Morgunblaðið - 25.08.1953, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. ágúst 1953
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
> C_______—---------------------------
UR DAGLEGA LIFiNU j
Eftirmæli um Stalin
UNDANFARNA daga hefur Þjóð
viljinn birt ræðu þá, sem Malen-
kov flutti Æðsta ráði Sovétríkj-
anna fyrir skömmu um efnahags-
mál landsins.
Löngum hefur því verið haldið
fram í Þjóðviljanum og öðrum
málgögnum kommúnistaflokks-
ins, að allt það, sem „auðvalds-
blöðin“ skýrðu frá um þjóðfélags
og efnahagsmáÉí Sovétríkjunum
væri bláber uþpspuni og . „auð-
valdslýgi“ eins og það hefur
smekklegast verið orðað.
Ef sú frétt hefur verið birt,
að rússnesk framleiðsla væri lé-
leg, vörur óvandaðar, lítið um
matvæli á markaðinum og rúss-
nesk alþýða byggi við sultarkjör
hafa svör kommúnista jafnan
verið hin sömu; að slíkt væri að-
eins illviljaðar blekkingar og
áróður.
Hvergi væri efnahagsástand-
ið jafn gott sem í hinum miklu
Sovétríkjum, þar sem byggt hefði
verið upp sæluríki sósíalismans
og sérhver hefði þar nóg að bíta
og brenna. Þar væri það alþýðan,
sem völdin hefði, en ekki illvilj-
aðir auðmenn, alþýðan fram-
leiddi fyrir sjálfa sig og hirti
ágóðann af framleiðslunni um
leið og hún neytti hennar.
Hin kommúniska hagfræði,
hæfilega útþynnt af Marxisma
og Stalinisma, hlaut að sjá hinni
rússnesku þjóð fyrir beztu lífs-
kjörum, sem heimurinn hefði
enn séð.
Slíkir væru ávextir 35 ára
kommúnistastjórnar og þannig
hafa rök hinna íslenzku komm-
únista um sæluástandið í Sovét
hljómað áratugum saman.
skapurinn er þar í vanhirðu. I
mörgum héruðum landsins er
uppskera korns og annarra nytja
jurta lítil á samyrkjubúum og
ríkisbúum og nýtingar slæmar.
Stafar þetía af lélegum rekstri
akuryrkju.
Það skal játað, að vexti búfjár-
stofnsins er mjög ábótavant. Því
fer víðs fjarri að við höfum full-
nægt sem skyldi vaxandi þörf
fólksins á kjöti.... Enn er vöxt-
ur nautgriparæktarinnar ekki
nægilega ör og afrakstur rýr.
Þá hefur og framleiðsla kart-
aflna og grænmetis dregizt al-
varlega aftur úr.“
Og rússnesk kaupmannastétt
virðist ekkert betri en sú í auð-
valdslöndunum:
„Vér getum ekki unað við
núverandi útsölumagn verzl-
unarinnar. Auk þess eru al-
varleg mistök í sjálfu skipu-
lagi verzlunarinnar.... Því
fer f jarri, að húsnæðisþörfinni
hafi verið fullnægt, alls staðar
er enn mikill húsnæðisskort-
Áðurnefnd ræða Malenkovs
hlýtur að hafa komið sem þruma
úr heiðskíru lofti yfir þá, sem
lagt hafa trúnað á sögusagnirnar
um sældarbrauðið í Sovét.
Æðsti maður ríkisins lýsir
Því blákalt yfir, að í rauninni
sé allt annað ástand og ömur-
legra í Rússlandi en Xass-
fréttastofan og Þjóðviljinn
hafa skýrt frá í fjöldamörg ár.
Þar skorti matvæli til dag-
legrar neyzlu, fólkið sé fá-
tækt og illa klætt og efnahag-
ur landsins riðandi og rekinn
af óhagsýni, sem nálgist illan
vilja!
Minna mátti gagn gera. Sjálfur
Malenkov var allt í einu orðinn
skeleggasti bandamaður auð-
valdsblaðanna í rógsherferðinni
gegn ríki alþýðunnar, ef taka
hefði mátt mark á blöðum komm
únista á liðnum árum.
Það var sannarlega beiskur
bikar sem Þjóðviljinn mátti
teiga daginn þann, sem ræðan
Malenkovs birtist!
Til frekari staðfestingar fara
hér á eftir nokkrir valdir kaflar
ræðunnar, í ágætri þýðingu
Sverris Kristjánssonar:
Fyrst fær iðnaðurinn sinn
skammt:
„Mörg fyrirtæki framleiða enn
vörur sem eru ekki nógu full-
komnar að gæðum og fullnægja
hvorki þörfum né smekk neyt-
enda vorra.
Verkamönnum iðnaðarins má
vera mikil hneysa að því, að
neytendur vilja þráfaldlega
heldur vörur af erlendum
uppruna."
Um landbúnaðinn segir Malen-
kov: „Ennþá eru þess mörg dæmi
um samyrkjubú og jafnvel um
heil landbúnaðarhéruð, að bú-
Þær eru dáfallegar lýsingarn-
ar sem æðsti maður Sovétríkj-
anna gefur á hag alþýðunnar
undir ráðstjórn, eftir að komm-
únisminn hefur úthellt blessun
sinni þar í heilan mannsaldur.
Það virðist þó augljóst, að
Malenkov hefur ekki sagt ástand-
ið í Rússlandi verra en það er
og þrátt fyrir það þætti slíkri
grunnmúraðri auðvaldsþjóð sem
íslendingum æði illt að búa við
þau lífskjör sem Malenkov kveð-
ur ríkja í sínu heimalandi.
Þar ríkja mistök á mistök ofan,
blessað skipulagið er meira og
minna gallað og hinar marglof-
uðu áætlanir hafa ekki staðizt.
Menn neyðast nú til þess að trúa
því, að allt sé ekki með felldu í
Sovétríkjunum, að einhver brest-
ur sé á sæluríki alþýðunnar, eft-
ir að hafa heyrt hina.hógværu
lýsingu sjálfs Malenkovs!
Að vísu er hún í flestu sam-
hljóða því sem Mbl. hefur lengi
skýrt frá, og haft eftir margvís-
legum heimildum, en engin
þeirra er þó áreiðanlegri eri hin
nýjasta þeirra, Malenkov sjálfur.
Ætti hér eftir ekki að þurfa að
deila um afkomu almennings
austur þar, sem augsjáanlega er
I harla bágborin á vestrænan
mælikvarða.
j En þá hlýtur sú spurning að
' vakna, hvert hafi verið hið óvið-
jafnanlega lífsstarf hins mikla
Stalins og hvort öll sú hagsæld,
sem hann var sagður hafa búið
rússneskri alþýðu var ekki sjón-
hverfing ein saman. Ef Malenkov
segir sannleikann, hlýtur Stalin
að hafa rekið einhverja aftur-
haldssömustu einræðisstjórn, sem
nokkru sinni hefur litið dagsins
Ijós, þar sem hagur fjöldans hef-
ur algjörlega verið fyrir borð
borinn og hann mátt lifa við sult
og seyru.
Eftir frásögn Malenkovs hefur
Stalin svelt og kúgað þjóð sína
um áratugi, og eftir því sem
dýrð sósíalismans hefur aukizt,
því fastar hefur rússnesk al-
þýða orðið að herða sultarólina.
Það er sannarlega einstök
kaldhæðni, að Þjóðviljinn
skuli neyðast til að birta slík
ummæli, og það eftir ekki ó-
merkari manni en Malenkov,
bezta vitninu ' um ástandið í
Sovét, sem „auðvaldinu“ hef-
ur enn hlotnazt.
'g UNDANFARNA daga hefur
Persía dregið að sér athygli
alls heimsins og varla hafa furðu
legri hlutir gerzt en atburðirnir
þar í síðustu viku. Enda hefur
ekki verið meira rætt um annað
bæði meðal almennings og stjórn
málamanna, — og enn er Persía
þungamiðja heimsstjórnmálanna.
★ ★
MARGX stuðlaði að því, að
Mossadek var steypt úr
valdastóli; í Persínu munu nú
vera um 15 milljónir íbúa og af
þeim býr meiri hlutinn við slík
eymdarkjör, að fáheyrt er. Fólk
þetta skiptir sér lítið af stjórn-
málum, en hins vegar hafa póli-
tískir ævintýramenn beitt því
fyrir stríðsvagn sinn, æst það
upp, látið það fremja hryðjuverk
og efna til óeirða. Hefur það
verið harla auðvelt, því að fólk
þetta hugsar sem svo, að ekki
geti lífskjör þess versnað og
ómaksins vert að styðja nýja og
nýja ævintýramenn og sjá, hvort
ekki rætist úr.
★ ★
& AF þessu hefur Mossadek
notað sér í baráttu sinni. —
Hann beitti lýðnum fyrir sig og
^daLedi
xa
l OCý
oóóadeló
prikaðist þannig upp í forsætis-
ráðherraembættið. — Síðan gat
hann fengið hann til að styðja
utanríkisstefnu sína og var upp
á síðkastið talinn einvaldur, ekki
sízt eftir að vitað var, að komm-
únistaflokkur Persíu stóð á bak
við ráðagerðir hans. Auk þess
voru rússneskir njósnarar fljót-
lega „skotnir í honum“, vegna
þess að þeir sáu, að hann var að
fara með efnahag landsins til
fjandans, ef svo mætti að orði
komast. — Og það var einmitt
þeirra óskadraumur, því að
kommúnistaleiðtogarnir austur í
Kreml hafa alltaf verið reiðu-
búnir að innlima svona eitt og
eitt land í rússnesku ríkjasam-
steypuna — og hefur það verið
vænlegt til árangurs að stofna til
algers öngþveitis áður í viðkom-
andi landi. — En hvað um það.
Þótt Mossadek hafi verið bráð-
slyngur stjórnmálamaður, þá
VeU aadi ólri^ar.
Lóðir í hirðu.
FRAMFARIR í þrifnaði og
ýmiss konar bæjarprýði í
höfðuborginni eru svo örar, að
árlega má sjá greinilegan mun.
Skran við hús þekkist ekki
framar í heilum hverfum, heldur
er þar allt tandurhreint og þokka
legt. Görðum manna fer stórum
j fram. Það eru nú undantekning-
‘ ar, ef lóðir við hús inni í borg-
, inni eru í óhirðu. Þær hafa verið
teknar til margvíslegra þarfa eft-
ir smekk og ástæðum eigenda.
j Sums staðar fallegir blóma og
tijágarðar, annars staðar renni-
I sléttar grasflatir, gosbrunnar eða
tjarnir hérna, matjurtir þarna
eða > þessu öllu blandað hagan-
lega saman. Lóðir í órækt eru
undantekningar.
Blómaker í friði.
4GÖTUM og gatnamótum hefir
verið komið fyrir blómakerj-
um. Þessi ker eru nú orðin
þriggja ára gömul, og verður
ekki annað sagt en hirðing þeirra
/ ^$1
| hafi tekið miklum framförum
' þessi ár, því að fyrsta sumarið
þótti við brenna, að blómin væru
ekki þessa heims, — heldur stein-
dauð. Og almenningur kann að
meta þessa bæjarprýði, því að
ekki verður þess vart, að við
þeim sé hróflað að ráði, þó að
vegfarendur séu ekki alltjent
varfærnir úr því að hver nýr sól-
' arhringur hefst.
i Fyrir framan Háskólann hafa
í sumar verið sett ný blómaker
! og ferleg, og kváðu skoðanir vera
all skiptar um fegurð þeirra. En
hvað sem um það-er, þá eru þau
full angandi blóma.
| Sumar verzlanir hafa jafnvel
gerzt svo hugulsamar að setja
^ blómaker fyrir framan hjá sér.
SAMT eru allt af einhverjir
trassar, sem setja skugga á
umhverfi sitt. Það er furðulegt
að sjá gömul hús og í eðli sínu
virðuleg ryðbrunnin og drunga-
leg við sjálfan Laugaveg. Sums
staðar hefir ryðið meira að segja
unnið spjöll sín til fulls, svo að
ekki er annað eftir en ryðskóf
— eða ekkert.
Aldrei hefir þurft nema einn
gikk í hverja veiðistöð. Gikkj-
unum fækkar í Reykjavík, en
fólkinu fjölgar. Takmarkið er:
Enginn gikkur.
Biðin er ekki úr hófi.
NOKKRAR línur frá „mat-
gogg“.
„Velvakandi!
Mér þykir ómaklegt að saka
Gildaskálann um slælega af-
greiðslu, eins og skálagestur ger-
ir í bréfi til þín fyrir skömmu.
Sjálfur borða ég þarna oft og
sýnist afgreiðsla ganga þar bæði
fljótt og vel.
Því verður hins vegar ekki
neitað, að á málum safnast oft
mikill fjöldi þar inn að kalla á
svipstundu, svo að nokkur bið
getur orðið. Ég held, að um eng-
an sé að sakast um það, við því
er ekkert að gera. Ég fyrir mitt
leyti læt það ekki á mig fá. Er
það áreiðanlega betra alls staðar
annarrs staðar?
Matgoggur.“
FTUR hefir mér borizt bréf
um nafn Miklatúns, sem svo
á að heita:
„Hvers vegna þurfti nú nafna-
nefndin að klína Miklatúnsnafni
á Klambratún? Sviplausara gat
það ekki orðið. Satt er það að
vísu, að Klambrar og Klambra-
tún er ekki gamalt heiti á þess-
um stað, en hæpið var þó að
breyta, en úr því að breyta skal
um nafn, hefðum við Hlíðabúar
a. m. k. kosið annað en þetta, sem
minnir helzt á neflausa ásýnd.
Ég held nú að bezt sé að fólkið
ráði nöfnunum, þar sem því verð-
ur við komið, en nefndirnar láti
sér nægja að grípa inn í, þegar í
nauðir rekur. Sjáið muninn:
Hringtorg, Miklatorg (afkvæmi
nefndar), Hlemmtorg (gamalt og
gott nafn, sem varð til á vörum
Reykvíkinga sjálfra).
N. K.“
Oft er óveður-
legt í öndverð-
um þey.
gleymdi hann einu: — Lýðnum,
sem hann hafði beitt fyrir sig,
örbirgð hans og eymdarkjörum.
Hann gerði lítið sem ekkert til
að bæta hag lýðsins og því fór
sem fór: almenningur, þjóðin öll
brást honum á úrslitastundu, og
hann sat uppi með rússneska
njósnara og persneska kommún-
ista sem hina einu stuðnings-
menn.
HINS VEGAR hafði faðir
núverandi keisara, Reza Pa-
levi, sem brauzt til keisaratignar
úr hinni mestu fátækt, aflað sér
mikilla vinsælda á sínum tíma,
Mossadek grætur — í olíu.
enda beitti hann sér fyrir bætt-
um kjörum alþýðu manna. Einn
af höfuðandstæðingum hans var
Mossadek, og lét keisari „setja
hann inn“ oftar en einu sinni!
Síðan hefur Mossadek hatazt við
keisarafjölskylduna, og hefur það
ekki sízt lent á núverandi keis-
ara, eins og kunnugt er. — Hins
vegar nýtur núverandi keisari
góðs af vinsældum föður síns,
enda hefur hann einnig beitt sér
fyrir bættum kjörum almennings,
m. a. hefur hann skipt jarðeign-
um meðal leiguliða, en þær hafa
Zahedi — Æviníýramaðurinn,
sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir
keisara sinn.
|
hingað til að mestu verið í eigu
um 10 þús. höfðingja; þeirra á
meðal er Mossadek, sem er einn
auðugasti jarðeigandi Persíu.
★ ★
' EKKI hefur enn verið
minnzt á þann mann, sem
einna mestan þátt átti í því, að
byltingin tækist í síðara skiptið.
Er það Zahedi, hershöfðingi. —
I Hefur hann alla tíð verið mikill
andstæðingur Mossadeks og m.
a. verið settur í fangelsi af hon-
um. — í síðasta stríði þótti hann
mjög þýzksinnaður og var álitið,
að hann hefði átt í leynimakki
við Þriðja ríkið um, að þýzkar
hersveitir fengju herstöðvar í
Persíu. — En Bretar komust að
þessum fyrirætlunum hans, tóku
hann höndum að næturlagi og
fluttu til Palestínu, þar sem
hann var alla styrjöldina.
★ ★
EFXIR styrjöldina varð hann
innanríkisráðherra Persíu,
en varð að láta af því embætti;
síðan hefur hann verið ofsóttur
' af Mossadek, en alltaf sloppið
við langvarandi fangelsisvist,
enda er hann ævintýramaður
hinn mesti og mikill vinur
Framh. á bls. 12