Morgunblaðið - 14.08.1953, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. ágúst 1953.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSnrm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar ICristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Bros og bióm i Búkarest
ÞAÐ hefur verið undarlega hljótt
um hið útbásúnaða Búkarestmót
á síðum Þjóðviljans síðan það
hófst. Frá því á miðjum vetri
var í blaðinu haldið uppi lát-
lausum áróðri fyrir þátttöku í
mótinu og sérstaklega tekið fram,
að menn þyrftu ekki að vera
kommúnistar til að mega fara!
Voru hin mestu vildarkjör
boðin að sögn blaðsins og skyldi
suðurreisan um dýrðarlönd
kommúnismans öllu öðru fram
taka, sem menn höfðu áður séð
af mannfagnaði og menningar-
viðburðum. Mátti helzt skilja, að
jörðin myndi breyta snúningi
sínum og heimsásinn lægi hér
eftir um hina einu Búkarest.
Því stinga hinir þurru og hrifn-
ingarlausu fréttapistlar, sem
Þjóðviljinn hefur holað niður á
afviknum stað í blaðinu mjög í
stúf við glamuryrðin og gylli-
boðin, sem áður birtust þar á
hinum sömu síðum.
Einn af blaðamönnum Þjóð-
viljans er með í förinni, sem
mestmegnis er skipuð flokks-
bundnum kommúnistum, og hef-
ur hann sent blaði sínu fréttir af
menningarviðburðunum. — Allar
eru þær fréttir svo fáránlega
úr garði gerðar, að hinni mestu
furðu sætir, og skilst þá hæglæti
Þjóðviljans og hógværð hans í
öllum frásögnum af mótinu.
★
Það var fyrirfram vitað í hvaða
tilgangi Búkarestmótið er hald-
ið. Gegnir þar sama máli og með
Berlínarmótið fyrir tveimur ár-
um. Með mótinu er settur á svið
stórfelldur blekkingarsjónleikur,
sem á að telja auðtrúa æsku-
mönnum vestan járntjaldsins trú
um, að allt sé í stakasta lagi aust-
an þess; þar drjúpi smjör af
hverju strái, fólkið glaðlegt, feitt
og frjálst í samanburði við auð-
valdshorgrindurnar í Atlantshafs
löndunum. Slíkum Búkarestmót-
um er ætlað að hylja á nokkrum
dögum áraskelfingu og neyð
hinna fjölmennu þjóða, sem aust-
an járntjaldsins búa.
Sjónhverfingunni og söngnum
í Búkarest er ætlað að yfirgnæfa
hörmungarvein og stunur þeirra
þúsunda, sem gista daunillar
dýflissur einræðisstjórna komm-
únismans víðs vegar um Austur-
Evrópu. Glaðværð Búkarestfar-
anna er ætlað að yfirskyggja
sorgir og söknuð allra þeirra
milljóna, sem böðulsexi komm-
únismans hefur svipt ástvinum
sínum. — Matarbúr borgarinnar
skulu hylja sárt hungur og solt-
inn maga hins fátæka verka-
manns frá ströndum Hvítahafs-
ins suður að Svartahafi. Heim-
urinn allur skal halda, að í ríkj-
um kommúnismans sé maðurinn
orðinn sælli en meðan hann lifði
við móðurskaut.
í þeim tilgangi einum sitja
sendinefndirnar þessa dagana að
sumbli í hinni rúmensku höfuð-
borg — og gestgjafarnir eru ein-
ræðisstjórn landsins, sem komst
til valda með blóðugri byltingu
og bræðravígum.
Því er það, að orð fréttaritara
Þjóðviljans hljóma sem naprasta
háð, 6r hann segir hin auðtrúa
ungmenni skiptast á köllunum:
Friður — vinátta — friður!
Friðurinn sem rúmenska þjóð-
in þekkir er friður dauðans, vin-
áttan er tengsli böðulsaxarinnar
við byssuna.
Ekki ber því að neita, að ein-
staka sinnum bregður fyrir skyn-
semis neista hjá fréttaritara Þjóð-
viljans í frásögn hans af mótinu.
Hann skýrir frá því, og leggur
á það sérstaka áherzlu, að þátt-
takendunum sé alveg frjálst að
fara ferða sinna um borgina!
Menn gegni þar sínum daglegu
störfum, á svipaðan hátt og menn
hér heima á íslandi!
Á hverju átti fréttaritarinn
von? Fór hann ef til vill í
Bjarmalandsför sína með hálfum
hug og geig í brjósti um, að hann
myndi höfuðlaus heim aftur
halda?
Ekki verður annað á skrifun-
um skilið.
Jafnframt er. þess vandlega
getið, að fólk austan járntjalds-
ins syngi og dansi, borði mat og
hafi gaman af blómum alveg eins
og við eigum að venjast heima!
Þá er því sérstaklega lýst, að
hvergi hafi fréttaritarinn séð
jafn mikla umferð, jafn frjálslegt
fólk og jafn falleg vatnsföll.
Verður þetta allt að teljast
kommúnismanum sérstaklega til
gildis og sanna ótvírætt hverju
ströng framþróun undir marx-
iskri fræðslu fær til leiðar komið
í löndunum, þar sem „alþýðan“
hefur tekið völdin.
| En þetta er í rauninni ekkert
gamanmál.
Það er auðvelt og meinlaust
að blekkja hóp af auðtrúa út-
'lendingum og sýna þeim rík-
mannlegt skart, þar sem tötrar
eru fyrir..
Þeir fara heim sælir í sinni
trú, að alls staðar sé fólkið jafn
kátt og frjálsmannlegt sem í
Búkarest í ágúst 1953 og á hverri
járnbrautarstöð um Austur-Ev-
rópu standi fólk daglega og veifi
blómum.
Öðru fylgir öllu meiri alvara,
hinum þöglu, þungbúnu röðum
soltinnar alþýðu, sem lönd komm
únismans byggja.
Það fólli á hvorki bros né
blóm.
8 ár stríðsfangar
EINSTAKLINGURINN er einsk-
is virði. Ríkið er allt. Fyrir vilja
valdhafanna skiptir engu um af-
drif og örlög einstaklinganna. —
Valdhafana vantar þræla til að
höggva barrviðarskóga við Norð-
ur-íshaf, valdhafana skortir
vinnuafl til að leggja járnbraut
um Kasakhstan. Með einu penna-
striki er leyst úr vandanum.
Átta ár eru frá lokum síðustu
heimsstyrjaldar. Enn eru þrælk-
aðir innan endimarka sovétríkj-
anna hundruð þúsunda stríðs-
fanga úr þeim hildarleik.
í Kóreu voru nýlega undirrit-
aðir vopnahléssamningar, sem
fólu það í sér að herfangar allir
skyldu hljóta frelsi. Nú berast
fregnir af því að skömmu áður
en fangaskiptin eru framkvæmd
séu margir herfanganna dæmdir
í fangelsi og þeir eigi ekki aftur-
kvæmt að sinni úr fangabúðun-
um. Vopnahlésnefndin á eftir að
rannsaka þetta mál ýtarlegar.
Getur það verið að sama sagan
endurtaki sig nú og áður, að
stríðsfangar úr Kóreustyrjöld
verði enn í haldi eítir 8 ár, eða
1961? I
a ervza
UR DAGLEGA LIFiNU j
'g í „NÝJA RÍKINU“ talar
sænska skáldið Strindberg
um „tímabil launmorða og mann-
fagnaðar“, og má með sanni
segja, að hann hefði varla getað
komizt betur að orði til að lýsa
okkar tímabili. Varla líður sá
dagur, að ekki sé hleypt af skoti
einhvers staðar í heiminum og
hin undarlegustu morð framin —
eða þá, að mannfagnaðir séu
haldnir.
MENN halda mannfagnaði
af margvíslegu tilefni, en
algengust munu vera afmæli af
ýmiss konar tagi. Þó er varla
hægt að segja, að það sé fyrr en
með fimmtugsafmælinu, sem
nokkur dugur er í affnælishöld-
v (JjóJa ueizli/i
ólzal...
^era
unum, en þá er líka ekki til set-
unnar boðið, leyst er frá pyngj-
unni og stonfað til dýrðlegrar
veizlu.
MÖftG afmælisbörnin eru
svo heppin (eða óheppin)
að þeirra er getið í blöðunum og
oftast vill það verða svo, að um-
rætj afmælisbarn verður svo
sem ekkert smámenni í augum
greinahöfunda; sé afmælisbarnið
\JelualiGLnJii áLri^ar:
Línur frá „faraldsfæti“.
FARALDSFÓTUR hefir sent
mér svo hljóðandi bréf:
„Velvakandi minn. Eg er.eng-
inn sérstakur heimsborgari, en
hefi þó skoðað mig dálítið um í
heiminum mér til takmarkalausr-
ar ánægju. Ekki get ég að því
gert, að oft ber ég saman íslenzkt
og erlent.
A dögunum var ég á megin-
landinu og keypti lítilræði fyrir
krónur mínar og mörk: Fékk ég
þá enn einu sinni staðfestingu á,
hversu við íslendingar erum
miklir eftirbátar í „búðarmenn-
ingu“, enda þótt allt standi hér
til bóta í þeim efnum. Þótti mér
jafnvel stundum nóg um dekrið,
sem skiptavinir nutu, er þeir
gerðu kaup sín.
Hamborg — Laugavegur
UM daginn þurfti ég að kaupa
mér skóreimar . í Hamborg. I
Ekki hafði ég fyrr gert kaupin en
afgreiðslustúlkan kraup niður við
fótskör mína og þræddi nýju1
reimarnar í skóna. Var ekki við
annað komandi.
Næstu skóbúð fór ég í uppi á
Laugavegi. Það var í gær. Ég
keypti mér brúna skó og skó-
áburð. Þegar ég kom heim og
athugaði varning minn betur,
reyndist áburðurinn svartur. Mér
flaug í hug: Hefði það geta gerzt
nema hér, þar sem margt af-
greiðslufólk virðist ekki vita
meir um varning, sem það sel-
ur, en ungbarn um loftslag í
tunglinu?
Námskeið fyrir
afgreiðslufólk.
EG sagði áðan og stend við það:
Þetta stendur til bóta. Víða
hitti ég fyrir fyrsta flokks af-
greiðslu í Reykjavík. En þótt hún
sé allgóð, uni ég ekki öðru en
hún batni enn.
Hitt þykir mér frekar á skorta,
að afgreiðslufólk þekki varning
sinn. Tillaga mín er þessi: Sam-
tök vsrzlunarmanna og kaup-
manna eiga að taka höndum sam-
an og efna til námskeiðs fyrir
verzlunarfólk, þar sem það getur
notið fræðslu góðra manna. Ég
tel sjálfsagt, að kaupmenn bæru
kostnað af slíkum námskeiðum.
Afgreiðslufólk sækti sér þangað
hagnýta þekkingu annað hvert
kvöld eða svo, og allir aðilar
yrðu ánægðir.
Ég hefi svo ekki þessi orð fleiri.
Virðingarfyllst. Faraldsfótur“.
Álmurinn dauðvona.
CAMLA álmtréð við Tjörnina
stendur kyrrt á sinni feysknu
rót. Fyrir nokkrum dögum var
hér skorað á Fegrunarfélagið, að
það tæki á sig rögg og flytti á
burt þetta gamla hrör. Og enn
skal spurt: Hvers á tréð að gjalda
að því skuli ekki hlíft við þeirri
vansæmd að fúna niður fyrir
allra augum?
Ég hefi leitað álits manns, sem
veit jafnlangt nefi sínu í jurta-
fræði, og hann fullyrðir það, sem
raunar allir sjá, að tréð heyi von-
lausa baráttu fyrir lífi sínu.
Enn er ekki um seinan, að upp-
ræta gamla álminn áður en Reyk-
víkingar halda hátíðlegt afmæli
borgar sinnar.
Lausnin býður.
Kæri Velvakandi. Ég hlustaði
á þáttinn um daginn og veg-
inn í útvarpinu á mánudag, þeg-
ar Jakob Jónsson flutti. Hann
minntist þar á bindindismál og
ofdrykkju. í því sambandi líka á
Arnarhólinn og þá vesalinga, sem
þar halda til og að eitthvað þyrfti
fyrir þá að gera.
Vitanlega er skammarlega bú-
ið hér að áfengissjúklingum og
sannarlega þyrfti að bæta kjör
þessa fólks. En mér er spurn:
Hví í ósköpunum gera góðtempl-
arar ekkert raunhæft í þessum
efnum. Er ekki hér, einmitt hér
farvegur fyrir krafta þeirra?
Meira en orð.
HVERNIG væri, að þeir lánuðu
Jaðar fyrir hæli eða þeir
legðu fram fé þessu máli til braut
argengis, þótt ekki væri nema
þá upphæð, sem þeim er lagt á
einu ári af almannafé? Þá fyrst
er þeir taka sjálfir raunverulega
til hendinni, geta þeir vænzt
trausts almennings og Vaxa um
leið upp úr því að vera ekki
annað en skemmtifélagsskapur
íyrir reglusama menn í augum
margra.
Hlustandi."
Æ kafna kvik-
sogur
góðrar
dyrum.
fyrir
konu
t.d. úrsmiður, má lesa milli lín-
anna, að varla hafi annar eins úr-
smiður verið meðal vor, ef það
er kennslukona, þá er ekki um
neina venjulega kennslukonu að
ræða o. s. frv. En það er nú einu
sinni svo, að menn verða ekki
fimmtugir á. hverum degi, svo að
varla er hægt að fárast út af því,
þótt þeir fái að vera stórkarlar
einn dag ævinnar, auk þess sem
það er ofurmannlegt að hrósa
vini sínum á prenti þegar um er
að ræða stórafmæli.
OG SVO er það hátíðin
sjálf. Afmælisbarnið er
ekki vakið óþarflega snemma að
morgni hins mikla dags, og vafa-
laust er það ekki ótítt, að það sé
vakið af maka sínum með ástúð-
legum kossi, — sem kannski
hefur ekki komið fyrir árum
saman. Hver veit! En þannig er
því einmitt farið um þessa merk-
isdaga, að brugðið er út af venj-
unni og allt aðrar reglur gilda
en aðra daga ársins. Meira að
segja mega hinir „rauðnefjuðu“
(sumir hverjir að minnsta kosti)
fá sér einum of mikið, án þess að
keflið sé tekið fram! Og er þá
mikið sagt. — Síðan líður dagur-
inn við gestakomur og vinafagn-
að, símaþjónarnir koma í löngum
bunum — og blómailmur berst
um alla íbúðina. Loks kemur svo
að hápunkti hátíðahaldanna:
Dyrabjöllunni er hringt og úti
stendur nokkurs konar sendi-
nefnd með stóran pakka. Jú,
loksins, það er ekki um að villast,
hér eru fulltrúar vinnufélaganna
á ferð með afmælisgjöfina, —
kannski málverk eftir Jón Þor-
leifsson eða gullúr frá Bartels. —
Og allt er fullkomnað!
KOSTURINN við þessa af-
mælisdaga er einkum sá, að
menn geta haldið upp á þá með
fárra ára millibili, ef þeir vilja;
hins vegar eru þeir fáir, sem eru
eins heppnir og Bretadrottning
að eiga tvo afmælisdaga á ári
hverju, hinn opinbera og hinn
ranuverulega. En kannski er líka
hægt að bæta úr því, hver veit.
—- Einnig tíðkast það mjög, að
haldið sé upp á afmæli, þótt af-
mælisbarnið geti þar hvergi
nærri komið, t.d. 100 eða 150 ára
afmæli, svo að nokkuð sé nefnt.
En hvað gerir það til? Tilefnið
er fyrir hendi, þótt afmælisbarn-
ið hafi fyrir mörgum árum geng-
ið á fund feðra sinna, og hví
ekki að grípa gæsina, meðan hún
gefst, eins og þar stendur; auk
þess eru alltaf einhverjir, sem
eiga gamla, ónotaða ræðu í poka-
horninu, svo að þetta er allt svo
blessunarlega auðvelt — eða
hvað?
EINNIG er það mjög al-
gengt á þessum síðustu og
verstu tímum, að menn haldi há-
tíðleg giftingarafmæli sín. Og er
þá einkum minnzt 25 ára hjúskap
ar. Er þá uppi fótur og fit á heim-
ilinu sem lög gera ráð fyrir, og
er það þá einkum húsmóðirin,
sem fær á sig allt bardússið, að
venju. — Er vafalaust ekki óal-
gengt, að hún komi einn góðan
veðurdag til manns síns, elskuleg
og full tilhlökkunar, segjandi:
Jæja, góði minn, finnst þér ekki,
að við ættum að slátra grísum?
— Nei, hvers vegna það? spyr
maðurinn með undrunartón, eins
og hann botni hvorki upp né nið-
ur í neinu.
— Við eigum silfurbrúðkaup í
næstu viku, veiztu það ekki —
eða hvað?
— Nú, jæja, — en ekki getum
við látið grísina gjalda fyrir það.
—- Og þar með er málið útrætt
af hans hálfu.
En sem betur fer eru ekki allir
eiginmenn þannig sinnaðir, — og
Framhald a bls. 8