Morgunblaðið - 18.09.1953, Blaðsíða 12
12
MORGUISBLAÐIÐ
Föstudagur 18. spet. 1953
Aknreyrarbréf
Framh. af bls. 7.
margir héraðsfundir byggt sín-
ar tillögur og nú síðast fundur
sveitarstiórnarmanna í Eyja-
fjarðarsýslUj sem haldinn var hér
á Akureyri 4. þ. m.
EYJAFJÖRÐUR MIKIÐ
LANDBÚNAÐARHÉRAÐ
Allt til þessa tíma, að hinar
nýju, stóru virkjanir komast í
not, hefir verið tómt mál að tala
um lagningu rafmagns um sveit-
ir landsins, svo að nokkru nemi.
Búist er við að rafmagninu frá
hinni nýju aflstöð við Sog, sé
þegar að mestu ráðstafað með hin
um miklu mannvirkjum, sem ver
ið er að reisa við Reykjavík. Aft-
ur á móti má gera ráð fyrir, að
aflstöðin við Laxá hafi rafmagn
aflögu, þegar búið er að full-
nægja þörf Akureyrarbæjar.
Einmitt af þessum sökum er nú
lagt mikið kapp á að fá lagðar
háspennulínur um Ihinar þétt-
byggðari sveitir Norðanlands. —
Ofarlega, eða efst á blaði, verður
Eyjafjarðarsýsla. í tillögum hinna
40 sveitarstjórnarmanna eru
færð að þessu gild rök. Þar segir
svo:
1. Fundurinn telur raforkuþörf
sveitanna svo brýna og aðkall-
andi, að eigi verði hér eftir unað
svo smátækum fjárframlögum til
héraðsrafveitna ríkisins, sem hafa
verið á síðustu árum, þar sem
næg afgangsorka verður til miðl-
unar frá Sogs- Og Laxárvirkjun-
um á þessu hausti. Skorar fund-
urinn því fastlega á ríkisstjórn
Og Alþingi, er næst kemur sam-
an, að hækka verulega fjárveit-
ingu til héraðsrafveitna ríkisins
Og taka lán er með þarf, til þess
að hægt verði á næstu 3—5 ár-
um að leiða rafmagn um hérað-
ið.
2. Fundurinn bendir stjórn
raförkumála á, að Eyjafjarðar-
sýsla er eitt af mestu landbúnað-
ar framleiðsluhéruðum landsins
og þéttbýli þar mikið skv. 29. gr.
raforkulaga frá 1946 ber að láta
þær framkvæmdir, sem betur
bera sig fjárhagslega, með öðrum
orðum, þéttbýlli sveitirnar, sitja
fyrir þeim strjálbýlli. — Nú er
það staðreynd, að í Eyjafirði hafa
aðeins tveir bæir fengið rafmagn
frá rafmagnsveitum ríkisins
(Skjaldarvík og Möðruvellir í
Hörgárdal).
Fundurinn gerir því skilyrðis-
lausa kröfu til þess, að á næsta
sumri verði haldið áfram, næstu
3—5 ár, að leiða rafmagn um
héraðið, unz því er lokið.
3. Fundurinn skorar á þing-
menn kjördæmisins að fylgja
fast fram 3ja—5 ára áætlun raf-
lagna samkv. I. tillögu fundarins
og ályktun rafveitunefndar sýsl-
unnar, er hún samþykkti á fundi
sínum 13. nóv. 1952, er send var
landbúnaðarráðherra, raforku-
málastjóra Og þingmönnum Ey-
firðinga og Akureyrarkaupstaðar
með bréfi dags. 21. s. m.
Þá ályktun fundarins að brýn
nauðsyn sé, að hreppsnefndirnar
haldi fund í haust, hver í sínum
hreppi til undirbúnings þessu
máli. Skal á fundum þessum
kjósa einn mann úr hverjum
hreppi sýslunnar er starfi að
framkvæmd raforkumála í hérað
inu — í samráði Og samvinnu
við raforkunefnd sýslunnar.
Tillögur þessar hlutu einróma
samþykki allra fundarmanna.
10 ÁRA FLUTNINGA-
FYRIRTÆKI
Um þessar mundir hefir fyrir-
tæki þeirra Hallgilsstaðabræðra
Péturs og Valdemars Jónssona,
sem annast hefir vöruflutninga
milli Reykjavíkur og Akureyrar,
starfað í 10 ár. Þetta ár var
einnig að öðru leyti merkilegt
í starfssögu félagsins, en það
fékk nú nýlega úthlutað öðrum
bílnum í röðinni er hið opinbera
lætur þeim í té til starfsemi sinn-
ar. Alla hina bílana hefir það orð-
ið að kaupa hér og þar á upp-
sprengdu verði. Áður en þeir
bræður hófu starfsemi sína,
höfðu verið gerðar nokkrar til-
raunir til þess að halda uppi
reglubundnum ferðum milli Suð-
ur- og Norðurlandsins með vöru-
flutninga, en af ýmsum orsök-
um lagst niður. Hínn nýji flutn-
ingavagn þeirra bræðra er einn
hinn stærsti og voldugasti, sem
hér hefir sézt á götum bæjarins,
og mun nú vera breiðasta farar-
tækið, sem ekið er milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur, eða 2,37 m.
Ég óska þeim bræðrum til
hamingju með nýja vagninn og
félagsskap þeirra gæfu og gengis
á næstu áratugum og megi það
hér eftir sem hingað til veita
góðan og greiðan beina þeim er
i þurfa að koma pjönkum sínum
j milli landshluta.
Vignir.
Daði Skúlason
frá Dönissföðum
f DAG er til grafar borinn í
heimagrafreit vestur á Dönu-
stöðum í Dalasýslu, sonur hjón-
anna þar, Daði Skúlason, sem
lézt af slysförum í Noregi í s.l.
mánuði. Hann var maður sem
mannskaði var að. Ungur vakti
hann athygli í Flensborgarsköla
sem gáfaður og viljasterkur nem-
andi, sem allir töldu víst að ætti
glæsiiega framtíð. Sú framtíð
virtist vera tryggð, er hann á
þessu ári var að ljúka búnaðar-
námi í Noregi, og hugðist koma
heim til ættlands síns þar sem
svo mörg verkefni biðu hans. En
þá barst heim fregnin um að
hann sé látinn af völdum um-
ferðaslyss í Osló. Og sannarlega
snertir það hvern og einn sem
' til þekkir, þegar dauðinn kemur
! jafn óvænt, miskunnarlaust og
' óeðlilega.
Kynni okkar Daða voru lítil en
góð. Hann var einn þeirra manna,
sem sameinuðu dugnað og mann-
göfgi. Hann gat sjálfur haldið
sína braut að því marki sem hann
hafði sett sér, og þó átt samleið
með næsta manni, viðurkennt
sjónarmið hans og skoðanir,
og siðasteinkenndi skaphöfn hans
höfði eða ekki. En það sem fyrst
og síðast einkendi skaphöfn hans
og framkomu, var hin glaðværa
Ijúfmennska og góðvild. Og
þannig mun hans minnzt og sakn
að af öllum sem honum kynntust.
Helgi Kristinsson.
areöfiluuppskera
Framh. af bls. 1. , poka og annað úr sýktum görð-
í sumar 29 ár síðan bærinn byrj-
aði að leigja út lönd til garðrækt-
ar. — Einkum er það hin góða
tíð, sem þakka ber, en einnig að
á síðasta ári stækkuðu leigugarð
ar Reykjavíkur um rúmlega 20
hektara, svo matjurtagarðrækt
hefur aldrei verið meiri. Þá hef
ur fólk vandað mjög til vals á
útsæði, meiri kostgæfni er sýnd
við ræktunina. Innan um er þó
ViS! hefja firæður
BONN, 16. sept.:
Adenauer
Hvað gera Rússar!
NEW YORK, 17. sept. — Banda-
ríski utanríkisráðherrann sagði í
ræðu, sem hann hélt í allsherjar-
þingi S. þ. í dag, að Bandaríkin
væru fús til að reyna að setja
niður viðsjár í heiminum. Til að^
sú viðleitni mætti bera árangur
hélt ræðumaður því fram, að
gagnaðilinn yrði að taka í út-
rétta hönd til sátta.
Reuter-NTB
í sólskininu hitnaði henni við
að taka upp.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
fólk sem mistekizt hefur garð-
ræktin og liggja til þess ýmsar
orsakir, óheppni, vankunnátta og
almennt þekkingarleysi á garð-
rækt. En þessir menn læra það,
að garðrækt er nostursamt starf,
ef það á að borga sig, sagði Malm-
quist.
SÝKIN f GÖRÐUNUM
Með því að garðlönd leigugarð-
anna eru nú úðuð tvisvar yfir
sumarið með varnarlyfjum gegn
kartöflumyglu, hefur tekizt að
verja garðana fyrir þessari sýki.
Það var því reiðarslag fyrir garð-
eigendur, er fregnin um kartöflu
hnúðorminn barst. En ef stráng-
asta hreinlætis er gætt og fólk
fer í einu og öllu eftir þeim fyrir-
mælum og leiðbeiningum sem
gefin verða til varnaðar, þá mun
takast að tefja mjög frekari út-
breiðslu sýkinnar, eða jafnvel
hefta gjörsamlega.
1000 SÝNISIIORN
Ræktunarráðunautur skýrði
svo frá að í görðum Reykvíkinga
hefðu vefið tekin nær 1000 sýnis-
horn, og hefði komið í Ijós 24
sýkt tilfelli. Eru Aldamóta- og
Gróðrarstöðvargarðar taldir sem
eitt sýkt svæði. — í öðrum leigu
görðum hefur kartöfluhnúðorms
ins ekki orðið vart.
Rétt er að hvetja fólk til að
forðast að nota verkfæri, útsæði,
um, í ósýktum. Innan skamms
munu almenningi verða birtar '
nýjar reglur og varúðarráðstaf- 1
anir þessu varðandi, eða strax
og frekari rannsókn hefur verið
lokið á útbreiðslu kartöfluhnúð-
ormsins.
MIKIÐ BÚSÍLAG
Árlega hafa leigugarðlöndin
stækkað. Eru þau nú sem fyrr
segir rumlega 140 hektarar alls,
og hafa þau stækkað úr að vera
rúmlega 70 hektarar á árinu 1948.
Aldrei hafa löndin stækkað eins
mikið í einu og fyrra ár og á
yfirstandandi ári. Garðræktendur
hér í bæ, sem eru því nær ein-
göngu heimilisfeður, eru nú 3200
talsins. Miðað við áætlaða upp- J
skeru munu koma í hlut hvers
garðleigjanda allt að 12 og hálf ;
tunna og er það ómetanlegt bús- |
ílag fyrir þann mikla fjölda reyk- (
vískra heimila, sem nýtur upp-
skerunnar í igarðlöndunum, auk
þess sem margir rækta ýmiskon-
ar grænmeti einnig.
hefur sent Bidault utanríkisráð-
herra Frakka bréf þess efnis, að
nú sé kominn tími til að stjórnir
Frakklands og Þýzkalands hefji
aftur \iiðræður um mál þau, sem
enn eru óútkljáð milli ríkjanna.
— Ekki er búizt við, að Saar-
deilan verði þó meðal þeirra
mála, sem um verður rætt.
— NTB-Reuter.
Vetrarstarfsemi
Bridgefélags Hafnar-
fjarðar að hefjas!
HAFNARFIRÐI — Aðalfundur
Bridgefélags Hafnarfjarðar var
haldinn í Alþýðuhúsinu s.l. mið-
vikudagskvöld. Fráfarandi for-
maður gaf yfirlit um starfsemi
félagsins á s.l. ári ,en að því búnu
var gengið til stjórnarkjörs.
Eysteinn Einarsson var kosinn
formaður, en með honum í stjórn
inni eru þeir Hörður Þórarinsson,
Reynir Eyjólfsson, Einar Guðna-
son og Ólafur Guðmundsson.
í félaginu eru nú um 50 menn
, og er mikill áhugi ríkjandi hjá
j félagsmönnum. Eins og undan-
| farna vetur verða væntanlega
háðar keppnir við utahbæjar-
menn, en enn þá hefur ekkert
verið ákveðið í þeim efnum.
í vetur verða spilaæfingar á
þriðjudagskvöldum kl. 20,00 og á
föstudögum þegar við verður
komið. —G.
Ijðraargolfíeiks-
meisfari
golfleik
til lauk
er
s.l.
KEPPNI þeirri í
Tjarnargolfið efndi
miðvikudag.
Leikmenn voru nær 20 en hlut
skarpastir urðu Adolf Karlsson,
verzlunarmaður, Snorrabraut 77,
en hann fór gegnum allar braut-
irnar með 39 höggum. Næstur
var Ármann Rögnvaldsson frá
Dæli í Svarfaðardal með 42 högg
| og þriðji Reimar Sigurðsson,
Njálsgötu 87, sem fór gegnum
brautina á 47 höggum.
i Meðal árangur í keppninni var
! 57 högg, svo segja má að þátt-
takendur hafi verið nokkuð jafn-
ir að undanskildum Adolfi Karls-
syn, er hlaut I. verðlaun, sem
áður greinir.
- Bolungarvfk
Framh. af bls. 11.
Reyndi þar bæði á leiksviðsbún-
aðinn og leikni sviðsmannanna,
en leiktjaldamálari var Ulrika
Aminoff og leiktjaldasmiðir og
leiksviðsmenn þeir Gestur Pálma
son, Haukur Ólafsson og Ragnar
Pétursson og ljósameistarar
Gunnar Sigtryggsson og Heiðar
Guðmundsson. Leikfélag Hafnar-
fjarðar hafði lánað búninga og
ýmsa muni til sýningarinnar auk
útisenanna, sem voru málaðar
hér.
Öllum þessum tæknisatriðum
voru gerð svo góð skil, að áhorf-
endur hefðu getað ímyndað sér,
að þeir væru staddir á sýningu í
gömlu leikhúsi með þaulasfðu
starfsljði og. fullkomnasta bún-
aði.
Hijómlist annaðist Sigríður
Magnúsdóttir af mestu prýði með
aðstoð Kristjáns Júlíussonar.
Ekki má gleyma þætti hvisl-
arans, sem enginn má heyra né
sjá nema- leikararnir, en hann
leysti Kristín Magnúsdóttir af
hendi.
í sýningarlok var leikstjóran-
um Huldu Runólfsdóttur færður
blómvöndur knýttur. úr blómum
úr görðum kvenfélagskvenna. —
Ósk Ólafsdóttir, gjaldkeri Kven-
félagsins Brautar, flutti Huldu
innilegar þakkir félagsins og Bol
víkinga fyrir komuna hingað og
hið fórnfúsa og góða starf, sem
hún hefur hér unnið. Einnig
þakkaði Ósk Guðmundi Pálma-
syni, sem stundað hefur leiklist-
arnám í nokkur ár í Reykjavík,
fyrir ómetanlega aðstoð og öðr-
um leikendum og starfsfólki gott
og óeigingjarnt starf.
Hulda Runólfsdóttir ávarpaði
leikhúsgesti að lokum og þakk-
aði móttökur Bolvíkinga og gott
sátnstarf við alla, sem unnu að
þessari leiksýningu, ekki sízt
Guðmundi Pálssyni, sem hún
kvaðst fullviss, að mundi bera
hróður byggðarlags síns langt á
leíklistarbrautinni. Hulda óskaði
Bolvíkingum til hamingju með
Félagsheimili sitt og bað- Bolung-
arvík allrar blessunar.
Áhorfendur tóku leiknum
forkunnarvel og fögnuðu ekki
sízt leikstjóranum innilega. Voru
þeir sýnilega þakklátir Kvenfél.
Brautinni og öllum aðstandend-
endum leiksins fyrir eina glæsi-
legustu og skemmtilegustu sam-
komu, sem hér hefur verið hald-
in. —
Á sunnudag sýndi félagið leik-
inn tvisvar á ísafirði við húsfylli
og fönguð sýningargesta.
— Fréttaritari.
M A R K tJ S Efítr E<í öod J
... AND I NOV/
W PROHOUNCE VOU
' MAW AMD VJF£I
mEANWHILE AT LOST
,.j m-
:-j ■
EÁ"';,/'f- iv
1) — Nú lýsi ég yfir heilögu
hjónabandi ykkar!
3) — Á meðan í Týnda skógi:
— Sirrí, ég hef gert allt mögu- hinu villta lífi í skógunum, haía
legt til að hafa upp á Markúsi,! ekki einu sinni séð hann mánuð-
en án árangurs. Þeir, sem lifa: um saman.----Já, pabbi, það
virðist vera algerlega vonlaust,
að hann finnist.
_________I