Morgunblaðið - 10.09.1953, Page 1

Morgunblaðið - 10.09.1953, Page 1
40. árgangur 204. — tbl. Fimmtudagur 10. sept. 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Mý ríkisstjóni verður mynduð í isg eðn u morfun Þingkosningar í Samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Pramsóknar Um 5000 kommúnistaerindrekar voru handteknir á landamærum við Helmstedt þar sem þeir reyndu að komast til Vestur-Þýzka- lands í þeim tilgangi að halda uppi áróðri og hleypa kosningunum upp. Þeir voru lokaðir inni í bráðabirgðaskýlum meðan kosning- arnar fóru fram, en verður nú aftur sleppt til föðurhúsanná. Fangar, sem ekki vilja bverfa heim, fluttir til Kommúnistar halda ólöglega eftir mönnum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NXB SEOUL, 9. sept. — Fangaskiptum í Kóreu er nú lokið, en í dag hófst nýr þáttur fangamálanna, þegar fangar, sem ekki vilja hverí'a heim, voru fluttir í tjaldborgina, sem reist hefur verið á hlutlausa beltinu milli stríðsaðila. í dag spurðist líka herstjórn S. Þ. fyrir um 3409 fanga S. Þ., sem ekki hefur verið skilað og engin grem hefur verið gerð fyrir. Heldur hún því fram, að þessum föngum sé ólöglega haldið hjá kommúnistum. JúgóSlafíu BELGRAD, 9. sept. — Kosningar til júgó-slafneska þingsins verða að líkindum háðar 22. nóvember , í haust. Seinustu kosningar þar í landi fóru fram 26. marz 1950. —Reuter-NTB. ÞEGAR lokið var fundum flokksráðs Sjálfstæðisflokksins og miðstjórnar Framsóknarflokksins í gær var það augijóst orðið að ný samsteypustjórn þessara tveggja stærstu stjórn- málaflokka þjóðarinnar myndi verða mynduð í dag eða á morgun. Hefur tekizt samkomulag milli þeirra um málefna- samning, þar sem mörkuð er stefna hinnar nýju ríkisstjórnar í stórum dráttum og í nokkrmn einstökum málum, sem megin áherzla mun verða lögð á að framkvæma. ^ÞINGFLOKKARNIR VELJA RÁÐHERRA Flokksbræðrum Adeuauers þykir hann helzfi rálríkur Deilt um embætti utanríkitráðherra Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB BONN, 9. sept. — Deilt er nú ákaft um það í flokki Adenauers, hver s-kuli hreppa sæti utanríkisráðherra. Kom þetta skýrt fram í morgun, þegar formaður þingflokks kristilegra lýðræðissinna, Heinrich von Brentano, gaf fréttamönnum í skyn, að hann mundi sjálfur fá utanríkismálin í sínar hendur. TILKYNNING FORSÆTISRÁÐHERRA í sama mund var gefin út til- kynning frá skuifstofu forsætis- ráðherra, þar sem hann segir, að úrslit kosninganna bendi tvímæla laust til þess, að fólk aðhyllist stefnu hans í utanríkismálum, og j fari Adenauer því framvegis með utanríkismálin eins og hingað til. ADENAUER ALLT í ÖLLU Ekki þykir víst, að opinberlega slái í hart milli Adenauers og von Brentanos, en kunnugir segja, að óánægja innan flokks- ins vegna rráðríkis foreætisráð- herra hafi náð hámarki. Sillurkaup í Bósslandi LUNDÚNUM, 9. Sept. — Bretar hafa keypt feiknin öll af silfri í Rússlandi, ekki hefir þó verið gefið upp, hversu miklu silfrið nemur. I Fylgir fréttinni, að þessi silfur- kaup í Rússlandi spari Bretum drjúgum dollaraútgjöldum. Reuter-NTB. í dag munu þingflokkarnir velja ráðherra í ríkisstjórn og hefur verið boðaður fundur í þingflokki Sjálfstæðismanna kl. 2. e. h. Síðari hluta dags eða á morgun mun forseti íslands veita fráfarandi ráðuneyti lausn og skipa hina nýju ríkisstjórn. Að baki hinnar nýju stjórnar munu standa 37 þingmenn, eða jafnmargir og studdu fráfarandi stjórn. Sú ríkisstjórn, sem nú tekur við er fimmta samsteypustjórnin, sem Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn standa að. Sat hin fyrsta þeirra árin 1932—1934, önnur 1939—1942, þriðja 1947— 1949 og sú fjórða frá 1950—1953. í tveimur þessara samstjórna átti Alþýðuflokkurinn einnig fulltrúa. Frekari þjóðnýtingar áæiiim hafnað DOUGLAS, 9. sept. — Vinstri armur í verklýðssambandi Bretlands fór halloka í dag á aðalfundi samtakanna, sem háður hefur verið í Douglas á eynni Mön að undanförnu. Með miklum meirihluta at- kvæða lýsti fundurinn sig and vígan nýrri og víðtækari þjóð- nýtingaráætlun Verkamanna- flokksins. BLAÐAMENN EKKI VIÐ STADDIR Yfirvöld kommúnista neituðu blaðamönnum að vera við stadd- ir, þegar fyrstu stríðsfangarnir komu til tjaldborgarinnar við Panmunjom, enda þótt í vopna- hléssamningnum séu ákvæði sem heimila þeim frjálsan aðgang. ÞEIR, SEM KOMMÚNISTAR SKILA EKKI Á fundi vopnahlésnefndar í Panmunjom í dag lögðu full- trúar S. Þ. fram orðsendingu, þar sem rætt er um fanga, sem saknað er úr haldi hjá kommúnistum. Af þeim eru 999 af Vesturlandaþjóðum, ón 2410 Suður-Kóreumenn. Kunn ugt er um, að kommúnistar hafa tekið þessa menn fanga. Skírskota fulltrúar S. Þ. til vitnisburðar sjónarvotta svo og bréfa. sem fangarnir hafa sjálfir ritað venzlamönnum. FYRSTU FANGARNIR Fyrstu stríðsfangarnir, sem komu til tjaldbúðabæjarins, voru 500 Norður-Kóreumenn, sem set- ið hafa í fangabúðum í grennd við Pusan, og 1800 Kínverjar frá Fangaey. UM 23 ÞÚS. FANGA Fyrir 18.: sépt. á að flytja um 23 þús. fanga til tjaldbúðanna, af þeim eru nálega 15 þús. Kín- verjar. Við tjaldbúðabæinn er gæzlulið Indverja, og er undir- búningi undir komu fanganna að verða lokið. Edda í gifft- ingarhieg- leiðingum SAO PAULO, Brasilíu — Dóttir Mussolinia, Edda Cianó, segist ætla að giftast aftur á þcssu ári. Næsti brúðgumi verður rússnesk- ur herforingi að hennar sögn. Edda er ekkja Cianós greifa, sem var utanríkisráðherra Ítalíu á valdadögum föður hennar. Seinna lét Mussolini drepa tengdason sinn. Hún er nú í Suður-Ameríku að heimsækja bróður sinn, sem dvelst í Buenos Aires. „Unnusti minn, scm gegnir störfum í Pól- landi, heitir Dimitri að skírnar- nafni. Ættarnefni hans held ég leyndu“. Edda var á sínum tíma svæsinn fasisti. Aðgangseyrir OSLÓ — Aðgangseyrir að kvik- myndahúsum í Osló hefir verið hækkaður um 10 af hundraði. Róðgert uð heðja bygglngn 15 snm- byggðra einbýlishúsn í houst EINS OG skýrt hefur verið frá í fréttum, hefur byggingarfélagið Benedikt & Gissur ákveðið að ráðast í byggingu á nýrri gerð sam- byggðra einbýlishúsa í Vogahverfi. — Bauð byggingarfélagið bæn- um samvinnu um úthlutun þessara húsa og hefur borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen, sýnt málinu mikinn skilning og stutt framgang þess á allan hátt. Á fundi bæjarráðs á þriðjudag var lagt fram bréf frá Fjárhagsráði þess efnis, að byggingarleyfi á 15 húsum væri veitt. Kommúnistablaðið hefur reynt að gsra mál þetta pólitískt og logið til um gang þess, eins og að venju, þegar um húsbyggingar í þágu almennings í bænum hefur verið að ræða; skýrði það m. a. frá því í s.I. mánuði, að ríkisstjórnin hefði hindrað, að hús þessi yrðu reist og er það uppspuni frá rótum, eins og nú hefur fram komið. Blaðið hefur snúið sér til Bene- dikts Sveinssonar framkvæmda- stjóra og spurt hann frétta um gang málsins; fer frásögn hans hér á eftir: í VOGAHVERFI í desembermánuði s. 1. átti ég tal við hr. borgarstjóra, Gunnar Thoroddsen, um þá hugmynd okkar að byggja 30—36 einbýlis- hús, þó þannig að t. d. 6 hús yrðu sameinuð í einni samstæðu; tók borgarstjóri þessari mála- leitan strax vel og hefur stutt hana æ síðan. í aprílmánuði s. 1. samþykkti bæjarráð að úthluta okkur landssvæði við norðan- verðan Skeiðarvog, vestan Lang- holtsvegar að stærð 1—1,4 ha. til byggingar húsanna, en þó með nánari skilyrðum, sem eðlileg eru t. d. með tilliti til þess, að við höfðum boðið bænum ráðstöfun- arrétt yfir húsunum fyrir um 185—195 þús. krónur hvert. Var þá miðað við minnst 30 hús. RÍKISSTJÓRNIN SAMÞYKKIR í símtali, sem ég átti við Fjár- hagsráð í júnímánuði s. 1. var mér tjáð, að meiri hluti ráðsins hefði samþykkt að veita okkur leyfi fyrir 15 húsum, en minni hlutinn áskilið sér rétt til að skjóta málinu fyrir ríkisstjórnina, sem og var gert. Hefur hún nú staðfest ákvörð- un Fjárhagsráðs og í bréfi dags. 2. þ. m. var okkur tjáð, að ráðið hefði ákveðið að veita okkur leyfi fyrir allt að 15 smáíbúðum, eftir að hafa fullnægt skilyrðum þeim, sem þar eru fram sett. BYRJA í HAUST Eftir undirtektum þeim, sem þetta mál okkar fékk hjá yfir- völdum hæjarins, vorum við bjartsýnir um að geta hafið fram- kvæmdir í sumar, en þrátt fyrir að svo gat ekki orðið, höfum við fullan hug á að reyna nú þegar að hefjast handa um framkvæmd ir, að svo miklu leyti, sem unnt reynist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.