Morgunblaðið - 26.07.1953, Page 8

Morgunblaðið - 26.07.1953, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. júlí 1953 ] Bandaríkjamenn beitfir þvingun BAMBEKG, 2-2. júlí: — Bæjar- stjóm Bamberg í Bæjaralandi hef ur ákveðið að loka fyrir rafmagns strauminn til bandar. hernáms- sveita, sem hafa íbúðarhverfi skammt frá borginni. Er þetta vegna þess, að Bandaríkjamenn hafa ekki staðið í skilum með raf- magnsgreiðslur. Fyrir tveimur ár- um hækkaði bæjarstjórnin raf- magns-gjaldskrána en Bandaríkja menn neituðu að fallast á þá hækk un. Talið er samt að þeir verði að láta undan þegar bæjarstjórn- in grípur til sinna ráða. — dpa. Nýit tónverk eftir Hindemitb BRÚSSEL 22. júlí. — Nýtt tón- verk eftir Paul Hindemith, var nýlega flutt í fyrsta skipti í „Höll hinna fögru lista“ í Brússel. Er hér um að ræða kantötu, sem er samin um Ijóð eftir franska skáldið Paul Claudel.Nefnist tón- verkið „Söngur til vonarinnar“. Verkið var flutt af hljómsveit ungra manna frá öllum löndum. — Tónskáldið stjórnaði sjálfur hljómsveitinni. Hefur þetta nýja verk Hindemiths hvarvetna hlot- ið mikið lofog var því feiki vel tekið á frumsýningu. —dpa. - Ræða Gísla Jónssonar Framhald af bls. 2 dag, að vel þekktur kirkjuhöfð- ingi íslenzkur reikaði um götur Kaupmannahafnar. Leið hans iá fyrir smiðjudyr, þar sem inni stóð ungur maður og barði af kappi glóandi járnið, svo að sindrið fauk um alla smiðjuna um leið og hann krossbölvaði á hreinni íslenzku. Kirkjuhöfðing- inn stöðvaðist við dyrnar, leit á manninn og mælti: „Mikið er hvað þú bölvar maður, en fagurt er málið“. Þeir höfðu ekki ræðzt við langa tíð, er kirkjuhöfðingj - anum var ljóst, að á bak við afl- ið og hin hrjúfu orð bjó mikið mannvit og mikil mildi, og hann ákvað þegar að bjarga þessum verðmaetum, setja manninn til mennta og tryggja hann hinni íslenzku kirkju. Höfðinginn var meistari Brynjólfur biskup í Skálholti. í þrjár aldir hefur sindrið frá lífsverki járnsmiðsins, sem bölvaði svo hressilega á ís- lenzka tungu í erlendu landi, bæði lýst og yljað íslenzku þjóð- inni, og það mun eiga eftir að gera það svo lengi, sem íslenzk tunga er töluð austan hafs og vestan, því maðurinn var Hall- grímur Pétursson. Ef ykkur, kæru landar, þykir íslenzk tunga jafn fögur og meistara Brynjólfi þótti hún, að jafnvel þegar hann heyrði hin hrjúfustu orð hennar, fékk hann ekki orða bundizt af aðdáun, þá er það spá mín, að mikið vatn hafi runnið til sjávar áður en hún er að fullu gleymd ykkur og niðjum ykkar, og það er ein- læg ósk mín að svo verði. Að lokum vil ég óska ykkur öllum góðrar heimferðar, og að ferðin verði ykkur öllum ógleym anleg. Hafið þökk fyrir komuna. Er Gísli Jónsson hafði lokið máli sínu, kvað við dynjandi lófa- klapp í salnum, enda var það mál manna, að hann hefði með þessum orðum sínum kvatt vestur-ís- “lenzku gestina á virðulegan og Viðeígandi hátt. LILLU- kjarnadrykkjar- dnft. Bezti og ódýrasti gosdrykkurinn. H.f. Enfagerð Reykjavíkur. 65 ára: jr Olafur Helgason hreppstjóri d E'yrarbakka ÞEGAR ferðamaður kemur að prestssetrinu Hvoli á Eyrar- bakka, er beint á móti því hinum megin götunnar lítið hús með sölubúð. Þetta hús lætur ekki mikið yfir sér, enda búa þar að eins ein eldri hjón með sonarson sinn, lítinn ljóshærðan pilt, sem á reiðhjól. En kynnist maður þessu húsi betur, koma sérkenni þess og í- búanna í ljós og þar er ýmislegt eftirtektarvert. Það fyrst, hve allt er hreint og fágað. Utan dyra sem innan sést hvergi nokkurt gróm. Það næst hve allt er í röð og reglu fastmótað ákveðnum þokka, sem verkar virðulega. — íbúðarhúsið, bílskúrinn, búðin og garðurinn, er í látlausu sam- ræmi, að mynd þess grópast í vit- undina eins og dálítið listaverk, sem stækkar í minningunni. •— Þetta er heimili Ólafs Helgason- ar, hreppstjóra á Eyrarbakka og konu hans Lovísu Jóhannsdótt- ur. Og fá heimili hygg ég, frem- ur bera blæ húsbændanna, en heimili þeirra. Þau eru svo inni- lega heimilisrækin og una svo hjartanlega glöð við sitt. Fáir munu þeir dagar, sem þau eru að heiman, þótt nú séu sonur þeirra og fóstursonur fluttir til sinna heimila í öðrum byggðar- lögum. Ólafur Helgason er að ýmsu leyti hamingjubarn, kannske flestum fremur, þótt hann hafi vafalaust orðið að vinna mikið til að hlotnast gjafir og bless- un gæfunnar. Hann hefur ávaxt- að sitt pund með gætni, forsjálni Og fyrirhyggju ásamt vandvirkni og sparsemi. Hinar fornu dyggð- ir voru honum í blóð bornar og innrættar af djúphygli og dug góðra foreldra. Og eins og hann sjálfur Orð- ar það: Þá var hann „bara fá- tækur kotakrakki á Stokkseyri", en er nú orðinn velmegandi kaup maður og hreppstjóri á Eyrar- bakka, auk þess sem hann hefur verið þar lengi meðal ráðandi manna í hreppsnefnd, bæði sem oddviti og ráðgjafi. Ólafur er líka einn hinna fyrstu bílstjóra í Árnessýslu og jafnvel á íslandi og hefur þar sem annars staðar verið sannur happadrengur. Ok hann lengi yfirvaldi Árnessýslu, Magnúsi Torfasyni og var honum handgenginn til erfiðra ferðalaga með mikilli prýði. Allt, sem Ólafur snertir á er gætt sérstökum þokka. Litli bíll- inn hans er alltaf spegilfægður. Þótt flest fáist í litlu sölubúð- inni er þar allt skínandi og fág- að, nákvæmlega niðurraðað og hvergi fis né ryk. Rithönd hans er Ijómandi og jafnvönduð á ó- merkilegri nótu eins og tiginni verzlunarbók. Eins hef ég fyrir satt, að Ólafur sé mjög nákvæm- ur í emb'ættisrekstri, fjárreiðum og bókun allri og munu þar fáir snurður finna, enda unnið eftir forskriftum hins góða gamla tíma, þegar hver eyrir var verð- mæti, en þó er þessi hreppstjóri aðeins lærður úr lífsins skóla. Þessi heiðurshjón hafa verið nágrannar mínir heilan áratug og er mér því auðvelt að dæma um lipurð og háttprýði kaup- mannsins, og hve allur varningur hans er góð vara. Góðlátleg fram koma hans, glettnisleg tilsvör og ofurlítil meðfædd ástleitni, sem felst eins og glóð í augunum, ef konur eru nærri, allt þetta hlýj- aði og verndi í hversdagsleika fá- brotins umhverfis. En minnis- stæðastur er þessi hjálpfúsi granni, þegar hann stendur bros- andi í dyrunum á aðfangadags- kvöld og afhendir jólagjöf, eða þegar hann heldur á stórum ný- veiddum laxi, sem „villzt hefur“ í netin hans vestur á sandi ein- hverja húmsæla júlínótt. En er það ekki skrítið, að hann Ólafur skuli vera orðinn 65 ára. Hann er enn svo blessunarlega saklaus og barnslegur innan um alla kaupmennskuna og hrepp- stjóravafstrið? Ég bið guð að blessa honum æskuna áfram, og gefa honum mörg gæfurík ár. Rvík 21. júlí 1953. Árelíus Níelsson. öKipshöfnin, sem sigldi bátnum heim. ýsr bálœir Framhald af bls. 5 þessir herforingjar hafi átt mik- inn þátt í falli Berias. Það er einnig nærri víst, að þeir styðja og vinna með Bulganin mar- skálki. Við komumst ekki hjá því að spyrja hvort Bulganin og herforingjarnir hafi ekki átt frumkvæðið að því að fella Beria og hvort þeír eru ekki enn að þrúga og þvinga Malenkov og aðra stjórnmála- leiðtoga, sem hafa svo lengi svipt þjóðina ávöxtum styrj- aldarsigursins, sem hermenn- irnir unnu fyrir þjóðina. Sé þetta rétt, þá er margt skilj- anlegra af síðustu atburðum í Sovétríkjunum. Observer — Öll réttindi áskilin) ▲ BEZT AÐ AUGLÝSA J* T / MORGUNBLAÐINU " Frh. af hls. 1. Aflvél bátsins er 100—200 ha. Alfa Dieselvél, búin vökvaknú- inni skiftiskrúfu. Ljósavél er 8 ha Lister, en rafbúnaður allur fyrir 32 volta spennu. NÝTÍZKU SIGLINGATÆKI | í bátnum eru nýtízku siglinga- tæki, svo sem sjálfritandi dýpt- ! rmælir af Elác-gerð og í stýris- húsinu er rafknúin hverfirúða, sem helzt sjálfkrafa auð í hríð Og sjógangi. — Báturinn er búinn til allra veiðiaðferða. I honum er New England-togspil, og sett v.erður í hann vökvaknúið línu- ' spil. í bátnum eru vistarverur fyr- ir 11 manns og eru þær allar vandaðar að aðbúnaði. í reynsluför gekk Einar Hálf- dáns 9,5 sjómílur. Skipstjóri á bátnum verður Hálfdán Einars- son, 1. vélstjóri Kristján Þorgils- son og stýrimaður Kristján Fr. Kristjánsson. FER Á SÍLDVEIÐAR Báturinn fer á síldveiðar með hringnót í dag, laugardag. Þetta er annar bátur Völusteins h.f. Hinn er Völusteinn, sem er á síldveiðum fyrir Norðurlandi. REYNDIST VEL Á HEIMLEEMNNI Leifur Jónsson skipstjóri sigldi bátnum upp frá Frederikssund og voru þeir rúma sjö Sólarhringa á leiðirtni. Gekk báturinn að meðallagi 8,4 sjómílur. Veður var yfirleitt gott, mest 6-—7 vindstig. Virtist skipstjóra báturinn gott sjóskip og hald.a vel ferð í and- byr. Hálfdán Einarsson var einnig með í heimsiglingunni. Lizt hon- um vel á hinn nýja bát sinii og gerir sér vonir um að hafa feng,- ið gott fiskiskip til stjórnar, enda þótt reynslan verði að skera úr því. Lentu þeir félagar í hitabylgju þeirri, sem gekk yfir Danmörk og þótti nóg um, þegar hitinn var kominn upp í 25—33 gráður í skugganum. Bolvíkingar fögnuðu bátnum og fánar voru dregnir að hún víðsvegar um kauptúnið. —Fréttar. Dollaraseðisr fuku um sfræfið OTTAWA, 22. júlí: — Banka- ræningi kom inn í sparisjóð við aðalviðskiptagötu TorontobOrgar og hafði á brott með sér 2.752 dollara. Ætlaði hann síðan að aka á brott í stolinni bifreið, en var svo óheppinn að missa stjórn á bifreiðinni, sem þaut inn um sýn- ingarrúðu klæðskera. Komst hann úr bifreiðinni og út á götuna. — 'Þar missti hann peningaseðlana á gangstéttina áður en hann var handtekinn. Lögreglumenn fóru nú í óðaönn að tína peningaseðl- ana upp af götunni. Nokkur and- blær var og feyktust þeir um strætið. Þeir söfnuðu saman [2.172 dollurum. Á liinum 580 | dollurunum haf a vegf arendur auðgazt. — dpa. Eðskulepsfi maðurinn PARÍ.S, 22. júlí: — Hinn áttræð: porseti franska þingsins, Játvarí ur Herriot var nýlega kjörinr j „elskulegasti maður ársins 1953“ I Fylgir vegtyllu þessari fagur silf jurbikar að gjöf. Var forsetanurr ( afhentur bikarinn í hléi mdli þing ; funda. — dpa. Stórstúkuþingið vcrður sett í Templarahúsinu á morgun. Fulltrúar og aðrir templafar safnast saman við Templarahúsið kl. 1,30 e. h. Frá Templ- arahúsinu verður gengið í kirkju og hlýtt á messu hjá sr. Jóni Þorvarðarsyni. Guðsþjón- ustunni verður útvarpað. Þingið verður síðan sett kl. 3. — Stigveiting fer fram kl. 5. Kjörbréfum sé skilað til skrifstofu stórstúkunnar í dag eða í fyrramálið. Reykjavík, 25. júlí 1953. Björn Magnússon, stórtemplar. Jóhann Ogmundur Oddsson, stórritari. MARKtS Eftir Ed 1) Það er kaldhæðnislegt, Markús. Ég er að elta uppi lækni sem kallast Hólrn. — Hann er morðingi. 2) — Hvað myndi hann nú gera, ef ég væri búinn að hand- taka hann. Skyldi hann skera mig upp við botnlangabólgunni? 3) .... svo að mér gæti batn- unarefni. að og ég haldið áfram með hann , 4) — En eitthvað verður að til lögreglustcðvarinnar. gera fyrir þig. Ég fer inn og — Já, þetta er merkiiegt íhug- sæki Valborgu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.