Kennari við tónlistarakademíið í Belgrad í Júgóslaviu, Vera Vel- kov, sem flutt hefir íslenzka pía- nótónlist suður þar, m. a. í út- varp, lætur nýskeð svo ummælt í heimalandi sínu: „Með mikilli á- nægju lék ég íslenzkan dans eft- ir Hallgrím Helgason og þrjár tónsmíðar eftir Pál Isólfsson. Öll tónverkin vöktu hjá mér tilfinn- ingu um eitthvað nýtt, skemmti- legt og frumlegt. Mér var ís- lenzki dansinn hugstæður vegna fagurra og frumlegra stefja og hrynjandi, sem veittu mér innsýn í sérkennileik hins íslenzka eðlis- fars“. Eáðstefna ríkisíþrótta samb. Norðurlanda RÍKISÍÞRÓTTARÁÐSTEFNA Norðurlanda verður haldin hér í Iteykjavík í félagsheimili KR dagana 23. og 24. júlí. Er þetta í fyrsta skipti, sem ráðstefna þessi er haldin á íslandi, en hef- ir annars verið haldin í höfuð- borgum Norðurlandanna til skiptis. Mörg mál liggja fyrir ráðstefn- unni meðal annars: Skýrslur um íþróttastarfsemi líkisíþróttasambanda á Norður- löndum 1951—1953. Upplýsingar um skipulag nor- rænu Olympíunefndanna. Upplýsingar um áætlanir Norð urlandanna varðandi þátttöku þcirra í Olympíuleikunum í Mel- bourn . Skipulag og framkvæmd út- breiðslustarfsemi fyrir 'íþróttirn- ar. Takmörkun á fjölda norrænna meistarakeppna fyrir þær í- þróttagreinar, sem keppt er í á heimsmeistaramótinu, Evrópu- meistaramótinu og á Olympíu- leikum. Alþjóðleg íþróttasamvinna. Fulltrúar á ráðstefnunni eru: Frá Danmörku: Leo Frederik- sen, André Piltenborg, Axel H. Pedersen, Axel Lundqvist. Frá Finnlandi: J. W. Rangell, Aare Tynell, Kallio Kotkas, Birger Lönnberg. Frá íslandi: Ben. G. Waage, Guðjón Einarsson, Konráð Gísla- son, Gísli Ólafsson, Jens Guð- björnsson. Frá Noregi: A. Proet Höst, Tormod Norman. Frá Svíþjóð: Bo Eklund, Göste Sandberg. Ennfremur mæta: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Lúð- vík Þorgeirsson, Gísli Halldórs- son, Sigurður Greipsson, Óðinn Geirdal, Hermann Stef ánsson, Þórarinn Sveinsson, Bragi Kristjánsson, Sigurjón Jónsson, Einar Kristjánsson, Erlingur Pálsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Stefán Runólfsson, Hermann Guðmundsson og Garðar S. Gíslason. ÍÞRÓTTAMÓT Héraðssambands Þingeyinga og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands fór fram að Eiðum 19. júlí s. 1. Var keppt í fjölmörgum íþróttagrein- um karla og kvenna og stig reikn uð, 5 fyrir fyrsta mann, 3 fyrir annan, 2 fyrir þriðja og eitt fyr- ir fjórða. Báru Austfirðingar sig- ur út býtum — hlutu 94 stig gegn 71. Úrslit íþróttakeppninnar urðu þessi: 100 m hlaup: 1. Guðm. Vilhjálmsson, A., 11,8 2. Þorgrímur Jónsson, Þ., 12,0 3. Pétur Þórisson, Þ., 12,1 4. Rafn Sigurðsson, A., 12.5 400 m hlaup: 1. Guðjón Jónsson, A., 55.9 2. Árni Jónss, Þ., 56.0 3. Rafn Sigurðsson, A., 56.4 4. Pétur Björnsson, Þ., 56.6 1500 m hlaup: 1. Bergur Hallgrímsson A., 4.27,0 2. Skúli Andrésson, A., 4.27.0 3. Árm. Guðmundsson, Þ. 4.36,0 4. Eysteinn Sigurðsson, Þ., 5.33,0 5000 m hlaup: 1. Skúli Andrésson, A., 17.14,8 2. Níels Sigurjónsson, A., 17.19,3 (Þáttt. ekki fleiri). Langstökk: 1. Vilhjálmur Einarsson, A., 6.58 2. Þorgrímur Jónsson, Þ., 6.45 3. Pétur Þórisson, Þ., 6.29 4. Guðm. Vilhjálmsson, A., 6.23 Þrístökk: 1. Vilhjálmur Einarsson, A. 14.11 2. Jón Ólafsson, A., 12.95 3. Hjálmar Torfason, Þ., 12,80 4. Pétur Þórisson, Þ., 12.71 Hástökk: 1. Jón Ólafsson, A., 1.75 2. Sigurður Haraldsson, A., 1.60 3. Jón Á. Sigfússon, Þ., 1.55 4. Pétur Björnsson, Þ., 1.55 4 Stangarstökk: 1. Pétur Björnsson, Þ., 2.88 2. Sigurður Maraldsson, A., 2.88 3. Jón Á. Sigfússon, Þ., 2.75 (Fleiri fóru ekki byrjunar- hæð). Kúluvarp: 1. Ólafur Þórðarson, A., 13.29 2. Gunnar Guttormsson, A., 12.95 3. Jón Á. Sigfússon, Þ., 12.85 4. Hjálmar Torfason, Þ., 12.82 Kringlukast: 1. Jóri Ólafsson, A., 41,75 2. Ólafur Þórðarson, A., 38.90 3. Hjálmar Torfason, Þ., 37.30 4. Jón Á. Sigfússon, Þ., 29.79 Spjótkast: 1. Hjálmar Torfason, Þ., 53.30 2. Jón Á. Sigfú'sson, Þ., 49.20 3. Ólafur Þórðarson, A., 47.90 Úr kvikmyndinni „Við ætlum að skilja“ „Við ætlum að skilfa“ Ágæt norsk mynd sýnd í Nýja biói. UM ÞESSAR mundir er sýnd í Nýja Bíói ágæt norsk kvik- mynd, sem nefnist „Við ætlum að skilja“, eftir Nils R. Múller, sama höfund og samdi „Við gift- um okkur“, sem hlaut miklar vinsældir hér. Það er frú Guðrún Brunborg, sem sýnir myndina, og rennur allur ágóðinn til kaupa á ís lenzku stúdentaheimili í Sogni. Þetta er gaman- og sorgarleik- ur um ást og hjónaband. Mynd- in er sérstaklega ætluð öllum þeim, sem eru ástfangin, heit- bundin, gift — eða skilin. Einn kafli myndarinnar er tek- in í Fagerborgkirkju í Osló. Áð- ur en leyfi fékkst fyrir mynda- töku þar, varð presturinn að lesa handritið yfir. Var hann svo hrifinn af boðskap mynd- arinnar, að hann bauðst jafn- vel til þess að taka að sér prests hlutverkið í henni, en úr því varð þó ekki. — Ég vil biðja ykkur að koma þeim skilaboðum til fólksins fyr ir mig, að koma og sjá myndina á meðan ég sýni hana hér, en ekki þegar ég er að fara, eir.s og oft áður hefir viljað brenna við, sagði Brunborg í gær. Frú Brunborg er með fleiri myndir, sem hún sýnir hér í sum ar. Allur ágóði af sýningum þeirra rennur einnig til stúdenta heimilisins. Bygging ó kjötmiðstöð fyrir Reykjavík hafin 4x100 m hoðhlaup: Sveit UÍA Sveit HSÞ 46.5 48.0 80 m. hlaup kvenna: 1. Þuríður Ingólfsdóttir, Þ., 11.5 2. Ásgerður Jónasdóttir, Þ. 11.8 2. Nanna Sigurðardóttir, A, 12,3 4. Gréta Vilhjálmsdóttir, A. 12.8 Langstökk kvenna: 1. Ásgerður Jónasdóttir, Þ. 4.54 3. Nanna Sigurðardóttir, A., 4.33 3. Þuríður Ingólfsdóttir, Þ., 4.05 4. Jóna Jónsdóttir, A., 3.91 Kúluvarp kvenna: 1. Gerða Halldórsd., A., 10.42 (ísl. met). 2. Sigríður aHnnesdóttir, Þ. 8.88 3. Ásta Sigurðardóttir, A., 8.67 4. Þuríður Jónsdóttir, Þ., 8.08 4x80 m boðhlaup: 1. Sveit HSÞ 46,5 2. Sveit UÍA 49,2 UM ÞESSAR mundir er verið að ljúka við smíði þriggja fyrstu bygginganna í framtíðar kjötmið stöð fyrjr Reykjavík, sem ákveð- inn hefur verið staður í Laugar- nesi. Hefur Samband íslenzkra samvinnufélaga riðið á vaðið með framkvæmdir og eru þrjár fyrstu byggingar þess sambyggð- ar og mynda eitt 1400 fermetra kjötfrystihús. Mun það taka til starfa í sláturtíðinni í haust, og kemur þá í stað frystihússins Herðubreið, sem er fyrir löngu orðið of lítið og ófullkomið. Fást nú fullkomnari og rúmbetri geymsluskilyrði fyrir kjötbirgðir Reykvíkinga. Hin fyrirhugaða kjötmiðstöð fyrir Reykjavík hefur verið skipulögð fyrir atbeina borgar- læknis og mun hún ná yfir 150x 250 metra svæði við Laugarnes- veg. Verður þarna skoðun og stimplun á öllu kjöti, sem til bæj arins kemur, áður en það fer til þeirra bygginga, sem þeir er kjötdreifingu ananst, munu reisa þarna. Eru af Sambandsins hálfu fyrirhugaðar miklar framkvæmd ir á þessu svæði og verður þar komið fyrir byggingum fyrir full komnustu kjötgeymslur og marg víslegan kjötiðnað. Kjötfrystihúsið, sem þegar er komið upp, er með afgreiðslusal, vélasal og kjötgeymslu, en í kjallara þess verður kjötsöltun- arstöð, og geymslur fyrir salt- kjöt, osta og smjör. NÆGILEGT KJÖT EFTIR 1954 Allar líkur benda til þess, að s. 1. vor hafi verið næst síðasta kjötleysisvor, sem Reykvíkingar þurfa að þola. Þegar eftir slát- urtíð næsta ár, 1954, er gert ráð fyrir að svo mikið dilkakjöt ' verði fyrir hendi, að hefja verði 'útflutning á því til að tryggja sölu á því öllu. | Af þessum sökum voru til- ! raunir þær til að vinna markaði ' fyrir íslenzkt kjöt erlendis, sem áður hefur verið skýrt frá, gerð- ar svo snemma. Var kjötið aðal- ílega selt til Bandaríkjanna, þar 'sem talinn er vísastur markaður fyrir það. Var meðal annars reynt að skera skrokkana nið- ur hér heima og selja hina ýmsu hluta þeirra sér. Er þetta talin líkleg framtíðaraðferð til þess að ' selja kjötið og hagkvæmari en að selja aðeins í heilum skrokk- um. Fyrir nokkru skrifaði kjöt- verzlun í Kaupmannahöfn Sam- bandinu og fór þess á leit að fá keypt nokkuð magn af íslenzku dilkakjöti. Þar sem Danmörk var fyrr á árum góður markaður fyr- ir íselnzkt kjöt, þótti ástæða til að kanna, hvort svo gæti enn orðið í framtíðinni. Ekki var um það að ræða að taka kjöt a£ heimamarkaðinum, þegar þessar óskir bárust, en af sérstökum á- stæðum var hægt að útvega hinu danska firma dálítið af því kjöti, sem flutt hafði verið til Banda- ríkjanna, og Voru um 15 lestir af því sendar til Kaupmannahafn ar. Kjöt þetta var af fé, sem slátrað var haustið 1951. Hefur það selzt vel í Höfn og líkað á- gætlega. (Frétt frá SÍS) Njósnir i ýzkalandi Starfsmaður í Öryggismálaráðu neyti Þýzkalands hefur verið hand tekinn fyrir njósnir. Þá hefur lög regla Vestur-Þýzkalands handtek- ið mann, sem sendur hafði verið frá tékkneska fyrirtækinu Kovd, og grunaður er um njósnir fyrir Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.