Morgunblaðið - 26.07.1953, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.07.1953, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐI*> Sunnudagur 26. júlí 1953 | 6ís!i Júnsson, aiþingismaðnr: Kveðja fis Ves)yr>is!endinsa Við höfum inai ‘A FIMMTUDAGINN var bauð I>irig'vallar'.efnd vestur-íslenzku ■g’estunum, scm hér eru staddir, til hádegisverðar að Þingvöllum. — Veður var bið fegursta, glaða sól- sltin og logn fram eftir degi. — Mátti með sanni segja, að Þing- völlur skartaði í sínum fegursta ekrúða. 1 þessu hádegisverðarboði Þing vallanefndar sátu m. o. forsætis- ráðherrahjónin, Jónas Jónsson skqlastjóri, er var sem kunnugt er frumkvöðull að stofnun þjóðgarðs ins, Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri, og nokkrir fleiri gestir. Ea eins og formaður Þingvalla- nefndar, Gísli Jónsson, gat um í Islendinganna, efndi nefndin til sanakomu þessarar m. a. til að minnast þess með þakklæti að Skógrækta rfélagi íslands harst í fyrra peningagjöf frá Þjóðrækn- isfélaginu vestra í því skyni að efnt yrði til skóggræðslu á við- cigandi og hentugum stað í land- inu fyrir það fé, er Vestur-ls- lendingar legðu af mörkum nú og I framtíðinni til skóggræðslu hér á landi. Það þótti bezt viðeigandi, að Þjóðgarðurinn nyti góðs af þess- ari vestur-íslenzku gjöf, og hefur verið valinn staður fyrir minn- ingarlundinn á skýldum stað í austanverðum þjóðgarðinum, í brekkunni austur við Hrafnagjá. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjgri, sat þessa árdegisveizlu Þingvallanefndar og gerði þar grein fyrir hvernig gróðursetn- ingu hefir verið hagað í reit þennan, og greindi frá helztu fyrirætlunum, sem gerðar hafa verið í sambandi við hann. En þegar sezt var að borðum í veitingasal Valhaliar ávarpaði Gísli Jónsson hina vestur-íslenzku og aðra gesti með þessum orðum: GÓÐIR Vestur-íslendingar og aðrir gestir. Fyrir hönd Þingvallanefndar býð ég ykkur öll velkomin hing- að á Þingvöll. Þegar ég fyrir nokkru síðan sat hér með ykkur hóf Þjóð- ræknisfélagsins, gat ég þess, að Þjóðræknisfélagið í Vesturheimi hefði sent hingað nokkura fjár- hæð, er verja skyldi til trjárækt- ar á Þingvöllum. Ég óskaði þess þá, fyrir hönd Þingvallanefndar, að fá tækifæri til þess að eiga msð ykkur eina dagstund, sem gesti nefndarinnar, og á þann hátt, að votta ykkur og félagi ykkar þakkir fyrir þá hugulsemi og þann vináttuvott, sem felst í þessari gjöf ykkar tii Þjóðgarðs- ins. MÍNNINGARLUNDUR Þingvallanefnd hefur fallizt á, að afmarkaður verði sérstakur reitur, þar sem þessar trjáplönt ur verði gróðursettar, enda verði hann „Minningarlundur Vestur- íslendinga innan Þjóðgarðsins“. Híjfur skógræktarstjóra ver;ð falið að annast um allar fram- kvæmdir. Mun hann hér á eftir skýra ykkur nánar frá þessu. Um ókomnar aldir á þessi lundur að minna okkur á ykkur, sem flutt ust vestur um haf og námuð þar nýtt land, án þess að gleyma fósturjörðinni, sem ól ykkur, en gát þá ekki veitt ykkur þau vaxt- atskilyrði, sem ykkur þyrsti eft- ir: Þessi þakkarorð frá Þing- vállanefnd bið ég ykkur að flytja til allra landa vestan hafs. En við höfum ýmislegt fleira að þakka. — Við höfum ekki gleymt þátttöku ykkar í stofnun Eimskipafélagsins á sínum tíma. Ég veit ekki hvort ykkur er það sjálfum ljóst, hversu mikils virði hún var okkur, ekki einasta fjár- hagslega, heldur og félagslega, á þeSsari nauðsynlegustu göngu okkar til sjálfbjargar og sjálf- stæðis. Má það sannarlega verða ykkur mikið gleðiefni, að vita, að þetta fyrirtæki, sem þið áttuð svó mikinn þátt í að stofna og £tyrlcja, hefur dafnað betur en Mngvailanefnd á 'filja minnln innan þjó jafnvel bjartsýnustu menn þorðu' að vona. TRYGGÐ YKKAR VÍÐ GAMLA LANDID Þá ber okkur einnig að þakka þá baráttu, sem þið hafið háð til þess að viðhalda tungu ykkar og þjóðerni innan um milljónir manna af óskyldum þjóðflokkum, og þá sigra, sem þið hafið unnið á því sviði. Einnig ber okkur að þakka alla þá tryggð, sem þið hafið jafnan sýnt gamla landinu, með því að viðhalda og styrkja böndin á margvíslegan hátt á milli okkar, og sem bezt kemur fram í því, að þið hafið nú varið bæði fé og tíma og miklu erfiði til þess að sækja okkur heim urn langan veg. En- langmest ber okkur þó að þakka þann heiður, sem þið hafið í hvívetna unnið landi okkar og þjóð, með því, í samkeppni við voldugar þjóðir, sem eiga ævaforna og trausta menningu, að vinna heimstitil- inn „Beztu innflytjendur Vestur- heims“ og halda honum enn þann dag í dag. Þetta eitt út af fyrir sig, er svo mikilvægt atriði fyrir smáþjóð, eins og við erum, að það verður aldrei hvorki full- metið né fullþakkað. Fyrir allt þetta og fjölda margt annað, flytjum við ykkur þakkir og biðjum Guð að blessa öll ykkar störf um ókomin ár og aldir. Þótt leið mín hafi legið um mörg lönd hef ég aldrei átt þess kost að ferðast um íslandsbyggð- irnar vestan hafs og lcynnast þannig af eigin sýn baráttu ykk- ar. En með því að einn bræðra minna hefur nú búið þar í 40 ár, annar látið þar lífið við störf á Winnipegvatni á bezta aldurs- skeiði og sá þriðji dvalið þar eitt skeið æfi sinnar á fyrirlestra- ferðum, hef ég átt þess nokkurn kost að kynnast í gegnum þau tengsl lííi ykkar og sigrum, og jafnan dáðst að þrautseigju ykk- ar og framgangi. Persónulega er mér því ljúft að eiga þessa stund með ykkur. ÞVÍ STADURINN, SEM ÞÚ STENDUR Á, ER HEILÖG JÖRГ Ferð ykkar hér heima að þessu sinni er nú senn að verða lokið. Það hefur sjálfsagt margt borið fyrir augað, og erfitt að dæma hvaða blettir af landinu haíá1 heillað ykkur mest. En hvsð sem um það er, þá hef ég hvergi ósk- að frekar að mæta ykkur og eiga með ykkur vinastund en einmitt; hér á Þingvöllum. Þessi alkunnu ' orð „drag skó þína af fótum þér,1 því staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð,“ eiga hyergi betur við en einmitt hér. — Hér hafa1 flestir og sterkustu örlagaþræðir! þjóðarinnar' verið spunnir og fléttaðir allt frá landnámstíð. —' Hér hefur Alþingi íslendinga verið stofnsett og hér hefur það starfað um aldir. Hér hafa menn 1 mælt fram lög og aðrir numtð þau. Hér hafa dómar verið dæmdir, og hér hefur þeim verið fullnægt, og oft af lítilli mildi. Hér var kristni landsins lögtekin, og það með þeim hætti, sem að- eins afburða vitmönnum var unnt að framkvæma. Hér var lýðveldið stofnað. Hér hefur ver- ið elskað og hatað, beðið og for- mælt. Hér hefur baráttan á milli' hins góða og illa náð hámarki sínu, og hér hefur að síðustu hið góða gengið af hólmi með sigri. Hér er loftið þrungið af sögulegum minningum, aldagam- alli menningu og stórhug. Um hina sérstæðu og stórbrotnu nátt- úrufegurð Þingvalla kvað eftir- Sr. Jóbiann Hannesson: Ot ur siuMsignma garðsins. lætisskáld íslendinga „Gat ei neata Gúð og eldúr, gert svo dýrðlegt furðuverk". Það var því engin tilviljun, að þessi staður var valinn fyrir Þjóðgarð, þar sem fólkinu var heimilt að reika um og njóta alls þess bezta, sem þessi fagri tilkomumikli staður hafði að bjóða. Það hefur einnig orðið sú raun- in á, að hingað leita allir, sem á annað borð gista höfuðborg- ina yfir sumartímann og geta komið því við að skoða Þingvöll. Hér gleðjast menn og gleyma sorgum og mótlæti, hér safna menn kröftum til nýrrar baráttu og nýrra dáða. Hingað sækja skáld og listamenn hinn innri eld. Hér gerir Guð og eldur enn dýrðlegt furðuverk. MINNISMERKI UM KRISTNI- TÖKUNA Á ALÞINGI Þjóðgarðurinn, sem friðaður reitur, er aðeir.s rúmlega 20 ára gamall. Hugmyndin var borin fram til sigurs af fyrrv. þing- manni og ráðherra Jónasi Jóns- syni, og flestar umbætur til þessa dags eru að meira eða minna leyti honum að þakka. En það er margt, sem enn er ógert. — Trjáræktin mun taka aldir, en hálfnað er verk þá hafið er. — Aðrar framkvæmdir eru aðkall- andi, svo sem bygging nýs fyrsta flokks gistihúss og fyrsta flokks hreinlætisklefa um allan garðinn fyrir þá, sem um hann reika. Enn annað þolir enga bið, svo sem endurbygging kirkjunnar. Og því er það, að Þingvallanefnd hefur á þessu ári ákveðið að gangast fyrír almennri fjársöfn- un til þess að koma hér upp nýrri kirkju, er verði um leið minnismerki um kristnitökuna á Alþingi. Það er ekki ætlazt til þess að kirkjan verði stór, en það er hugsað að hún verði mikið lista- verk, þar sem verk íslenzkra listamanna ekki einasta prýða hana, heldur og tjá sögu þjóð- arinnar frá öndverðu. Hingað koma þúsundir manna ár hvert, sem fara héðan með Ijósmyndir af núverandi kirkju, og Þing- vallanefnd er vel ljóst, að þótt hún hafi ynnt af hendi ákveðið hlutverk í lífi safnaðarins, þá er hún ekki æskilegur landkynmr eins og hún er nú. Og Þjóðar- garðurinn á það skilið að í hon- um sé listaverk gert af íslenzk- um huga og höndum, sem tjáð getur sögu landsins og borið hróður þess víða um heim. Einn af þeim íslenzku gestum, sem hér eru nú á meðal okkar, Jón Guðmundsson stofnandi og meðeigandi að því gistihúsi, er við nú dveljum í, gaf fyrir nokkru mestan hluta eigna sinna, stórgjöf á íslenzkan mælikvarða, til þess að prýða Þjóðgarðinn. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að flytja honum þakkir fyrir þá miklu rausn. Verði þeir margir, sem hafa sama skilning á þörf- inni og hann, verður þess skammt að bíða, að allir draum- ar um umbætur á Þingvöllum rætist. Sú spurning er á margra vör- um í dag, hvort ykkur löndum okkar vestan hafs tekst að bjarga tungunni, eða hvort hún muni glatast þar að fullu, og þar með hin ísl. menning. Ég mun ekki spá neinu um það, en mig langar til þess að Ijúka hér máli mínu með því að segja ykkur frá at- viki, sem skeði fyrir þremur öld- um. ....EN FAGURT ER MÁLIГ Það var einn sólheitan sumai - Framhald á bls. 8 (8. sunnudag eftir trínitatis). Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egiptalandi, út úr þrældómshúsinu. (2. Mósebók 20.1). — Til frelsis frelsaði Kristicr oss. Standið því fastir og látið ekici \aftur i-eggjo, á yður ánauðarok. — (Galatabréfiö, 5,1). ÁNAUÐ OG FREL-SI eru miklar andstseður í lífi og sögu þióðanna, ekki sízt í sögu ísralsþjóðarinn- ar, sem vér þekkjum úr kristileg- um barnalEsrdómi vonum og Heil- agri Ritningu. Saga íslands kann ast líka við þessar staðreyndir og skyldu þær oss aldrei úr minni líða. Hinir fyrstu ættfeður, Abra- h-am, Isak og Jakob voru frjáls- ir menn. Þó voru ísraelsmenn ekki þjóð á þeim tíma sem hung- ursneyðin knúði þá til að t’ara til Egiptalands og setjast þar að og þiggja af gestrisni Egipta. Þeir voru þá í mesta lagi ættbálkur, en urðu síðar þjóð og meira að segja ánauðug þjóð í framandi landi er aldir liðu fram. Og marg- ir þeirra gleymdu Guði og hinu forna frelsi forfeðranna. I opinberun sinni kynnir Guð jafnan sjálfan sig sem frelsis- gjafa. Hann býður spámanni sín- um að leiða þjóðina út úr þræl- dómshúsinu, inn í hið fyrirheitna land. Og saga Móse er merkileg, ekki sízt fyrir þá sök að hún grein ir frá stórkostlegum erfiðleikum og sigrum, vandamálum, sem end- urtaka sig aftur og aftur í sögu og siðferðisfoaráttu þjóða og ein- staklinga. En það sem hér skiptir ! mestu máli — eins og ávallt í op- j in-berunarsögunni, er að Guð gerir | frelsið að staðreynd og leiðir þá, j sem hans raust vilj‘a hlýða, út úr j þrældómshúsinu. FRELSIÐ OG LÖGMÁL GUÐS j Ég er Drottinn Guð þinn....... - Ef menn lesa versin, sem á eftir I fylgja, þá munu þeir sjá að þar koma hin tíu boSorð, sem vér könnumst öll við. Þau hafa um aldir verið trúarlegur og siðgæði legur leiðarvísir, ekki aðeirs ísra- elsmanna, heldur einnig kr:;stinna þjóða. Þar birtist hið sígilda lög- mál Guðs, sem hann reisir til varnar þvi frelsi, er hann leiðir mennina inn í. Þar er oss bent á veginn, sem fara ber lil þess að vér skulum ekki aftur lenda undir ána-uðaroki siðspillingarinn ar. Þegar Guð kallar menn til að fylgja sér, kallar menn og þjóðir til að fara út úr þrældómsltúsinu, þá ryður hann ekki öllum erfiðleik um úr vegi, síður en svo, heldur fer hann sjál-fur fyrir oss og með oss svo framarlega sem vér þá trúum og hlýðum. Ég er Drott- inn, Guð þinn, segir hann. Ég bæði vil leiða þig og get leitt þig út úr þrældómshúsinu til hins fyrir- heitna lands .... en þú skalt ekki aðra guði hafa, heldur trúa og treysta mér einum og hlýða mínu orði. TIL FRELSIS FRELSAÐI KRISTUR OíSiS Guð kallaði Móse, spámann sinn, til að leiða ísrael út úr þrældómshúsinu á Egiptalandi. Guð sendi son sinn, Jesúm Krist, til að leiða mannkynið út úr þræl dómshúsi syndar og villu. — I heilagri sk-írn, heilögu Guðs orði og kveldmáltíð erum vér einnig þaðan út leiddir til þess að vér skulum ganga á Guðs vegum og vera hans þjóð. Svo er spurning- in hvort vér fylgjum nú því merki, sem oss var gefið í skírn- inni með hinu hei-laga tákni kross- ins á enni og brjósti. Því frelsi vort stendur og helzt svo framar- lega sem vér stöndum stöðugir í skírnarnáðinni og föllum ekki frá hinum lifanda Guði. 1 frjálsri hlýðni ber oss að þjóna nonum, hverjum og einum af oss í sinni stétt og stöðu og í vorri heilögu kirkju. Slík þjónusta er hið sannai frelsi. EKKI AFTUR UNDIR ÁNAUÐAROK Bágt eiga þær þjóðir og þeir einstaklingar, sem eru undir á« nauðaroki, hvernig sem það er, og ættum vér íslendingar að skilja; þetta manna bezt, með því að vér höfum bæði reyn-t ánauð og frelsi, Mesta blómatímafoil þjóðar vorr- ar var friðaröldin og ritöldin, | tímabil það, sem fylgdi eftir kristnitökuna og kristnun lands- ins. En svo vitum vér hvað gerð- ist. Ánauðin kom smátt og smátt sem ávöxtur siðspillingar og eigin hagsmuna hyggju. En slíkt getur ekki lítil þjóð leyft sér ef hún vill halda frel-sinu, því til þess að halda því, þurfum vér á trú og siðgæði að halda, þoirri trú og því siðgæði, sem aðeins fæst fyrir hlýðni við Guðs orð. ísraelsmenn áttu, samkvæmt Guðs orði, að halda páskahátíðina hvert ár, kynslóð eftir kynslóð, og skyldi það vera þeim „ævarandi lögmál“ til þess að þeir skyldu ekki gleyma því að Guð leiddi þá út af Egiptalandi, út úr þræl- dómshúsinu. Eins minnumst vér ekki aðeins einu sinni á ári, held ur á sérhverjum Drottins degi, hve mi-kla hluti Guð hefir gert fyrir oss. Til þess er Guðs orð boðað, að vér glötum ekki því frelsi, sem oss er gefið, heldur staðfestumst í því. Öllum andleg- um verðmætum verður að safna á ný, kynslóð ef-tir kynsióð, þau verða að endurnýjast og endur- lífgast, til þess að þau glatist ekki. Vér getum ekki huggað oss við að vera kristnir menn ef vér leggjumst undir ok siðspillingar og synd-a og glötum þeirri náðp sem oss er gefin. Sú skylda hvílir á oss að minnast sérhvern dag þess, sem Drottinn hefir fyrir oss gjört — og ekki aðeins það, heldur einnig að fylgja Kristi, konungi vorum og frelsara. Skímarfonlur gefirni SlaðastaSarlrirfcju SUNNUDAGINN 5. júlí var fjöl- menni saman komið að Staða- stað. Messudagur var og íerm- ingarguðsþjónusta. Voru kirkju- gestir taldir nær tvö hundruð. Ferma skyldi fimm börn. Við þetta tækifæri var kirkj- unni færður að gjöf gripur einn góður, sem gladdi bæði söfnuð og sóknarprest. Er það skírnar- fontur, en hann átti kirkjan eng- an fyrir. Gjöf þessi er til rr.inn- ingar um Kára bónda Magnús- son í Haga í Staðarsveit og konu hans Þórdísi Gísladóttur, og son þeirra Benedikt. Kári var lengi safnaðarfulltrúi Staðastaðarsókn ar, gildur bóndi og traustur kirkjuvinur, og þau hjón bæði sómi sveitar sinnar. Gefendur skírnarfontsins eru börn þeirra hjóna, en þau eru þessi á lífi: 1. Ingólfur, bóndi í Haga. 2. Helga, húsfreyja í Rvík. 3. Loftey, húsfreyja í Rvík. ' 4. Gísli, bílstjóri í Stykkis- hólmi. 5. Þórður, lögregluþjónn í Rvík 6. Alexander, smiður í Rvík. Hafa þau systkini nú sýnt minningu foreldra sinna lofs- verða ræktarsemi og reist þeim fagran minnisvarða, jafnframt því sem þau votta sóknarkirkiu sveitarinnar tryggð sína og ást. í lok stólræðu sinnar gat sókn- arpresturinn séra Þorgrímur V. Sigurðsson um gjöf þessa, þakk- aði fyrir hönd safnaðarins gef- endum, en lítil stúlka, Vilborg Þórðardóttir, sonardóttir þeirra Hagahjóna, gekk fram og afhjún^ aði skírnarfontinn. Er hann gerð- ur af mahognyviði, súlulaga og renndur af hagleik, með krossi Franxhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.