Morgunblaðið - 25.08.1953, Blaðsíða 1
16 síður
40. árgangur
190. tbl. — Þriðjudagur 25. ágúst 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hann sigraði Mossadek
Fazlollah Zahedi, hershöfðingi, sem nú hefur tekið við stjórnar-
taumunum í Persíu.
Persar hvaltir til að vera
á varðbergi gegn flugu-
mönnum kommúnista
Formaður Verkamannaflokks landsins
heitir nýju stjórninni stuðningi sinum
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
TEHERAN, 24. ágúst. — Mossadek, fyrrum forsætisráðherra Persíu,
var í dag fluttur frá Liðsforingjaklúbbnum í Teheran, þar sem
hann hefur verið í stofufangelsi, í aðalfangelsi borgarinnar. —
Einnig voru nánustu samstarfsmenn hans í fyrrverandi ríkisstjórn
og helztu ráðgjafar handteknir.
Persakeisari hefur sagt, að
Persía rambi nú á' barmi glöt-
unar og þurfi skjótrar efnahags-
aðstoðar við, ef landið á að kom-
ast á réttan kjöl aftur.
FATEMIS
ENN LEITAÐ ÁKAFT
Zahedi, núverandi forsætisráð-
herra Persíu, sagði í dag, að
Mossadek yrði ákærður fyrir
samsæri gegn hinni löglegu
stjórn landsins og tilraunir til að
láta myrða mörg hundruð and-
stæðinga sína. -— Persneska lög-
reglan leitar Fatemís, fyrrum ut-
anríkisráðherra, en hann hvarf,
er stjórn Mossadeks var steypt
af stóli.
ERLENDAR FYRIRSKIPANIR
UM UNDIRRÓÐUR OG
ÓEIRÐIR
Þjóðin hefur verið hvött til að
vera á varðbergi gegn flugu-
mönnum kommúnista (Tudeh-
flokksins), sem taka við öllum
fyrirskipunum sínum erlendis
frá og reyna að æsa til óeirða
o gskipuleggja algert öngþveiti í
landinu.
RÆÐST Á MOSSADEK OG
KOMMÚNISTADEKUR HANS
Form. persneska Verkamanna-
flokksins, Dr. Baghai, hefur
flokkinn að undanförnu og sagði
hann hafa leyft flokknum alis
kyns hermdar- og níðingsverk á
andstæðingum sínum. Kvaðst Dr.
Baghai þess fullviss, að hin nýja
stjórn nyti stuðnings þjóðarinnar
og hét henni liðsinni flokks síns.
Verður Marokkó-
deilan rædd í
Oryggisráðinu?
NEW YORK, 24. ágúst — N.k.
miðvikudagskvöld kemur Örygg
isráðið saman til fundar, til að
ákveða, hvort Marokkódeilan
verði rædd í ráðinu. Hafa Araba-
ríkin óskað þess og í erindi sínu
til Öryggisráðsins fullyrða þau,
að deilan um Marokkó geti leitt
til stórra og óheillavænlegra tíð-
inda.
Til þess að málið verði rætt í
ráðinu, verða 7 af 11 fulltrúum
þess að greiða atkvæði með því.
— Þykir ólíklegt, að svo verði.
Rússnesku keriiennirnir vilju
vitu sonnleikunn um ústundið
Vestur-Evropu
Hafa borið banaorð
af mö’rgum forsprökk-
um albanska komm-
únistaflokksins
BELGRAD, 24. ágúst — Tilkynnt
var hér í dag, að 20 menn hafi
nýlega verið dæmdir til dauða í
Albaníu. — Voru þeir í smá-
skæruhersveitum, sem höfðust
við í skógunum sunnan við höf-
uðborg landsins, Tírana. — Menn
þessir voru nýlega teknir hönd-
um, enda hafa þeir oft átt í höggi
við hersveitir kommúnista og
borið banaorð af mörgum hátt-
settum kommúnistaforsprökkum
í Albaníu. —Reuter-NTB.
1
LUNDÚNUM, 24. ágúst — Full
trúar 11 landa hafa nýlega gert
með sér samkomulag um sykur-
ráðizt harkalega á Mossadek fyr- verð. Er samkomulagið í gildi
ir stuðning hans við kommúnista- næstu 5 ár. — NTB-Reuter.
SAARBRUCKEN, 22. ágúst —
Forsætisráðherra Saars, Jo-
hannes Hoffman, hefur tilkynnt,
að forsprakki þýzksinnaðra
manna í Saar, Hubertus zu Löv-
enstein, prins, hafi skipulagt
neðanjarðarstárfsemi, er miðaði
að því að gera uppreisn í land-
inu. — Prinsinn er nú staddur í
V.-Þýzkalandi. —Reuter-NTB.
Hlysfa m\r á úfvarpssendingar þaðan en áður
BERLÍN, 18. ágúst. — Major Ronzhim, rússneskur liðsforingi, sem
flúði yfir á hernámssvæði Vesturveldanna í Þýzkalandi eftir
dauða Stalíns, hefur sagt á blaðamannafundi, að Austur-Þjóð-
verjar eigi að leggja sig meir en hingað til, eftir að komast í sam-
band við rússneska hermenn í Austur-Þýzkalandi og fræða þá um
kjör fólksins fyrir vestan Járntjald.
í'ustyniim
í 12 daga
AÞENU, 24. ágúst — í dag
var tveimur konum bjargað
í Argostól úr rústum húsa
sinna, er hrundu í landskjálft-
unum á dögunum. — Höfðu
þær verið í rústunum í 12 daga
— og lifað á kartöflum einum
sarnan. —Reuter-NTB
Flotaæfingar við Formósu
TAIPEH, 22. ágúst. — Undanfar-
ið hafa kínverskir þjóðernissinn-
ar haldið flotaæfingar úti fyrir
ströndum Formósu. Hefur verið
tilkynnt, að bandarískar flota-
deildir hafi tekið þátt í þessum
æfingum Kínverja.
Bandaríska landvarnaráðu-
neytið hefur tilkynnt, að frestað
hafi verið að birta nöfn þeirra,
sem kommúnistar í Kóreu hafa
tilkynnt að hafi dáið í fangabúð-
um og á öðrum yfirráðasvæðum
þeirra.
Hinn nýi soldán í Marokkó.
Hershöfðingjar Hitlers
í þjónustu Maierokovs
Þeirra á meóal er hinn kunni hershöfðingi Paulus
BERLÍN, 24. ágúst. — Nú er vitað með vissu, að 8 hershöfðingjar
Hitlers — þar á meðal 3 nafntogaðir — eru í þjónustu rússneska
hersins og hafa skipulagt að miklu leyti hinar svo kölluðu aíþýðu-
lögreglur leppríkjanna.
NAFNKUNNIR
ÚR SÍÐASTA STRÍÐI
Meðal þessara hershöfðingja
eru þeir Paulus, yfirhershöfðingi,
von Seydlitz, hershöfðingi og
Schoerner, hershöfðingi.
RÁÐGJAFI
HERFORINGJARÁÐSINS
Schörner er ráðgjafi rússneska
herforingjaráðsins, en hinir tveir
sjá um þjálfun þeirra liðsfor-
ingja, sem senda á í „alþýðulög-
l reglu“ leppríkjanna. — Þess má
J geta, að Paulus var yfirmaður
þýzku hersveitanna í orrustunni
! um Stalingrad.
VILJA VITA HIÐ SANNA
Sagði mæjorinn, að rússnesku
hermennina þyrsti í slíkar upp-
lýsingar, því að þeir vildu fræð-
ast um ástandið í vestrænum
löndum, eins og það er, en ekki
eins og þeim hefur verið sagt af
hinum pólitísku yfirmönnum sín-
um. — Kveður mæjorinn þetta
mjög mikilvægt, því að rúss-
nesku hermennirnir séu raun-
verulega þeir einu, sem steypt
geti Malenkov-stjórninni af stóli.
HLUSTA Á ÚTVARP
Enn fremur upplýsti hinn rúss-
neski mæjor, að rússnesku her-
mennirnir séu farnir að hlusta
meira á útvarpssendingar frá
Vesturlöndum en þeir hafa gert.
Sé þeim það að vísu nokkuð
hættulegt og verða þeir að gera
það í laumi.
Bjéða Hau-Hau grið
LUNDÚNUM, 24. ágúst — í dag
vörpuðu brezkar flugvélar niður
flugmiðum til Mau-Mau-manna
og tilkynntu þeim þau grið, er
stjórnin hyggst gefa öllum þeim
hermadrverkamönnum, sem ekki
hafa gerzt sekir um hryðjuverk
og vilja láta af hermdarverkum
sínum.
Churchill aftur
S.L. 3 daga hafa yfir 4000 tonn
síldar borizt á land í Esbjerg. Er
síldveiðin hin prýðilegasta og er
álitið, að verðmæti síldarinnar,
sem veiðzt hefur þessa daga, sé
um 4 milljónir króna.
— NTB-Reuter.
LUNDUNUM, 24. ágúst — Sir
Winston tók í morgun aftur við
forystu brezka Ihaldsflokksins,
auk þess sem hann tók aftur v'ið
embætti sínu sem forsætisráð-
herra brezku stjórnarinnar. Sem
kunnugt er, hefur hann undan
farið tekið sér frí frá störfum
samkvæmt læknisráði.
Ráðuneytisfundur verður á
morgun undir forsæti Sir Win-
stons. Verður einkum rætt um
væntanlega Kóreuráðstefnu og
þann klofning, sem kominn er
upp meðal lýðræðisþjóðanna út
af skipun hennar.
— NTB-Reuter.
Kínverjar sammála
Rússum
HONGKONG, 24. ágúst — Cou
En Lai, forsætisráðherra Kína,
sagði í dag, að kínverska komm-
únistastjórnin væri samþykk til
lögum þeim, er Visshinskí hefur
flutt í stjórnmálanefndinni um
væntanlega Kóreuráðstefnu.
— NTB-Reuter.