Morgunblaðið - 22.08.1953, Side 9
Laugardagur 22. ágúst 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Ógnarstjórn kommúnismans er hálfu verri
Vestur-Berlín í júlí.
HIKLAUST má segja, áð erf-
iðasta og vandasamasta starf-
ið í stjórnsýslu Vestur-Ev-
rópulanda sé embætti borgar-
stjóra Vestur-Berlínar og að-
stoðarmanna hans. Sífellt ei
borgin brennidcpill heimsvið-
burðanna, einatt er hún
^þungamiðja heimsfréttanna,
þar þróast heimsstjórnmálin
í hnotskurn, austur ogr vestur
togast þar á og spyrna fast við
fótum.
Mennirnir, sem fara með
forráð hinnar frjálsu Berlínar
þurfa í sérlega ríkum mæli á
framsýni, gætni og fyrir-
hyggju að halda í starfi sínu,
þeir vita aldrei hvað morgun-
dagurinn kann að bera í
skauti sínu, hvar sjóða kann
upp úr, hvenær hinir rúss-
nesku skriðdrekar halda und-
ir Brandenborgarhliðið inn í
hina frjálsu Berlín.
—★—
ÉG ÁTTI tal við einn þessara
manna fyrir skömmu, Karl Theo-
dor Schmitz að nafni, varaborg-
arstjóra Berlínar með aðsetur sitt
í ráðhúsinu í Stieglitz borgar-
hverfinu í gamalli, kyrrlátri rauð
steinsbyggingu við Schloss-
strasse.
Schmitz er maður á miðjum
aldri, sótti háskólamenntun sína
til Bandaríkjanna, sem sjaldgæft
er um Þjóðverja, og var fyrir ári
gerður að heiðursborgara í hin-
um gamla háskólabæ sínum, er
hann var á fyrirlestraferð um
Bandaríkin. Sökum menntunar
sinnar og kynna hefur hann verið
einn aðalfulltrúinn af hálfu borg
arstjórnarinnar gagnvart hinum
bandarísku hernámsvöldum, sem
í borginni sitja. Herr Schmitz er
skýr maður og einarður í máli
og markast tal hans af staðgóðri
þekkingu á Evrópumálum öllum,
Rússum og sjónarmíðum þeirra
í Þýzkalandsmálunum.
—★—
Schmitz ræddi um vanda-
mál hinnar sundruðu þjóðar
sinnar, og framtíð hinnar
fögru en rústum þöktu borg-
ar.
Fólkið sem býr í hinni frjálsu
Berlín og ekki á við hernámsok
Rússa að búa, hefur helzt við
tvö vandamál að etja. Það eru
atvinnuleysið og einangrunin. —
Ibúar Vestur-Berlínar lifa lífi
sínu langt inni í Austur-Þýzka-
landi, að baki járntjaldsins og
gjalda því hinnar einkennileg-
ustu sérstöðu. — Eins og sakir
standa eru um 200 þús. manns
atvinnulausir í Vestur-Berlín.
Þetta hlýtur auðvitað að hafa í
för með sér mikla erfiðleika fyrir
borgarbúa í heild og stjórnvöldin,
sem reyna eftir megni að bæta
úr vandamálinu.
en einræoi nazismans
etjum Rússum úrslitakosti
og |eir munu hörfa undan
seglr varahorgarsljéri Berlinar, Karl Schmifz
og þeir geta hvenær sem þeir
vilja rofið allt samband okkar
við hinn frjálsa heim.
Við eigum mikið af ágætum
fagmönnum hér í Berlín, þótt
ekki hafi allir stöðuga vinnu og
að hefur fyrra sambandi við um-
heiminn.
Þá veldur það okkur, sem að
stjórn Vestcr-Berlínar stöndum,
feykilegum erfiðleikum, hve sí-
felldur og vaxandi flóttamanna-
straumuriim frá Austur-Þýzka-
landi er yfir í frelsið vestan
járntjaldsins. Frá því 1952 hafa
um 330 þús. flóttamanna flykkzt
hingað tii borgarinnar, sem við
höfum þurft að liðsinna eftir
megni. Nokkrum þeirra er veitt
atvinna í Berlín, en fiestir flótta-
mannanna eru fluttir loftleiðis
til Vestur-Þýzkalands, þar sem
mörgum þeirra er ekki óhætt um
líf sitt hér fyrir flugumönnum |
Rússa.^Um 160 þús. búa þó héi kaupið sé lágt. Rússar hafa boð-
ið mörgum þessara manna góða
Fasisminn er
eða rauður.
sá sami, brúnn
að staðaldri.
Karl Theodor Schmitz
★—
atvinnu og há laun í löndum
sínum, en þeir neita allir einum
Allir, sem til Berlínar koma rómi, og vilja heldur vera at-
hljóta að taka eftir því, hve mjög vinnulitlir hér í frelsinu í Vestur
skammt á veg uppbygging borg- Berlín en gerast launaðir starfs-
arinnar er komin. Næstum þvi menn Rússa og leppríkja þeirra.
má segja, að annað hvert hús Slíkt er eðli Þjóðverjans, og and-
sé enn í rús eftir látlausar loft- úð hans á hinum slavnesku of-
árásir og stríðshörmungar. Þetta beldismönnum.
Fyrs! er oáígi, svo er
Atvinnuleysið stafar aðallega
af stjórnmálaástandinu, sem hér
í borginni ríkir. Áður fyrr var
hér mikil iðnaðarframleiðsla. Nú
er borgin einangruð inni í hafsjó
Austur-Þýzkalands, markaðirnir^
sem áður voru þar, eru allir lok-
aðir, og mjög erfitt er um öflun
allra hráefna. Áður fengum við
kolin frá Schlesiu, sem nú er á
valdi Rússa og verðum við því
að nota Ruhr kol við framleiðsl-
gna, sem eru allmjög dýrari. Þá
eru afsetningarmöguleikar varn-
ingsins mjög takmarkaðir.
Rússar geta hvenær sem er
teppt alla flutninga með járn-
brautum til og frá borginni og
upplönd Berlínar hafa nú þurrk-
azt út.
Berlín var áður höfuðborg
Þýzkalands, þar höfðu öll stærstu
firmu landsins aðalstöðvar sínar,
borgin var miðstöð verzlunar
landsins og stjórnsýslan var öll
umfangsmikil. Allt er þetta nú
breytt. Bonn er orðin höfuðborg
landsins, verzlunin og stjórn-
sýslan flutt vestur, en þeir, sem
áður unnu við þessar greinar, eru
nú atvinnulitlir. Þannig hefur
Berlín misst lífsmátt sinn, höfuð
landsins hefur misst reisn sína
og hin mikla stórborg er orðin veldur vitanlega borgarbúumj
að kyrrlátri sveitaborg, sem glat- miklum erfiðleikum í daglegu lífi j
sínu, illt er um húsnæði og ber
það oft við, að eitt eða tvö her-
bergi eru íbúðarhæf í heilli húsa-
röð, sem annars er að mestu
hrunin.
Hvenær byrja hrcinsanirnar í Austur-Þýzkalandi?
Kortið sýnir skiptíngu Þýzkalands í hin 4 hernámssvæffi. Austan
aff landinu liggja svæSin sem Rússar hafa lagt undir sig meff aff-
stoð leppstjórna landanma.
í horninu er kort af Berlin og sýnir þaff hernámssvæffin.
Endurnýja hefur og þurft allt
gas og vatnsveitukerfi borgar-
innar og leggja götur hennar og
garða að nýju. — Uppbygging
Vestur-Berlínar hófst ekki fyrr i
en 1949, er Rússar léttu umferða- J
banninu af borginni og hefur síð- j
an verið stöðugt unnið að bygg- j
ingum. Má við margar götur sjá j
menn að vinnu á múrsteinahaug
unum við viðreisnarstarfið, þar
sem áður voru reisulegar bygging j
ar. Hjá hverjum vinnustað stend !
ur stórt skilti og er á það letrað
Berliner Aufbau Programm og
prýðir þýzki fáninn og sá banda- j
ríski spjaldið, því öll er upp-'
bygging borgarinnar framkvæmd
með hjálp frá Bandaríkjamönn-
um.
En það er eins með byggingar
okkar og annað hér í borg, við
erum eyja í úthafinu, langt innan
við járntjaldið og því þykir
mörgum ekki fýsilegt að leggja
fjármuni í fyrirtæki og bygging-
ar hér í Berlín, þar sem enginn
veit hver örlög borgarinnar
kunna að verða, í klóm Rússa,
En hver eru þá úrræffin
því eilífa vandamáli, sem öll
vestræn og frjáls ríki eiga viff
aff etja, yfirgangsstefnu og
ógnarstjórn Rússa, sem viff
hér í Berlín þekkjum af svo
sárri reynslu?
Engin þjóð hefur haft af Rúss-
um jafn náin kynni sem Þjóð-
verjar og engir þekkja hermátt
þeirra né hagfræði svo vel sem
við. Menn mega ekki gleyma því,
að þýzki herinn hafði nær því
unnið sigur á Rússum og komst
alla leið að borgarmúrum
Moskvu. í augum okkar eru því
Rússar ekki eins mikið hræðslu-
i efni og fyrir mörgum í hinum
vestræna heimi.
Kalda stríðið er þegar orðið of
langt. Skjótra og róttækra ráð-
stafana er þörf. — Vesturveldin
eiga að kæra yfirgang Rússa í
Þýzkalandi og löndum Austur-
Evrópu, glæpi þeirra og ógnar-
stjórn fyrir Alþjóðadómstólnum
í Haag' og Sameinuðu þjóðunum.
Vesturveldin eiga síðan að setja
Rússum stólinn fyrir dyrnar og
tilkynna þeim, að ef þeir láti
ekki eftir innan viss tíma þau
landssvæði í Þýzkalandi og Aust-
ur-Evrópu, sem þeir hafa á und-
anförnum árum lagt undir sig
með svikum og ofbeldi, þá slíti
þau öllu vei'zlunar- og stjórn-
málasambandi við Sovétríkin
Krafa um frjálsar kosningaf 4
öllum leppríkjunum ætti fyrst
og fremst að vera sett fram, svq
hinu kúgaða fólki gefist kostur
á að láta hinn sanna vilja sinn
koma í ljós.
Sem Þjóðverji er ég ekki «í
neinum vafa um, að Rússar
myndu hörfa og slaka til á veldi
sínu, ef þeir mættu slíkum ein-
beittum kröfum af hálfu Vestur-
veldanna.
Hart verður að mæta hörðu,
ef nokkuð á að vinnast og ein-
ræðisþjóð sem Rússland skilur
ekki annað mál en steyttan hnef-
ann á borðinu. Gegn þeim duga
engin blíðmæli né silkimjúk bak-
tjaldabrögð diplomatanna.
Sovétríkin eru þannig sett, að
þau geta ekki haldið uppi efna-
hag sínum með góðu móti, án
þess að verzla við aðrar þjóðir,
og sízt af öllu myndu þau vilja
verða af ýmsum þeim málmum
og efnum, sem þau kaupa frá
hinum frjálsa heimi.
Því eru það slíkir úrslitakostir,
sem gætu fengið rússnesku stjórn
ina til þess að hopa, því ekkert
er það sem einræðisstjórn virðir
svo sem sameinað afl sér önd-
verðri.
Við Þjóðverjar höfum af þvi
reynslu, að Rússar láta undan að
lokum ef þeim er mætt með
hörku.
Þegar Rauði herinn hugðist ná
allri Berlín á vaid sitt með um-
ferðarbanninu á borgina 1948, og
svelta borgarbúa inni, þraukaði
þýzk alþýða með hjálp frá Vest-
urveldunum nær heilt ár, þar til
Rússar gáfust upp og leyfðu
birgðaflutninga til borgarinnar.
Það er eitt lítið dæmi um hverju
raunhæf stjórnmólastefna fær til
leiðar komið í stað sífelldrar
undanlátssemi og hræðslu.
Að vísu hefur slík einöið
stefna og úrslitakostir nokkra
hættu í för með sér, að úr spretti
sá neisti. sem í tundrinu kveikir.
En hve lengi á hinn frjálsi
heimur aff horfa þegjandi ©g
hljóffalaust á aff hiff rauffa
ofbeldi murki lífiff úr hverju
frjálsu þjóffríkinu á fæt«w
öffru, án þess aff nokkrir
hreyfi legg né liff til andmæla
eða hjálpar.
—★—
Við Þjóðverjar, sem börðumst
hatramlega gegn ógnarstjórn
Hitlers, þekkjum þá sögu allt of
vel og sjáum hana nú gerast enn
í dag. Það er sem við lifum síð-
ustu tuttugu ár upp aftur.
En hvenær þorum við að draga
þær ályktanir af sögunni, sem
réttar reynast og raunhæfar?
Það er draumur hvers einasta
Þjóðverja að sjá land sitt 'sam-
einað og farsælt. Eins og sakir
standa búa 18 milljónir manna
við kommúniska lögreglustjóm
og mega ekki um frjálst höíuð
strjúka. Daglega fréttum við um
ógnir og ofbeldisverk „alþýðu-
lögreglunnar“, réttarglæpi „ai-
þýðudómstólanna" og lögleysui'
og vinnubúðir „alþýðustjórnar-
innar“.
Meðan Rússar eru í sömu að-
stöðu og þeir sitja í dag vcrður
hið forna Þýzkaland aldrei
frjálst og sjálfstætt ríki.
Það er enn grátlegra, þegar
það er vitað að aðeins 5—10%
íbúanna fylgja kommúnismanum
að málum.
Þannig er hægt að hneppa
þjóð í þrældómsfjötra, ef hlekk-
irnir eru nógu sterkir.
í dag eigum viff Þjóðverjar
því aðeins eitt markmiff:
Sameinaff, farsælt og frjálst
Þýzkaland, véstan járntjalds
• í baráttu gegn kommúnisma,
fyrir friffi. — g-gs.
Dýrar veigar fara til spillis.
NÝLEGA varð bjórflóð eitt mik-
ið í Oxford. 12 tonna vörubifreið
hlaðin bezta bjór varð fyrir
skakkafalli og missti allan farm
sinn með þeim afíeiðingum að
bjórinn flóði sem elfa um götuna.
Ekki er þess getið í fréttinni,
hvort menn hafi kropið á kné og
fengið sér bjórtár.