Morgunblaðið - 22.08.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.08.1953, Qupperneq 8
8 MORGVNtsLAÐlÐ Laugardagur 22. ágúst 1953 AittMitfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. í UR DAGLEGA LIFINU \ a ma»inuni' F Y RI R þremur árum var brezkur kaupsýslumaður, Edgar Sanders að nafni, sem þá dvald- ist í Ungverjalandi, handtekinn af öryggislögreglu kommúnista. Hann var dreginn fyrir rétt sak- aður um njósnir í þágu Vestur- veldanna. Sakborningurinn fékk ekki að tala við ræðismann Breta í Budapest og ekki fékk hann heldur að velja sér verj- anda í málinu. Slíkar aðfarir gegn sakborningi, að hann fái ekki að bera hönd fyrir höfuð sér eru raunar ekki einsdæmi austan járntjaldsins. Stjórn kommúnista skýrði frá því að Edgar Sanders hefði játað öll ákæruatriðin, að hann væri njósnari og margháttaður glæpamaður, erindreki „stríðsæsingaseggj- anna í auðvaldsríkjunum,‘ o. s. frv. Svo höfðu kommún- istar engar vöflur á þessu en dæmdu manninn í 13 ára fangelsi. Brezka stjórnin mótmælti þessum réttarglæp, sem þarna var framinn á brezkum borgara. Hún taldi tvímælalaust að Sand- ers hefði verið saklaus dæmdur og játning hans hefði verið feng- in fram með nauðung. Til árétt- ingar mótmælum sínum, ákváðu Bretar að slíta þáverandi við- skiptasamningum við Ungverja- land og hafa engin viðskipta- sambönd verið milli þessara landa síðan. Bretar hafa aldrei hvikað frá þeirri sannfæringu sinni, að Sanders hafi saklaus verið gerður að fórnardýri augna blikskenja kommúnísku vald- hafanna. Síðan hafa liðið þrjú löng ár. Meðan við höfum mátt frjálsum höndum starfa og una í sólskini frelsisins, við ilm náttúrunnar, hefur þessi enski maður í þrjú löng ár setið innibyrgður í fanga klefa sínum. En svo verður skyndilega breyting á. Skyndilega og öllum að óvörum berast fregnir af því að Edgar Sanders hafi verið sleppt úr haldi og sé hann nú frjáls að fara heim til sín. Trúir nú nokkur maður því að landstjórn Ungverjalands hefði sleppt þeim manni úr haldi, sem hefði í sannleika drýgt þá stór- glæpi, sem Edgar Sanders var sakaður um og dæmdur fyrir? ★ Þegar Edgar Sanders kom í fyrradag til Vínarborgar, var ein fyrsta spurningin, sem frétta- menn lögðu fyrir hann: — Hvers vegna játaðirðu ákæruatriðin? Og Edgar svaraði: — Hver hefði ekki játað eftir slíka meðferð? — Dag eftir dag var hann pynt- aður við þrotlausar yfirheyrslur. Stundum stóðu þær yfir sam- fleytt í 14 klst. Þess á milli kvaldist hann í myrkum og þröngum dyflissuklefa, svefnból hans voru harðar fjalir einar saman. Yfirheyrslurnar beindust ekki að því að rannsaka á hlutlægan hátt, hvort hann hefði framið afbrot. Því að ákaerendur og pyndarar vissu það glöggt að hinn ákærði var saklaus. Hlut- verk dómstólsins var ekki að leita að og dæma það sem var rétt. Allt þetta kerfi rannsókn- ar og dómsáfellingar hafði það eina hlutverk að fylgja fram skipun frá valdhöfum kommún- ista um að dæma mann í refs- ingu, fá hann til að játa á sig upplognar sakargiftir. Það skipti engu máli, hver hinn óhamingju- sami var, aðeins tilviljun að þessi maður varð fyrir því. Með dómnum var engu réttlæti fullnægt, aðeins var fullnægt vilja valdhafanna, til þess að þeir gætu í áróð- ursskyni bent á réttarhöldin og notað þau sem sýnishorn upp á það að vestrænar lýð- ræðisþjóðir hyggðust ráðast á Ungverjaland til að tortíma þjóðinni!! Fyrir skömmu kom út í Eng- landi safn af ræðum Adlai Stevensons fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum. Birtust nokkrir kaflar úr þeim hér í blaðinu s. 1. þriðjudag. M. a. bendir Stevenson á það, að kjarninn í hugsjón lýðræðisins sé virðingin fyrir manninum. Þessi hugsjón birtist í verki á öllum sviðum, m. a. í því sem við nefnum jafnrétti einstakl- inganna, í öllum mannréttind- unum og þá m. a. í því að þeg- ar maður er sakaður um afbrot eru strangar reglur til að tryggja það að einstaklingur- inn geti varið sig og verði þann- ig ekki saklausum refsað. I Mál Edgar Sanders er enn eitt, óhugnanlegt dæmi um það að j mat valdhafanna í Ungverja- landi á manngildi er ailt ann- að en við eigum að venjast. í . lögregluríki kommúnismans ríkir annar boðskapur, fyrirlitningin á manninum. Því er það sem svo furðulegir atburðir hafa gerzt síðustu mánuði, að læknar hafa fyrst orðið „læknamorðingjar“, og síðan skyndilega kallaðir „fórnardýr lögreglunnar". Á- kærðir og ákærendur hafa ver- ið í svo mikilli óða önn að skipta um sæti, að í öllu öngþveitinu getur engan rennt grun í hver verður kallaður glæpamaður á morgun, sá sem í dag situr í valdastóli eða sá sem hangir með snöruna um hálsinn. Vá M óhaí öl clrelL v a, JZ EIN er sú stofnun í Dan- mörku, sem víðfræg er er- lendis vegna - hins ljúffenga bjórs, sem hún bruggar. Er það Carlsbergstofnunin. Ekki fer síð- ur mikið orð af henni í Dan- mörku sjálfri, en þar er hún löngu landsfræg fyrir hið mikla menningarhlutverk, sem hún hefur unnið á undan genginni öld, auk þess sem Danir kunna fyllilega að meta einn Carlsberg, svona til þess að hressa dálítið upp á skapið! CARLSBERGBJÓRVERK- SMIÐJURNAR voru stofn- aðar árið 1847 og eru því yfir 100 ára gamlar. Náði Carlsberg- bjórinn þegar hylli almennings og hafa vinsældir hans aukizt eftir því sem á hefur liðið, eins ög sjá má af því, að árið 1890 til 1891 framleiddi verksmiðjan Glyptotekið í Kaiípmgnnahöfn milljón, en á árunum 1948—’49 hafði framleiðslan náð 1,2 millj. hl.. eða sem svarar um 350 millj. flöskum. — Hefur mikill hluti framleiðslunnar verið drukkinn heima í Danmörku, en auk þess hefur mikið magn verið fiutt út, svo að gamli Carlsberg hefur ULá ai'uli ihripar: Friðurinn Hfi! ÞÁ hafa Rússar náð enn einum áfanganum í hinni öflugu friðar- sókn sinni og menningarstarfi: fyrsta vetnissprengja heimsins hefur verið sprengd í Sovétríkj- unum. Þjóðviljinn skýrir frá þessari gleðilegu friðarfrétt með risaletri á forsíðu sinni í gær og kjamsar sérstaklega á friðvæn- legustu þáttum málsins, ,,að Sovétríkin hafi nú eignazt þetta vopn, sem sé margfallt öflugra að eyðileggingarmætti en kjarn- orkusprengjan". Þess er ekki getið í frétt Þjóð- viljans, hvort flokkum friðar- dúfa hafi ekki verið sleppt laus- um við þetta tækifæri, en á því leikur lítill vafi. Þá er þess og að vænta, að for- ingjar hinnar íslenzku friðar- hreyfingar, meðGunnar Magnúss í fararbroddi, sendi Malenkov heillaóskir, er hann hefir stigið þetta stóra spor í þá átt að af- vopna þjóð sína og minnka mátt hins rússneska hervalds. Jafn- framt virðist hlýða, að Menning- ar- og friðarsamtök kvenna sendi Æðsta ráðinu þakkarávarp fyrir þetta nýja framlag Sovétríkjanna til stuðnings við friðinn í heim- inum. Spurningin er aðeins: hvenær fullkomna Rússar hina miklu friðarsókn sína, sém þeir efla nú með slíkum glæsibrag? Við Sílalæk. LITILL lækur fellur sunnan úr mýri og hverfur undir Hring brautina, við austurhorn knatt- spyrnuvallarins við Háskólann. Værukær og yfirlætislaus renn- ur hann út í Tjörn rétt við tærn- ar á Þorfinni karlsefni. Sem við löbbum vestur götuna sjáum við ofan á kollinn á stelpu korni þar sem lækurinn fellur inn í stokkinn. — Er þetta bróðir þinn, sem er að gráta í kerrunni? — Já, þetta er Sílalækur. Hann er alveg fullur af hornsílum. — Geturðu veitt þau? — Já, já, þau synda öll hérna, sjáðu. Ég set bara dósina hérna í lækinn, og þegar ég tek hana upp er alveg fullt af þeim. Sko, núna eru þrjú í. Hann heitir Sílalækur, af því að það er svo mikið af hornsílum í honum. — Hvað ætlarðu að gera við þau? — Ég, sérðu ekki glerkrukk- una. Ég er búin að veiða ægi- lega mörg. Sjáðu. — Og hefirðu veitt þetta allt ein? < — Ne-ei, ekki ein. Það var stelpa hérna áðan. Það er vin- kona mín. Hún skrapp heim, af því að skórnir hennar voru göt- óttir. Hún kemur á eftir. — Bróðir þinn er hálfóþægur? — Honum er orðið kalt, grey- inu. Þegar við erum búnar að veiða nógu mörg hornsíli ég og vinkona mín, þá ætlum við að setja þau í fötu og geyma þau úti á svölum hjá mér. Veiztu ann- ars, hvað þau borða? — Nei, ætli þeim þyki ekki góðar rjómapönnukökur. — Ha, ha. Sá er vitlaus, sagði veiðiforkurinn, sem kannski er í ætt við Þuríði formann. Og svo vatt hún sér af stað heim með litla bróður, af því að honum var orðið svo kalt. Og krukkunni með öllum fengnum úr Sílalæk kom hún kirfilega fyrir í kerr- unni hjá honum. G Við þúumst allar. ÖÐI VELVAKANDI. — Mér datt í hug að biðja þig fyrir fáeinar línur út af erindi Helga Hjörvars um daginn og veginn s.l. mánudagskvöld. Hann virtist sérstaklega hrif- inn af bréfi reykvískrar húsmóð- ur, þar sem hún telur þéringar nauðsynlegar til að viðhalda góðri sambúð í þéttbýli. Nú er ég þeirrar skoðunar, að alls ekki þurfi að grípa til þessara ráða. Ég hefi búið 5 ár í sama húsi með sama fólki. Við erum 4 húsmæð- urnar og þúumst allar, og aldrei hefir fallið styggðaryrði milii okkar. Nógu lengi þúazt. NÓGU lengi höfum við þérazt í þessu landi, og aldrei var neinn menningarauki að. Ég er viss um, að prestarnir eru alveg eins virtir nú, og þegar allir þéruðu þá nema nokkrir út- valdir. Býst ég þó við, að yfir- leitt þúi sóknarbörn þeirra þá, minnsta kosti til sveita. Þéringar gera ekki annað en halda fólki í fjarlægð, svo að menn kynnast síður hverir öðr- um. Einmitt það veldur oft mis- skilningi og getur verið undirrót ósamkomulags. Upplyfting. SVO var það kaffið, sem reyk- vísk húsmóðir deildi á okkur fyrir að súpa hver hjá annarri. Ég get ekki heldur verið henni sammála þar. Það er gaman að súpa kaffi hjá grannkonum, og margar kon- ur, eru svo bundnar við heimili sitt, að þær fara ekki út nema í erindagerðum. Kaffidrykkjan verður þá dálítil upplyfting, og er ég viss um, að þessar konur eyða minni tíma frá heimilinu en hinar, sem sækja skemmti- staði. — Reykvísk húsmóðir, sem ekki vill þéringar“. ____ Vinur er sá, er til vamms seg- ir. — aukið drjúgum á gjaldeyristekj- ur danska ríkisins. (>í SEM gefur að skilja aflaði Carlsberg eigendum sinum gífurlegra tekna, er jukust eftir því sem vinsældir hans urðu meiri. Tók eigandinn, sem hlotið hafði þá náðargáfu í vöggugjöf að kunna að meta vísindi og listir, það þá til bragðs, að hann stofnaði Carlsbergsjóðinn, sem m. a. skyldi hafa það hlutverk að hlúa að vísindum og listum í Danmörku. Carl Jacobsen, stofn- andi og eigandi Carlsbergs, vai’ nefnilega þeirrar skoðunar, að hann gæti engan veginn eytt gróða sínum betur en með því að éfla vísindi og listir í landi sinu, og verður það vafalaust ein mesta hamingja Danmerkur um ókomnar aldir. — Jacobsen stofn- aði því hinn svo nefnda Carls- bergsjóð 1876 og skyldi hann leggja fram fé til styrktar vís- indum og hvers konar listum í Danmörku. Má nokkuð marka hina umfangsmiklu starfsemi hans af því, að frá stofnun til ársins 1947 veitti hann hvorki meira né minna en 33 milljónir króna (danskra) til fyrr nefndra greina og hefur verið ein aðal- máttastoð þeirra um tugi ára. Er hið fræga „Glyptótek“ í Kaup- mannahöfn til dæmis stofnað á vegum Carlsbergsjóðsins, en það er eitt hið merkasta safn, sem um getur; eru þar gamlar grískar höggmyndir, margs kon- ar munir frá hinu forna Egypta- lantíi og hin merkilegustu mál- verk, svo að nokkuð sé nefnt. Væri það eitt út af fyrir sig stórfenglegur minnisvarði þess rnanns, sem með fjárframlögum sinum og fegurðarþrá stuðlaði mest að því að koma því upp. En hinn mikli Macenas Dan- merkur lét ekki þar við sitja. Hann skildi t. d. nauðsyn þess að setja ýmiss konar höggmynd- ir á almannafæri og vissi, að með þvi að rækta listasmekk- þjóðar sinnar, hlúði hann að menningu hennar og lagði þar með hinn traustasta hornstein að framtíð hennar. Auk þess mælti hann svo fyrir, að sjóðurinn skyldi styrkja lista- og vísindamenn til utan- farar, gangast fyrir listasýning- um og gefa út rit um listir og vísindi. Einnig er fyrirmælt, að hann skuli styrkja lista- og vís- indamenn til að gefa út verk sín. Auk þess hefur hann styrkt og komið upp fjölmörgum söfnum og vísindastofnunum í Dan- mörku. MÁ af þessu sjá, hvílíku menningarhlutverki Carls- bergstofnunin hefur ætíð gegnt í Danmörku, enda hefur kunnur danskur vísindamaður haft orð á því bæði í gamni og alvöru, að án hennar væru engin vísindi til þar í landi! Verðum við auðvitað að taka ummæli þessi eins og þau eru sögð, en þau varpa þó nokkru ljósi á starfsemi stofnun- arinnar á undan genginni öld. Enda er það svo, að ef ferða- maður fer hringferð um Kaup- mannahöfn með leiðsögumanni, Framhaid á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.