Morgunblaðið - 10.09.1953, Side 2
2
MORCUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. sept. 1953
SKAK
Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER
SIGRI Friðriks Ólafssonar á
Norðurlandaskákmótinu er fagn-
að um allt landið. Hér fer á eftir
skákin, sem Friðrik tefldi við
Svíann Karlin, sem varð annar á
skákmeistaramóti Norðurlanda
1948, og einkennist hún sem
fleiri af hinum örugga skákstíl
Friðriks og sannfærir skákmenn
enn meir um yfirburði Friðriks
yfir keppinauta sína.
í kvöld fagna skákunnendur
•sigri Friðriks með kaffisamsæti,
sem þeir halda honum í Odd-
feUow-húsinu.
HVÍTT: O. Karlin, Svíþjóð.
SVART: F. Óiafsson.
Kóngs-indversk vörn.
1. Rf3
2. d4
3. c4
4. Rc3
5. Bg5
Rf6
g6
Bg7
0—0
(Sjaldgæfur leikur í þessari
byrjun. 5. e4 er venjulega leikið
hér, en Karlin vill sýnilega forð-
ast troðnar slóðir.)
5. dG
6. Dc2 — c5
Bezta leiðin til þess að fá mót-
spil).
7. d5
(7. dxc gerir svörtum ekki
erfitt fyrir. Annars kom e3 sterk-
lega til greina).
7. e5
8. dxe frhj.
(Hvítur hyggst nota opna d-
Íínuna til þess að þrýsta á hið
veika d-peð svarts, en til þess
fær hann aldrei tækifæri. Svart-
ur verður fyrri til með sína hern-
aðaráætlun, svo hvítur verður að
snúast til varnar. í staðinn fyrir
dxe gat hvítur leikið e4, en eft-
ir 8 .... h6 9. Bd2 — Rh5 stend-
ur svartur vel).
8. Bxe6
9. e3 — Da5
10. Rd2
(Svartur hótaði 10....... Re4
svo hvítur sér sig tilneyddan að
leika riddaranum. 10. Hdl hefði
svartur svarað með Rc6! t. d. 11.
Hxd6 — Bf5 12. Da4 (ef Db 3
—Re4) DxD 13. RxD — Re4. 14.
Hdl — RxB. 15. RxR — Bc2.)
10. Rc6
11. Be2 — d5!
(Svartur hefur nú fullkom-
lega jafnað taflið 12. Bxf6 svar-
ar hann ,með Rb4 13. Db3 — Bxf6.
14. cxd5 — Rxd5 15. RxR —
BxR. 16. DxB — IId8 og vinnur
manninn aftur.)
12. 0—0 — Rb4
13. Ddl — dxc
14. Rxc4 — Da6!
15. Rd6 — c4
16. a3 — Rd3
17. Bxd3 — Dxd6
(Ekki 17......cxd3 vegna 18.
Rdb5. Nú verður b-peð hvíts aft-
ur á móti mjög veikt).
18. Be2 — Db6
19. Dc2 — Da5
20. Bf4 — Hfd8
(Stöðuyfirburðir svarts iiggja
í hinu sterka c-peði hans. Hann
liótar nú uppskiptum á riddur
um með Rd5 og þvínæst að sækja
á hið veika b-peð. Hvítur reynir
^þessvegna að létta á stöðu sinni
með uppskiptum, en athugar
ekki, að svörtum er einmitt hag-
ur í þeim).
21. Hfdl — Hac8
22. HxHý — HxII
23. Hdl? — HxHf
24. Dxli — Rd5!
25. RxR — DxR
Hvað skal nú til varnar verða!
b-peðið verður ekki varið svo
livítur reynir að bjarga sér í
biskupaendataf li).
28. Bxc4 — Bxb2
29. Bd6 — Bc6
30. f3 — Bg7
(Hótar Bf8)
31. Bf4 — Bd4t
32. Kfl — b5
33. Ba2 — Bc5
34. Bcl — a5
35. Ke2 — b4
36. axb — Bxb4
37. Kd3 — Bb5t
38. Bc4 — BxB
39. KxB — f5
40. Be3 — Kf7
í endatafli því, sem nú er kom-
ið upp, er vinningurinn fremur
auðsóttur fyrir svartan. Hann
liggur í því að koma kóngnum
aftur fyrir hvítu peðin mcð
hjálp biskupsins.
41. Bd4 — Ke6
42. Bb2 — Bd6
43. Kb5
(43. h3 er svarað með a4 —
a3 — Be5).
43. Be5!
Nauðsynlegur millileikur. Eft-
ir 43 .... Bxh2. 44. Kxa5 —
Kd 5. 45. Kb5 — Be5. 46 Bcl
á svartur erfitt um vik. Eftir 43.
Be5 er leiðin aftur á móti opín
kónginum.
44. Bcl — Bxh2
45. Kxa5 — Kd5
46. Kb5 — Kd4
47. Kc6 — Kd3
48. Kd5 — Ke2
49. 50. Kc6 g4! — Kf2
(Síðasta vonin, en svartur læt
ur ekki blekkjast. Léki svartur
nú 51. fxg — Kf3 hefði hvítur
jafnteflismöguleika eftir 52.
Kf6! — Kxg4 53. Kg7).
50.
51. g5
52. Kf6
53. Bd2
f4!
Kxf3
Kg4
f3
26. DxD
27. e4!?
BxD
Bxe4
54. Be3 — Bf4
og hvítur gafst upp.
(Friðrik Ólafsson heíur sjálfur
samið skýringarnar).
aifundur Al-
þlóSabankans
WASHINGTON, 9. sept. — í dag
hófst í Washington 8. aðalfundur
Alþjóða bankanS og Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins. Lesinn var við
fundarsetningu boðskapur frá
Eisenhower, forseta.
Forseti Alþjóða bankans, Eug-
ene Black, hélt því fram í ræðu
sinni, að Evrópuríkjum mundi
reynast örðugt að skapa jafnvægi
í utanríkisviðskiptum sínum, með
an Bandaríkin héldu við fyrir-
ferðarmiklum tollmúrum,
Fél'yerp
Slýr
SEOUL, 9. sept. — Fanga
þeirra, sem ekki óska að
hverfa heim, gæta menn frá
ýmsum hlutlausum ríkjum,
þar á meðal Póllandi. Liðsfor-
ingi úr pólsku gæzlunefndinni
hefur leitað hælis hjá banda-
rískri sendinefnd í Seoul. —
Hljópst hann á brott frá komm
únistum í þann mund, sem
vélfluga hans á leið til Norð-
ur-Kóreu var að hefja sig íil
flugs.
Pólvcrjinn er 28 ára gamail
og hefur starfað hjá verzlun-
arfyrirtæki í Lodz. Kvaíist
hann ekki hafa verið í komm-
únisiaflokknum. Var hann nú
túikur í hiutlausu nefndinni,
sem í eiga fulltrúar Póllands,
Sviss, Svíþjóðar, Tékkó-SIó-
vakíu og Indland.
~ Reuter-NTB.
Srúnkol í vara-
stö
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn, var borgar-
ritara og rafmagnsstjóra falið að
gera drög að samningi við Kol
h.f. um kaup á brúnkolum frá
Skagaströnd til brennslú í vara-
stöðinni við Elliðaár. Hefur mál
þetta verið alllengi i undirbún-
ingi.
Árleg notkun stöðvarinnar
væru 5000—6000 tonn, en með
því að írafossstöðin mun bráð-
lega verða tekin i notkun, mun
notkun stöðvarinnar til fram-
leiðslu á raforku verða hvérf-
andi a.m.k. fyrst um sinn, en
gæti orðið r.okkur vegna hita-
veitunnar, til að snerpa á vatn-
inu frá Reykjum.
Rafmagnsveitan mun semja
um kaup á 2000—3000 tonnum af
brúnkolum og verða þau unnin
á árinu 1954—1955.
Áyætt mót SUS á Akranesi
k fjórða hundrað manns séffu méfið
HIÐ ÁRLEGA haustmót Sam-’
bands ungra Sjálfstæðismanna
fyrir félögin á suðvesturlandi,
var í þetta sinn haldið á Akra-
nesi um síðustu helgi.
Mótið var haldið í hinu glæsi-
lega húsi Sjálfstæðisfélaganna á
| Akranesi og hófst kl. 9 síðdegis
s. 1. sunnudagskvöld. Ungir
Sjálfstæðismenn á Akranesi
höfðu annast undirbúning móts-
| ins og var hann allur hinn prýði-
legasti. j
MIKILL SOKNARIIUGUR
Mótinu stjórnaði Árni Grétar
Finnsson frá Akranesi og flutti (
hann stutt ávarp við setningu,
mótsins. Síðan fluttu ávörp
Vafnsbíll í úrhellisngnlnp
Fyrir nokkru kom slík úrhellisrigning í Rómaborg, að hið fræga
Popolo torg varð sem stöðuvatn. Myndin sýnir nokkra borgarbúa
skemmta sér við að horfa á einkenniiegan aíburð í öllum flóðunum.
Vatnsbíll varð fastur á torginu og sést hér þar sem lögreglujeppi
er að draga hann á þurrt land.
Eiður Sigurióusson
hreppstjóri sextugur
AUSTAN vatna í Skagafirði er
fagnað afmæli í dag.
Bóndinn á Skálá í Sléttuhlíð,
Eiður Sigurjónsson, hreppstjóri,
er sextugur.
Eiður á Skálá er ekki aðeins
höfðingi í sinni sveit, heldur
máttarstólpi hinn mesti í hví-
vetna, hjálpsamur við sveitunga,
forsjá í hreppsmálum og héraðs-
málum svo að trúnaðarstörf hans
eru ótalin.
Eiður er fæddur að Þorleifs-
stöðum í Blönduhlíð, sonur hjón-
anna Sigurjónu Magnúsdóttur og
Sigurjóns Óslands, og ólst hann
upp hjá foreldrum sínum að Ós-
landi í Óslandshlíð, en bar
bjuggu þau lengi rausnar- og
myndarbúi.
Eiður útskrifaðist frá Hóla-
skóla. Árið 1918 gekk hann að
eiga Veroniku Franzdóttur frá
Skálá, hafa þau hjón búið þar
ágætu búi á rausnarheimili.
Eiður hefir verið barnakenn-
ari, oddviti, hreppstjóri, sýslu-
nefndarmaður, meðstjórnandi
Kaupfélags Austur-Skagfirðinga
og yfir höfuð . að tala í einu og
öllu trúnaðarmaður, traust og
hald sinna samtíðarmanna.
Eiði er ekki öllum lýst mcð
þessu, en -það gefur til kynna,
hvern mann hann hefir að
geyma.
Síðast en ekki sízt er Eiður
rammur Sjálfstæðismaður, sem
ætíð hefir lifað sinu lífi í sam-
ræmi við lífsskoðanir sjálfstæo-
isstefnunnar, verið hreinn og
beinn og drenglundaður og
treyst á manngildi og atorku-
semi einstaklinganna.
Hann er sómi bændastéttar og
manndómsmanna. Á þessum heið
ursdegi Eiðs Sigurjónssonar
vildi ég mega sameinast þeim
mörgu, sem stefna munu heilla-
óskum og vinakveðjum heim að
Skálá.
Jóhann Hafstein.
Magnús Jónsson form. SUS,
Matthías Mathiesen, form. FUS
Stefnis í Hafnarfirði, Eyvindur
Ásmundsson, form. FUS í Mýra-
sýslu, Gunnar Sigurðsson, form.
Héraðssambands ungra Sjálf-
stæðismanna í Árnessýslu og Val
garð Briem, varaform. Heim-
dallar.
Allir ræðumenn lögðu áherzlu
á mikilvægi þess, að allur frjáls-
huga æskulýður skipaði sér und-
ir merki Sjálfstæðisflokksins til
baráttu fyrir frelsi og rfamför-
um í þjóðfélaginu og bentu á
það, að unga fólkið yrði sjálft að
vísa veginn til hagsældar og
góðra lífskjara. Var ræðumönn-
um öllum mjög fagnað.
Hópur ungra Sjálfstæðismanna
úr Vestmannaeyjum hafði á-
formað að sækja mótið, en vegna
óhagstæðs veðurs gat ekki úr
því orðið. Sendu þeir mótinu
kveðju sína. Einnig barst kve'ðja
frá ungum Sjálfstæðismönnum
á Akureyri.
Að ræðuhöldum loknurrs
skemmtu þeir listamennirnir
Brynjólfur Jóhannesson, Ketill
Jensson og Fritz Weisshappel og
var þeim óspart klappað lof í
lófa. — Síðan var dansað til
kl. 2.
FJÖLSÓTT MÓT
Þrátt fyrir óhagstætt veður
var hinn stóri samkomusalur þétt
skipaður og voru mótsgestir á
fjórða hundrað. Heimdellingar
og Stefnisfélagar efndu til hóp-
ferðar á mótið og einnig I:omu
fulltrúar frá ungum Sjálfstæðis-
mönnum í Árnessýslu, auk ungra
Sjálfstæðismanna úr Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu og Akranesi.
Mótið var í alla staði hið á-
nægjulegasta og hafa mót sem
þessi mikla þýðingu til þess að
au]f:a kynningu ungs fólks úr
ýmsum héröðum, sem saman
starfa að sömu hugsjónum.
GLÆSILEGT IIÚS
Flin glæsilegu húsakynni áttu
sinn þátt í að gefa mótinu á-
nægulegan blæ. Sjálfstæoismenn
á Akranesi hafa lyft Grettistaki
með því að koma upp samkomu-
stað þessum og gistihúsi, sem
stendun fyllilega jafnfæíis því
bezta, sem til* er í höfuðborg-
inni. Er það mikið menningar-
atriði fyrir hvern bæ að eiga
slíkt hús, en það þarf framtak og
áræði til að koma því upp.
Allar veitingar og aðbúnaður
í hótelinu er með ágætum og
rækir forstjórinn. Ingimar Sig-
urðsson, starf sitt af miklum
áhuga og samvizkusemi og legg-
ur mikið lcapp á að hafa menn-
ingarbrag á öllum samkomum,
sem þar eru haldnar.
Kísiverjar skjéla
á brezkt skip
IIONGKONG, 9. sept. — Sex
manns létu lífið, þegay kín-
verskur bátur hóf skoíhríð á
stórbát úr brezka flotanum.
Kínvetgki báturinn er eign
kommúnista.
Brezki báturinn var við eft-
irlitsstörf á Perluelfi, 25 km
suðvestan Hongkong.
— Reuter-NTB.
Þremur öriperjym
LUNDÚNUM, 9. sept. — Ung-
versk fréttastofa skýrði frá því
í kvöld, að 3 Ungverjar hefðu
verið teknir af lífi vegna njósna,
manndráps og árása á ungversku
landamæralögregluna.
Það fylgdi fréttinni, að einrn
þremenninga hafi vérið flúinn úr
landi, en snúið heim til að korna
á laggirnar njósnastarfsemi.
— Reuter-NTB.