Morgunblaðið - 26.07.1953, Side 1

Morgunblaðið - 26.07.1953, Side 1
12 40. árgangiir 166. tbl. — Sunnudagur 26. júlí 1953 Prentsmiðja Morgnnblaðsini FYRIR hálfum mánuði tilkynnti ] Moskvaútvarpið að Beria væri glæpamaður og þjóðarfjandmað- ur. Síðan hafa nær daglega bor- izt fregnir af falli fleiri hátt- settra kommúnista, bæði innan Sovétríkjanna og í leppríkjum þeirra. Greinilegt er hverjum manni, að það eru gífurleg um- brot í æðstu valdastöðum Kreml. Hvað raunverulega er á seyði og hver hefur valdataumana í sinni hendi er hins vegar erfitt að greina. Það eru takmarkaðar fréttir, sem ganga út frá Kreml-valdhöf - unum sjálfum. Þeir vinna sjálfir mest bak við tjöldin. Samt mun skarpur og kunnugur maður nokkuð geta ráðið af jafnvel hinum minnstu atvikum. Því var það sem Edward Crankshaw, Rússlandsmálasérfræðingur brezka blaðsins Observers, þótt- ist skömmu eftir dauða Stalins sjá það fyrir, að bráðlega myndi skerast í odda milli og Beria. Edward Crankshaw. í dag birtist á 5. síðu blaðsins grein eftir Crankshaw þar sem hann tekur þá spurningu til með- Malenkovs : ferðar hverjir séu raunverulegir I valdhafar í Rússlandi. Nefndin, @r fálmn ntti vopnnhléi, lipi niður Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. LUNDÚNUM, 25. júlí. — Fregnir frá Kóreu herma, að allar líkur bendi til að vopnahléssamningar verði undirritaðir á þriðjudag. McClark, yfirhershöfðingi, undirritar fyrir hönd S. Þ., en Kim II Sun, forseti Norður-Kóreu fyrir hönd Norður-Kóreumanna. Gert er ráð fyrir, að samningarnir gildi frá 1. ágúst. NEFNDIN SKÍLAR AF SÉR Þaö getur talizt táknrænt eins og málum er nú komið, að nefnd sú, sem þing Suð- ur-Kóreu setti á laggirnar til að vinna gegn vopnahléi, hef- ir skilað af sér og var leyst upp í dag. Segir í skýrslu nefndarinnar, að henni hafi ekki tekizt að koma. í veg fyr- ir samkomulag, og árangur af störfum hennar hafi enginn orðið. FUNDARHÖLD f KÓREU Ellis Brigg, sendiherra Banda- ríkjanna í Seoul, ræddi við Syng man forseta í morgun. Hafði hann skilaboð að færa honum frá Eisenhower. Einnig áttu með sér fundi í morgun samningamenn stríðsaðila. Þeir ræddust við í Panmunjom. Hvenær undirritar hann'í' KOMA í VEG FYRIR BIRGÐASÖFNUN Flotamálaráðuneyti Bandaríkj anna hefir skýrt svo frá, að nú Nerú í Pakisfan Karachí, 25. júlí. — Nehru, for- sætisráðherra Indlands, er nú staddur hér í bæ, en hann hefur ekki komið til Pakistans í þrjú ár. Ræðir hann við forsætisráð- herra Pakistans, Múhameð Alí, um ýmis sameiginleg hagsmuna- mál Indverja og Pakistansmanna. — Einnig mun hann ræða við Pakistansstjórn um skaðabóta- greiðslur vegna þeirra manna, sem yfirgáfu heimili sín, er Ind- landi var skipt í tvö ríki. — Þess má geta að lokum, að von- azt er til, að góður árangur ná- ist með heimsókn þessari til lausnar Kasmírdeilunni. — NTB.; séu stödd 4 flugþiljuskip við austurströnd Kóreu. Er haldið uppi stöðugum árásum á bæki- stöðvar kommúnista frá þeim. Meginverkefni þeirra er að koma í veg fyrir, að kommúnistar safni sér birgðum áður en vopnahlé komst á. Chiang í innrásar- Imgieiðingum FORMÓSU, 25. júlí: — Frétta- ritari New York Times, James Reston, liefur símað frá Formósu, að Chiang Kai-Shek muni vafa- laust reyna innan skamms að gera innrás á meginland Iíína, hvort sem hann fær aðstoð erlendis frá eða ekki. Bætir fréttaritarinn því við, að það sé skoðun hershöfð- ingjans, að Kínverjar reyni að styrkja stöðu sína á meginlandinu á næstu tveimur árum og sé því nauðsynlegt að hraða innrásinni. Skotar kreffast vikkunar Eandhelgi við IVloray-fjörð Er-eska stjémin kefú málið til athugaiiar UmræSur um mállð í brezka þinginu. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. LUNDÚNUM, 24. júlí. — Nokkrir skozkir þingmenn í neðri mál- stofu brezka þingsins lögðu til við ríkisstjórnina í dag, að loka Moray-firði á austurströnd Skotlands fyrír erlendum botnvörpu- skipum. Ætlunip er að vernda þannig gotstöðvarnar þar. Norskir síld- veiðimeain Sniðja um G. O. Sars ÁLASUNDI, 25. júlí: — Norskir síldveiðimenn við íslands hafa sent skeyti til Álasunds með tilmælum um, að hafrannsóknarskipið G. O. Sars verði áfram á síldarmiðun- um, en upphaflega stóð til, að það yrði þar ekki öllu lengur. Bent er á, að síldin við Island sé dreifð um víðáttumikil svæði, og það sé fiskimönnum afar mik- ilsvirði að njóta leiðbeiningar þess. Beiðninni hefir verið komið áleiðis til hlutaðeigandi stjórn- valda. —■ NTB. ISTAMBÚL, 25. júlí. — Tyrk- neska stjórnin hefur svarað orð- sendingu Rússa viðvíkjandí heimsókn brezkra og bandarískra herskipa til Tyrklands. Höfðu Rússar mótmælt heimsókninni harðlega við tyrknesku stjórnina. í svari Tyrkja er þess m. a. get- ið, að tyrkneska stjórnin undrist mjög mótmæli Rússastjórnar og telji þau ekki á rökum reist. — Getur hún þess enn fremur í svari sínu, að Tyrkir, Bretar og Bandaríkjamenn hafi ætíð verið I miklar vinaþjóðir og séu það enn. Sé því engin ástæða til að undrast kurteisisheimsóknir þessar. ■Ar 10 bandarísk herskip eru nú í heimsókn í Tyrklandi og von er á 22 brezkum herskipum innan skamms. — NTB. „Frakksr herða tökin á Túnis- húinn66 Á ÓSLÓ, 25. júlí. — Dóms- málaráðherra Túnis, Salha Ben Youssef, sem útlægur hefur ver- ið gerður úr Túnis, sagði í dag í viðtali við norska blaðið Dag- bladet, að Frakkar hefðu upp á síðkastið hert tökin á Túnisbú- um til mikilla muna. Hefðu þeir nú um 3000 þjóðernissinna þar í halði. if Youssef kvaðst harma, að Norðmenn hefðu ekki treyst sér til að styðja Túnisbúa, þegar j Túnisdeilan var lögð fyrir S. Þ. „Norðurlöndin hafa ekki rekið nýlendupólitík,“ sagði dóms- málaráðherrann, „og því vænt- um við meira af þeim en öðr- um.“ — NTB. FORDÆMI ÍSLENDINGA OG NORÐMANNA íhaldsþingmaðurinn Robert Bopthby kvartaði sáran yfir, að stjórnin gerði ekki ráðstaf- anir til að vernda gotstöðvat eins og Norðmenn og íslend- ingar gerðu. „Veiði í Norðursjó verður ekki bjargað við nema vernda gotstöðvarnar,“ sagði þing- maðurinn. Og hann hélt á- fram: „Úr því að Norðmenn hafa dug í sér til að ráðast í slíkt, hví skyldum við þá ekki feta í fótspor þeirra.“ ÞÓTTI GOTT TIL SKAMMS TÍMA ! Nutting, aðstoðarutanríkisráð- I herra, varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði, að stjórnin mundi ekki þola tog- urum að veiða innan þriggja mílna landhelgi, og menn hugðu hér á engar breytingar fyrr en fyrir hálfu öðru ári. STJÓRNIN ENDURSKOÐAR AFSTÖÐU SÍNA Ráðherrann bætti því við, að niðurstaða Haag-dómsins í norsk-brezku landhelgisþræt- unni hefði orðið til þess, að ríkisstjórnin hefði tekið til nýrrar athugunar, hvort ekki væri æskilegt að víkka land- helgi við Moray-fjörð. Að þessum athugunum er nú unnið, sagði Nutting ráð- herra. 30SÖ Sög á scnglaga- ksppsii BRÚSSEL 22. júlí. — Nær 1000 ! tónskáld úr öllum löndum heims hafa sent fast að 3000 sönglög á sönglagakeppni eina mikla, sem fram fer í bænum Knocke í Belg- íu. Fyrstu verðlaun eru 50 þús. belgískir frankar. 1200 söngv- anna eru sungnir á enska tungu I og 800 á franska tungu. —dpa. M.b. Einar Hálfdáns leggur að brimbrjótnum í Bolungarvík. Nýr 50 tonna vélbátur bætist í fiota Boivíkinga Ros! frá Danmörku s ! fösludag. Verður alkherjar- þinglð kvall saman! BOLUNGARVÍK, 25. júlí. — Klukkan um átta í gærmorgun kom til Bolungarvíkur nýtt skip. Er*það m.b. Einar Hálfdáns, IS 3, sem verið hefur í smíðum í Frederikssund í Danmörku. Eigandi bátsins er Völusteinn h.f., en framkvæmdastjóri félagsins, Guð- finnur Einarsson, hefur gefið fréttaritaranum þessar upplýsingar NEW YORK, 25. júlí. — í gær áttu þeir með sér fund Pearson, forseti allsherjarþings S. Þ. og Hamrnarskjöld, aðalritari S. Þ. Rætt var um, hvort allsherjar- þing skyldi kvatt saman, þegar vopnahlé hefur verið samið. um bátinn: 50 RÚMLESTIR AÐ STÆRÐ M.b. Einar Hálfdáns er ca 50 rúmlestir að stærð, byggður úr eik af Frederikssund Skibsværft. Hefir verið vandað til smíði bátsins eins og frekast er unnt og fyrst og fremst fylgt íslenzk- um smíðareglum. Eramhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.