Morgunblaðið - 25.09.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.1953, Blaðsíða 6
fcjuumniLiatúuaiíi■ ■ ■ ■ ■ ■■ MMiiTfiWiMmmmmmmé tfTfirrri 6 MORGUNBLA ÐIÐ Föstudagur 25. sept. 1953 MÍIASKÓII ^Álaííclóró jf^oróteinóóonar enska ^\frartska ^^^ítalska \ spártska Get enn bætt við nemendum. Kennsla hefst í byrjenda- og framhaldsflokkum 7. okt. í Kennaraskólanum við Laufásveg. • Innritun fer fram fyrst í stað á skrifstofu Félagsbók- í bandsins Ingólfsstræti 9 frá kl. 5—7. e. h. Sími 3036 Ný sending af kvenkápum tekin fram í dag. Verð frá kr. 295.00 Odýri marbaLurimn Templarasundi 3 Rekord kryddvörur Kanell Allrahanda, Engifer, Karrv Kardemommur, Múskat, Negull, Pipar, Kúmen, Lárviðarlauf. Spyrjið um það í næstu búð. EFMAGERÐIM REKORD Brautarholti 28 EN MEMOBIAM Bjarni Oddsson dr. med. 19. júní 1907 — 6. sept. 1953. BJARNI Oddsson andaðist þ. 6. þ.m. í broddi lífsins 46 ára gam- all. Hann útskrifaðist úr Reykja- víkurskóla vorið 1928, innritaðist um haustið í læknadeild Háskól- ans og lauk prófi þaðan vorið 1934. Hann kvæntist skömmu síðar Astu Arnadóttur og lifir hún mann sinn ásamt fjórum sonum þeirra. Samsumars fór hann utan og var að heiman í ellefu ár. Þenn- an tíma notaði hann til fram- haldsnáms í fræðum sínum. Vann hann lengst af í sjúkrahúsum í Danmörku, en var um tíma í Heidelberg. Síðustu tvö árin í Danmörku var hann aðstoðar- læknir hjá Edouard Busch, sem þekktur er fyrir aðgerðir á mið- taugakerfi. Vann hann þar að riti sínu um mænuæxli, sem hann varði síðar til doctorsprófs við Hafnarháskóla. Það var enginn viðvaningur sem settist hér að á ofanverðu ári 1945 heldur fullmótaður mað- ur með staðgóða reynslu og mikla þekkingu. Og þó læknisæfi hans yrði ekki löng hafði hann afkastað drjúgu starfi, enda var hann afkastamaður og vinnuglað- ur. Strax í upphafi hlóðst á hann mikil vinna og jókst sífellt. Allir sjúklingar, sem grunur gat leik- ið á að þyrftu aðgerðar á mið- taugakerfi voru sendir honum. Er þar nú skarð fyrir skildi, sem ekki verður fyllt að sinni og kannske ekki um langan aldur. Bjarni var ástsæll af sjúkling- um sínum og þá helzt er mest reyndi á. Hver einstaklingur var honum sérstakt viðfangsefni, þraut sem varð að leysa eftir því sem föng stóðu frekast til, stund- um létt, stundum þung, stundum óleysanleg. En þegar hann varð að lúta í lægra haldi, þá gat hann rétt úr bakinu og sagt, að hann hefði lagt fram alla þekkingu sína og alla orku, og þetta fundu þeir sem til hans leituðu. Hann hafði óvenjulega létta lund. Við vorum skólabræður um árabil og eftir að hann kom heim og byrjaði störf sín í Landakots- spítala hittumst við daglega og unnum að sumu saman, en ég minnist þess ekki að hafa séð hann í eitt skipti í slæmu skapi. Hann var ætíð broshýr og brá á glens.' En þó léttlyndi hans væri slíkt að stundum sýndist nálgast léttúð í augum ókunnugra, þá átti það við aðeins um fánýta hluti, eða þá sem litlu máli skiftu. Að starfi sínu gekk hann með alvöru, sem stappaði nærri hátíðleik. Hann hafði enga tóm- stundaiðju mér vitanlega, hann var einn þeirra fáu manna, sem hafa þann áhuga fyrir starfi sínu að þeir þurfa ekki að leita sér afþreyingar í öðru. Fyrir nokkrum árum veiktist "hann af hjartakvilla, lá um skeið rúmfastur, en var síðan lengi frá störfum. Átti hann að hlífa sér lengi á eftir og raunar aldrei að taka upp jafnlangan vinnudag og hann hafði áður haft. En hvíld in stóð stutt. Fyrr en varði hafði hann tekið upp sömu háttu og var það bæði, að á honum var mikil nauð og eins hitt að hann kunni ekki við sig auðum hönd- um, en var þá kátastur og kapp- mestur er hvert verkið rak ann- að. Nú er sæti hans tómt. Hans hefi ég saknað mest vandalausra manna. Bjarni Jónsson. ★ LÆKNAR standa daglega and- spænis dauðanum og reyna af fremsta megni að fresta komu hans, enda þótt vitað sé, að hann sigrar jafnan að lokum. Oft virðist bardagi okkar við sjúkdóma og dauða bera góðan árangur, en eigi sjaldan verðum við fyrir sárum vonbrigðum og ættum því manna bezt að Vera viðbúnir dauða sjálfra okkar og annarra, — þjálfaðir í því að ipæta honum undir öllum kring- umstæðum. En þrátt fyrir það kom fregn- in um hið sviplega fráfall dr. Bjarna Oddssonar læknis svo ó- vænt, að aldrei hefir mér brugð- ið meir við andlátsfregn óskylds manns. Hann, sem fyrir nokkrum klukkustundum var í hópi okkar stéttarbræðranna í St. Jósefs- spítala, fullur lífsfjörs og áhuga, var nú horfinn okkur að fpllu og öllu. Hér var stórt skarð fyrir skildi, ekki eingöngu í okkar fámenna hóp, heldur í hópi allrar ísl. læknastéttarinnar. Skarð, sem ekki verður fyllt um ófyrirsjáan- legan tíma og ætíð verður vand- fyllt. Dr. Bjarni Oddsson var ísl. læknastéttinni svo ómetanlegur vegna sérþekkingar sinnar á heila og taugaskurðlækningum (neurochirurgia), auk þess sem hann var áfbragðs skurðlæknis á fleiri sviðum. Aðgerðir á heila, mænu og taugakerfi eru mjög vandasamar og ekki á færi annarra skurð- lækna en þeirra, sem hlotið hafa góða sérmenntun í þeim efnum, en hana hafði dr. Bjarni, fyrstur íslenzkra lækna. Hann var læri- sveinn hins vel þekkta heila- skurðlæknis, Prófessor Edouard Busch, en hafði auk þess hlotið óvenjulanga sérmenntun í al- mennum skurðlækningum og skrifað ágætt doktorsrit um mænuæxli, er hann varði við Kaupmannahafnar háskóla og fékk mikið lof fyrir. Starfsár dr. Bjarna hér í fæð-. ingarborg sinni, Reykjavík. urðu alltof fá. Hann settist hér að sem starfandi læknir árið 1945 og fékk um leið aðgang að St. Jósepsspítala með samþykki pri- orinnunnar og læknanna. Brátt gerðist hann athafnamikill skurð læknir, einkum í sérgreinum sínum. Aðgerðir hans á heila vegna vissra tegunda geðveiki voru eft- irtektarverðar og fóru stöðugt vaxandi, enda var árangurinn oftast undraverður. — Dr. Bjarni vann einnig mikið starf utan sjúkrahússins, því að hann var iæknir af lífi og sál og óvenju- lega vel að sér á mörgum svið- um. Hinn glæsilegi persónuleiki hans hefir ekki hvað minnst átt sinn þátt í því hversu eftirsóttur hann var. Hann var „elskulegur maður“ eins og það er venjulega kallað í þess orðs beztu merk- ingu. Viðmótið glaðlegt, aðlað- andi og vingjarnlegt, hver sem í hlut átti, og svo lifandi að allir hlutu að hrífast með. Gáfaður var hann einnig í bezta lagi og mjög fríður sýnum. Hann var máður, sem naut þess að lifa og starfa, æfinlega reiðubúinn að ynna af höndum skyldustörfin, en einnig til að aðstoða samverka mennina. En er hlé varð á vinn- unni var hann mjög eftirsóttur í vinahóp og var þar hrókur alls fagnaðar. Dr. Bjarni var þó sann- arlega enginn yfirborðsmaður eins og þeir bezt vissu, sem þekktu hann bezt. — Á bak við hið létta og bjarta yfirborð bjó alvöruþrungin karlmennska og þrek er bezt kom í ljós í bardag- anum við hættulega sjúkdóma og í frábærri umhyggjusemi og ábyrgðartilfinningu gagnvart sjúklingum hans. — Hann hug- leiddi einnig rök tilverunnar og hafði áhuga á þjóðfélagsmálum, en þar bar hann jafnan hag hinna minnimáttar fyrir brjósti. Slíkur manni var hollt að kynnast, enda var hann elskaður og virtur af vinum, stéttarbræðrum, hjúkr- unarliði og ekki sízt af sjúkling- unum, er nutu hjálpar hans. Foreldrar Dr. Bjarna Oddsson- ar eru þau Oddur Bjarnason, skó- smiður, og Andrea Guðlaug Kristjánsdóttir, sem bæði eru á lífi. 5. ágúst 1934 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ástu Júlíu Árnadóttur, og eignuðust þau 4 sonu. Hjónaband hans og heimilislíf var mjög hamingju- samt og hann var góður sonur foreldra sinna. Geta má nærri hversu þungt áfall fráfall hans hefur verið öll- um hans ná-nustu. Sú eina hugg- un, sem við mennirnir eigum undir þeim kringumstæðum er, að jarðlífið er stutt en eilífðin löng og vonin um það, að manns- sálin sé ódauðleg. Megi einnig hinar björtu end- urminningar og hin djúpa hlut- tekning allra hinna mörgu vina og aðdáenda hins ágæta læknis og góða drengs verða þeim styrk- ur og uppörfun. Halldór Hansen. ★ LÍFSSKEIÐIÐ er stutt, og af hinum mikla hóp samferðamanna er tækifæri til að kynnast aðeins fáum.' Það er því ómetanlegt hnoss, þegar maður er svo lán- samur í lífinu að hafa fengið að kynnast manni eins og Bjarna Oddssyni lækni og eignast hann sem vin. Það mun varla ofmælt að það vað bæjarsorg í Reykjavík þegar lát Bjarna Oddssonar fréttist að morgni hins 6. sept. s.l. Hörmu- legt slys, sem enginn getur full- komlega gert sér grein fyrir hvernig orsakaðist, hafði átt. sér stað. Fyrir nokkrum árum fékk Bjarni hjartasjúkdóm, sem hann sjálfur hafði hugboð um að verða myndi sér að aldurtila þegar minnst varði. Allar líkur benda til þess að Bjarni hafi fengið að- svif, þegar hann sat undir stýri í bíl sínum þennan örlagaríka morgun. Þeir eru óteljandi, sem eiga um sárt að binda við fráfall Bjarna Oddssonar ,en þó sárast eigin- kona, synir þeirra og aldraðir foreldrar hans, þau Guðlaug Kristjánsdótitr og Oddur Bjarna- son, skósmíðameistari, sem nú um hríð hefir legið rúmfastur í sjúkrahúsi. Bjarni var kvongaður Ástu Árnadóttur, Benediktssonar, hinni ágætustu konu, og átti með henni 4 syni, Odd nú 18 ára, Örn 15 ára, Halldór 12 ára og Gunn- ar 1 árs. Sambúð þeirra var með miklum ágætum og reyndist Ásta honum ætíð hinn traustasti fé- lagi og vinur. Þegar einn vina minna flutti mér ancllátsfregnina var ég stadd ur austur . við Þingvallavatn og átti von á heimsókn Bjarna ein- mitt þennan dag. Það var bjart- ur haustmorgun og ég hafði hiakkað tií að hitta þennan góða Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.