Morgunblaðið - 25.09.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. sept. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
11
Krisfniann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
f f fölu grasi, eftir
Jón Jóhannesson.
UM ljóðskáld vor má með sanni
segja, að þar eru margir kallaðir.
En framtíðin ein fær úr því skor-
ið hversu margir af öllum þeim
fjölda rímsmiða verða útvaldir til
langlífs meðal þjóðarinnar. Furðu
lega margir eru þó góðri skáld-
gáfu gæddir. En mig grunar að
fæstir þeirra eigi þá hörðu sjálfs-
gagnrýni, þolinmæði og vilja-
þrek er til þarf að skapa list? —
Gáfan sjálf er engan veginn ein-
hlýt, þótt hún sé að vísu frum-
skilyrðið.
Jón Jóhannesson á ágæta skáld
gáfu, honum verður allt að ljóði
Og hann líkist ekki öðrum. En
þegar í fyrsta kvæðinu rekst les-
andinn á galla sem gera honum
gramt í geði, sökum þess hve
augljóslega þeir stafa af hroð-
virkni og eftirlátssemi skáldsins
Við sjálft sig. Það sýnist ekki
mikill vandi að gera þessa vísu
betur úr garði, t. d.:
„Og eg skal raula angurljóð
til þín
einn ofanlýstan dag í kaldri sól,
á meðan aðrir halda heilög jól
Og hópast kring um jólagullin
sín“.
I
Eða þá þennan vísuhelming:
„Því eitt sinn brjóst mitt hrærði
hlátur þinn
Og hlátur þinn um hvíta veggi
lék“.
um allajafna. Hvað veldur? Er
þeim ekki alvara, er hugsjónin
svona innantóm? Það er þó ljóm-
andi gaman að smellnum áróðurs
kvæðum, séu þau skáldskapur.
En hvað skal segja um listatök-
in í kvæði eins og „Þeir báðu um
styrk“?
„Þeir báðu um styrk í Wall
street vestur,
í vetur er ofanlút þrælslund fann,
að vesturheimsklafinn er klafa
bestur,
þeir komu að vestan í gær með
hann.
Þeir vissu um hugleikinn fagna-
fund,
fólkhjartans vængjuðu óska-
stund,
er lygin og mannhatrið máð sé
brott,
morðingjans hlátur sé stirðnað
glott.
„Þeir báðu um styrk í Wall
street vestur,
þeir vissu að dagur í austri rann
og myrkrið er girnd þeirra gálga-
frestur
og gróðinn er dollar og sent á
mann.
I
Þeir óttast um drauminn sinn,
I urð og flag,
þeir óttast hinn sólroðna hörpu-
dag,
er þistlum og fauskum skal
þeytt á eld,
og því eru börn þín og ættjörð
seld“.
af gleði.
Ó ég legði
allt að veði
til að líf
af þessu tæi
færi eldi um
allar jarðir
allar sveitir
alla bæi,
þótt ég dæi síðan
dæi“.
Þarna er sitt af hverju í formi
og háttum, nýtt og gamalt. —
„Vísur um gamalt tré“ virðist
raulaðar við hörpu Jónasar, en
næst á eftir er „Stef“, órímað og
eftir nýjustu Reykjavíkurtízku,
(sem nú er raunar skrambi úr-
elt). „Haustmynd“ er til beggja,
nokkuð gott, og „Vetrarljóð", sem
leiðir hugann aftur að gömlu
skáldunum, er gott. „Vorgleði“,
„Manvísa“, „Blómljóð" og „Þrjár
stökur“, — allt snotur ljóð, vel
unnin, en skilja ekki mikið eftir
hjá lesandanum. Gott þykir mér
„Haustljóð á vori 1951“. Þar er
hófsamlega og vel sagt það, sem
oft vill kafna í stóryrðum og öðru
broslegu baksi hjá trúbræðrum
skáldsins. Aftur á móti er „Á
Þingvölhnp" misheppnað. Margt
er vel um hið órímaða ljóð:
„Leikur um ástina og vorið“, en
síðari hluti þess þó öfgakenndur
að formi til. „Vísa“ er einkar
lagleg og kannski það kvæði er
veitir mesta tiltrú til skáldgáfu
höf. „Jólaljóð“ er og snoturt. En
einna bezt kveðið er kvæðið
„Heim“.
H. P. Sósa
H. P, Tómatsósa
H. P. Salad cream
H. P. Mayonnaise.
Heildsölubirgðir:
«33111 !
| JJ. Ölafiion J Eemliöft |
^óóon
Sími 82790 (þrjár línur)
GðLFKORK
(Parket)
6 mm. og 8 mm. í tveim litum
Fyrirliggjandi.
j^oríábóóon Sj j/jorjimann h.j^.
Bankastræti 11 — Sími 1280
Kvæði þetta heitir „Sonnetta“
Og hefði getað orðið mjög snoturt
ef dálítið meiri vinna hefði verið
í*það lögð. Sama er að segja um
„Fótatak“, lítið ljóð, sem nálgast
það að vera fallegt. Smágallar,
sem létt er að laga, skemma töfra
þess. En töfra er víða að finna í
kvæðum Jóns, þau eru mörg
mjög ljóðræn og birta sérstæðan
hugblæ. Gott dæmi þessa er
„Kvöldsól“, sömuleiðis „Tungl-
Skin“, „Gola i grasi“ og hið gull-
fallega, vel gerða ljóð: „Fellur
regnið rautt“. — Enginn getur
efast um, að hér er á ferð efni
í góðskáld, eftir lestur þess
kvæðis:
I
, „Fellur regnið rautt,
raular brjóst mitt stef
út í húmið hljótt,
í meðan voð ég vef
vökubarn í nótt
! hlýja handa þér.
Voð úr bláma blóms,
blikí vatns og steins
ástúð endurhljóms
bak við kall og kvöð
, kyrrð og álfi hjá,
þar sem lauf og lind
, ljóði hvíslast á.“ o. s, frv.
|
Styrkur höf. er Ijóðræn mýkt
Og ferskur frumleiki í stemning-
um, er oft eiga sér karlmannlega
angurværð, en verða aldrei við-
kvæmnislegar. — Lítið dæmi:
A
„Og í mjúku grænu grasi
geymir þögnin falin spor
sérhvers barns, er tómlátt týndist
tíbrá dags þíns, góða vor“.
i
„Kafald“ er fallegt Ijóð, órím-
að, einnig „Heiðinn dauði“.
„Gamall sálmúr“ hefur orðið
Skáldinu ofviða, þó er ýmislegt
gott í honum, en einkum fyrsta
erindið.
I Ekkí er Jón áróðursskáld. —
„Stríðsgróði vor“, „Vestrænt
lýðræði“, „Syng myrkur þitt,
Öxará", „Lærisveinninn“ o. fl.
eru vægast sagt lélegur leir.
Skárri, en þó hvergi nærri góð er
„Herbúðavísa að sunnan", Það er
@nnars kyndugur skolli, að þeg-
ar jafnvel allgóð skáld taka að
kyrja hinn austræna áróður.
yerða þau að örgustu leirbullur-
Það er meira af svo góðu — og
skyldi ekki fara um íhaldið við
slíkan kraftaskálskap? Já, bíðið
þið nú bara þangað til að „hinn
sólroðni hörpudagur" kemur vað-
andi að austan með „fólkhjart-
ans vængjuðu óskastund“.
Ég er hræddur um að lesand-
anum hætti til að halda, að það
sé slæmur málstaður, sem varinn
er með svona fábjánalegum
kveðskap. Og er þá víst verr far-
ið en heima setið fyrir áróðurs-
manninn. Að hann skuli ekki
sjá það sjálfur er óskiljanlegt
heilbrigðri skynsemi. — Að öðru
leiti er kynningin við skáldið
ánægjuleg og mörg af kvæðum
hans veita Ijóðaunnendum gleði.
Gestaboð um nótt.
Eftir Einar Braga.
RÉTT laglega farið með lítið
pund, kom mér í huga að lokn-
um lestri þessa kvers. Ekki fæ
ég fundið í því neitt, sem bendi
til að stórskáld sé þar að vaxa
I úr grasi, en margt er þar einkar
snoturt, ljúft og laglega gert, án
| mikilla tilþrifa. í bestu ljóðun-
um lýsir sér ósvikinn skáldhug-
ur, en hann gutlar á láglendinu
og hættir sér hvorki í hæðir né
djúp, — enn sem komið er. Vonir
kynnu þó að standa til að lífið
dýpki hug þann Og hækki, því
þetta virðist vera lítt reyndur
piltur, sem hefur fátt að skrifa
um. Enn er hann nokkuð bund-
inn áhrifum frá eldri skáldum,
(„Vísur um kisu“ 0. fl.) en engan
veginn fram yfir það, sem eðli-
legt er, og í mörgum kvæðanna
er hann skemmtilega frumlegur,
t. d. í „Gestaboði um nótt“.
„Einn er minnstur
allra í hópnum
f glettinn álfur
sem ég sjálfur:
ber í hendi
bláa fjöður
: sumargjöf frá
góðum föður :
og hann leggur
mjúkan oddinp
mér að brjósti
skýjaglópnum,
og hann kitlar
hjartabroddinn
svo ég kippist við
„Munblíð gegnum
minninganna
mistur skín
snauðum harða
hungurvíkin
heimbyggð mín.
Barnsins undrun
bjarta gleði
bitra sorg,
glatast mér
í glaumi þínum
glæsta borg.
Góða veröld
gef mér aftur
gullin mín:
lífs mins horfna
Ijósa vor
ég leita þín“.
Allsparlega er farið með lestr-
armerki í bókinni. En það skal
látið óátalið, því ekki harma ég
ófétis kommurnar!
Um „Prósaljóð“ vil ég sem
minnst ræða. En bókin endar á
ágætri þýðingu kvæðisins:
„Blökkumaður talar um fljót“,
eftir Langston Hughes.
„Svart á hvítu".
Eftir Kristján Röðuls.
Hrímnir.
ÞAÐ er svo mikill vandi að
skrifa um Kristján Röðuls, að ég
hef leitt það hjá mér hingað til,
þó fremur af leti en mannvonsku.
Þó hefur það kannski valdið
mestu, að mér virðist gáfa hans,
og geta til ljóðagerðar svo hæp-
in, að best væri að segja sem
fæst um' hana. En í nýjustu bók
hans er um svo ótvíræða fram-
för að ræða, frá þeim fyrri, að
um hana er engin ástæða til að
þegja.
Það er bersýnilegt, að Kristján
hefur fullan vilja á því, að verða
skáld, — og viljinn hefur stund-
um síðasta orðið í því efni, sem
öðrum. Þó má hann enn nokkuð
bæta sig áður en hann verður tal-
inn með „skálkunum fínu“, er
hann kallár svo í „Andinn og ég“.
„Á andvökunótt, þegar ljóð mitt
er léttvægt fundið
og líf mitt er dapurt Og þung-
lega áliyggjufh bundið,
Framh. á bls. 12.
HALDA-ritvélar
með sænskum kúlulegum.
Berið þær saman við hinar, og kaupið svo þær,
sem yður líkar bezt.
Halda-29 cm skrifvals. Kr. 3.925.00.
'portvömhiió t^euiliauíl
eLfniauiKLU'
SENDISVEINN
Röskur og ábyggilegur sendisveinn
óskast nú þegar.
\
Uppl. í skrifstofunni.
Vélsimiðjan Héðlnn h.f.
Frönskunámskeið Alliance Francaise :
■
: hefjast í októberbyrjun. Kennarar verða: ungfrú Delahaye :
■
; og Magnús G. Jónsson. Allar nánari upp). í skfifstofu j
• ■
: forseta felagsins, Mjóstræti 6, sími 2012. ;
— Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu —