Morgunblaðið - 25.08.1953, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. ágúst 1953
SUÐURRÍKJAFÓLKIÐ
SKÁLDSAGA eftir ednu lee
^ -JC
Framhaidssagan 15
hefði farið um húsið og tekið
með sér allt iauslegt. Allt nema
ryðgað búrið hans Petey sem
hékk tómt á króknum í eldhús-
itiu.
Fyrsta hugsun mín var að
Mitty væri dáin og örvæntingin
greip mig á nýjan leik, með
miklu sterkari tökum en nokkru
sinni áður. Mér fannst eins og
myrkur færast yfir mig fiá öll-
um hliðum. Ég greip í glugga-
kistuna til að detta ekki á með-
an myrkrið fjarlægðist aftur.
Áður en ég vissi af var ég kom-
in út og hljóp eins og fætur tog-
uðu frá húsinu. Allt sem fyrir
mig hafði borið þyrmdi yfir mig.
Einmanaleg æska mín sem Mitty
hafði varpað birtu yfir. Einmana-
kenndin, sem ég hafði þjáðst af í
skólanum .. Laura Lee og Oakes,
glötuð mér fyrir fullt og allt.
Fagrar framtíðarvonir mínar
sem nú voru allar hrundar í rúst-
ir.
Ég hafði ekki hugmynd um það
hvert ég var að hlaupa eða hvers
vegna. En allt í einu var ég kom-
in inn í kirkjugarðinn og þar lét
ég fallast niður á eitt leiðið. Ég
hafði. leitað uppi gömlu leik-
félagana mína, englana á leg-
steinunum. Þeir voru enn á sín-
um stað, þó allt annað hefði
breytzt.
Nú fannst mér það óskiljan-
legt að Mitty væri dáin. Að hún
lægi hreyfingarlaus og lífvana í
mjórri gröf. En hvar annars stað-
ar gat hún verið? Og hverníg
átti ég að finna hana?
Ég ætlaði að koma við í búð-
inni hjá herra Bratton og spyrja
um hana. Ég stóð upp og gekk
út úr garðinum eftir stígnum. Nú
hljóp ég ekki greitt. Ég óskaði
þess af öllu hjarta að Mitty væri
lifandi. Að ég mundi finna hana.
Og með hverju spori, sem ég
gekk var ég ákveðnari í því um
leið að taka hverju sem að hönd-
um bæri.
—o—
Það var ekki laust við að mér
fyndist búðin hjá herra Bratton
hafa minnkað að umfangi síðan
ég kom þar síðast. Þó þekkti ég
aftur krúsirnar með sætindunum
sem höfðu freistað mín. Herra
Bratton hallaði sér yfir borðið
alveg eins og hann hafði gert
áður. Hann hafði ekkert breytzt.
Þegar ég sagði honum hver ég
væri, kannaðist hann fljótlega
við mig.
„Munið þér ekki eftir mér? Ég
kom hingað svo oft með Mitty
.... frú McDaniel".
„Jú“, sagði hann.
Ég sagði honum frá því að ég
hefði komið til að heimsækja
hana en hefði komið að húsinu
mannlausu og spurði hann hvort
hann vissi, hvar hún væri niður
komin.
„Hún var flutt burt“, sagði
hann.
Ég var fegin að hann vissi ekki
hvaða áhrif þessi orð hans höfðu
á mig. „Send burt?“ át ég upp
eftir honum. „Send hvert?“
Rétt eins og það væri hvers-
dagslegur viðburður að eldri kon
ur væru „sendar burt“, sagðist
hann ekki muna sérstaklega eft-
ir því.
Ég spurði hann hvort hann
vissi um nokkurn sem mundi
geta gefið mér nánari upplýsing-
ar.
„Ég býst við að réttast væri þá
að leita uppi frú Stopper", sagði
hann þegar hann hafði hugsað
sig um góða stund.
! „Frú Stopper. Eigið þér við
móður Janet Stopper?"
„Jú. Hún getur sagt yður frá
frú McDaniel þar sem Hún er
formaður hjálparstarfseminnar,'
sem lét senda frú McDaniel
burt“.
Ég var honum þakklát fyrir
upplýsingarnar og ég vona að ég
hafi þakkað honum fyrir, enda
þótt ég muni ekki eftir því. Eg
man óljóst eftir því, þegar ég
gekk upp tröppurnar á húsi
Stopperfólksins. Frú Stopper
kom sjálf til dyra, horfði á mig
hvössum augunum á bak við gull
spangargleraugu og spurði hrana
lega hvað mér væri á höndum.
Ég spurði eins kurteislega og
ég gat, hvort hún vissi hvar ég
gæti fundið Mitty. Hún spennti
greipar á maganum og spurði,
hvers vegna mig langaði til að
vita það.
Ég leit undrandi á hana. „Nú,
ég verð að fá að vita það“, sagði
ég. „Mitty er sama sem móðir
mín“.
Það kom einhver undarlegur
glampi í augun á henni. „Ef hún
er yður sem móðir, þá ættuð þér
að gera henni þann greiða að
láta hana í friði“.
Við horfðumst í augu, og ég
sá það á svipnum sem kominn
var á andlit hennar, að af ein-
hverjum ástæðum bar hún iilan
hug til mín og hún mundi aldrei
hjálpa mér til að finna Mitty.
„Ég held að þér skiljið þetta
ekki vel“, sagði ég. „Ég er viss
um að Mitty mundi verða því
mjög fegin að sjá mig“.
Hlátur hennar var eins og
gagg í hænu. „Ég efast ekki um
það. Ef nokkurn tíma hefir verið
til veikgeðja manneskja þá er
það hún“.
Ég beit í vörina í bræði minni,
og spurði, hvert farið hefði verið
með hana.
Hinar góðu konur í Kvenfélag-
inu höfðu látið senda frú Mc
Daniel þangað sem hirt var vel
um hana. Það hafði ekki verið
neinn hægðarleikur að koma
henni þar inn, vegna þess að hún
hafði haft mig undir sínum vernd
arvæng öll þessi ár og ég væri
nú sú sem ég væri. En eitt var
víst og það mátti ég vita, að ef
z Jrrr—sxzr c_!
ég væri að flækjast i kring um
frú McDaniel, þá yrði henni
fleygt út.
Ég spurði ekki að því á hvern
hátt ég gæti valdið Mitty tjóni.
Ég þurfti ekki að spyrja að því.
Ég vissi að skýringin fólst aðeins
í einu orði .. orði, sem ég hafði
heyrt sjálfa mig kallaða þennan
morgun og um leið vissi ég að
það orð hafði verið áhrifaríkast
um ævi mína hingað til og allt
útlit var til þess að það mundi
vera það framvegis.
—o—
Ég stóð á fætur og horfði ekki
með þrjósku heldur með auð-
mýkt á frú Stopper og bað hana
að segja mér hvar Mitty væri, en
ég skyldi lofa því að koma ekki
nálægt henni og heldur ekki
skrifa henni. Ef ég gæti aðeins
fengið að vita, hvar hún væri ..
Hún studdi höndum á mjaðm-
irnar og hló, þegar ég bar upp ,
bón mína. „Þú skalt ekki halda )
að þetta blíðubros hafi áhrif á'
mig. Ég þessi þína manntegundj
Ég veit að sumu fólki er auðvelt,
að gefa loforð og jafn auðvelt að
svíkja þau. Þú skalt ekki fá að
gabba mig“. Hún stikaði fram að
dyrunum og hélt þeim opnum
fyrir mig. „Ég vara þig við enn
einu sinni .. láttu frú McDaniel
í friði“.
Ég fór með strætisvagninum
aftur til borgarinnar. Það var
orðið áliðið dags. Ákvarðanir
mínar um að finna Mitty hvað
sem það kostaði og standa á mín-
um rétti, voru allar í molum. Á
morgun þegar ég hafði hvílst ætl
aði ég að hugsa málið vandlega
að nýju og finna einhver ráð. Ég
vissi óljóst að ég átti bókstaflega
engan að, engan sem ég gat snú-
ið mér til, engan mér til aðstoð-
ar, en ég var of þreytt til að gera
mér fulla grein fyrir því. Nú átti
ég ekki aðra þrá en að komast
í rúm og hvíla mig.
Þegar ég kom að skólahúsinu,
sá ég að ljós logaði bæði í for-
stofunni og stofunni. Ég ætlaði
að reyna að komast upp án þess
2
„Það hlýtur að vera töluvert óþægilegt að burðast með
þetta skurn,“ sagði Halastjarnan.
„O—o“, sagði Jörðin. „Maður venst fljótt við það. Og nú
eru á því menn.“
„Menn!“ rumdi í Halastjörnunni. „Hvað er nú það?“
Jörðin klóraði sér hugsandi á norðurheimsskautinu, en
kom um leið við íshelluna, svo að þar losnuðu nokkrir vold-
ugir ísjakar.
„Tja,“ varð henni loksins að orði. „Ég held það sé einhvers
konar óþverri.“
„Hoj,“ sagði Halastjarnan.
Jörðin þagði aftur stundarkorn, eins og hún væri að hugsa
sig um. Loks tók hún svo til máls:
„Þeir iða og skríða um mig alla, svo að ég hef ekkert
viðþol. Allt af fjölgar þeim og alltaf versna þeir. Þeir grafa
í mig hingað og þangað til þess að ná í kol, málma og ýmis-
legt fleira. Þeir leggja um mig járnbrautir, sem gufuvagnar
þjóta eftir. Þeir sprengja göng í gegnum stærstu fjöll mín
°g byggja brýr yfir vötn og ár. Þeir segja sjálfir að þeir ráði
algerlega yfir mér.“
„Mér finnst það vera hálfkollótt fyrir stjörnu að láta slík
skriðkvikindi ráða yfir sér,“ sagði Halastjarnan. „Geturðu
ekki skekið þá af þér?“
„Ég hef reynt það,“ sagði Jörðin, „og það oftar en einu
sinni. Glóandi hraunleðju hef ég spúð úr eldfjöllum mínum
og grafið fyrir þeim heilar borgir. Hafrót hef ég ótal sinnum
iátið koma og drekkt þeim í þúsundatali. Og þegar þeir ætla
að gerast of nærgöngulir. ek ég mér og læt koma jarð-
skjálfta.“
„Nú dugar það ekki samt?“ spurði þá Halastjarnan.
„Það linar í bráðina, ekki er hægt annað að segja,“ and-
varpaði Jörðin. „En það er alveg gagnslaust, er til lengdar
Hercules
dömu- og herrareiðhjól.
GARÐAR GÍSLASON H. F., Reykjavík.
10 BLÁ GILETTEBLÖÐ í HANDHÆGUM
Fyrir
rintiið
blöð
Allir þessir kostir
án hækkunar
® Blaðinu ýtt út fyrirhafnarlaust
• Blöðin eru algjörlega olíuvarin
• Sérstakt hólf fyrir notuð blöð
• Engar pappírsumbúðir
• Fyrirbyggð skemmd á blaðegginni
• Blaðinu er ýtt út flugbeyttu
10 BLÖÐ í HYLKI KR. 13.25
1 Bláu Gillette blöðin
Vetrarkápuefnin
komin. — Margir fallegir litir. — Komið meðan úr
nógu er að velja.
Sendum gegn póstkröfu. Sími 2335.
Vefnaðarvöruverzlunin, Týsgötu 1.