Morgunblaðið - 14.08.1953, Side 12
Veðurúflit í dag:
SA kalði og rigning öðru hvoru.
Hý stjóraafkreppa
í Frakklacdi? Sjá grcin á bls. 7.
181. tbl. — Föstudagur 14. ágúst 1953.
Noregur vann Island 3:1
Öl! mörkin skoruð í fyrri hálfleik
NORÐMENN unnu íslendinga í landsleiknum í knattspyrnu, sem
fram fór í Björgvin í gær, með 3:1, og voru öll mörkin skoruð í
fyrri hálfleik. íslenzka liðið var nákvæmlega eins skipað og í
Kaupmannahöfn. Samkvæmt lýsingu Sigurðar Sigurðssonar var
leikurinn heldur linur knattspyrnulega séð, og bætti það sízt úr,
að völlurinn var vatnsblautur mjög eftir þrumurigningu, sem var
nokkru áður en leikurinn hófst. Áhorfendur voru um 15 þúsund.
FJfRRI HALFLEIKUR
íslendingarnir virtust eiga
erfitt með að finna sjálfa sig í
fyrri hálfleiknum, þótt þeir gerðu
ýmsa hluti vel, enda óvanir blaut-
um og síeipum grasvelli, og áttu
Norðmenn fleiri og hættulegri
tækifæri, eins og mörkin sýna.
Á 8. mínútu hleypur Leif Olsen
vinstri útherji, upp kantinn og
gefur yfir til Kristiansen, vinstri
innherja, sem skoraði óverjandi.
— Á næstu mínútu skaut Ríkarð-
ur Jónsson föstu skoti rétt fram-
hjá marki Norðmanna, og Helgi
Daníelsson varði- mjög fast óg
hættulegt skot á íslenzka mark-
ið rétt á eftir.
Annað mark Norðmanna kom
á 18. mínútu. Voru sömu menn
að verki og áður. Olsen gaf til
Kristiansen, sem skoraði. —
Gunnar Thoresen, hægri útherji
Norðmanna, bætti þriðja mark-
inu við á 23. mínútu.
Þannig stóðu leikar, þ^r til 3.
mín. voru eftir af hálfleik, en
þá léku Þórður og Ríkarður
knettinum upp völlinn, Ríkarð-
ur gaf síðan yfir tíl Gunnars
Gunnarssonar, sem skoraði.
SÍÐARI HÁLFLEIKLR
Síðari hálfleikurinn var sínu
betri en sá fyrri af hálfu Íev
lendinga, en hvorugum tókst þá
að skora, þótt hurð skylli alloft
nærri hælum. — Sveinn Helga-
son, sem hafði staðið sig vel í
fyrri hálfleiknum, lék ekki með
í þeim síðari vegna lasleika. Guð-
björn Jónsson kom inn á og lék
vinstri bakvörð, en Haukur
Bjarnason miðframvörð.
Liðin skiptust á upphlaupum,
og virtust Norðmennirnir vera
ágengari við markið, en Helgi
markvörður varði meistaralega,
bjargaði tvisvar eða þrisvar með
góðum úthlaupum á réttu augna-
bliki og klófesti allar þær send-
ingar, sem að markinu komu.
BLAUTUR VÖLLUR HÁÐI
ÍSLENDINGUNUM
í skeyti um leikinn frá NTB
segir að hinn biauti völlur hefði
sýnilega háð íslendingunum
mjög, og að þeir hafi fyrst farið
að sýna, hvað í þeim bjó, er
á leið og völlurinn þornaði. Hafi
þeir þá sýnt góða tækni og sam-
leik. Liðið hafi annars verið eins
og búist var við.
Markvörðurinn, Helgi Daníels
son, var bezti maður ísienzka
liðsins. Varði hann oft ótrúlega
vel. Þá hafi Karl Guðmundsson,
hægri bakvörður, einnig sýnt
ágætan leik og miðframherjinn
Þórður Þórðarson verið bezti
maður sóknarinnar, en framlín-
an hefði verið mun lakari en
vörnin.
Áður var það Heil Hitler
Berlín, 13. ágúst. — Komm-
únistastjórnin hefur gefið út til-
skipun um að hætta skuli að
ljúka sendibréfum með kveðj-
unni ,,virðingarfyllst“. Héðan í
frá skal nota kveðjuna „fyrir
einingu og friði“.
Tðnnabjöllur va!da 100 þús.
kr. tjóni á malvælum í skipi
Henda varð 500 kössum af döðlum
í GOÐAFOSSI, sem kom þ. 3. þ. m. til Reykjavíkur voru 500
kassar af steinalausum döðlum frá írak, sem skipið hafði tekið
í Hollandi. Þegar skipa átti döðlunum hér á land, veittu menn því
athygli að utan á kössunum var krökkt af örsmáum pöddum.
Var þá farið að skoða í kass-
ana. Tekin voru sýnishorn af
döðtum hér og hvar úr kössun-
um og send Búnaðardeild At-
vinnudeildar Háskólans til rann-
sóknar.
Rannsakaði Geir Gígja dýr
þossi og reyndust þau vera tanna
bjöllur (Oryzaephilus surinam-
ensis), og voru döðlurnar sundur-
boraðar af dýrunum, sem höfðu
einkum aðsetur sitt þar í döðl-
urium, sem steinarnir höfðu áður
vcrið. Voru þar bæði fullvaxn-
ar bjöllur, lirfur og púpur. Ekk-
ert er vitað um hvar eða hve-
nær bjöllur þessar hafa komizt
í döðlukassana,
Döðlur þessar munu hafa ver-
ið ný uppskera, sem nú er talin
alveg ónothæf til manneldis
vegna skemmdanna. Tannabjöll-
tir hafa borizt frá Ameríku um
aðrar heimsálfur, og erií nú víðs-
vegar um Evrópu.
Hingað til lands hafa þær
ílutzt annað slagið á undanförn-
um árum, oftast í þurrkuðum
ávöxtum, en ekki eru þær ennþá
orðnar landlægar hér. Bjöllur
þessar sækja í margskonar nær-
ingarefni úr jurtaríkinu, svo sem
mjöl, brauð, ávexti ýmiskonar,
kryddvörur o. fl. Tannabjöllurn-
ar eru örsmáar, aðeins nokkrir
millimetrar á lengd, en þeim
fjölgar ört þegar lífsskilyrðin eru
hagstæð, og geta þær þá gert
matvæli, sem þær komast í, ó-
nothæf á tiltölulega skömmum
tíma.
Það er svo að döðlum þessum
að segja, að allir kassarnir 500
að tölu, voru eyðilagðir, en
farmur þessi mun hafa verið um
100 þús. kr. virði.
Þegar rrTungufoss'r var fíleypt af sfokkunum
Milíi 41-50 skip
á íeiS til híifnar
EITTHVERT ólag var á símalín-
unni tll Rauíarhafnar í gær-
kvöldi og hafði blaðið ekkert
samband við fréttaritara sinn
þar. — En eftir fregnum frá
Siglufirði í gærkvöldi var lítils-
háttar sHdveiði á austursvæðinu
í frærdag. Millí 40—50 skip köst-
uðu, en árangurinn af hverju
kasti var litill, þetta 20—30 tunn-
ur. Þoka var nokkur á miðunum
í gærdag.
í gærkvöldi tóku síldveiðiskip-
in að siírla til hafnar, flest ætluðu
til Raufarhafnar með afla sinn og
að landa síldinni til söltunar.
Flest skipanna voru með 50—
100 tunnur, en þau hæstu, sem
munu hafa verið innan við 10 talg
ins, voru með yfir 100 og allt upp
í 250 tunnnr. Meðal þessara skipá
var kunnusrt um Hauk 1.,^ með
250, Víði frá Eskifirði, 250, Ársæl
Sigurðsson var með 150 og eins
mun Helgra hafa verið með 150—
200 tunnur. ,
Fvrstii skipin munu hafa kom-
ið til Raufarhafnar kl. 10—11 í
gærkvöldi. Þá voru söltunar-
stöðvarnar tilbúnar að taka á
| móti síld. Ekki er að efa að þar
j hefur verið saltað á öllum sölt-
! unarstöðvum í alla nótt og saltað
j mun verða fram eftir degi í dag.
Myndirnar hér að ofan voru teknar í Kaupmannahöfn, er „Tungu-
fossi“ var hleypt þar af stokkunum. — Á efri myndinni eru, talið
frá vinstri: J. M. Barfoed, forstjóri Burmeister & Wain’s, Jón Guð-
mundsson, forstjóri Eimskipafélagsins í Höfn, Sigurður Nordal,
sendiherra, frú Ingibjörg Thors, guðmóðir skipsins, og Nicls Munck,
forstjóri B. & W. — Neðri myndin er af skipinu sjálfu.
Jungufossi' hleypt af stokkunum
í FRÉTT frá Eimskipafélaginu, er birtist hér í blaðinu í gær, var
sagt frá því, að hinu nýja skipi félagsins hafi verið hleypt aí
stokkunum á miðvikudaginn frá skipasmíðastöð Burmeister &
Wain í Kaupmannahöfn. Frú Ingibjörg Thors gaf skipinu nafnið
Tungufoss. Birtist hér mynd af Tungufossi í þeim svifum, sem
hann er hlaupinn af stokkunum.
Skipið verður um 1700 rúm-
lestir að stærð. álíka stórt og
Lenli með þaklð á
rafmagnislaur og
Tannabjalla. — a: fullvaxið dýr.
b: púpa. c: lirfa og b: fálmari af
Iirfu.
Brúarfoss. Verður það flutninga-
skip einvörðungu, ætlað til þátt-
töku í þeim flutningum, sem
Eimskipafélagið hefur nú með
höndum.
Annað skip verður smíðað í
sömu skipasmíðastöð, sem styttra
er á veg komið. Verður það full-
smíðað í febrúarmánuði næsta
ár. En Tungufoss á að vera full-
smíðaður í nóvember næstkom-
andi. Verður nýja skipið 2500
smálestir, álíka stórt og Goða-
foss.
Með þessum tveim skipum
verða komin upp þau skip fé-
lagsins, sem ákveðið hefur verið
að byggja fyrst um sinn.
★
í tilefni þess að skipinu var
hleypt af stokkunum þenna dag,
var nokkrum mönnum boðið til
árdegisveizlu. Þar flutti frú Ingi-
björg Thors ræðu, Jón Guð-
Sjálfsfæðisfélögin
í skemmtiför
Á SUNNUDAG efna Sjálfstæðis-
félögin í Hafnarfirði til skemmti-
ferðar. Verða margir staðir skoð-
aðir. — Viðkomustaðir verða:
Krýsuvík, Strandarkirkja, Grýta,
Þrastarskógur, Sogið, Þingvöllur
og Gufunes. í skrifstofu flokks-
ins eru gefnar upplýsingar um
för þessa og þarf að vitja farseðla
eigi síðar en í kvöld.
Undanfarin ár hafa félögin
efnt til berjaferðar. Svo verður
einnig í ár, seinna í sumar.
brandsson, Niels Munch, forstjóri
B. & W„ og Páll Ólafsson, ísl.
ræðismaður í Færeyjum._
Sjálfsíkveikja
í hey«alta
UM nónbil í gær var slökkvi-
liðið kallað að Reynisstað við
Skerjafjörð, en þar var eldur í
heyi sem stóð úti á túni í galta.
Það tókst skjótt að slökkva eld-
inn, en um sjálfsíkveikju mun
hafa verið að ræða, og urðu
skemmdir á heyinu ekki miklar.
Flugmálaráðherrann á ferð
Wiesbaden, 13. ág. — Harold
E. Talbott flugmálaráðherra
Bandaríkjanna er kominn í nokk
urra daga heimsókn til bæki-
stöðva bandaríska flughersins í
Þýzkalandi.
MENN í Grafarholti tóku eftir
því í gærmorgun, að bíll „hékk
þar upp í rafmagnsstaur", eins
og það var orðað í tilkynningu til
rannsóki?.arIögTeghannar. — Var
þetta scx manna fólksbíll.
Þegar lögrcglan kom á staðinn
var þar bíll, cr oltið hafði og
kastast með þakið á rafmagns-
staur, sem er þar nokkuð fyrir
utan veginn. Hefur áreksturinn
v?ð staurinn verið það mikill, að
bíilinn lagðist að nokkru saman
c.g líktist helzt söðulbökuðum
hesti.
Skrásetníng'arnúmer hafði ver
ið tekið af bílnum og skoðunar-
vottorð fannst ekkert í honum,
Tók það nokkurn tíma að hafa
ur" á. hvaða bíll þetta var.
I bílnmn voru tveir karlmenn
og e>n kona í þessari sögulegu
fe"ð. Meiddist annar karlmaður-
<nn eitthvað á fótum, en hin
slunnu ómeidd. Rannsókn máls-
ins var ekki loláð í gærkvöldi.
Annar sigur hans á árinu
Fræknasti maður brezka heims
veldisins, Sir Edmond Hillary, sá
sem kleif Mount Everest, hefur
tilkynnt að hann ætli að gifts sig
í september n.k. Er ekki vafi á
því að allt brezka heimsveldið
samgleðst hetjunni yfir þessum
öðrum sigri hans á árinu.
Lokíð við að reisa 2
olíutanka í Hafnariirði
HAFNARFIRÐI, 13. ágúst. — Eins og getið hefur verið um, fékk
Olíufélagið h.f. l?yfi hjá Hafnarfjarðarbæ til að reísa 4 olíutanka
á Hvaleyrarholti fyrir starfsemi sína. Vélsmiðjurnar Atli og Oddi
v Akureyri og Vélsmiðja Hafnarfjarðar tóku verkið að sér, en vinna
hófst 16. júní s.l. Er nú lokið við að reisa tvo tanka og byrjað á
hinum tveim. Hefur verkið gengið afbragðsveL
Stærri tankurinn er 7000 tonn,
sá næst stærsti 6000 og hinir tveir
3600 tonn hvor. — Þá hefir að
mestu leyti verið lokið við’ að
afgirða það svæði, sem félagið
hefir til umráða. Einnig vérður
þarna gríðarlega stórt.svæði fyr-
ir starfsemina.
Þegar lokíð verður við að reisa
tankana, en það mun verða i
ágústlok eða byrjun sept., verð-
ur lögð leíðsla frá þeim niður
á hafnargarðinn, en sú leiðsla
verður um 1 km. —G.
>
/