Morgunblaðið - 25.09.1953, Síða 7

Morgunblaðið - 25.09.1953, Síða 7
Föstudagur 25. sept. 1953 MtíRGUNBLAÐlÐ Námsflokkar Reykjavíkur auka enn sfarfsemi sína Æ fleiri sfnnda þar nám í frísfundum srnum iT fóir dýrilækmr É Islandi UNDANFARIN ár hafa Náms- flokkar Reykjavíkur sífellt verið að auka starfsemi sína og sýnir það, að starf þeirra og fyrirkomu- lag hentar fólki vel, enda hafa námsflokkarnir fyllt sæti, sem áður var autt í menntakerfi okk- ar. Einkum er það hagkvæmt fyrir fólk, sem ekki hefur að- stæður til þess að stunda skóla- nám, að geta valið sér eina náms- grein eða fleiri og stundað námið eingöngu í frístundum sínum, án þess að þeir missi nokkrar at- vinnutekjur vegna námsins. BYHJENDAFLOKKAR — FRAMHALDSFLOKKAR Námsflókkar Reykjavíkur eru nú orðnir svo stór stofnun, að þeir geta boðið flestum nám við þeirra hsgfi, þar sem flestar náms greinarnar eru kenndar í mörgum flokkum og er skipt í flokka eftir þeim undirbúningi, sem þátttak- endur hafa í hverri námsgrein. SÉRFLOKKAR FYRIR GAGN- FRÆÐINGA OG T*Á, SEM LESA UTANSKÓLA UNDIR STÚDENTSPRÓF Síðan nýju fræðslulögin komu til framkvæmda, hefur komið í Ijós sfóraukin þörf á framhalds- námi í einstökum fögum fyrir gagnfræðinga, sem farið hafa út í atvinnulífið en vilja fá aukna menntun í einstökum námsgrein- um. Þess vegna hafa Námsflokkar Reykjavíkur sérflokka fyrir fólk, með gagnfræðamenntun. Einnig eru sérflokkar í tungumálum og stærðfræði fyrir þá, sem lesa vilja utan skóla undir stúdents- próf. Nokkrir starfandi barna- kennarar hafa á síðustu árum notað sér það tækifæri, sem þeir hafa til þess að taka stúdents- próf í áföngum og hafa sumir þeirra stundað nám í þeim sér- flokkum, sem námsflokkarnir hafa í ensku og þýzku. Tvö undanfarin ár hafa starf- að námsflokkar í latínu, en þar sem þátttaka í þeim hefur verið lítil, er ekki gert ráð fyrir, að þeir starfi í vetur. Hinsvegar verður í haust stofnaður flokkur í stærðfræði. STÚLKUR OG HÚSMÆÐUR STUNDA HANDAVINNU Námflokkarnir hafa flokka í kjólasaumi, barnafatasaumi, út- saumi og í vélsaumi fyrir byrj- endur. Síðastliðinn vetur starfaði einnig flokkur í sniðteikningu, en ráðgert er, að sá flokkur starfi aðeins annað hvert ár. FÖNDUR Kennsla í föndri (með bast, pappa og pappír) byrjaði í fyrra Og verður haldið áfram í vetur.1 Eftirspurn eftir föndri er tölu- j verð, enda geta þátttakendur lært að búa til ýmsa skemmti-j lega muni úr ódýru efni. f fyrra voru eingöngu stúlkur í föndri, en nú er kennslan í föndri ætl- uð bæði piltum og stúlkum, enda geta karlmenn ekki síður haft gaman af því að búa til smá- hluti til að prýða herbergið sitt eða heimilið. VÉLRITUN OG BÓKFÆRSLA Margt varðandi verzlunar- og skrifstofufólk hefur undanfarin ár stundað nám í vélritunar- og bókfærsluflokkum, enda er hægt að fá ritvélar leigðar til afnota í skólanum. Lítur út fyrir mjög mikla aðsókn að þessum flökk- um í vetur. tungumálakennslÆm í vetur verður tekin upp sú Býlunda að nota segulbandstæki við tungumálakennsluna, sem að því leyti verður með nokkuð öðru sniði en undanfarið. Má vænt- anlega ná betri árangri í fram- burðarkennslu með því að nota segulbandstæki við námið. Tilraunir verða gerðar með notkun kvikmynda við kennsluna m. a. verður reynt að sýna kvik- myndir og skýra þær á erlendum málum til þess að þátttakendur æfist í að skrifa talað mál. SÁLARFRÆÐI í fyrra var feikna mikil að- sókn að sálarfræðikennslunni, enda er það bæði skemmtileg námsgrein og gagnleg. Sérstak- lega hafa foreldrar og aðrir upp- alendur gagn af því að kynnast undirstöðuatriðunum í sálar- fræði og öðlast með því aukinn skilning á þörfum barnsins og sál- arlífi þess. Kennslan fer fram í fyrirlestrum. ÍSL. BÓKMENNTIR AUir lesum við íslenzk skáld- rit, en líklega höfum við ekki öll gert okkur fulla grein fyrir því, að við myndum lesa okkur til meiri ánægju og gagns, ef við hefðum notið handleiðslu sér- fræðinga við að lesa skáldverk. Þó að við fáum aðeins fá skáld- verk skýrð til híítar, kemur það okkur að haldi við lestur nýrra bóka. Samtalið í íslenzkum bók- menntum er mörgum okkar held- ur ekki eins ljóst og skyldi. Náms flokkarnir gefa fólki á hverjum vetri tækifæri til þess að nema ísl. bókmenntir og verður einn slíkur flokkur starfandi á kom- andi vetri. Kennslan fer að mestu leyti fram í fyrirlestrum. INNRITUN Hér hefir verið lauslega sagt frá nokkrum þeim námsgrein- um, sem kenndar eru í Náms- flokkum Reykjavíkur og nýung- um í starfi þeirra. En til þess að fá nánari upplýsingar um hvaða tækifæri til mennta þeir bjóða bæjarbúum og til þess að inn- rita sig sem þátttakendur í vet- ur þarf fólk að koma í Miðbæj- arskólann kl. 5—7 eða 8—9 síðd. einhvern næstu daga, þar sem inn ritun fer senn að ljúka. HER á landi hefur dvalizt nokkra undan farna daga norsk- j ur dýralæknir, J. L. Flatla að nafni. Er hann prófessor við Nor- ' egs Veterinary Höyskcle í Osló, þar sem hann kennir stúdentum dýralækningar; meðal lærisveina hans eru þrír íslenzkir stúdentar, sem nú leggja stund á dýralækn- ingar í Noregi. — Morgunbl. hef- ur hitt Flatla að máli og spurt hann frétta um komu hans hing- að. ★ — Ástæðan til þess, að ég fór hingað, sagaði próf. Flatla,.er sú, að hér hafa herjað í mörg ár tveir sérstakir lungnasjúkdómar ,í fé, mæðiveiki og þurramæði, sem við .heima í Noregi höfum mikinn áhuga á að kynna okkur; — okkur var kunnugt um það fyrir stríð^ og átti einn kenn- arinn á skólanum, sem ég kenni við að koma hingað þá, en úr því varð þó ekki af ýmsum ástæð- um. Eftir stríð var aítur farið að huga að för einhvérs norsks dýra- læknis hingað, enda er margt fjár í Noregi og hugsanlegt, að slíkir , lungnasjúkdómar gætu einnig j blossað þar upp í fé. Norska land- segii* norskiir dýralæknir, prófessor Flatla. sem hér er á ferð við mig, að ég tækist þessa ís- landsför á hendur nú. Var ég þess albúinn að ferðast hingað, þar eð ég er kennari nokkurra íslenzkra stúdenta og áleit ég, að margt gott gæti af því leitt, ef ‘ ég kynnti mér íslenzkan land- búnað og aðstæður allar, þar sem nemendur mínir og verðandi dýra læknar eiga að starfa. Auk þess hafa íslendingar og Norðmenn * alltaf verið tengdir nánum bönd- ' um og langaði mig sérlega að kynnast landi og þjóð. — Þegar heim kemur, á ég að gefa skýrslu um kynni mín af húsdýrasjúk- dómunum hér og þá einkum f jársjúkdómum. ENGIR lungnasjúkdómar í FÉ — Eru engir lungnasjúkdóm- ar í fé í Noregi? — Nei, en við höfum þurft að berjast við garnaveiki, þótt út- (breiðsla hennar hafi aldrei verið mikil; við höfum alveg getað haldið henni í skefjum og gerir , hún tiltölulega lítinn usla í sauð- fé í Noregi. DÐNLOP HJOLBARÐAR nýkomnir . 550x16 650x16 Biíreiðavcruverzlun Friðriks Berfelsen Hafnarhvoli. Sími 2S72. Vlorgunblaðið er helmingi ntbreiddara en nokkurt annaS íslenzkt blaS. Bezta auglýgingablaðiS. — „KOMINN TIL AÐ KYNNA SÉR VEIKINA" — Mér hefir skilizt, að mæði- veikin hafi komið hingað með karakúlfé, sem upprunnið er frá Þýzkalandi; skal ég ekkert um það segja, en veit þó ekki til þess, að hún hafi gert þar vart við sig að neinu ráði. Hins vegar'er svip- aður lungnasjúkdómur allút- breiddur í Englandi og S-Afríku og jafnvel í Ameríku, en hvergi líkt því sem hér. Mögulegt er, að hér séu sérstök skilyrði fyrir hendi, sem stuðla að útbreiðslu þeirra. En þó get ég ekkert um það sagt, ég hefi ekki unnið að neinum rahnsóknum á þessum sviðum, er hingað kominn til að kynna mér veikina og læra af ykkar reynslu. í SENN HENTUG OG VISTLEG — Hafið þér ferðast víða um landið síðan þér komuð? — Ég hef farið norður í Eyja- fjörð, komið á allmarga bónda- bæi, rætt við bændur og kynnt mér þau vandamál, sem skapazt hafa af útbreiðslu mæðiveikinn- ar og annarra húsdýrasjúk- dóma. Tvo síðustu daga hef ég dvalizt á Selfossi og férðast þar um nágrennið með starfsbræðr- um mínum; hef ég fengið upp- lýsingar um húsdýrasjúkdóma hér á landi og kynnt mér nokk- uð húsakynni bænda bæði göm- ul og ný. V ÖNTUNARS JÚKDÓMAR — Hvernig leizt yður á þau? Próf. Flatla. — Hin nýju húsakynni eru víða hin prýðilegustu, þau eldri eru hins vegar sum ekki eins góð; þó virðast sum nýju skepnuhúsin ekki sem hentugust og ættu bændur að fá leiðbeiningar um, á hvern átt hægt er að gera þau í senn hentug og vistleg. — Hvernig leizt yður á búfé hér; virtist yður mikið um sjúk- dóma í því, svona í fljótu bragði? — Ja, það sem vakti athygli mína, þegar ég sá t d. kýrnar, var hversu mjög þær virðast þjást af vöntunarsjúkdómum ýmiss konar; eru þeir allútbreiddir hér á landi. Lýsa þeir sér oft þannig, að kýrnar eru haltar og eiga erf- itt með gang, þær geta þó mjólkað ágætlega. — Ég hef séð margar slíkar kýr á ferðum mín- um hér og er ekki vafi á, að vöntunarsjúkdómar eru útbreidd- ir hérelndis. Þeir hafa líka verið ákaflega algengir í Noregi, en þó er betra að ráða við þá þar en hér, vegna þess að jarðveg- urinn er þar leirbornari; hér er hann aftur á móti mjög fokmold- arborinn víða og þegar rigningar eru, skolast nauðsynleg frumefni burt ór jarðveginum. Einkuni ber mikið á vöntunarsjókdómum, þar sem land hefir risið ór sæ, það er a. m. k. reynsla okkar í Noregi. — Hvernig er þá bezt að vinna bug á þessum sjúkdómum? — Fyrst í stað er nauðsynlegt að rannsaka gras og hey og ganga úr skugga- um, hversu mikið það inniheldur af nauðsynlegum frum efnum, s. s. kalsíum, fósfati o. sv. frv. Má á þann hátt sjá, hvaða frumefni vantar og bæta því í fóðrið, þegar kúnum er gefið. -— — En þessi aðferð er ekki til frambúðar, því að auðvitað er nauðsynlegt að setja þau frum- efni í jarðveginn,.sem hann hefur ekki nóg af; er það gert með heppilegum áburði og eftir því, sem jörðin er fokmoldarkennd- ari er erfiðara við það að fást, því efnin viSja skolast ór jarð- veginum í rigningum, eins og ég sagði áðan. -— Um þesar mundir er einmitt unnið að þessum rann- sóknum hér á landi; er þeim stjórnað af dr. Stuart frá FAO. KORTLEGGJA LANDIÐ Er hér mikið verk að vinna, því að kortleggja verður landið allt, þannig að auðveldlega megi sjá, hvaða efni vantar á hverjum stað. Er slík kortlagning mjög nauðsynleg, yfir þau svæði, þar sem mjólkurframleiðsla er mikil, því að eftir því, sem kýrin mjólk- ar meira, þeim mun meira þarf hón af hinum ýmsu frumefnum. VANTAR KOBOLT EÐA KOPAR? Rannsóknir í Noregi hafa óg sýnt, að víða vantar þar ýms frumefni, sem skepnunum eru lífo nauðsynleg, en þær þurfa þó ekki nema örlítið af s. s. kobolt óg kopar. Þegar þessi efni vantar í fóðrið, hætta dýrin að þrífast, verða mögur og mjólka illa. í Ekki skal ég segja, hvort efnl þessi vantar í jarðveginn hér á landi, þykir það þó ekki ósenni- legt; — vöntunarsjókdómar, sem. stafa af vöntun á þessum pg- fleiri frumefnum, hafa á síðustu. árum mjög gert vart við sig víða. um heim. Þó hófust rannsóknir á þeim ekki fyrr en eftir 1935, og eru komnar tiltölulega skammt á veg. Er því mikið verk- efni fyrir höndum fyrir sérfræð- inga hér sem annars staðar, þói að nauðsynlegt er að komast íyr- ir þessa sjúkdóma. — Eru rann- sóknirnar bæði tímafrekar Og kostnaðarsamar, en heima í Nor- egi hlaupa Getraunirnar undir bagga; frá þeim fengu vísinda- menn um 15 milljónir króna á þessu ári, eða um helming alls ágóðans. Við, sem nú berjumst við vöntunarsjúkdóma nutum þar góðs af og hefur verið varið háum upphæðum til rannsókna á þeim. OFFÁIR DÝRALÆKNAR — Að iokum vil ég minnast á það, sagði próf. Flatla, að ég hygg að staðhættir hér og í Noregi séu svo svipaðir á margan hátt, að dýralækn- ar ykkar hljóti rétta mennt- un í Noregi. — Erum við þess mjög fýsandi að til okkar komi fleiri íslenzkir stúdentar til dýralæknisnáms en hingað til', og eins og ég sagði áðan, kom ég hingað m. a. til þess að • geta tekið betur á móti þeim. — Sem stendur virðist mér offáir ís- lendingar leggja stund á dýra- lækningar; hér á landi er mikið unnið að jarðabótum ýmiss koh- ar og nýrækt, svo að gera má ráð fyrir, að búfjárstofn ykkar aukist mjög, er fram í sækir. Er því nauðsyniegt að hér starfi nógu margir dýraiæknar; þeir eru nú orðnir offáir, geta ekki sem skyldi haldið uppi því samr bandi við bændurna, sem nauð^ synlegt er. Ef vel er, eiga dýra* læknarnir að vera ieiðbeinendu? bænda á mörgum sviðum, þeili eiga að koma á heimili þeirræ, skoða skepnuhúsin —- ekki síður en stunda læknisstörf sín. i ■—o— ÉG vil.svo biðja yður að færá öllum þeim þakkir, sem ég hefi kynnzt í þessari för minni hing-: að og þurft að leita til. Vil ég því viðvíkjandi einkum nefnat: Sigurð Hlíðar, yfirdýralækni, og starfsmennina á Keldum. Her hef ég hvarvetna mætt hlýjut og gestrisni bæði hjá „kollegum'! mínum og öðrum. Vona ég, að í framtíðinni verði náið samstarf: dýralækna í Noregi og íslandi; enda eru skilyrði og aðstæðué allar mjög J^kar. ; M. 1 2 íbúðir óskast til leigu í sama húsi, önnur 2 herbergi og eidhús, hin 3 herbergi og eldhús, má vera *í Fossvogi eða Kópavogi. Fyrirf ramgr. eftir samkomu lagi. Tilb. merkt: „Góð um- gengni“ sendist blaðinu fyrir mánudagskvöid. Einn- ig uppl. í síma 7976 til kl. 6VÍ að kvöldi, sunnudag kl. 1—3. BEZT AÐ AVGLÍSA í MORGUNBLAÐINU I»*"»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.