Morgunblaðið - 25.09.1953, Síða 1

Morgunblaðið - 25.09.1953, Síða 1
16 síður Taumldus óstjórn „vinstri stjórn arinnur“ í Vestmannaeyjum Sfarfsmenn bæjarins Seifa á ný aðsfaðar BSRB vepa vanioidinna launa sinna Verkalýðsfélagið hefur eiimisf borið fram kvartanir O yfir óreiðunni HIN botnlausa óreiða og óstjórn „vinstri stjórnarinnar“ í Vestmannaeyjum hefur nú keyrt inn þverbak. Er nú svo komið að bæði verkamenn og aðrir starfsmenn bæjarfélags- ins hafa ekki um margra mánaða skeið fengið greidd laun sín. Eru bæjarstarfsmenn jafnvel neyddir til þess að taka við hluta af launum sínum með úttekt í verzlunum til þess að heimili þeirra hafi eitthvað fyrir sig að leggja. Hefur verkalýðsfélagið einnig fyrir nokkru skrifað bæjarstjórn Vestmannaeyja bréf og kvartað undan þessari furðulegu meðferð og einstæða sleifarlagi. Hinn 13. þ. m. hélt Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar fund og samþykkti'að leita á ný aðstoðar Bandalags starfs- manna ríkis og bæja til þess að ná rétti félagsmanna sinna, sem lent hafa í stórfelldum vandræðum vegna óskila bæjar- iélagsins við þá. Þetta gerist á sama tíma, sem allt athafnalíf í kaup- staðnum stendur með blóma, fyrirtæki einstaklinga og félagssamtaka þeirra standa í fyllstu skilum við starfsfólk sitt. Ríhir almenn gremja í Eyjum með sukk og ráðleysi „vinstri stjórnarinnar“, sem farið hefur með stjórn bæjarmálefna undanfarin ár. BREF STARFSMANNA- FÉLAGSINS Á fundi 13. þ. m. í Starfs- mannafélagi Vestmannaeyja- bæjar var samþykkt að ítreka | fyrri beiðni félagsins til stjórnar BSRB um aðstoð til þess að ná rétti félagsmanna gagnvart bæn- um. Mbl. hefur snúið sér til stjórn- ar starfsmannafélagsins í Eyjum og fengið afrit af bréfi því, sem hún hefur ritað Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja í samræmi við fundarsamþykkt þessa. Fer það hér á eftir: Vestmannaeyjum, 16. sept. 1953. „Á fundi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, sem hald- inn var hinn 13. september 1953, vár rætt um ástand það, sem enn ríkir um launagreiðslur til starfs manna bæjarsjóðs Vestmanna- eyja og fyrirtækja hans. Ummæli starfsmanna voru öll á sama veg. Starfsmenn fengu engir laun sín greidd í pening- um, nema að mjög litlu leyti og þá með því móti að koma dag- lega á skrifstofu bæjargjald- kera. Þeir væru neyddir til að taka út vörur í verzlunum til að heimilin hefðu eitthvað til að lifa á og væri þarafleiðandi meinað að verzla í sínu eigin pöntunarfélagi eða eftir eigin geð þótta. Skattar þeirra og gjöld til ríkis og sjúkrasamlags væru ó- greiddir og vofði nú yfir þeim lögtök fyrir þeim gjöldum. Töldu starfsmenn þetta svo ó- þolandi, að við slíkt væri ekki að una lengur, og báðu stjórn fé- Framh á bls. 12. Þesr eiga í vök csð verjaSt heima fyrir Einkaskeyti til Mbl. PARÍS 24. sept. — Aðstoðarfor- sætisráðherra Júgóslafíu Edvard Kardelj hefur látið þá skoðun sína í ljós í viðtali við franska tímaritið Express að „framfara- öfl sem vilja koma á sósíalisku lýðræði í Sovétríkjunum verði stöðugt áhrifameiri innan Sovét- ríkjanna". Hann tekur þó fram að menn megi ekki vænta snöggra breytinga, sem gefi þetta til kynna. Ráðherrann bætti því við að þessum framfaraöflum yrði að berast stuðningur utan frá. Það má gera, sagði RSft-delj, með stjórnmálastefnu, sem miðar að því að draga úr spenningi heims- málanna, því að valdapólitík gegn Sovétríkjunum leiðir til þess að aðferðum Stalíns verður beitt á ný. Það mega allir sjá að einræðisherrana í Moskvu, sem beita ómannlegum aðferðum til þess að halda völdum, má neyða til að breyta um stjórnarhætti, ef sterk öfl innan landsins vinna ötullega að slíku. Og það er ein- mitt það sem við erum vitni að í dag, segir í viðtalinu við Kar- i delj. Vildi steypa KAIRO, 24. sept. — Fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, Ibrahim Hady, verður dreginn fyrir rétt á laugardag ákærður fyrir landráð, upplýsti talsmaður Byltingarráðsins í dag. í ákærunni segir að Idady hafi fyrr á þessu ári verið í vitorði með erlendum aðiljum sem stefndu að því að gera samsæri 'g.“Vað‘beygja“sig"undír gegn stjórn Nagíbs. — Hady sem var forsætisráðherra frá 1948— 1949 var handtekinn fyrir fáum dögum síðan. —Reuter-NTB. Flóðbylgjæ í Englandi LUNDÚNUM, 24. -sept. — Þrettán metra há flóðbylgja olli í dag tjóni í bænum Lyn- mouth í Suður-Englandi. Á aðalgötum bæjarins er nú um hálf meters djúpur sjór. Ýmsar ár í Suður-Englandi hafa flætt yfir bakka sína, en tjón hafa ekki orðið alvarleg af þessum sökum. Flóð er þó í ýmsum bæjum. í óveðrinu sem geisað hefur á þessum slóðum hafa margir fiskibátar lent í hrakningum og óttast er um suma þeirra. Sovétríkin viðurkenna ekki dómsvald alþjöSadómstóla — og beygja sig ekki fyrir úrskurði þeirra Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Reuter. NEW YORK, 24. sept. — Utanríkisráðherra Svía, Östen Unden, hélt því fram í ræðu er hann flutti á Allsherjarþingi S. Þ. í dag að það myndi verða árangursríkt og heillavænlegt ef stórveldin fimm, sem fulltrúa eiga i, Öryggisráðinu afsöluðu sér rétti sínum um beitingu neitunarvalds, þegar rætt væri um upptöku þjóða í samtök Sameinuðu þjóðanna og í þeim málum er varða friðsam- lega lausn í milliríkjadeilum. Unden ræddi fleiri atriði. Hann' dómsvald alþjóðadómstóla í milli kvað það skyldu allra aðildar-' ríkjadeilum. Hann kvað það miður farið að slíkt væri ekki UNDEN: — Hvar er viljinn? samnmgs- — Úr víðri verold — 100 þús. dollarar SEOUL. — „Ég hef haft í huga að flýja land mitt allt frá árinu 1945“, sagði Norður-Kóreumaðurinn sem lenti MIG-15 flugu á flugvelli S. Þ. í nánd við Seoul. Hann fær greiddar 100 þúsundir dollara sem heitið var hverjum þeim flugmanni, sem lenti heilli MIG-15 flugu á flugvelli Sameinuðu þjóðanna. „Það var ekki vegna þessara verðlauna, sem ég flúði. Ég vildi ekki vera lengur þar nyrðra“, sagði flugmaðurinn. Clark yfirhershöfðingi hefur tilkynnt að flugvélin verði afhent þeim sem sannað getur eignarrétt sinn á henni. Það er slegizt um titil NEW YORK, 24. sept. — Kl. 2 aðfaranótt fösthdags (ísl. tími), eiga þeir að berjast um heims- meistaratitilinn Rocky Marci- ano (83,9 kg) og Roland La Starza (83,8 kg). Búizt var við að um 30 þús. manns myndu vera viðstaddir kappleikinn, en hann fer fram á útivelli einum, Polo Grounds. Spáð er hlýviðri, en menn óttast rigningu og þá mun leiknum frestað til laugar- dags. j Veðmálin eru Marciano í vil, 5 á móti 1. — Leiknum verður sjónvarpað í 45 kvikmyndahús- um — en ekki í heimahúsum. — Hnefaleikamennirnir hvílast í dag. La Starza kemur beint frá æfingastað sínum, en Marciano tók lífinu með ró, — fékk sér góðan morgunverð, 2 kodelettur, 12 egg, ávaxtasalat og te. Unnu ekki í 24 kist. RÓMABORG 24. sept. — í dag lögðu 4 milljónir iðnverkafólks niður vinnu í Rómaborg. Verkfallið var ákveðið í 24 stundir og gert til þess að leggja áherzlu á kaupkröfur, svo og að mótmæla því að um 20 þús. iðnverkafólks hefur verið eða verður sagt upp vinnu. Þetta sólarhrings mótmælaverkfall gekk rólega fyrir sig. Það var vel skipulagt af þremur verklýðssamböndunum —1 kristilegum demokrötum, jafnaðarmönnum og kommúnistum. Öll nauðsynlegri þjónustustörf voru unnin. Mjólkur- og brauðabúðir voru opnar og járnbrautarmenn lögðu ekki niður vinnu. hægt að segja um öll aðildar- ríkin. Ekkert ríkjanna austan járntjalds befur viðurkennt rétt alþjóðadómstóla til að dæma í milliríkjadeilum. En með endurskoðun sáttmála Sam. þjóðanna getum við ekki breytt afstöðu þessara ríkja til þessa máls, hélt Unden áfram. Sáttmálinn er að flestu leyti fullnægjandi, ef aðildarríkin hafa á annað borð vilja til að semja friðsamlega um málin, sagði unden. Smyslov gerði jafntefli Á STÓRMEISTARAMÓTINU í skák í Zurich, hefur 13. um- ferð verið tefld, en aðeins fá- um skákum lokið, hinar fóru í bið. Smyslow, sem var efst- ur eftir 12. umferð, gerði jafn- tefli við Taimanov. Einnig varð jafntefli hjá þeim Kotov og Petrosian, Keres og Glig- oric. — Sem fyrr segir fóru aðrar skákir í bið. Reshevsky tefldi við Bronstein og var staðan Bronstein í vil. Najdorf tefldi við Geller og var stað- an hjá Najdorf öllu verri. í þessari umferð átti Euwe frí. 1400 fanga vanfar 0 TOKÍÓ, 24. sept. — Her- stjórn S. Þ. telur að það vanti ’ hvorki meira né minna en 3400 menn sem kommúnista- herirnir í Kóreu tóku til fanga. Hefur herstjórn Norð- anhersins verið skrifað og beðið um skýringu á örlögum þessara manna. 0 Herstjórn Norðanmanna hef- ur svarað og sagt þetta upp- spuna einn. Listi S. Þ. yfir menn þessa væri falsaður með öllu. Mennirnir hefðu aldrei verið teknir höndum af Norð- anhernum. 0 Clark yfirhershöfðingi hefur aftur svarað þessari fullyrð- ingu Norðanmanna. — Segir hann herstjórn S. Þ. hafa sannanir fyrir því að menn þessir væru handteknir af Norðanhernum. Sumir þeirra voru látnir tala í útvarp frá Pyongyang, aðrir sáust í fanga búðunum og allflestir þeirra hafa skrifað til ættingja sinna — bréfin voru skrifuð í fanga búðum. — NTB-Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.