Morgunblaðið - 10.09.1953, Side 7

Morgunblaðið - 10.09.1953, Side 7
Fimmtudagur 10. sept 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 ! Snorri Sigfússon: Samvinna heimiEa og shóli Marhaba hrópaði Ibn Saud, er hann bauð Nagíb velkominn. Ibn var góður vinur Farúks hins feita. Nú hefur hann gerzt vinur Nagíbs. ; Nagíb í pílagrimsgötigu til hinnar heilögu Mekku Talar við Ibn Saud Arabakonung í leiðinni BANDARÍSKA vikuritið Time skýrir frá því að Mohammed Nagíb forseti Egyptalands hafi farið í pílagrímsferð til Mekka, hinnar helgu borgar múhameðstrúarmanna. Blaðið segir frá því á þessa leið: FYRIRHAFNARMIKIL. TRÚARBRÖGÐ Það er erfitt að vera góður múhameðstrúarmaður, — og flestir íbúar arabalandanna eru hreintrúaðir. — Hreintrúuðum manni ber að snúa sér fimm sinnum á dag í áttína til Mekka og biðjast fyrir, og áður en hann biðst fyrir verður hann að lauga andlit, hendur, fætur, eyru og nef þrisvar sinnum. Hann verður að minnsta kosti einu sinni í líf- inu að fara í pílagrímsferð til Mekka. í hinni heilögu borg safn- ast fátækir og ríkir saman í þétt- um mannþyrpingum í steikjandi sólarhita. PÍLAGRÍMSFÖR MEÐ FLUGVÉL í ár fór Mohammeð Nagíb for- seti Egyptalands í annað sinn á ævinni í pílagrímsför til Mekka. Hann fór flugleiðis frá Kairo við 75. mann. í Jidda á strönd Ara- bíu tóku á móti honum Saud krónprins Arabíu og 11 emírar, sem allir eru synir gamla Ibn Sauds Arabíukonungs. Framh. af bls. 7. ... IÞROTTIR ... Bréf: Um leik Vals og Akraness ÚTAF ummælum íþróttafréttarit ara í heiðruðu blaðí yðar 8. sept. á þá leið, að leikmenn Vals hafi sýnt skort á íþróttamannlegri framkomu í kappleiknum við í. A. s.l. sunnudag og gerir hann samanburð á 2. marki Vals og 3. marki I. A., er rétt að benda á, að aldrei var neinn vafi á því, að 2. mark Vals væri löglega skorað. Aftur á móti töldu leikmenn Vals að 3. mark Í.A. heíði orðið til fyrir bilun á markneti er knött- urinn lenti ofan við þverslá og því ólöglegt, en auk þess veifaði línuvörður út af rangstöðu, sem einnig hefði leitt til að markið gat orðið ógilt. Var því alls ekki um sambærileg atvik að ræða. Vegna þessa var eðlilegt, að leik- menn Vals óskuðu eítir leiðrétt- ingu og málavextir yrðu athug- aðir nánar. Leikmenn Vals sýndu við þetta sjaldgæfa fyrirbrigði í íslandsmóti mikla stiilingu og væri æskilegt að aldrei heíði sést meiri skortur á sjálfstjórn, en Valsmenn sýndu þa, því hér var um að ræða úrslitaleik íslands- móts og smærri atvik en þessi hafa komið monnum úr jafnvægi. BK + J.B. * Þetta hógværa bréf Valsmanna, BK og J. B. gefur tilefni til ör- stuttra athugasemda. 1. Það var ekki gerður saman- burður á 2. marki Vals og 3. marki ÍA. Þetta held ég. að allir geti séð, ef þeir vilja skilja grein mína rétt, því sagt er um mark Vals: „ ... og knötturinn smaug undir þver- slána“. Slíkt er ekki fullyrt um mark Akraness. Hins veg- ar hugðist ég gera samanburð á því hvernig óheppninni var tekið. Því að i báðum tilfell- unum má segja að um óheppni sé að ræða, því markmenn eiga að geta varið bogaskot hvort sem þau koma af 30—40 m færi eða 50—60 m færi. En þó er það hlutur sem margir beztu markmenn heims hafa flaskað á, — og eru ekki ásak- aðir fyrir. Meiningu þá er ég lagði í orðin „ekki íþróttamannslegt“ virðast þeir hafa misskilið. Þetta átti ekki að vera lýsing á einhverjum fólskubrögðum, sem Valsmenn hefðu gripíð til, heldur góðlátleg áminn- ing — jafnt til Valsmanna sem annarra liða er sama óheppni hendir. Þá má ef til vill segja að Valsmenn hafi sýnt „mikla stillingu". Það fer hvort sem er ekki svo mikið fyrir still- ingu og íþróttaanda í fari iþróttamanna nú á dögum. — En Valsmenn hafa svo oft verið öðrum til fyrirmyndar, að þeir hefðu ekki átt að „deila“ við dómarann og þrjózkast við að Kefja leik á venjulegan hátt. Það var það sem orðin áttu að nlerkja. A. St. SNEMMA í maí s.l. barst mér ósk um það, að ég segði nokk- uð frá fyrirkomulagi á svo nefnd- um foreldrafundum á Akureyri á skólastjóraárum mínum þar. Þótt ég raunar efist um, að svar mitt kunni að hafa mikið gildi, vil ég þó gjarnan verða við þess- um tilmælum. Hins vegar þótti mér maímánuður ekki heppilegur tími til slíkra umræðna, þar sem skólaári var að ljúka, og hefi ég því dreeið að svara þessu þar til nú. En mér sýnist heppilegra að umræðusviðið sé ögn víkkað, og verður þetta því ofurlítið al- mennt rabb um samvinnu heim- ila og skóla, séð frá mínum bæj- ardyrum og samkvæmt minni reynslu. MIKILVÆG NAUÐSYN Á síðari árum er mikið ritað og rætt um samvinnu heimila og skóla. Eru þær raddir hvaða-1 næva, og ekki síður foreldra en kennara. Menn finna það glöggt, I að þetta er nauðsyn sem kallar. Og það er gott, því mikið er í húfi að hinni uppvaxandi kyn- j slóð verði gott af því mikla starfi, j hinni miklu orku og miklu f jár- j munum, sem á fórnaraltarið er; lagt, hennar vegna, og ætlast er ^ til að efli vitsmunalegan þroska hennar, drengskap og manndáð, j og magni hana að siðferðilegum styrk. Og menn þykjast sjá og skilja þá mikilvægu nauðsyn | og eðlilegu, að þeir aðilar, sem mest afskipti hafa af ungviðinu, | heimilin og skólarnir, hafi með sér nokkurt samstarf, sem greiddi fyrir skilningi og góðvild á báða bóga. Segja má að þrjár leiðir séu einkum tiltækar til þess að efla samstarf heimila og skóla. KENNARINN HEIMSÆKIR HEIMILIN Hin fyrsta, og vafalaust sú æskilegasta, er að kennarinn komi á heimilin og kynnist þeim á þann hátt. Þetta hafa margir kennarar jafnan gert og gera enn. Og það mun sannmæli allra þeirra, ætla ég, að slík fyrirhöfn borgi sig. En sá haíngur er á þessu, að fyrst og fremst er kenn- urum misjafnlega ljúft að sinna þessum heimsóknum, og þá mis- jafnlega til þess kjörnir, og svo einnig það, að fjöldi heimilanna í þéttbýlinu veldur að sjálfsögðu allmiklum erfiðleikum. Þó álít ég, að kennarar, einnig í erfið- leikum fjölbýlisins, því að strjál- býlið á sannarlega líka til erfið- leika í þessum efnum, ættu að gera meira að þessum heimsókn- um en þeir gera nú. Það getur engin frágangssök talist fyrir kennara að sækja heim 30—40 heimili á 8—9 mánuðum. FORELDRAFUNDIR Næstu leiðina mætti nefna þá, að stofna til fundahalds með for- eldrum barnanna, svo nefndra foreldrafunda. Með slíku verður að vísu varla náð þeim persónu- legu tengslum, sem heimsóknir kennara geta skapað, en þar er samt skapaður vettvangur til við- ræðna. Þar túlkar skólinn starf sitt og sjónarmið, og þar leita foreldrar frétta, gera fyrirspurnir og gefa bendingar, og þar gefst báðum tækifæri til þeirrar gagn- rýni, sem stundum er nauðsyn- leg. En fundir þessir þurfa að vera vel undirbúnir, og ekki of viðfeðmir, ef vel á að fara. En gallinn er vitanlega sá, að slíka fundi má állt af búast við að þeir sæki sízt, sem helzt þyrftu þess. Hins vegar má segja, að ef vel tekst og þeir, sem fundina sækja fara þaðan ánægðir, þá hljþti sá hringur að stækka og styrkjast, sem myndar eins konar skólagarð um skólann og greiðir starfi hans vel til farsældar þeim, sem þess eiga að njóta. Og það er höfuð- atriðið. Þriðja leiðin, sem nefna mætti í þessu sambandi er sú, að skólinn gefi út blað, sem sent er inn í heimilin. Þar væru ritaðar fræð- andi og vekjandi greinar um mál- efni uppeldisins í heimilum og skólum, rætt um samvinnu þess- ara aðila, skýrðir starfshættir skólans, rætt námsefnið, kennslu- hættir, skólareglur og fl. Og að sjálfsögðu ættu foreldrar einnig að rita í blaðið um sitt viðhorf og viðskipti við skólann, gera fyrir- spurnir og leita eftir skýringum á starfsháttum o. s. frv. Slíkt blað mætti eigi koma sjaldnar út en mánaðarlega meðan skóli starfar. SKÓLASETNING — OG SLIT, HÁTÍÐARSTUND Þótt hér sé aðeins vikið að þess- um þremur leiðum, sem að fram- an getur, eru sjálfsagt fleiri til, t. d. stofnun foreldrafélaga o. fl. Hér mætti og einnig til nefna það, að gera setningu skóla á haustin og slit á vorin að hátíð- legum athöfnum, sem foreldrar löðuðust að. Ræða um væntanlegt starf og fyrirkomulag á haustin, og gera yfirlit um reynsluna á vorin. Stórir skólar gætu tak- markað barnafjöldann, sem mætti þar, við t. d. einn árgang, — á haustin við yngri hóp, á vorin við hin elztu. Líka mætti setja skóla og slíta í kirkju eða öðru samkomuhúsi, ef það reynd- ist heppilegra, miðað við það að sem allra flestir foreldrar gætu mætt. Það er og börnum hollt að finna alvöru og hátíðablæ slíkra augnablika. Það gæti glætt virðingu þeirra og traust á skól- anum. En mikilsverðast er, að skilningsrík góðvild ríki í sam- starfi skólans við heimili barns- ins, og því má einskis láta ófreist- að til að ná því marki. Og þess vegna þarf helzt að fara allár þessir leiðir, .sem nefndar hafa verið hér að framan. REYNSLA OKKAR Á AKUREYRI Ef ég mætti svo nefna eitt- hvað um reynslu okkar á Akur- eyri í þessum efnum, svo sem til var mælzt, þá skal það strax sagt, alls ekki tilgangi sínum. Sviðið var of stórt. Breyttum við þá tiL og héldum fund með foreldrum hvers aldursflokks sér, þannig, aS foreldrar, sem áttu börn í 1. bekk komu saman sér á fund, þeir sem áttu börn í 2. bekk sér. o. s. frv. Þannig voru 6—7 fundir haldnir í röð hvern daginn eítir annan, en stundum liðu nokkrir dagar á milli. FORELDRAFUNDIR Fyrirkomulag þessara funda var þannig, að fyrst flutti skólastjór- inn inngangserindi um eitthveit uppeldislegt efni, Næst ræddu kennarar aldursflokksins stutt- lega um námsefni barnanna, greindu frá sínum starfsháttum. og óskum í sambandi við heima- nám barnanna, skólareglum o. flí, sem þeir töldu foreldrunum nauð synlegt að fá að vita um. Og þá tóku foreldrar til máls og greindu frá því, sem þeim Já helzt á hjarta í sambandi vié skólann og börnin, og gerðu þá einatt fyrirspurnir um eitt Og annað, sem skólastjóri eða kenn- arar svöruðu. Að þeim umræð- um loknum, sleit skólastjóri funtl inum með ræðu, og gat þess viif fundargesti, að nú yrðu kenn- arar hver í sinni stofu til viðtate, og þar gætu foreldrar, sem vildi» ræða við kennara síns barns, hitt hann. Komst þannig á persónw- legt samband milli kennarans ogr annars hvors foreldris harnsins eða beggja, er öllum líkaði vel. Þessir fundir fóru jafnan fram með virðulegu og vinsamlegvt sniði, og tel ég að þeir haíi gert mikið gagn, og alveg sér- staklega á hernámsárunum, þeg- ar margskonar hættur ógnuðu ungviðinu og auga þurfti að hafa á hverjum fingri. Ég mæti því eindregið með slíkum fundum, en tel þá miklu líklegri til ár- angurs ef sviðið er takmarkað, t. d. við aldursflokk í stórum skólum, eða jafnvel minna en. það. Fjölritað blað, Boðberann, gáf- um við einnig út í mörg ár, 2 —5 blöð á vetri, og var blaðið | sent ókeypis inn á heimilin. —- Fyrir 12 árum tók svo kennara- félag Eyjafjarðar að gefa út mánaðarritið, Heimili og skóli, og leysti það að nokkru Boðber- ann af hólmi. Hefir þetta mánað- arrit um uppeldismál fengið góða dóma, og leyfi ég mér hér með að vekja athygli foreldra á því, Það má panta hjá Árna Björns- syni kennara á Akureyri. Hér skal þá staðar numið. Ég hefi í fáum orðum svarað til- mælum þeim, er ég gat um i upp- hafi. Og enn vil ég undirstrika það, að ég tel skóla því aðeins koma að því uppeldislega gagni, sem æskilegt má telja og vænst er, að hollur og vinsamlegur and- blær móti þar stefnur og störf, og að hann sé í sem allra vin- samlegustum tengslum við heira- ilin. Snorri Sigfússon. að við reyndum allar þessar leið- ir. Bæði ég og flestir kennararnir heimsóttum fjölda heimila á | hverju ári, eins og margir kenn- arar hafa jafnan gert og gera. Jafnframt stofnuðum við til for- , eldrafunda. Fyrst voru þeir fundir haldnir fyrir takmarkaða hópa, máske aðeins snertandi eina bekkjardeild, þegar þurfti að útskýra eitt og annað, sem gert var eða byrjað á. Þá var j boðið til fundar með öllum for- eldrum, sem börn áttu í skól- anum. En þótt þeir fundir væru stundum all fjölmennir, fundum við þó bráðlega að þeir náðu Iðjtflsusir hundar greiðí aukaskatt VÍNARBORG — Eigendur „iðju- lausra“ hunda í Tékkó-Slóvakíu eiga héðan í frá að greiða af þeim nálega 900 Króna skatt ár- lega að sögn tékkneska blaðsina Lidova Demokracie. Þessi upphæð gildir í stórborg-, unum Prag, Brnö og Bratislava. Fyrir ,,starfandi“ hunda, eins og varðhunda, veiðihunda, fjár- hunda o. þ. 1. er yfirleitt ekki greiddur nema 100—200 króna skattur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.