Morgunblaðið - 18.09.1953, Blaðsíða 7
^östudagur 18. spet. 1953
MORGVNBLAÐIÐ
7
AKUREYRARBRÉF
RUSTIR VIÐ RAÐHUSTORG
Fyrir nokkrum árum var var-
ið allmiklu fé og fyrirhöfn til
skreytingar á Ráðhústorgi hér í
bænum. Gróðursett voru tré og
blómskreyttur reitur á miðju
torginu. Allt um kring var kom-
ið fyrir bekkjum, er ætlaðir voru
gangmóðum vegfarendum til
hvíldar.
Á sólríkum síðdögum mátti
sjá unga og gamla láta fara vel
um sig á bekkjum bæjarstjórn-
arinnar og rabba saman, að sjálf-
sögðu um landsins gagn og nauð-
synjar. Undanfarið hafa verið
gerðar allmiklar og áberandi
breytingar á umhverfi Ráðhús-
torgs. Glæstar byggingar hafa
risið af grunni í stað gamalla
timburkumbalda, sem þar voru
áður. Hin veglega bygging Lands-
bankans rís nú nær fullgerð með
tignarbrag norðan torgsins og
hefir það stórum breytt svip þess.
En annað og fleira hefir sett
svip sinn á Ráðhústorg á þessu
sumri, sem senn er nú á enda.
En því miður er þar hvorki um
ánægju- eða tignarsvip að ræða.
Það sem hér um ræðir eru rúst-
irnar við Útvegsbankann. Lítur
þetta út eins og loftárásarrústir
frá styrjaldarárum, eða land-
skjálftabrak frá grísku eyjunum.
í „Sögu Akureyrar“ eftir
Klemens Jónsson segir að „í Bót-
inni milli Torfunefs og Oddeyrar
hafi Júlíus Sigurðsson 1897 feng-
ið útmælt hússtæði nyrst í Bót-
inni, og byggt þar hús, er síðar
var framlengt mikið“.
Þetta, meira en hálfrar aldar
gamla hús, er nú horfið og eftir
Rústir í hjarta bæjarins - Fjái hagsráð
Þrándor í Götn - Stærsta hagsmunamál
sveitanna - Rafmagn á hvert heimili
» Samþykktir fundar sveitastjórnar-
manna i Eyjaf jarðarsýslu - Flutninga-
fyrirtæki Hallgilsstaðahræðra lö ára
Umbætur á vegasambandi
i.y
Dalvíkur og Olafsíjarðar
Rústirnar við Ráðhústorgið
(Myndirnar tók Vignir Guðm.)
Það er engin smáræðis orka sem
bundin verður mönnum til þarfa
með þessum glæsilegu rafstöðv-
standa rústirnar einar gestum um. En það er einmitt orkuna,
Og gangandi til leiðinda. Heyrt ^ sem hinn veikburða mann vant-
hef ég að eigendur lóðarinnar | ar, orku, sem hann getur notað
Og rústanna hafi farið þess á leit sjálfum sér til hagsældar og bless
við hið velæruverðuga fjárhags- j unar. Maðurinn hefir lært að
ráð, að það veitti þeim leyfi til ( beizia ótrúlega orku, en því mið-
nýrrar byggingar á lóðinni, eða. ur er hún ekki allsstaðar notuð
að minnsta kosti til þess að hefja' til hagsældar og blessunar, held-
þar framkvæmdir. En ekki munu j ur víða til bölvunar og eyðing-
þeir hafa fengið náð fyrir augliti ar. En orka íslenzku rafstöðv-
þeirra vísu manna. Ekki veit ég anna verður ekki notuð til hins
hvað þessu veldur, en heldur síðarnefnda. Hennar er full þörf
virðist það einkennilegt, að mönn til hagnýtari verka. Það var
um skuli meinað að byggja á mikill sigur er við íslendingar
dýrmætasta athafnasvæði bæjar- fengum olíulampann í stað grút-
ins, á meðan að milljónahallir (artýrunnar, stærri sigur er við
rísa af grunni í útjöðrum hans, fengum gaslampann í stað gamla
án þess að sýnileg sé nokkur ’nring- eða flatbrennarans, en
tregða hjá fjárhagsráði að veita stærstur var þó sigurinn, er raf-
þar allan beina. En það er í þessu ljósin kviknuðu á íslenzkum
tilfelli sem svo mörgum öðrum heimilum. Enn vantar mikið á
að ekki er sama hver hlut á að að allsstaðar logi þetta skæra
máli. | ljós um langar skammdegiskvöld-
En hvað sem annars má segja vökur hins islenzka vetrar. Mlkil
um hundinn prestsins, er það að réttarbót verður þó að virkjun-
vona, að hinir almáttugu þarna unum tveimur. En það er víðs
með eru tekin þau héruð þar
sem IV2 km er á milli bæja.
70 ÁR ER LÖNG BIÐ
Hætt er við að mörgum bænd-
um og öðrum þeim er í dreifbýl-
inu búa þyki langt að bíða
fyrir sunnan sjái sér fært, að
veita leyfi til sæmilegrar bygg-
ingar á rústum gamla hússins
hans Júlíusar, svo oð bæjarmenn
þurfi ekki lengur að horfa á
þessa forsmán við Ráðhústorg.
fjarri að björninn sé unninn þútt
böndunum sé komið á hann. Eft-
ir er að leiða þennan Ijóssins
kraft út til yztu nesja og frarr
til fremstu dala. Að sönnu veit-
ir ríkið árlega fé til þessa. En
Hve lengi yrði þetta látið sjást því miður er hér músin að berj-
við Austurvöll eða Lækjartorg? ast við 'ojargið. Svo lítið er þetta
framlag að það mundi taka 43 ár
RAFORKUMÁL SVEITANNA
að leggja háspennulínur um þétt-
Nú er brátt lokið byggingu býlustu héruð landsins, eða þar
tveggja glæsilegustu raforkuvera sem aðeins er um 1 km á milli
þessa lands við Sog og La?cá. Að bæja að meðaltali, með þeim fjár
vonum er þetta öllum þorra framlögum, sem nú er veitt til
landsmanna mikið fagnaðarefni. þessara framkvæmda, og 70 ár ef
Pétur Jónsson við hinn stóra flutningabíl sinn
Líkan af Laxárvirk.iun
sjötugasta ársins til þess að fá
að sjá kvikna á rafmagnsperu á
heimili sínu. Lái ég þeim það
ekki. Einhverja leið verður að
finna til þess að sigra þennan
hálfan annan mannsaldur. Fjöl-
mennir fundir víðsvegar um sveit
ir landsins hafa gert um þetta
tillögur og gent til ráðamanna
þjóðarinnar og beði.ð þá ásjár.
Hér í Eyjafjarðarsýslu hefir þetta
mál nú verið tekið upp og rætt,
og gerðar um það fundarsam-
pykktir. Byggist þctta í raun og
veru á tillögu raforkunefndar
sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, er
gerð var 13. nóv. 1952, en þar
^r skorað á þing og stjórn að
greiða svo fyrir þessu máli að því
negi ljúka á næstu fimm árum,
ig nefnd til hækkuð fjárveiting
ig heimild til lántöku. Tillöguna
ísamt ítarlegu bréfi sendi nefnd-
n til þingmanna héraðsins, raf-
irkumálastjóra og landbúnaðar-
.•áðherra. Á grundvelli þessarar
tillögu raforkunefndarinnar hafa
Framh. á bls. 12.
ÓLAFSFJÖRÐ og Dalvík skilja
að all-há og torsótt fjöll, en
vegalengdin á milli þessara staða
er ekki nema 15—20 km. Það
hefur lengi verið draumur þeirra,
er byggja þessi sjávarþorp að fá
akfæran veg á milli þeirra.
Árið 1950 gerðu nokkrir áhuga-
menn á Dalvík og Ólafsfirði til-
raun með að ryðja veg yfir
Reykjaheiði, en yfir hana er
sæmilegt að komast með hesta og
eru þar reiðgötur. Þessi tilraun
sannaði, að hægt myndi að ryðja
sumarveg, en þar sem heiði þessi
er um 900 m. há, var þegar ljóst,
að sökum bratta og snjóþyngsla
yrði þar aldrei lagður framtíðar-
vegur.
MÚLAVEGUR
Haustið 1951 athugaði Sveinn
K. Sveinsson, verkfræðingur, að
tilhlutan vegamálastjóra, veg-
stæði fyrir Múlann, en hann er
allbratt fjall, er gengur í sjó fram
á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar.
Taldi verkfræðingurinn, að erfitt
yrði að leggja þarna veg, en þó
myndi það vera hægt og áætlaði
hann lauslega, að fullgerður veg-
ur fyrir Múlann myndi kosta
allt að 2V2 millj. kr.
ÁIIUGAMENN HEFJAST
HANDA
Fyrir nokkru hófu tveir áhuga-
menn, þeir Björn Stefánsson,
kennari og Sigurður Ringsteð,
bifreiðastjóri, fjársöfnun hjá
áhugamönnum í Ólafsfirði í því
skyni að reyna vegruðning frá
Ólafsfirði og út i Múlann. Geltlr
fjársöfnun þessi mjög vel og safn-
aðist á fáum dögum veruleg upp-
hæð. Vegamálastjóri var síðan
beðinn að láta mæla fyrir vænt-
anlegum vegi, sem hann lét gera
þegar í stað.
Hinn 3. sept. s. 1. var svo byrj-
að að ryðja veginn, undir stjórn
Björns kennara, og hefur það
gengið mun betur en beztu vonir
stóðu til. Hefur þegar verið rutt
með lítilli ýtu 2 km. vegur á
5 dögum með 8 tima vinnu á
dag. Og þar sem ruðningurinn er
meira og minna blandaður grófri
möl, má þegar alca þennan veg
á vörubílum ðg jeppum og með
lítilli yfirkeyrslu af möl, yrði
hann fær öllum bílum. Áætlað
er, að á næstu 5 dögum verði
komizt langleiðina út að svo-
nefndri Ófærugjá, en þar er ekki
hægt að komast yfir með ýtu og
byrjar þar aðaltorfæran, sem nær
inn að svonefndu Flagi, Dalvíkur
meginn, en vegalengdin frá
Ófærugjá að Flagi er 900 m.
Frá Dalvík og útundir Sauða-
nes er nú bilfær ruðningsvegur,
en frá Sauðanesi og út að Flagi
eru 8 km, og eru nú áhugamenn
á Dalvík og Akureyri að athuga
möguleika á þvi að ryðja veg
þessa leið.
Þegar ruddur hefur verið veg-
ur frá Ólafsfirði að Ófærugjá og
frá Dalvík út að Flagi, er aðeins
900 m haft eftir, sem auðvelt
er með litlum tilkostnaði að
leggja örugga göngubraut yfir og
er þá hægt að fara á milli Ólafs-
fjarðar og Dalvikur á bíl sinn
hvoru megin frá og ganga þessa
900 m. á milli bíla (vegaenda).
Landleiðina frá Ólafsfirði til
Dalvíkur væri þá hægt að kom-
ast þannig á 1—2 timum.
Vegalengdin fyrir Múlann frá
Ólafsfirði til Dalvíkur er 18 km.
og frá Ólafsfirði til Akureyrar
62 km. Vegur fyrir Múlann stytti
bílleiðina frá Ólafsfirði til Akur- (
eyrar um 152 km. og frá Siglu-
firði til Akureyrar um 74 km,
frá Dalvík til Siglufjarðar um
140 km. og frá Dalvik til Ólafs-
fjarðar um 226 km. •
Áreiðanlega yrði, þéssi vegur
ómetanleg samgöngubót fyrir
Ólafsfjörð, Dalvík, Akureyri,!
Siglufjörð og nærsveitir þessara
staða.
Það er trú margra, að ef teksfc
að ryðja sæmilega akfæran veg’
í haust, langleiðina frá Ólafsfirði
að Ófærugjá og frá Dalvík að
Flagi og ef Múlavegur verður. á
haustþingi tekinn upp í þjóð-
vegatölu og veitt til hans veru-
legu fjárframlagi, þá ætti að ver»
kleift á næsta ári að koma á
vegasambandi með 1 km. göngu-
braut á milli Ófærugjár og Flags
og yrði það þá þegar stórmikil
samgöngubót. Myndi þá sannast
hin mikla þörf fyrir vegasam-
bandi þessu og það flýta fyrir'
því, að æullkominn vegur yrði
lagður þessa leið.
Vegur þessi færi hvergi vfir
200 m. hæð og yrði ekki erfiður
í akstri og snjóléttur. Sumir ótt-
ast grjóthrun og skriðuhlaup í
giljum og er sjálfsagt að reikna
með því, en líkur benda til að
byggja megi að mestu fyrir þá
hættu.
Vegamálastjóri hefur fylgst
með þessu máli og veitt þá að-
stoð, er hann hefur verið beðinn
um og greinargerð sú, er hann.
sendi Alþingi á s. 1. ári, varðandi
Múlaveginn, sýnir, að hann telur
þennan veg mjög mikilsverðan
fyrir nærliggjandi staði.
Ólafsfirði, 10. sept. 1953.
Ásgrímur Hartmannsson.
AðaKundur Leíkfá-
lags Akureyrar
AKUREYRI, 17. sept. — Löks-
var fyrri hluti aðalfundar Leik-
félags Akureyrar haldinn í gær-
kvöldi. Fundinum stýrði Sigurð-
ur Kristjánsson varaformaður
félagsins i fjarveru formannsins,
frú Sigurjónu Jakobsdóttur.
Björn Þórðarson fiutti skýrslu
stjórnarinnar og Björn Sig-
mundsson lýsti fjárhag félagsins.
Er hann mun betri nú en oft
áður.
Á fundinum voru fluttar til-
lögur um breytingu á laupa-
greiðslum til leikara og var
þriggja manna nefnd kjörin til
þess að athuga það mál. Énn
fremur voru fluttar tillögur um
endurskoðun laga félagsins !oíí
um að félagið gengist fyrir nám-
skeiðum og leikskóla, og leitaði
í því efni sérstaks styrks hins
opinberg. •
Loks var gengið til stjórnar-
kjörs og var frú Sigurjópa
Jakobsdóttir endurkjörin fon-
maður, Sigurður Kristjánsson
var kjörinn gjaldkeri í stað
Björns Sigmundssonar, sem.
baðst eindregið undan endur-
kosningu. Oddur Kristjánsson
endurkjörinn umsjónarmaðpr
leiktjalda, Björn Þórðarson riþ-
ari og Júiius Ingimarsson bvpj-
ingastjóri eiga sæti í stjórninjni,
en aðeins helmingur stjórnaripn-
ar er kosinn á hverju ári, Vará-
formaður var kjörinn Guðmund-
ur Gunnarsson.
Á fundinum mætti frú Sva'VA
Jónsdóttir, sem um langt árab1!!
hefir verið fremsta leikkona fé-
lagsins. Ávarpaði hún fundáþ-
menn og þakkaði vinum og safri--
starfsmönnum gömul og hý
kynni. Frú Svava er sem kunn-
ugt er á förum til Ameríku niéð
syni sínum Jóni BaJdvins, raf-
virkjameistara frá Midlborough i
Bandaríbjunum, en hann hefir
dvalizt hér heima nokkurn tima
eftir að hafa dvalizt vestra í
24 ár.
Félagar leikfélagsins kvöddu
frú Svövu og árnuðu henni
heilla. í lok fundarins var Birni
Sigmundssyni þakkað tuttugu
og tveggja ára ötult gjaldkera-
starf fyrir félagið.
Framhaldsaðalfupdur verður
haldinn inran skamms.
— Vald.