Morgunblaðið - 22.08.1953, Side 7
Laugardagur 22. ágúst 1953
MORGUNBLAÐIÐ
7
Hann hefir verið leysfur af verðinum
Bardögum hefir nú verið hætt í Kóreu. Biðin eftir vopnahléi var löng, ekki sízt fyrir hermanninn
á vígvellinum, en vonandi þarf hann aldrei að hleypa af byssu sinni framar.
Jafnvel ástin er pólitísk
ENN lialda kínverskir komm-
únistar f jölda japanskra!
fanga í nauðungarvinnu í j
landi sínu. Fangarnir lifa og j
hrærast innan um kínverskan
almenning, því að ekki er.
hætta á að þeir komist langt |
undan, þótt þeir geri tilraun
til flótta. — Við og við hafa j
Kínverjar gefið hópum þeirra 1
frelsi. Fer hér á eftir lýsing j
nokkurra japanskra frelsingja
á daglegu lífi í hinu komm-
úniska Kína.
HJÚSKAPUR Kínverja nú á
dögum grundvallast ekki á til-
finningum heldur öllu fremur á
pólitískum hugsjónum. — Bæði
konur og karlar senda giftingar- j
umsóknir til kommúnistanefnda
á þeim stöðum, þar sem þau
vinna. Þessar nefndir athuga for- j
tíð umsækjenda, hvers vegna
ástir tókust með þeim, hversu
mikil hún sé og hugsanlegar af- j
leiðingar hjúskapar þeirra fyrir
þau og þjóðfélagshagsmuni. Þá
fyrst er samþykki veitt.
Kommúnistaflokkurinn, sém
brúðguminn tilheyrir, sér venju- I
lega um brúðkaupið og færir:
gjafir. Algengasta gjöfin er þrí-
hyrnd, rauð dula. í hana er ■
venjulega saumað eitthvað af
kommúnistaslagorðum — eða ,
„vizku“ Maos Tse-tungs. Brúð-
kaupið fer venjulega fram í op-
inberri byggingu, sem er klædd
og umvafin fánum og risastórum
myndum af Mao.
JÁTNING
BRÚÐHJÓNANNA
Athöfnin hefst með verkalýðs-
söngvum. Því næst ganga brúður
og brúðgumi upp á pall. Bezt er
fyrir þau að klæðast vinnufötum
með blóm í hnappagati. Þau
skýra frá því, hvernig leiðir
þeirra lágu saman, hver snart
hönd hins fyrst, og hvað þau
hyggist gera fyrir samfélagið. —
Að því búnu takast þau í hendur
og stundum kyssast þau.
Fjölkvæni hefur verið bannað.
Dagheimili eru starfrækt fyrir
börn kvenna, sem þurfa að þræla
úti, og sjá þær stundum ekki af-
kvæmi sín fimm daga vikunnar.
Gert er ráð fyrir, að kvenfólk
vinni utan fjölskyldunnar til þrí-
tugs. Þær aka jafnvel þung-
um vöruflutningabifreiðum og
stjórna stórum krönum.
En Kínverjar eru fastheldnir á
gamla siði. Enn Þ'ðkast það, þrátt
Sijœrnm hvetur menn
tii sð ákæra néuniga sína
fyrir reglurnar, að fátækir eigin-
menn deili konu við aðra eða
skipti á þeim.
KOMMÚNISTAR EINOKA
MENNTUN
Menntunin er ekki lengur mál
heimilanna heldur kommúnista.
Hún er ókeypis, jafnvel bækur,
pennar, blýantar og íþróttatæki,
allt er það einokað af ríkinu.
„Baseball“ er bannað. Pappírs-
skortur gerir kennslubækur að
sjaldgæfum hlutum. Kommún-
ismi er kenndur frá því að barn-
ið hefur nám sitt — sex ára
gamalt. Þá byrjar það að læra
að vegsama og tilbiðja bylting-
una. En japönskum föngum, sem
eru í Kína, eru kennd fræðin um
að „auðvaldið sjúgi blóðið úr
japönskum verkamönnum.“
í öllum æðri skólum er rúss-
neska skyldunámsgrein. Fyrir þá,
sem ekki eru í skólum, eru haldn
ir langdregnir leiðindafundir á
hverjum einasta degi á vegum
hinna ýmsu stofnana. Megin-
reglur kommúnismans eru rædd-
ar þar. Þeir „stjórnmálalega ó-
þroskuðu“ eru látnir beita sjálfs-
gagnrýni og framsókn þeirra í
áttina til Rauða ljóssins er athug-
uð annað veifið. Þetta áróðurs-
æði hefur talsverð áhrif.
TALIN TRÚ UM
SÝKLAHERNAÐ
„Enginn myndi voga að neita,
að Bandaríkjamenn noti sýkla í
Kóreustyrjöldinni", sagði 31 árs
Japani, sem var meðal fanganna,
sem skilað var. „Auðvitað þræta
þeir. En við vorum hinum megin
og vitum að sýklum var beitt“.
Okkur var sýnt sýnishorn af því,
sem þeir köstuðu niður. Og hann
tilgreinir þessa sönnun: „Allir
urðu að eyða orku sinni til þess
að gera ráðstafanir gegn sýkl-
unum.“
í þessum tilgangi er skordýr-
um safnað saman, forarpollar
ræstir fram og skurðir hreinsað-
ir. Ein afleiðing þessarar al-
mennu herferðar er, að flugur
eru i rauninni útdauðar.
VÖRUSKORTUR
OG BREYTILEG LAUN
Vörumagn hefur aukizt, en þó
Valdimar Snævar
skólastjóri sjötugur
UM Valdemar Snævar, sálma-
skáldið og skólamanninn, mætti
skrifa langt mál, en þetta verður
aðeins stutt afmælisgrein.
Sjötíu ára æviferill er engin
sönnun þess að mikið dagsverk
Ég hef beðið fyrir hverri línu £
handritinu“.'
í dag er hátíð á Völlum £
Svarfaðardal, þar sem Valdemar
hefur dvalizt síðari árin á heim-
ili sonar síns. Þar gleðjast vinir
sé unnið, eins og Jónas Hallgríms ; hans með honum og konu hans;
son segir, en öðru máli er að
gegna, þegar saman fer svo hár
aldur og alefling andans og at-
höfn þörf.
Valdemar byrjar dagsverkið
snemma. Hann missir í bernsku
föður sinn og elst upp við fátækt,
en brýzt áfram til mennta og
verður gagnfræðingur frá Möðru
völlum á 18. ári. Næstu ár stund-
ar hann framhaldsnám, en á þess
engan kost, sem hann mun hafa
þráð mest, að komast í Latínu-
skólann og svo Prestaskólann,
enda voru námsgáíurnar af-
bragðsgóðar. Hann verður tví-
tugur skólastjóri barnaskólans á
Húsavík og gegnir síðan skóla-
stjórastörfum þar og í Neskaup-
stað í Norðfirði um fjóra ára-
tugi. Jafnframt hefur hann með
höndum ýmis önnur vandasöm
trúnaðarstörf.
Efnahagur er heldur þröngur,
en engu að síður er sonunum
þremur komið til háskólanáms.
Þannig fékk Valdemar bætur
þess, sem hann varð að fara á
mis við sjálfur.
frú Stefaníu Erlendsdóttur, sem.
hefur veitt honum þá fylgd, er
hann gæti bezta kosið.
Sit heill, Valdemar Snævarr,
að þínu Helgafelli, við skin Guðs
sólar frá bláum himni.
Á. G.
KappretSar .Harðar’
er mikill skortur á því sviði og
langar biðraðir eru daglegt
brauð. Mikið er af japönskum
saumavélum, reiðhjólum og vefn
aðarvarningi. Mikið er og flutt
inn frá Rússlandi og Tékkósló-
vakíu. Engin skömmtun er á
matvælum, en mjög skortir á
fjölbreytni þeirra. Allt, sem er
fullunnið er mjög dýrt, en hrá-
efni frekar ódýr.
Launin eru mjög breytileg, —
Þau eru reiknuð út miðað við
verð á sex nauðsynjum, hrís-
grjónum, eða öðrum matvælum,
baðmullardúk, matarolíu, salti og
eldsneyti. Ósamræmi er mikið í
launagreiðslum á hinum ýmsu
stöðum. Daglega birtist í blöðun-
um hvað kaupið skuli vera þann
dag.
Kauphæstir eru læknar, sem
veita ókeypis aðstoð. Þeir fá 85
dali á mánuði. Jafnréttið í launa-
greiðslum er ekki meira en það,
að í einni verksmiðju í Mukden
eru laun greidd eftir átta launa-
flokkum, frá 12 til 34 dölum á
mán. Iðnnemar fá aðeins 7 dali.
ENN halda kínverskir komm-
Einu sinni eða tvisvar á ári er
starfskipun allra stofnana breytt.
Verkamennirnir eru hækkaðir
eða lækkaðir í tign eftir dugnaði,
hraða og pólitískum skoðunum.
Stjórnmálin eru þyngst á metun-
um. Einn hundraðshluti laun-
anna rennur til verkalýðsfélag-
anna.
BREYTTUR BÆJARBRAGUR
Nú er „Bund“ í Shanghai, sem
eitt sinn var tákn hvíta kyn-
stofnsins í Kína, fullt af stjórn-
arskrifstofum og samgöngufyrir-
tækjum ríkisins. Samkomustöð-
um hefur verið breytt í söfn og
bókasöfn. í Peking úir og grúir
af Rússum, Tékkum, Rúmenum
og Búlgurum.
Götulífið hefur tekið breyting-
um. Reynt hefur verið að banna
fjárhættuspil, sem Kínverjsr
hafa löngum spilað. En ekki hafa
dægrastyttingarnar orðið þokka-
legri í augum siðaðra manna. —
Fólkið hrúgast saman, talar um
stjórnmál og er það með nokkuð
öðrum hætti en við eigum að
Framh. á bls. 1?
Hann skriíar kennslúbækur á
léttu og lipru máli. Er kirkju-
saga hans, sem Prestafélag Is-
lands gaf út, kennda í Kennara-
skólanum og víðar, vinsæl skóla-
bók.
Hann yrkir sálma og verður
eitt helzta sálmaskáld sinnar
kynslóðar á íslandi. Árið 1922
kemur út sálmasafn eftir hann,
„Helgist þitt nafn“, og suma af
sálmum þess syngur alþjóð.
Áratugur er nú liðinn frá því,
er Valdemar lét af skólastjóra-
starfi. En ekkert lýsir honum bet
ur en það, hvernig hann hefur
varið tímanum síðan. Hann hef-
ur ekki „sezt í helgan stein“,
eins og kallað er, heldur situr
við helgar lindir og ver öllu lifi
sínu 1 þjónustu kristni og kirkju,
eins og bezti prestur. Ekki skal
leitast hér við að telja öll þau
störf. En enn yrkir Valdemar
sálma. Kom nýtt' sáhnasafn út
eftir hann 1946, „Syng Guði
dýrð“, og alltaf birtast öðjm
hvoru sálmar eftir hann. I dag
kemur út eftir hann barnalær-
dómskver, ætlað til fermingar-
undirbúnings. Hefur hann unnið
að því lengi og af mikilli vand-
virkni. Hann getur þess svo í
bréfi í lok f. m.:
„Nú er svo komið, að bók mín,
kverið „Líf og játning“, er full-
sett og verður víst prentuð í þess
ari viku. Forlagið vill sýna mér
þann sóma, að láta það koma út
á sjötugsafmæli mínu í næsta
mánuði. Kann ég þvi miklar
þakkir fyrir allt í sambandi við
útgáfu þessa. — Nú er eftir að
vita, hvernig bókinni verður tek-
ið. Ég á enga ósk öllu heitari en
þá, að mönnum mætti vel geðj-
ast og gagn mætti að því verða.
SUNNUDAGINN 8. ágúst hélt
Hestamannafélagið Hörður í Kjós
arsýslu hinar árlegu kappreiðar
sínar á velli félagsins við Arn-
arhamar á Kjalarnesi. Veður var
sæmilegt og sótti f jöldi fólks mót-
ið eða fleira, en nokkru sinni fyrr.
Fyrst fór fram gæðingakeppni
og voru 20 hestar skráðir og 19
mættu til leiks. Sá háttur var nú
við hafður að mótsgestir greiddu
atkvæði um gæðingana og var
það mjög vinsælt. Úrslit urðu.
þau, að flest atkv. hlaut Gull-
toppur Jóns Jónssonar í Varma-
i dal. Næst flest atkv. hlaut Gyðja
Sigríðar Óiafsdóttur að Hofi og
þriðji Dynur Þorkels Þórðar-
sonar. Þessi þrjú hross fengu lang-
flest atkvæði og voru að því leyti
alveg í sérflokki.
Því næst hófst skeið og voru
9 hestar skráðir og mættu allir til
leiks. Þar sigraði Reykur naum-
lega á 25,8. Þá hófst svonefnt ný-
liða hlaup 250 m. sprettfæri. í
það hlaup mátti aðeins skrá hesta
sem ekki höfðu verið reyndir
áður. Skráðir voru 12 hestar og
mættu allir, en keppt var í þr.em-
ur flokkum. Það óhapp vildi til
í 3. flokki, að einn hestur fæld-
ist, setti knapann ofan og felldi
um leið annan hest. Þá lá við, að
af hlytist slys, en það fór betur
| en á horfðist, því allir komut
I heilir út úr þessu menn og hest-
ar, en hlaupið var ekki endur-
tekið.
Á 300 m sprettfæri voru 4
hestar skráðir. Þar rann Gnýfari
á sama tíma og Sóti Leós Sveins-
sonar.
Helztu úrslit:
1. Reykur 25,8. Eig. Jón Jónsson,
Varmadal. 2. Léttir, 25,8 eig. Jón
Jónsson, í Varmadal. 3. Nasi 26,3, •
Þorgeirs í Gufunesi. 4. Grani 26,4 j
Bjarna Þorvarðssonar,
Nýliðahlaup:
1. Kolbrún 21,3. Eigandi Gísli
Ellertsson, Meðalfelli. 2. Mosi,
21,3 Eig. Guðm. Ólafsson, Hofi.
3. Sokki, 21,6 Eig.Málfríður Magn
úsdóttir. 4. Skuggi 221. Eig. Guð-
mundur Agnarsson, Rvík. 5. Létt-
feti 22,6. Eig. Hjaldi Sigurbjörns-
son, Miðfelli.
300 m. stökk:
1. Gnýfari 23,1 Þorgeirs í Gufu-
nesi. 2. Sóti 23,1. Eig. Leó Sveins-
son Rvík. 3. Höttur, 24,1. Eig.
Þorgeir í Gufunesi. 4. Fálki 25,4,
Þorkell Þórðarson, Miðfelli. 5.
Stjarni 26,0. Ólafur Jonsson, Álfs-
nesi. —J.
Ávaxlauppskera
í Noregi
ÓSLÓ, 20. ágúst. — Ávaxtasprett-
an er undir meðallagi í Noregi
í sumar, en að gæðum verður
hún betri en í fyrra. Samkvæmt
viðskiptasamningi flytja Norð-
menn inn epli frá Danmörku og
Ítalíu. Ekki er enn fullvíst, hvert
verð þessara epla verður, en lík-
legt þykir, að þau verði ekki
ódýrari í útsölu en norsku eplin.