Morgunblaðið - 24.09.1953, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIB
Fimmtudagur 24. sept. 1953
SUÐDRRÍkJAFÓLKIÐ
SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE
Framhaldssagan 40
að spara hvern eyrir.
Við Wes vorum þögul, þangað
til við vorum komin út fyrir borg
ina, en þá sagði hann allt í einu,
l»urrlega. „Nú halda þau auðvit-
að að ég hafi vitað þetta þegar
■ég kvæntist þér.“
„Vitað hvað, elskan?"
Hann brosti til min, „rankaðu
nú við þér Doc, því ég held að
l>ú sért enn í nokkurs konar
draumi. Ég meina auðvitað að
J»ú yrðir svona vellauðug". Bros
hans varð að grettu. „En þá vil
ég aðeins leyfa mér að minna á
að ég reyndi eftir bezta megni
að komast hjá því að kvænast
l»ér, þegar mamma var sífellt
áð hvetja mig til þess. Manstu
■ekki að ég sagði þér frá því Doc?“
' Ég sagðist muna eftir því og
rugluð í ríminu spurði ég. „Já
en Wes, mamma þín vissi ekkert
Wn þetta. Það vissi enginn um
ba&“.
Hann brosti aftur, „hve miklu
af hinum nýju auðæfum viltu
veðja?“
, „En hvernig gat hún vitað
það?“
„Hann Poteat er einnig hennar
lögfræðingur, gleymdu því ekki.“
Hann virti mig fyrir sér. „Datt
^ér aldrei í hug, hvaða ástæður
lægju fyrir því að mamma hefði
iekið þig undir sinn verndar-
væng?“
„Ég hef alltaf haldið að hún
hefði gert það vegna þess að hún
er svo góðhjörtuð kona, og svo
er hún líka kunningi hr. Poteat.
Var það e. t. v. einhver önnur
ástæða?“
Hann hló. „Mamma getur lagt
allt í sölurnar ef peningar eru
-annars vegar.“
„Nei, heyrðu nú Wes“, andvarp
aði ég. „Þú ert svo óréttlátur
gagnvart henni. Hún ungfrú
Camiila, sem er svo góð og hún
er langt frá því að vera áfjáð í
að næla sér sjálfri í eitthvað. Hún
sem alltaf er að gera einhverjum
eitthvað gott.“
; Hann þagði augnablik og hélt
jvo áfram. „Allt í lagi Doc. Þú
skalt bara halda áfram í þinni
góðu trú. En þú skalt gæta þess
vandlega að hún reyni ekki að
aaæla sér í eitthvað af peningun-
imi þínum.“
Ég man ekki hve mörgum vik-
vin eða mánuðum síðar ungfrú
Camilla kom í heimsókn. Hún ók
sjálf í eineikisvagninum sínum,
og var mjög vingjarnleg. Ég var
glöð yfir því að Wes hafði farið
til Atlanta.
Eins og alltaf kom hin hrein-
skilningslega framkoma hennar
mér á óvart og ég var ekki undir
það búin að svara nærgöngulum
spurningum.
Um leið og hún kom inn spurði
liún. „Hvernig hefur Wes það
núna, elskan?“
Ég sagði henni rólega að Wes
liði prýðilega, þótt ég vissi vel
að ég sagði ósatt. Augu okkar
mættust. „Þú ert alveg einstök í
l»inni röð, Jess. Svo trygg og
traust eins og klettur úr hafinu".
Ég hrissti höfuðið. „Nei, það
er ég ekki“, sagði ég. „Ekki innst
inni“.
Hún stóð upp og gekk yfir til
mín og settist við hlið mína í
sófann. „Jes, ég blátt áfram verð
að tala við þig. Ég er svo áhyggju
full, — áhyggjufull út af Wes.“
„Wes?“ spurði ég og var sam-
stundis eins og á verði, „hefurðu
áhyggjur út af Wes?“
„Já, Jess, en ekki vegna þess,
sem þú heldur, þó ég hafi einnig
áhyggjur af því“. Hún hikaði,
rétt eins og hún væri hálffeimin,
en hélt svo áfram. „Það er út af
verksmiðjunum, Jess. Það er
mikil hætta á að ég missi t»ær.“-
| „Missa verksmiðjurnar?“ spurði
* ég og horfði skelkuð á hana.
„Hvernig geturðu misst þær?“
Hún neri hendur sínar. „Jú,
1 Jess. Það er úti um allt“, sagði
hún látleysislega. „Þ. e. a. s. ef
mér tekst ekki að ná í eitthvað
fé sem ég get haft handbært.
Bankinn ásamt lánardrottnum
minum, er á eftir mér. Ég þarf
að fá nýtízkuvélar til þess að
auka framleiðsluna. Ef það rætist
ekki úr þessu vandamáli mínu,
þá endar það með því að allt
verður tekið frá mér og þá finnst
mér eins og ég sé að selja alla
framtíð Wes og Cissu líka“.
Ég reyndi að gera mér í hug-
arlund hvernig Wes væri ef hann
hefði ekki verksmiðjurnar á bak
við sig og ég sagði. „Ég er fegin
að þú komst til mín. Ég skal
tala við Andrés.“
Dag nokkurn, mánuðum síðar
skildi ég Mitty og Wes eftir
heima en ók niður að verksmiðj-
unum til þess að heilsa upp á
Cade og Mady og til þess að sjá
hverjar breytingar hefðu verið
framkvæmdar fyrir lánið frá
mér.
Samt varð ég ekki vör við nein
ar breytingar þegar ég ók í gegn-
um verksmiðjuhliðið. Það virtist
allt vera í sama horfinu, engay
nýjar byggingar og fólkið sem ég
mætti var jafn illa klætt og fyrr
og virtist jafn soltið og það hafði
verið fyrr. Mér fannst vera ein-
hver óánægjutilfinning í loftinu.
Heima hjá Luckett, frétti ég
frá frú Hardy og dóttir hennar
Clytie að engar breytingar hefðu
átt sér stað, hvorki í sambandi
við verkafólkið eða vinnuskilyrð-
in. En Wangle var jafn grimmur
og vöruverðið í verzluninni var
jafn óréttlátt. Ekki var heldur að
sjá að nýjar vélar hefðu verið
keyptar, og ef nokkur breyting
hafði átt sér stað, þá var það til
hins verra.
Daginn eftir fór ég niður eftir
til þess að tala við Darty Land.
Hann sagði að það hefði mikið
verið rætt um þetta, en því minna
framkvæmt. Félagið sem seldi
vélarnar hafði sent mann til þess
að mæla fyrir nýjum vélum og
til þess að láta fylla út pöntunar-
lista. En ungfrú Camilla hafði
sagt, þegar maðurinn var farinn,
að það mætti ekki panta neitt,
fyrr en hún segði til. Hún hafði
heldur ekki gefið fyrirskipanir
um aðrar breytingar. Og Darty
Land sagðist hafa verið of lengi
við verksmiðjur til þess að hann
veitti því ekki eftirtekt að fjár-
hagurinn væri mjög bágborinn.
Ég greip tækifærið til þess að
hringja til Andrésar, þegar ég
var ein á skrifstofunni. Hann
samþykkti að við þyrftum nauð-
synlega að grípa til einhverra
ráða. Við ákváðum að ræða um
málið við Wes og kveða' síðan
ungfrú Camillu á okkar fund og
fá einhvern botn í málið. Það var
'öng þögn í samtalinu og ég hélt
rð hann væri farinn úr síman-
um og sagði þess vegna. „Andrés,
ertu þarna enn?“
„Já“, svaraði hann. „Ég var
bara að hugsa.“
„Hugsa um hvað?“
„Hugsa um það hvernig þér
VARALITUR
Uppreisnin á Pintu
'4WSE2SPW 'ZW-r***-r ~
Eftir Tojo
19.
Því næst gekk Sir John út úr stýrishúsinu og skellti
hurðinni allharkalega á eftir sér. |
Þegar James hafði staðið sína vakt, gekk hann fram í
lúkar. Pað var þá komið langt fram á kvöld. Þegar hann
kom að stigagatinu barst honum til eyrna mikill hávaði.
Hann heyrði strax, að hér var ekki allt með felldu. Háset- 1
arnir sátu allir í hnapp utan um borð, sem var í háseta-.
idefanum og skröfuðu ákaft.
„Hvað er hér um að vera?“ spurði James, þegar hanm
kom niður í lúkarinn.
„Við ætlum allir sem einn að mótmæla hinum lélega mat,
sem við fáum,“ mælti einn þeirra. „Sömuleiðis ætlum við
að mótmæla hinni illu meðferð, sem við erum beittir. Ef
við fáum ekki leiðréttingu mála okkar, munum við gera
ráðstafanir, sem duga,“ bætti hann við.
James leit hörkulega á mennina, en sagði síðan í lág-
um róm:
„Gerið ykkur fulla grein fyrir því, sem þið eruð að gera?
Vitið þið ekki, að það varðar við lög að setia sig upp á móti
skipstjóranum?“
„Við höfum ákveðið að láta engan aftra okkur í að fram-
kvæma áform okkar,“ sagði þá einn mannanna. „Við þolum
þetta ástand ekki lengur. Ætlarðu ekki að standa með
okkur?“ sagði maðurinn og leit á James.
„Ég skerst ekki úr leik. En segið mér eitt. Hver ykkar
stal matnum, sem skipstjóranum var ætlaður?“
Mennirnir þögðu allir góða stund. Loksins sagði einn
skrifstofumannanna, að hann hefði gert það.
„Ég var svo aðframkominn vegna hungurs, að ég féll
fyrir freistingunni.“
„Það má ekki koma fyrir aftur, að þið stelið mat yfir-
mannanna. Það getur orðið ykkur dýrt spaug,“ sagði
James.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
14 fallegir litir
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11,
Kaupmeun Kaupfélög
Ge-Halin sjálfvirkt þvottaefni,
Tvær tegundir, væntanlegt. — Hagstætt verð.
Gerið pantanir fljótt.
Einkaumboð:
J^ór&ur JJeitóóon
Grettisgötu 3 — Sími 80360.
«ran(K9
Til sölu
húseignirnar, Laugavegur 18 og Vegamótastígur 3 og 5. í
■
Tilboð sendist undirrituðum, sem veitir allar nánari «
upplýsingar,
RAGNAIl ÓLAFSSON, hrl,
Vonarstræti 12.