Morgunblaðið - 10.09.1953, Side 10

Morgunblaðið - 10.09.1953, Side 10
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. sept 1953 10 ? p 'ac." ag- -ar^.---rgr JttL. -arr~ ! SUÐURRÍKJAFÓLKIÐ SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE Framhaldssagan 29 svona eins og til þess að sam- þykkja undrun mína. Og svo hélt hann áfram. „Og mér líkar þetta alvel prýðilega. Alveg prýðilega“. Mitty opnaði nú dyrnar og inn kom sígaunahjörðin hans hr. Doiph, gullfallega ekkjan með króana sína. — Það var alveg satt hjá Dolph að hún væri falleg, því hún var virðuleg sem drottn- ing og síð pilsin flöksuðust um fagurlega lagaða fótleggi henn- ar, og á rauðum skóm hennar voru litlar silfurbjöllur sem hringdi í um leið og hún gekk. Mitty tilkynnti að ungfrú að ungfrú Camilla biði niðri eftir því að gefa þeim að smakka á brúðkaupskökunni, og ég endur- tók ósk mína um það þau yrðu viðstödd brúðkaup mitt. „Því miður“, sagði Dolph, „en kæra litla vinkona, við eigum langa leið fyrir höndum, svo við megum til með að fara núna“. Þau fóru, og ég horfði á þau klifra upp í skrautlega vagninn, sem var bak við húsið og aka á burt, með ógurlegum skarkaia. Ég má ekki gleyma að þakka Andrési fyrir að hafa gert brúð- kaupsdaginn minn svona full- kominn, hugsaði ég með sjálfri mér. „Kæru systkini, við erum hér samankomin ....“. Núna fyrst trúði ég því, og ég vissi að ég hafði ekki trúað að þessi draumur minn myndi ræt- ast, vegna þess að ég var hrædd um að eitthvað myndi koma í veg fyrir það. Og jafnvel þegar ég stóð tilbúin í snjóhvíta brúðar- kjólnum mínum og með brúðar- slörið fyrir andlitinu fyrir fram- an þær allar, Mitty, sem brosti gegnum tárin, ungfrú Camillu sem grandskoðaði mig, og ungfrú Ad, sem brosti og kinkaði kolli, — jafnvel þá, trúði ég því ekki að þetta væri satt. Poteat kom inn og veikur óm- ur af hljómlist barst inn þegar dyrnar opnuðust, en ómurinn hvarf þegar hann lokaði dyrun- um. Hann hallaði sér upp að vegnum augnablik, virðulegur í sparifötunum, og hár hans var eins og vel fægt silfur og hann virti mig fyrir sér. „Og þessa fallegu brúði verð ég að gifta“, sagði hann, og gekk yfir til mín, kyssti mig á kinn- ina og hélt síðan áfram, „ég er stolur af þér, Jessica.“ Hann hneigði sig og rétti mér arm sinn og við gengum í áttina að dyr- unum. Ég sneri mér við og sá að tár- in streymdu niður eftir kinnum Mitty, og ég sleit mig lausa frá Poteat, hljóp til hennar og skeytti ekkert um blómin mín, heldur faðmaði Mitty að mér og sagði: „Mitty mín. Eftir einn mánuð kem ég aftur til baka. Láttu þér ekki leiðast. — Þetta verður ekki svo langt“. „Það gengur allt ein- hvernveginn“, svaraði hún. Og ég fór aftur til Poteat og fylgdi brúðarmeyjunum eftir niður stigann og ég reyndi að ganga í takt við þær. Eins og í draumi gekk ég inn ganginn að hinu tilbúna altari sem þar var allt skreytt með silkiböndum og blómum og pálmagreinum og þarna stóð presturinn og beið eftir mér. Og þá kom ég auga á Wes. Hann stóð þarna hár og spengi- legur, og þegar augu okkar mætt ust voru þau ekki kát og stríðnis- leg heldur alvarleg, og næstum áhyggjufull, að mér fannst. Poteat setti hendi mína varlega í hendi Wes, og við snerum okk- ur að prestinum og þá fannst mér allt í einu ég fá eins konar vitr- un. Wes hafði líka verið áhyggju- fullur og ekki trúað að þetta væri veruleiki. — Og ástin fyllti mig, og ég fann að allur efi hvarf úr huga mínum eins og dögg fyrir sólu. „Og með þessum hring gifti ég....“ Hinir heitu sólbrenndu' fingur hans héldu um mína köldu, og hann hafði orðin eftir prestinum. En jafnvel þó mér virtist rödd hans vera stöðug, titruðu fingur hans um leið og hann dró skín- andi gullhringinn á fingur mér. Þetta fær eins á hann og mig, hugsaði ég með sjálfri mér. „Þið eruð nú hjón Ég horfði á Wes um leið og orð in voru að gifta okkur, og með leifturhraða fór sú hugsun í gegn um huga minn að nú ætti mig ein hver, og nú væri mín þarfnast. Þá faðmaði hann mig að sér og um leið og hann þrýsti eldheit- um kossi á varir mínar, heyrði ég að hann hvíslaði, „halló, Doc“, og nú vissi ég að ég tilheyrði hon um, — tilheyrði Wes um aldur og ævi og ekkert gat framar skil- ið okkur að. ^ En hvað það var dásamlegt að vera giftur, og í staðinn fyrir orðið ég, var það núna alltaf við. — í hvert skipti sem Wes notaði þetta dásamlega orð, fannst mér sem hjarta mitt stöðvaðist af hamingju. heim á hótelið, þar sem við dvöld um, Astor hótelið, og nóttin hafði j ekki enn sigrað kvöldið, sem var dásamlegt. Wes var þolinmóður á meðan ég kíkti í búðarglugga, og er ég stoppaði fyrir framan blómabúðarglugga spurði ég: j „Heyrðu Wes. Hvað heita þessi fallegu bláleitu blóm?“ „Það eru Parma fjólur“, svar- aði hann. „Aldrei hef ég séð svona fall- egar fjólur“, sagði ég hrifin. Hann tók undir handlegg minn og leiddi mig varlega inn í búð- ina og lítiU skrítinn karl kom á móti okkur og bauð þjónustu sína. „Ég vil mjög gjarnan kaupa all ar Parma fjólurnar, sem þér eig- ið til“, sagði Wes. Skrítni karlinn lyfti augabrún- um og sagði nokkuð hikandi, „já en herra minn, við eigum mjög mikið til af þeim fjólum?“ Wes tók fram peningaveski sitt og sagði ákveðinn, „ég sagðist ætla að kaupa þær allar“, og litli maðurinn læddist skelfdur á svip inn í hliðarherbergi. „En Wes, hvers vegna ætlarðu að kaupa svona margar?“ spurði ég aumleg á svipinn. Hann svaraði mér ekki, heldur stakk höndunum í vasann og flautaði lagstúf um leið og hann gekk inn í hliðarherbergið, þar sem skrítni karlinn var í óða önn að telja fjólurnar og koma þeim fyrir í kössum. Kvöld eitt, er við vorum á leið Apófek óskar eftir aðstoðarstúlku. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu, merkt: Apótek —1953—38. CROSLEY SHELVADOR Yfirburðir CROSLEY kæliskápsins eru viðurkenndir af öllum sem til þekkja, og verðið lægra, en á mörgum tegund- um sem ekki eru sambærilegar að gæð- um. — CROSLEY kæliskápurinn fæst eingöngu hjá okkur. — Komið á með- an úr nógu er að velja. O.JoL náon (LS? ^JJaaLer L.p. Hafnarstræti 3 SIEMENS vélar SIEMENS strauvélin hefur 68 cm. tangan vals. SIEMENS strauvélinni er stjórnað með fætinum Ný sending tekin upp í dag. tœ Lia uerziunm eia- ocj raflceniaverzl Bankastræti 10 — Sími 2852 íbúð til sölu og önnur til leigu Fremur lítil íbúð á hitaveitusvæðinu er til sölu. Ibúðin er í steinhúsi og hvorki í risi eða kjallara. Er íbúðin 3 herbergi, eldhús og bað, og verður laus til íbúðar 14. maí n. k. Útborgun 140 þús. kr. og aðeins reglusöm fá- menn fjölskylda kemur til greina, þar sem seljandi á fleiri íbúðir í húsinu. Get leigt kaupanda 2ja herbergja íbúð í steinhúsi á hitaveitusvæði frá 1. okt. til 14. maí fyrir lága leigu og enga fyrirframgreiðslu. — Tilboð merkt: „Hitaveita — 52“, sendist blaðinu fyrir n. k. sunnudag. IMY VERZLUN 1 ■ Lítil vefnaðarvöruverzlun [| verður opnuð í dag, að j! ■I Freyjugötu 26, undirnafninu E ■ ■ ■ HúfuHnn mimm ENSKAR KvEN KAPuR GÓÐAR - ÓDÝRAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.